Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986
síma- og Qarskiptastöð Chequers-sveita-
setursins og gat þess um leið að hann
gæti náð sambandi við hvem sem væri í
heiminum innan einnar mínútu. Hann
bætti því við, að það hefðu orðið mestu
umskiptin, þegar hann íiætti áður sem
forsætisráðherra að eiga ekki kost á slíkri
þjónustu, en þurfa sjálfur að fletta upp í
"símaskrá og snúa skífunni á símanum.
Þá hafði ég ekki síður lúmskt gaman af
stolti Wilsons þegar hann gekk með mér
upp stigann í Downingstræti 10, þar sem
myndir allra forsætisráðherra Breta hanga
eftir tímaröð og hann benti mér á, að
hann hefði oftast verið forsætisráðherra
Breta á þessari öld, ef ég man rétt, en
ekki hef ég gengið úr skugga um það.
Wilson leiddi umræðumar á samninga-
fundunum af hálfu Breta og gaf sér góðan
tíma, velti málum fyrir sér og hafði ber-
sýnilega gaman af að brydda upp á nýjum
sog nýjum útreikningum. Hann var jafnan
umlukinn tóbaksreyk, reykti stóra pípu og
Havana-vindla til skiptis. Aðeins einu sinni
brá fyrir hótun í málflutningi hans, en
þegar ég svaraði honum ákveðið var strax
aftur breytt um tóntegund. Sannast sagna
fannst mér Wilson sáttfúsari en James
Callaghan, utanríkisráðherra, sem virtist
ákveðnari andstæðingur. Þrátt fyrir það
kunni ég ekkert síður við Callaghan.
Andstaða hans var hrein og bein. Ef til
vill var þetta fyrirfram ákveðin verkaskipt-
ing forsætisráðherra og utanríkisráðherra.
Eftir því sem á leið fundinn í Down-
ingstræti 10 dofnuðu vonir mínar um
samkomulag. Efnislega rek ég ekki um-
ræðumar. Fiskifræðinga okkar greindi á,
hve mikla veiði þorskstofninn við Island
þyldi. Bretar gátu samt hugsað sér, að
við réðum, hve mikið mætti veiða í heild
af þorski, en vildu áskilja sér ákveðið
hlutfall af veiðimagninu eins og t.d. 28%.
Því höfnuðum við algerlega og þegar mikið
bar á milli um veiðimagn þeim til handa
í mögulegu bráðabirgðasamkomulagi var
ljóst að ekki yrði úr samkomulagi. Þá lagði
ég áherzlu á, að við tækjum okkur frest
til samráðs heima til að undirbúa vígstöðu
okkar út á við áður en kunngert yrði, að
samkomulag hefði ekki náðst. Varð það
til þess, að við gerðum tillögu um skamm-
tímasamkomulag, sem Bretar skeyttu ekki
og sendu herskipin fljótt inn fyrir 200
mflumar aftur.
Mér var ákaflega minnisstæður sfðasti
viðræðufundurinn á skrifstofu forsætisráð-
herra í House of Commons, þegar Callag-
han útlistaði, hve erfítt væri fyrir Breta
að ganga að kostum sem viðunandi væri
fyrir okkur. Hann sagði, að það gæti verið
svo mjótt á mununum á milli stjómar og
stjómarandstöðu í Bretlandi. Jaðarkjör-
dæmi eins og Grimsby og Hull gætu ráðið
úrslitum þegar kosið er í einmenningskjör-
dæmum. Þeir gætu því ekki samið í and-
stöðu við fólkið í þessum kjördæmum.
Ég svaraði auðvitað, að fólkið þar ætti
þó þrátt fyrir allt fleiri kosta völ, en við
á íslandi alls enga. Þá sagði Callaghan.:
„Fyrst við eigum báðir svona erfítt að ná
samkomulagi, getum við ekki komið okkur
saman um að vera ósammála?"
