Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGURl. JÚNÍ1986
X
Combi
tjaldvagnar
Camp
Benco
Bolholti4.
Þátttakendur í kynningunni eru m^.
framhaldsskólar, Háskólinn, tölvuskólar,
fagfélög, innflytjendur o.fl.
Ef þú ert....
• að taka ákvörðun um námsbraut eða
framtíðarstarf
• að huga að framhaldsnámi hérlendis
eða erlendis
• áhugamaður um tölvur
• að dragast aftur úr í starfi vegna
tœknibreytinga
• hræddur við tölvur
• huga að endurmenntun starfsmanna
þá átt þú erindi á þessa kynningu
Kynningin er haldin í Verzlunarskóla
íslands Ofanleiti.
Hún er öllum opin og aögangur ókeypis.
NOTAÐU ÞETTA
EINSTAKA TÆKIFÆRI.
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG
ÍSLANDS
HVAD
VILTU VITA
UMTÖLVUNÁM?
KYNNING Á TÖLVUNÁMI
SUNNUDAG
1.JÚNÍ KL.14-18
ALLT FRÁ NÁMSKEIÐUM
TIL HÁSKÓLANÁMS.
ÓU Vestmann Einarsson yf irkennari í Iðnskólanum í Reykjavík í tölvusal skólans. Morgunbiaðið/Emar Faiur.
Iðnskólinn í Reykjavík:
Tvær öldungadeildir
verða næsta vetur
Bókagerð og
rafeindavirkjun
SETTAR voru á stofn í
Iðnskólanum í Reykjavík
tvær nýjar brautir sl. haust,
tölvubraut og tæknifræði-
braut, og nk. haust hefst
kennsla I öldungadeild í
bókagerðargreinum og raf-
eindavirkjun og verður það
í fyrsta sinn sem öldunga-
deild er starfrækt við Iðn-
skólann. Innritun í öldunga-
deild stendur frá 2.-5. júní
nk.
Ingvar Ásmundsson, skólastjóri,
sagði að það bæri á skorti í þessum
starfsgreinum og væri öldunga-
deildinni hleypt af stað til þess að
fjölga hæfu fagfólki í greinunum
þar sem skortur hefði einnig verið
í skólanum á rými í dagskóla. Þó
væri kennslubúnaðurinn fyrir hendi
en það er einn dýrasti búnaður skól-
ans og væri æskilegt að nýta hann
sem best. „Með öldungadeildinni er
hægt að fjölga námsrýmunum án
þess að auka stofnkostnað ( húsum
og búnaði, sem er mjög dýr,“ sagði
Ingvar Ásmundsson skólastjóri
Ingvar. Kennsla í öldungadeildum
fer fram á kvöldin frá kl. 18.00 til
kl. 22.30 og á laugardögum frá kl.
8.00 til 12.30. í öldungadeildum
verður kennt eftir sömu námsskrá
og í dagskóla en kennslustundir eru
helmingi færri.
Fjórtán nemendur hófu nám á
tæknibrautinni og 50 á tölvubraut.
Af tölvubrautinni náðu aðeins tíu
nemendur öllum prófum, að sögn
skólastjórans. Tölvubraut er þriggja
ára nám, þar af um helmingur
almennt nám en hinn helmingurinn
tölvunám. Almenna námið svarar
til náms í undirbúningsdeild Tækni-
skóla íslands. Eftir próf af tölvu-
braut Iðnskólans geta nemendur
lokið tæknistúdentsprófi með því
að bæta við sig einu ári á tækni-
braut og ættu þá að eiga greiða
leið í Háskóla íslands.
Undirbúnings- og raungreina-
deild tækniskóla svarar til tækni-
brautar, eins og henni er lýst f nýút-
gefinni námsskrá menntamálaráðu-
neytisins, en tæknibraut lýkur einn-
ig með tæknistúdentsprófi og er
ráðgert að hún verði starfrækt í
flestum iðnfræðsluskólum landsins,
að sögn Ingvars.
„Tölvubrautinni er skipt niður í
tvær brautir: hugbúnaðar- og vél-
búnaðarbraut. Áhugi nemenda virð-
ist þó meiri á hugbúnaðarbrautinni.
Hinir veljá frekar rafeindavirlqun,
sem jafnframt er lögvemduð iðn-
grein, en ekki tölvufræðin," sagði
Ingvar.
STÁLHE
Höldum borgínní hreinní
á200ára afmælinu
Kaupum góðmálma!
Tökum á móti brotajárni í endurvinnslu
okkar að Klettagörðum 9 við Sundahöfn.
Endurvinnsla er iðngrein!
Pósthólf 880, 121 Fteykjavík-Borgartúni 31, símar 27222 & 84757