Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 1
104 SÍÐUR B/C STOFNAÐ1913 119. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986__________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar ákveða að hverfa frá Salt-II Moskvu. AP. SOVETMENN sögðust i gœr ekki Geim- flaug sprakk Kourou, Fröusku Guyana. AP. ARIANE-2 geimflaug evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) var sprengd i loft upp með fjar- stýringu tæpum fimm mínútum eftir að henni var skotið á loft. Ákveðið var að granda flauginni þegar í ljós kom að þriðja þrep hennar starfaði ekki sem skyldi. Kviknaði ekki í eldsneyti þriðja þrepsins og flaugin fór útaf braut sinni. Þetta er fjórða geimskot Ar- iane af 18 sem misheppnast. Um borð í flauginni var ijarskiptahnöttur og var honum einnig grandað með fjarstýringu. Noregnr: Fyrsti hvalurinn veiddur Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbiaðsins. NORÐMENN skutu fyrstu hrefn- una á hvalvertíðinni í ár á föstu- daginn skammt frá eyjunni Lófót- en, en vertíðin hófst á mánudag- inn var. Hvalverndarfólk hefur heitið því að beijast af krafti gegn hvalveiðum Norðmanna og geta þær orðið til þess að Banda- ríkjamenn beiti þá viðskipta- þvingunum. Sex öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa skorað á við- skiptaráðherra þar í landi, að stöðva innflutning á norskum eldislaxi og öðrum vörum vegna hvalveiða Norð- manna í trássi við bann Alþjóðahval- veiðiráðsins. Skip Grænfriðunga Moby Dick lét úr höfn í Hamborg í gær og stefnir til Barentshafsins þar sem fyrirhugað er að reyna að trufla veiðar Norðmanna. Þá mótmæltu Grænfriðungar í Vancouver í Kan- ada, þar sem norsku krónprinshjónin eru á ferð. vera lengur bundnir af ákvæðum Salt-II samkomulagsins ef Bandaríkjamenn brytu ákvæði þess. Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, sagði samkomulagið úrelt og ófullnægjandi og gaf í skyn sl. þriðjudag að Bandaríkja- menn myndu hætta í haust að uppfylla ákvæði þess. Stjóm Sovétríkjanna fordæmdi Reagan harðlega og sagði yfírlýs- ingu hans um að hætta að virða ákvæði Salt-II viðsjárverða og af- brigðilega. Hún sýndi að Reagan hefði meiri áhuga á að auka vopna- kapphlaupið og hann kysi spennu í stað slökunar. Sögðust Sovétmenn óbundnir af öllum samningum stór- veldanna um takmörkun vígbúnað- ar ef Reagan gerði alvöru úr orðum sínum. Stórveldin tvö virðast því basði reiðubúin að bijóta ákvæði Salt-I og Salt-II, nái þau ekki nýjum samningum fyrir árslok. Banda- ríkjamenn halda því reyndar fram að meðan þeir hafí haldið sig innan ramma Salt-II hafí Sovétmenn brotið ákvæði þess hvað eftir annað, nú síðast með framleiðslu nýrra fjölodda eldflauga af gerðunum SS-22ogSS-12M. Yelena Bonner um ummæli Viktors Louis: Eiga að hræða vestræna leiðtoga London. AP. YELENA Bonner, eiginkona sovéska andófsmannsins og nób- elsverðlaunahafans Andreis Sakharov, hefur sakað sovésku Ieyniþjónustuna, KGB, um að reyna að kúga vestræna þjóðar- leiðtoga til að láta örlög eigin- manns hennar liggja í þagnar- gildi. Gerði hún þetta þrátt fyrir aðvaranir frá Moskvu vegna yfirlýsingar hennar í vestrænum fjölmiðlum. Bonner átti hálfrar klukkustund- ar fund með Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, á föstudag. Á eftir ræddu þær við blaðamenn og héldust hönd í hönd. Bonner var spurð álits á ummæl- um sovéska blaðamannsins Viktors Louis, sem sagði nýlega, að stjóm- AP/Símamynd völd í Sovétríkjunum hefðu áhuga á að rýmka frelsi Sakharovs, en jrfirlýsingar eiginkonu hans á Vest- urlöndum hefðu teflt málinu í tví- sýnu. „Þama er KGB einungis að senda skilaboð, sem eiga að hræða Thatcher og aðra vestræna þjóðar- leiðtoga frá að ræða við mig,“ sagði Bonner. Bonner fór til Ítalíu síðdegis og mun hitta Bettino Craxi, forsætis- ráðherra Italíu, en heldur heim til Sovétríkjanna á mánudag. Yelena Bonner með Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing- stræti 10, bústað breska forsæt- isráðherrans, í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.