„Nei, það getum við ekki Mr. Callag-
han,“ svaraði ég, „því að á hverri stundu
geta árekstrar á hafinu leitt til manntjóns
og þá er framvinda mála ekki lengur í
okkar valdi.“
Samið í Osló
Eftir Bretlandsförina komu herskipin
aftur inn í 200 mílna efnahagslögsögu og
árekstrar og ásiglingar þeirra héldu áfram.
Þrýstingur á aðgerðir af okkar hálfu jókst.
Mér var legið á hálsi að ganga ekki
nægilega harðvítugt fram í deilunni og
þurfti í senn að hugsa ráð okkar gagnvart
andstæðingnum og kappkosta að menn
héldu jafnvægi af okkar hálfu.
Utvegsmenn og sjómenn á Suðumesjum
lokuðu hluta af vamarstöðinni um tíma,
en hurfu frá eftir langan samráðsfund í
skrifstofu minni í forsætisráðuneytinu.
Flugumferðarstjórar neituðu að sinna
æfíngaflugi vamarliðsins, herstöðvaand-
stæðingar gerðu fyrirstöðu í hliði Keflavík-
urflugvallar. Slíkar tilraunir voru auðvitað
fallnar til þess að taka forræði deilunnar
úr höndum réttkjörinna stjómvalda, en
urðu sem betur fer ekki til þess.
En með harðnandi átökum á miðunum
var ákveðið að slíta stjómmálasambandi
við Breta 19. febrúar 1976 fyrir réttum
10 árum.
Á vegum Atlantshafsbandalagsins var
haldið áfram tilraunum undir fomstu dr.
Luns til að setja deilumar niður. Vom
Norðmenn einkum áhuga- og athafnasam-
ir að stuðla að lausn mála.
Á þessu tímabili hafði orðið breyting á
brezku ríkisstjóminni. Callaghan tók við
af Wilson sem forsætisráðherra og Ant-
hony Crossland varð utanríkisráðherra.
Við áttum ekki von á góðu. Crossland var
þingmaður Grimsby-kjördæmis og hafði í
byrjun deilunnar um 200 mílna útfærsluna
haustið áður látið hörð ummæli falla vegna
útfærslunnar. En Crossland gat líka verið
maðurinn, sem var í stöðu til að leysa
hnútinn, ef hann hefði kjark til að sann-
færa kjósendur sína um nauðsyn sam-
komulags við íslendinga. Almenn andstaða
hafði farið vaxandi í Bretlandi gegn beit-
ingu herskipa á íslandsmiðum. Mörg
áhrifamestu blöð Breta töldu það fyrir
neðan virðingu þeirra að beita valdi í deil-
um við bandalagsþjóð eins og íslendinga.
Þegar leið að vorfundi utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins í Osló í maí 1976
var vorþeyr í lofti. Crossland óskaði eftir
fundi með íslenzkum starfsbróður sínum,
Einari Ágústssyni. Eftir fund þeirra í Osló
hafði Einar Ágústsson samband við mig,
þar sem ég var á fundi samstarfsráðherra
Norðurlanda í Rovaniemi í Finnlandi og
fór ég þaðan beint til Osló með hinum
norska starfsbróður mínum.
Var nú haldinn langur fundur með
Crossland í íslenzka sendiherrabústaðnum
í Osló og farið yfír alla þætti málsins.
Voru þá gerð drög að samkomulagi um
veiðar 20-24 brezkra togara um 6 mánaða
skeið til 1. des. 1976, en ákveðið var að
báðir aðilar hefðu samband þegar heim
væri komið fyrir milligöngu Norðmanna,
sem höfðu tekið að sér forsvar okkar í
London, eftir að stjómmálasambandi var
slitið.
Þegar heim kom var aðeins eftir að
orða lokaþátt samningsins: Hvað við tæki
1. des. og fá fram viðurkenningu Breta á
200 mílunum.
Það tókst að okkar mati eins og reynsl-
an hefur líka sýnt eftir töluverða tauga-
spennu og ágæta milligöngu Norðmanna.
