Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986
STÓRÚTGÁFA
Vinsældalistar
vikunnar
RAS 2
1. (1) Why can’t this be love? . VanHalen
2. ( 6) Lessons in love .......... Level42
3. (10) Livetotell .................. Madonna
4. ( 4) Livingdoll ............. CliffRichard
5. (29) Gleðibankinn .................... Icy
6. ( 5) Árdet hardu kallar
Karlek? .......... Lasse Holm og félagi
7. ( 3) J’aime la vie .......... Sandra Kim
8. (15) Greatest love ofall .... Whitney Houston
9. (17) Trainofthought ................. A-HA
10. ( 8) Look away ............. Big Country
11. (14) Romeo ................. Ketill Stokkan
12. (11) Fright night .......... J. Geils Band
13. (20) Yourlove .................. Outfield
14. (13) You can count on me ......... LuvBug
15. (18) Isitlove? ............. Mr. Mister
16. (19) Ifyouleave ..................... OMD
17. (22) Holding back the years ... SimplyRed
18. (12) ÍÖIdutúni ................ Túnfiskar
19. ( 7) BrotherLouie ......... ModernTalking
20. (29) You to me are everything . RealThing
21. ( 9) Allthethingsshesaid ... Simple Minds
22. (16) Önnur sjónarmið .... Edda H. Bachmann
23. (—) Svarthvíturdraumur ....... Dúkkulísur
24. (24) Bad boy ...... Miami Sound Machine
25. ( —) Be good to yourself ....... Journey
26. (27) Shine .... Mike Oldfield/Jon Anderson
27. (—) HandsacrossAmerica
.................... Voice of America
28. (— )Can'twaitanotherminute ..... FiveStar
29. ( —) Invisible touch ........... Genesis
30. (23) American storm ........ BobSeeger
Vlnur okkar Ketill Stokkan situr í 11. sæti
vlnsældalista hlustsnda Rásar 2 og or líklegri
tll frekari afreka.
8910
ÓLAFSSON
Allar plötur Megasar ásamt tveimur nýjum
eru komnar út. Þetta telur níu plötur sem
komið hefur verið haganlega fyrir í huggu-
legum kassa og kallast þessi heildarútgáfa
á verkum kappans „Megas allur”. Er þetta
alveg örugglega stórútgáfa á okkar mæli-
kvarða því þetta erfyrsta heildarútgáfa
einstaks listamanns hér á landi. Það er
Hitt leikhúsiö sem gefur út. Allar plötur
Megasar eru löngu ófáanlegar og hafa
sumar verið það um árabil. Því er þetta
bæði upplagt tækifæri fyrir forna aðdáend-
ur til að endumýja safnið sitt á hagkvæman
hátt og fyrir unga aðdáendur skáldsins til
að kynnast verkum meistarans. Umbúðirn-
ar eru glæsilegar svo og 40 síðna textabók
sem er alveg bráðnauðsynleg þeim sem
vilja skilja texta Megasar til hlítar.
Megas hefur verið að í næstum tvo ára-
tugi þó hann kæmi vart fyrir almennings-
sjónir nema í fámenni allt til ársins 1974
en þá var hann orðinn vel þekktur af sinni
fyrstu hljómplötu sem einfaldjega heitir
MEGAS og kom út árið 1971. Á henni eru
meðal annars lögin Gamli sorrí Gráni sem
margir þekkja, Silfur Egils og Heilræðavísur
(í Víðihlíð).
Þaö er ekki fyrr en árið 1975 sem önnur
plata Megasar kom út. Sú heitir Millilend-
ing og þar var það hljómsveitin Júdas sem
lék undir með Magnús Kjartansson í fylk-
ingarbrjósti. Trúbadúrinn Megas haföi nú
rokkhljómsveit sér til fulltingis og lög hans
mörg urðu feykivinsæl. Hver man til dæmis
ekki eftir Ragnheiður Biskupsdóttur sem
„brókar hafði sótt" eða einu alfallegasta
lagi Megasar, Erfðaskrá? Pákurnar í því
lagi eru ódauðlegar.
Fram og aftur blindgötuna kom út árið
1976. Mannskapur úr hljómsveitunum Eik
og Celsíus sá að þessu sinni um undirleik
á stórskemmtilegri plötu. Speglasalurinn,
Sút fló i brjóstið inn og Napóleon Bekk eru
meðal laga á Blindgötunni.
