Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986
Listahátíð:
Flamenco-flokkurinn
á Broadway í kvöld
Slmamynd/Skapti Hallgrímsson
Akureyri.
A kjörstað íblíðunni á Akureyri
KJÖRDAGUR heilsaði Akureyringum í sínum hádegi er blaðamaður Morgunblaðsins leit þar
fegursta búningi. Milt veður var í gærmorgun við. Ungir sem gamlir mættu á staðinn - sumir
og skömmu fyrir hádegi fór sólin að skina, reyndar of ungir til að kjósa eins og sá litli
þannig að ekki ætti veðrið að fæla fólk frá fremst á myndinni - en hann var þó í fylgd með
kjörstað. Enda var talsverður straumur í Odd- fullorðnum.
eyrarskólann, þar sem kosning fer fram, fyrir
Fiskmarkaðurinn í Bretlandi:
íslenski fiskurinn er
lélegri nú en áður
— Slæmur fiskur fælir fólk frá fiskáti, segir
Aðalsteinn Finsen, forstjóri Brekkes Ltd. í Hull
YFIRLITSSÝNING Karls Kvar-
an I Listasafni íslands verður
opnuð á Listahátíð Reykjavíkur
kl. 15 í dag. í Iðnó kl. 16 verður
dagskrá um Doris Lessing,
breska rithöfundinn sem er
gestur Listahátíðar. Lessing
nmn flylja fyrirlestur í Iðnó,
sem tengist þessari dagskrá.
í kvöld verður sýning spænska
Flamenco-flokksins undir stjóm
Javier Agra á Broadway. Annað
kvöld kl. 20.30 sýnir Flamenco-
flokkurinn síðari sýningu sína og
þá í Þjóðleikhúsinu. Flamenco-list-
in á djúpar rætur í menningu Spán-
ar. Þessi list sameinar söng, dans,
INNLENT
Ekkií
fyrsta skipti
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi _ leiðrétting frá
Steinari Berg ísleifssyni:
„I frétt Morgunblaðsins í dag,
laugardaginn 31. maí, sem birt er
undir fyrirsögninni „Kristján syng-
ur inn á laserdisk" kemur fram að
hér sé í fyrsta skipti um að ræða
útgáfu á hljómplötu, snældu og
laserdisk samtfmis.
Vegna þessa vil ég taka fram
að þijár síðustu plötur hljómsveitar-
innar Mezzoforte, Mezzoforte 4
(Surprise, Surprise), Yfirsýn (Obs-
ervation) og Rising hafa allar jafn-
framt verið gefnar út á laserdiskum
á árunum 1983, 1984 og 1985.
Hafa þessar útgáfu átt sér stað í
öllum löndum Evrópu og Japan auk
þess að vera fáanlegar á íslandi.
Á næstu vikum er svo væntanleg
á laserdisk til landsins yfirlitsplata
á ferli Mezzoforte „The Saga so
Far“ en útgáfa á hljómplötu og
snældu átti sér stað fyrir síðustu
jól hér á landi. Ástæða tafar þessar-
ar útgáfu á laserdiski er sú að nú
er a.m.k. 6—8 mánaða bið á fram-
leiðslu laserdiska eftir að upptökur
era fullbúnar."
tónlist og skáldskap með einstæð-
um hætti að sögn kunnugra. Aðal-
dansmær flokksins, Rosa Duran,
er mjög þekkt í sínu heimalandi
og hún var ekki nema fimm ára
þegar fyrst var ijallað um dans
hennar í dagblöðum í Madrid.
Dagskrá Listahátíðar heldur svo
áfram daghvem, til 17. júní.
Varalit
klínt á
borgar-
sljórabílinn
SNEMMA á laugardagsmorgun
barst lögreglunni tilkynning um
það, að búið væri að útbia bíl
borgarstjórans í Reylyavík. Ekki
var um hádegi í gær Jjóst hver
það gerði.
Það var um klukkan 7 um morg-
uninn, sem lögreglan kom að bíl
borgarstjórans fyrir utan heimili
hans. Kom þá í ljós að allir gluggar
bílsins höfðu verið útbíaðir með
varalit og stóð á þeim X-V.
TALSVERT hefur verið um það
undanfama daga, að gæði fersks
físks héðan, sem seldur hefur
verið í HuII og Grimsby, hafí verið
í minna lagi. Þá hefur mikið
framboð á fiski héðan í vikubyij-
un valdið verðlækkun. Nokkuð
algengt er að ekkert af fískinum
fari í fyrsta flokk og hefur meðal-
verð úr gámi farið niður í 30 krón-
ur á kfló af þorski og ýsu.
Valdimar Sveinsson VE seldi á
fimmtudag 76,1 lest, mest þorsk og
ýsu í Hull. Heildarverð var 4,2 millj-
ónir króna, meðalverð 55,38. 80%
aflans fóra í annan flokk og 20 í
þriðja. Á miðvikudag vora seldar
alls 165,2 lestir úr gámum, mest
þorskur og ýsa. Heildarverð var 7,6
milljónir, meðalverð 46,23. Rétt er
að taka það fram, að nokkuð var
af lúðu í þessum afla. Hún seldist á
rúmar 80 krónur kílóið og dró
meðalverðið nokkuð upp. Dæmi vora
um það að meðalverð úr gámi færi
niður 130 krónur. f flestum tilfellum
fór ekkert af fiskinum í fyrsta flokk.