Einar Ágústsson, þáv. utanríkisráðherra,
og Matthías Bjamason, þáv. sjávarútvegs-
ráðherra, undirrituðu síðan formlegt sam-
komulag 1. júní 1976.
Nú hefur Island formlega staðfest haf-
réttarsáttmálann, en enn sem komið er
em innan við 20 ríki, sem það hafa gert.
Sáttmálinn tekur ekki gildi fyrr en 60 ríki
hafa staðfest hann, en í öllum helstu efnis-
atriðum er sáttmálinn alþjóðalög. Reyndar
hafa t.d. hvorki Bretar eða Bandaríkja-
menn undirritað sáttmálann og greiddu
atkvæði gegn honum, ekki vegna víðáttu
efnahagslögsögunnar sjálfrar heldur
vegna fyrirkomulags á stjóm hagnýtingar
á alþjóða hafsbotnssvæðinu.
Við íslendingar og Norðmenn höfðum
með Jan Mayen-samkomulaginu byggt á
ákvæðum hafréttarsáttmálans og nutum
við þar fyrirvara Jóns Þorlákssonar frá
1926, sem áskildi íslendingum jafnmikinn
rétt og hverri annarri þjóð á Jan Mayen.
íslendingar hafa einnig afmarkað hafs-
botnsréttindi sín á Reykjaneshiygg og
Hatton — Rockall-sléttunni á grundvelli
ákvæða hafréttarsáttmálans. En á síðar-
nefnda svæðinu hafa 3 aðrar þjóðir gert
kröfur er rekast á, þ.e. Danir f.h. Færey-
inga, Bretar og írar. Við íslendingar höf-
um bent þessum þjóðum á, að æskiiegt
væri að semja um þennan ágreining fremur
en hann færi til úrskurðar hafsbotnsnefnd-
ar Sameinuðu þjóðanna, sem kynni þá að
úrskurða hið umdeilda svæði alþjóðaeign.
Viðræður eru ákveðnar við Dani um mál
þetta og sameiginlegar rannsóknir á auð-
lindum á hinu umdeilda svæði í aprílmán-
uði nk.
Ymis önnur mál koma til meðferðar,
þegar hafréttarsáttmálinn tekur endanlega
gildi og verður það ekki sízt verkefni góðra
lögfræðinga að sjá svo um hér eftir sem
hingað til að hagsmunum íslands sé borgið
í bráð og Iengd.
Lastaranum líkarei neitt
lætur hann ganga róginn:
finni hann laufblað fólnað eitt
fordæmir hann skóginn.
Alltaf ætlar maður að láta þá
þörfu aðvörun Steingríms Thor-
steinssonar til vamaðar verða.
Um það hafði þessi Gáruhöfundur
líka fróm áform þegar þjóðin gekk
í leik Evrópusöngvakeppninnar,
fyrst til að vera nú ekki að spilla
sigurgleðinni og seinna til að vera
ekki að höggva í sama knérunn.
Svo fyrr en varir er dottið í brunn-
inn, þótt myndast hafí verið við
að byrgja hann. Freistingin víst
lævís og lipur. Sem höfundur er
í mesta sakleysi að lesa upp úr
ævisögu Gerðar Helgadóttur á
menningarviku í Kópavogi, skýtur
þá ekki upp í kafla um Helga
Pálsson tónskáld föður hennar -
sem þama var flutt tónlist eftir -
orðinu „símatónskáldin". En það
kallaði Helgi sposkur þá sem
hringdu til hans, hummuðu eitt-
hvað í símann eða jafnvel úti á
götu og báðu hann vinsamlegast
að koma þessu lagi eftir sig á
nótnablað. Helgi hafði gaman af
þessu, settist við flygilinn og
afhenti svo lagið fullskapað. Og
áður en aðvörun Steingríms
kæmist að, hafði þessi lesari litið
upp úr bókinni og sagt yfír fullan
sal af fólki: „Allt síðan ákveðið
var að hafa þessa aðferð við að
semja keppnislag fyrir söngva-
keppnina í Bergen, hefur heitið
hans Helga, „símatónskáldin",
verið að skjótast fram í hugann.