Hápunkturinn og ein allra besta hljóm-
plata íslensk frá upphafi er Á bleikum nátt-
kjólum. Á henni rugla saman reitum Megas
og Spilverk þjóðanna. Hvílík hugmynd!
Hvilík útkoma! Vögguvísa á 12. hæð, Gamli
skrjóðurinn, Paradísarfuglinn, Við sem
heima sitjum og öll hin lögin eru meistara-
verk og ekkert minna. Þetta var áriö 1977
og nú var Megas búinn að gera 3 plötur
á jafnmörgum árum og allan tímann lá
leiðinuppávið.
Frá upphafi hafa menn skipst algjörlega
í tvo hópa þegar Megas er annars vegar.
Ýmist er hann hataður eða dáður þó í
seinni tíð mun fleiri hafi fylgt seinni flokkn-
um að máli. Þegar Megas siðan tók barna-
vísurog gælurtil meðferðar á plötunni
Nú er ég klæddur og kominn á ról var
ekki laust við að margir hverjir hreinlega
trylltust af reiði. Hvernig dirfiðist maðurinn
að fara svona með lögin? Hvað sem því
líöur hefur platan þó elst ansi vel og er
einstök í röð barnaplatna. Flutningur
Megasar og útsetningarnar eru þess eðlis.
Sama haust, árið 1978 hélt Megas
fræga hljómleika í Menntaskólanum við
Hamrahlíð sem báru yfirskriftina Drög að
sjálfsmorði (sú saga komst meira að segja
á kreik að Megas hefði fyrirfarið sér eftir
hljómleikana!!!). Sem kunnugt er voru
hljómleikarnir hljóðritaðir og komu út ári
síðar, árið 1979 og er platan tvöföld. Nýju
plöturnar í kassanum heita Gult og svart-
holdiö og Gult og svart-andinn. Sú fyrr-
nefnda inniheldur7 Passíusálma Hallgríms
Péturssonar og er hljóðritunin frá páska-
tónleikunum í fyrra. Þar er meðal annars
að finna með fegurstu lagasmíðum Megas-
SMÁSKÍFUR
VIKUNNAR
Sú besta
Cactus World
News — Worlds
Apart
Enn ein gæðasveitin kom-
in fram á sjónarsviðið. Lík-
lega ættuð frá írlandi.
Þetta er gott rokk að hætti
nútímans með tilhlýðileg-
um kassagítarleik og
grenjandi rafgítar. Tónlist-
in er einskonar sambland
af tónlist Armoury Show
og U2. Gott lag.
Annað ágætt
Dream Academy —
Love Parade
Ekki besta lagið frá sveit-
inni en ágætt engu að síð-
ur. Útsetning lagsins og
flutningur færa einhverja
þokuslæðu yfir það. Hér
skortir eitthvert bit í laga-
smíðina svo hún heltaki
hlustandann, en þetta er
vel gert.
Dire Straits —
Your Latest Trick
Ljúfur saxófónn setur
sterkan svip á þetta fal-
lega lag Knopflers sem
auðvitað er að finna á
Brothers in Arms. Snoturt
þetta.
Afgangurinn
E.G. Daily — Say It
Say It
Enn ein Madonnan!!! Það
er komið nóg af þeim í
bilitakk fyrir!!!
Nick Heyward —
Over the weekend
Máttlítið lag. Hann var
skárri þessi með Haircut
100.
Listahátíð:
íslenska
poppið
Þeir innlendu popparar sem
munu ieika á popptónleikunum
í Laugardalshöll 16. og 17.júni
næstkomandi eru: Bjarni
Tryggvason og híjómsveit og
Grafík fyrra kvöldið þegar
Stranglers og Uoyd Cole leika.
Rikshaw og Greifarnir seinna
kvöldið þegar Madness og Fine
Young Cannibals leika. Það
verður greinilega i nógu að
snúast hjá meðlimum Grafikur
þvi trymbillinn Rafn, gitarleikar-
inn Rúnar, bassaleikarinn Jakob
og Hjörtur Howser munu allir
aðsoða Bjarna Tryggvason við
flutning á lögum hans. Að
kvöldi 17. júni er einnig ball á
Lækjartorgi og munu þar leika
Hljómsveit Magnúsar Kjartans-
sonar, Possibillies og Bítlavina-
félagið.