Megnið fór í annan, en í einstaka
tilfellum fóra allt að 90% af fiski úr
einum gámi í þriðja flokk. Á fimmtu-
dag var selt úr nokkram gámum og
var útkoman þá betri vegna lítils
framboðs og meiri gæða. Meðalverð
var frá 55 til 77 krónur.
„Þegar komið er fram á þennan
tíma, fiskurinn nýbúinn að hrygna
og hlýnar í sjónum, hefur gæðum
netafisks hrakað mjög undanfamar
tvær til þijár vikur og það endur-
speglast í verðinu," sagði Aðalsteinn
Finsen, framkvæmdastjóri Brekkes
Fishsales í Hull. „Markaðurinn er
góður, þegar fiskurinn er í lagi. Við
vorum að selja úr gám af trolibát
frá Vestmannaeyjum fyrir 77 krónur
á kíló. Þó má benda á það, að við
eram hræddir við þessa þróun í
gæðum, því almennt hafa gæðin á
gámafiskinum verið í lagi.
Morgunblaðið/Oli K. Magnússon
Einar Heimisson nýstúdent úr MR og verðlaunahafi fyrsta fram-
lags úr nýstofnuðum fslenskusjóði, ásamt ömmu sinni, Önnu
Bjarnadóttur, sem átti 70 ára stúdentsafmæli sama dag og Einar
útskrifaðist og er jafnframt fyrsti kvenmaðurinn sem dúxar á
stúdentsprófi hérlendis.
50 ára stúdentar Menntaskólans í Reykjavík:
Stofnuðu verðlaunasjóð til
eflingar íslenskri tungu
VIÐ skólaslit Menntaskólans í Iteykjavík, sem fram fóru sl. fimmtu-
dag, stofnuðu 50 ára stúdentar skólans sérstakan verðlaunasjóð
til eflingar islenskri tungu. Stofnfélagar útskrifuðust árið 1936,
þá alls 46 talsins en af þeim eru 26 nú á lífi. Veitt var í fyrsta
skipti úr sjóðnum við skólaslitin nú og hlaut Einar Heimisson
viðurkenninguna fyrir lofsverðan árangur í íslensku á stúdentspróf-
inu.
Einar sagðist, í samtali við
blaðamann, hafa þurft að leggja
mikið á sig við námið og halda vel
á spöðunum. Hann sagðist starfa
hjá Skipaútgerð ríkisins í sumar
og færi að hausti til Þýskalands
þar sem hann ætlaði að Ieggja
stund á þýskunám næsta vetur.
„Ég hef ekki enn gert upp við mig
hvað ég vil endanlega læra, en
stefni líklega á húmaniskar grein-
ar. Að öðram fögum ólöstuðum,
hefur íslenska verið mitt uppá-
haldsfag og finnst mér að vegur
hennar mætti vera ennþá meiri og
í framhaldi af því vil ég koma á
framfæri þökk til allra þeirra
öndvegiskennara sem ég hef notið
í MR. í raun er ótrúlegt hversu
geysiöflugu menntastarfi er haldið
uppi í skólanum miðað við hversu
lítinn áhuga stjómvöld virðast hafa
á starfi skólans. Þegar fólk neyðist
til að kenna í gömlum fatahengjum
og öðram skúmaskotum, ber það
svo sannarlega ekki vitni um
áhuga stjómvalda," sagði Einar.
Anna Bjamadóttir er amma Einars
og þriðji elsti núlifandi stúdent
landsins. Hún er að verða 89 ára
gömul og átti hún 70 ára stúdents-
afmæli þegar bamabam hennar
útskrifaðist sl. fimmtudag. Anna
er jafnframt fyrsta konan hér á
landi, sem varð dux á stúdents-
prófi. Tengsl Önnu við skólann era
orðin löng. Faðir hennar, Bjami
Sæmundsson, var kennari við skól-
ann og sjálf kenndi hún ensku við
skólann árin 1924—1931. Eftir
stúdentsprófið hóf Anna íslensku-
nám í Háskóla fslands og síðar tók
hún BA próf i ensku frá Lundúnar-
háskóla. Hún hefur samið nokkrar
kennslubækur sem m.a. hafa verið
notaðar í skólum.
Einar hlaut fleiri verðlaun þegar
hann setti upp hvíta kollinn og fékk
afhenta ágætiseinkunn sína. Hann
hlaut gullpennann að þessu sinni,
en gullpennasjóði bárast þijár rit-
gerðir og var það samdóma álit
dómnefndar að pennann skyldi
hljóta höfundur með dulnefnið
Hlymdælingur, er skrifaði um
nokkrar smásögur Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar. Þá fékk Einar,
ásamt öðram nemanda, bókarverð-
laun úr Minningarsjóði Jóhannesar
Sigfússonar yflrkennara, sem veitt
eru fyrir hæstu samanlagða árs-
einkunn og prófseinkunn i sagn-
fræði á stúdentsprófl. Sendiráð
Dana veitti verðlaun fyrir hæstar
einkunnir í dönsku og var Einar
einn verðlaunahafa auk þess sem
honum hlotnaðist viðurkenning frá
skólanum fyrir eina af hæstu ein-
kunnum á stúdentsprófi.