Sá hefði kímt og haft gaman af
svona aðferð við tónsmíðarnar!
Að fólk sendi inn laglínu og svo
komi heil nefnd og velji laginu
stíl og allt sem við á að éta.“
En við heimkomuna frá Bergen
hvöttu aðstandendur reyndar til
þess að nú yrði sest niður og lært
af þessari dýrmætu reynslu af
þáttöku Islands í Evrópu-söng-
lagakeppninni, ekki satt? Hvað
var það annars sem átti að verð-
launa? Lagið líklega. Verðlauna-
lagið að vera lag sem stæði upp
úr og þá væntanlega skæri sig úr
hinum. Ætli aðferðin sé þá að
semja það í anda allra hinna lag-
anna í Evrópukeppninni og í hóp-
vinnu í nefnd?
Þetta er svo sem ekki ný að-
ferð, hefur með köflum verið í
tísku. Og það líka í öðrum list-
greinum. Ekki svo langt síðan
engin leiksýning var svo kynnt
að ekki væri því Iýst yfír, eins og
til að sanna að þama væru nútím-
aleg vinnubrögð, að hún væri
unnin í hópvinnu. Allir aðilar
hefðu brætt sig saman og fundið
meðallausnina á sýninguna. Kom
fyrir að höfundur lýsti því í viðtali
að hann hefði ekki verið búinn
að skrifa leikritið í endanlegt form
fyrr en eftir leiðbeiningar frá leik-
urunum, leikstjóra, leikmynda-
smiðum o.s.frv. eða breytt verkinu
í æfingum eftir þeirra smekk.
Sumum þykir þessi vinnuaðferð
til bóta. Hún var forvitnileg til
að byija með og oft virtust koma
ýmsar sniðugar uppákomur í
uppfærsluna. En oftast vilja sýn-
ingar nú verða fjarska flatar
þegar persónustíll höfundar þynn-
ist út. Svo mjög, að þessi skrifari
var frekar farinn að forðast þær
sýningar sem mest voru kynntar
á þennan hátt. Nú virðist þetta
að mestu liðið hjá. Hvert leikrit
fær a.m.k. ekki svona þvott. Og
fjarska er ég fegin. Ég hefí nefni-
lega trú á því að ef eitthvað á að
standa upp úr, ná að vekja í þessu
flæði snoturra meðalverka, þá
verði það að vera skrifað eða
samið af einum sterkum höfundi,
sem hefur efniviðinn á hendi og
velur efninu búninginn, áður en
hann fær það túlkendum í hendur.
Hefur ekkert að gera með hversu
góðir flytjendur eða túlkendur
eru;
Á sjónvarpsskjánum í vetur
virtust Nóbelsverðlaunahafarnir
nokkuð sammála um að þekking
fengin með innsæi væri raun-
verulega til og væri kveikjan að
mörgum stórvirkjum. Og þeir
bæt.tu við að slíkt innsæi gæti líka
glæðst við að nuddast. utan í þann
eða þá sem liefðu slíkt innsæi og
þá m.a. við að fá afburða kennara.
Þama var verið að ympra á því
hvaðan hún kæmi eiginlega sú
snilligáfa sem yrði til þess að
menn sæju úrlausnir og ynnu til
Nóbeisverðlauna. Ætli þetta sama
gildi nú ekki líka um það sem upp
úr á að standa í hvaða grein sem
er, líka lagasmíðum? Þótt snilling-
urinn geti glætt sína eigin hæfni
við að nudda sér utan í aðra eða
hafa frábæra kennara, þá setur
hann sinn eigin sköpunarmátt á
það sem hann er að gera. Ætli
vélstækkuð kópía af ríkjandi
meðallagi geti nokkurn tíma stað-
ið upp úr? Kannski eigum við
enga snillinga til að standa upp úr
meðalframleiðslunni - á dægur-
lögum. En sakar ekki leita þeirra
næst, eða hvað?
