Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986
28
Endurhæflngarsjákling-
arnir á Reykjalundi ný-
komnir nr gongnferð nm
nágrennið. Magnús B. Ein-
arsson lseknir á miðri
mynd, í stntterma-skyrtu.
Á hádegisfyrirlestri hjá
Magnúsi lækni.
Morgunblaðið/Börkur Arnarson.
Rúrik Kristjánsson í stjórn Landssamtaka hjartasjúkl-
inga með veggspjald kjörorða merkjasölunnar. Merkin
verða ennfremur hjartalaga og ranð að lit.
ERTÞÚ
GÓÐUR?
Sjúklingar allt að tvöfaldað
úthald sitt á Reykjalundi
Merkjasala Landssamtaka hjartasjúklinga til
kaupa á búnaði til endurhæfingar a Reykjalundi
Á REYKJALUNDI i Mosfellssveit hafa hjartasjúklingar notið endur-
hæfingar síðustu fjögur árin. Nú eru þar 12 pláss fyrir þá sjúklinga
og að sögn Magnúsar B. Einarssonar læknis deildarinnar hafa þeir
allt að þvi tvöfaldað úthald sitt í meðferðinni, en meðaltalið er 33%
aukning. Dagana 5. og 6. júní nk. gangast Landssamtök hjartasjukl-
inga fyrir merkjasölu um allt land undir kjörorðinu „Ert þú hjarta-
góður?“. Afrakstri sölunnar verður varið til tækjakaupa fyrir endur-
hæfingardeildina á Reykjalundi. Að sögn Magnúsar verða keypt
tæki til þolprófunar, en þau mæla súrefnisnotkun og kolsýringsmynd-
un líkamans. I tilefni merkjasölunnar sóttu blaðamaður og ljósmynd-
ari Morgunblaðsins deildina heim nýverið og ræddu við Magnús
yfirlækni og Rúrik Kristjánsson í stjórn Landssamtaka hjartasjúkl-
inga, en hann er einn þeirra sem notið hefur endurhæfingar á
Reykjalundi eftir þjartauppskurð á Bromton-sjúkrahúsinu í London.
Er við komum á stað-
inn voru hjartasjúkl-
ingar að koma úr
gönguferð, en þeim,
ásamt öðrum sjúklingum sem þama
eru í endurhæfingu, er skipt í ijóra
flokka eftir getu. Að sögn Magnús-
ar koma hjartasjúklingar í endur-
hæfingu á Reykjalundi sex til átta
vikum eftir hjartaaðgerð, en þama
em ennfremur hjartasjúklingar sem
ekki hafa farið í skurðaðgerðir.
Meðferðin stendur yfír í Qórar vikur
að jafnaði. Endurhæfingin felst í
æfíngum undir stjóm sjúkraþjálfara
og íþróttakennara til að auka úthald
og þol, auk þess fá þeir fræðslu um
hvemig unnt er að lifa með sjúk-
dóminn á sem auðveldastan hátt.
Þá er sjúkraþjálfun stór Iiður, en
allt fer þetta fram undir eftirliti
lækna og hjúkmnarfólks. Hvem
dag er farið í gönguferðir og sund.
Þá em námskeið í slökun á vegum
iðjuþjálfa.
Geyst af stað á hjólhestunum. Frá vinatri: Sólveig Signrðardóttir, Pétnr Gnðjónsson
Hárlaugnr Ingvarsson og Guðlangnr Nielsson.
2rfiðis vinnufólk
gengur fyrir
Vegna fárra plássa er ekki unnt
að taka við öllum þeim sem gangast
undir skurðaðgerðir, en þeir sem
vinna erfiðisvinnu em látnir ganga
fyrir, ennfremur þeir sem lifa við
mikið óöryggi. Að sögn Rúriks er
óöryggið eflaust versti óvinur
hjartasjúklinga og ekki síður maka
þeirra. Eftir að komið er úr aðgerð
tekur það fólk langan tíma að fínna
út hvað það þolir og hvað það má
leyfa sér. Rúrik sagði að veran
þama hefði hjálpað sér mikið, hann
hefði til dæmis verið kominn til
vinnu aðeins þremur mánuðum eftir
hjartaaðgerðina á Bromton.
í hádeginu komu hjartasjúkling-
amir saman til fundar. Magnús
læknir hélt fyrirlestur og upplýsti
um ýmsa veigamikla þætti í lífi
hjartasjúklinga. Þar kom m.a. fram,
að hjartasjúklingi er betra að fara
fleiri ferðir en eina, ef hann þarf
að bera t.d. vömr úr stórmarkaði,
ennfremur að hættuminna sé að
bera tvo tíu kílóa poka í sitt hvorri
hendi í stað eins tuttugu kílóa.
Hjartasjúklingur skyldi aldrei reyna
að ýta bíl því öll átök á efri hluta
líkamans geta reynst hættuleg. Þá
Qallaði hann um bmna, blóðfítu og
hvemig byggja má upp þrek. Það
tekur að sögn Magnúsar helmingi
lengri tíma að vinna upp þrek en
missa það niður og það á ekki
aðeins við um hjartasjúklinga. List-
in að lifa með hjartasjúkdóm hefur
í för með sér ýmis boð og bönn,
eftir því sem þama kom fram, en