Ekki þurfum við á þessum
vordögum að kvarta undan því
að eiga ekki kost á að njóta hér
á íslandi þess sem upp úr stendur
í tónlistinni. Gengin í garð Lista-
hátíð, sem með árunum hefur
veitt okkur ómetanleg tækifæri
til að fá hér heim i hlað hjá okkur
það sem hæst ber í heiminum í
listgreinum. Ég gríp af handahófí
tónlistarflutning stórvelda á borð
við Barenboim, Victoriu de los
Angeles, ' Pavarotti, Tebaldi
o.s.frv. Ég er ekki viss um að fólk
geri sér grein fyrir hvílíkt forskot
þetta er „á heimsmælikvarða".
Það verða ekki lengur forréttindi
þeirra sem ferðast til útlanda að
fá að heyra í þessu fólki - og
maður þarf að ferðast býsna mikið
og vera útsjónarsamur ef á að ná
í miða á slíka hljómleika - en
tækifærið gefst öllum. Nú segir
einhver, það kostar peninga.
Auðvitað, en yfirleitt minna hér
en víðast annars staðar. Til dæmis
voru miðar á tónleika píanistans
Claudio Arrau í París í fyrrasumar
mun dýrari en þeir eru hér. Og
var þó ekki eftirsjá í dýrmætum
gjaldeyri í tónleikana þá í Salle
Gaveau til að heyra í þessum
aldna meistara, sem nú spilar á
íslandi. Hér kosta miðarnir ekki
nema 600 krónur. Þess má geta
að miðar á slíka tónleika í Covent
Garden í London kosta upp í 37
sterlingspund eða 2.500 kr. á
góðum stað. Og auðvitað verður
fólk að velja. Að fá eina slíka
tónleika fyrir þá sem kunna að
njóta á hverri hátíð er ekki ónýtt.
Sá situr að vísu uppi með kvölina
sem á völina. En þvert ofan í það
sem stundum heyrist, að listahá-
tíð sé bara fyrir þá sem hafi efni
á, veitir hún einmitt öllum íslend-
ingum sömu möguleika á að heyra
það besta í heiminum - mismikið
í einu eftir efnum og ástæðum -
og stærsti kosturinn fyrir þá sem
aldrei fara út fyrir landsteinana.
Svo er t.d. um sýninguna á verk-
um Picasso á Kjarvalsstöðum,
sem kostar einar litlar 200 krónur
inn á. Er í rauninni alveg ótrúlegt
tilboð og einstakt tækifæri að fá
heila sýningu af því sem hæst ber
í heiminum í land, þar sem nær
ekkert er til af erlendri list í söfn-
um. A afmæli meistara Picasso
fyrir nokkrum árum gerði Parísar-
borg úttekt með mörgum sýning-
um á verkum hans. Þá var öll
Grand Palais undirlögð af mál-
verkum, sem röktu feril hans, og
Petit Palais með keramikina hans
og önnur listaverk, en í þriðju
höllinni var grafík Picasso. Maður
var á einu allsheijar Picasso-fyll-
eríi alla vikuna - og mikið lifandis •
ósköp er maðurinn snjall. Alveg
sama hvaða stíl, hvaða tímabil í
list hans eða hvaða efni hann
vann í, snillin skín af því. Aðgang-
urinn að hverri þessara sýninga
var miklu dýrari en nú á Kjarvals-
stiiðum og voru þó biðraðir til að
komast inn um helgar í listaborg-
inni. Eiginlega er fólk ekki enn
farið að átta sig á því ótrúlega
vinarbragði, sem Jacqueline,
ekkja Picassos, sýnir með því að
koma með sýningu af dýrmætum
verkum til þessarar fjarlægu þjóð-
ar á eyju norður í Atlantshafi, svo
hún megi njóta.
Og þá má ljúka þessu með
annarri ágætri vísu eftir Stein-
grím Thorsteinsson:
Tækifæriðgriptugreitt
giftu mun þaðskapa.
Jámið skaltu hamra heitt
aðhikaersamaogtapa.