Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986
Lyngás 25 ára
Lyngás — til hægri er Safamýrarskóli sem tengist Lyngási með tengibyggingu.
Getum ekki læknað vangefna
heldur létt þeim byrðina
segir Magnús Kristinsson
Dagheimilið Lyngás er 25 ára í dag, 1. júní. Þetta er helzta
dagheimili vangefinna barna á landinu og síðan það tók til starfa
hefur orðið gjörbreyting á aðstöðu þeirra og þá ekki sízt viðhorfi
til þeirra vandamála sem þau og fjölskyldur þeirra eiga við að
elja, eins og glögglega má sjá á því að það var ekki fyrr en sex
árum eftir að heimilið tók til starfa að lög voru sett um að ríkið
skyldi greiða daggjöld fyrir dagvist vangefinna en fram að þeim
tíma greiddu forráðamenn þeirra gjöldin. A þeim tíma sem liðinn
er frá því að Styrktarfélag vangefinna hóf starfrækslu Lyngáss
má segja að bylting hafi orðið á högum vangefinna og þá ekki
sízt þeirra sem eru á barnsaldri, einkum með tilliti til þjálfunar
og mats á þörfum þeirra og möguleikum til þroska.
„Við getum ekki læknað van-
gefna eða fatlaða," segir Magnús
Kristinsson forstjóri sem er for-
maður Styrktarfélags vangefinna,
„en við getum gert mikið til að
létta þá byrði sem á þá er lögð.“
Í Lyngási eru nú 38 böm í
dagvist. Þau em á aldrinum 6-16
ára. Um fjórðungur þeirra eru fjöl-
fötluð böm en mongólítar eru nærri
helmingurinn. Auk þess eru böm
sem eiga við ýmiss konar aðra
fötlun að búa, en þarfir og þroska-
möguieikar bamanna eru mjög
mismunandi. Öll böm sem dveljast
í Lyngási eru athuguð mjög ná-
kvæmlega og þarf í mörgum tilvik-
um að fylgjast með þeim árum
saman áður en hægt er að gera
þjálfunaráætlun sem miðast við
þarfír í hveiju tilviki.
í tengslum við Lyngás er Safa-
mýrarskóli sem tók til starfa fyrir
fjórum árum, en þangað til hafði
kennsla bamanna að mestu leyti
farið fram innan veggja heimilisins.
Skólastjóri Safamýrarskóla er
Þorsteinn Sigurðsson.
Forstöðukona Lyngáss, Hrefna
Haraldsdóttir, hóf störf við heimilið
fyrir 17 árum og segir hún að á
þeim tíma hafí orðið mikil breyting
á aðstöðunni. „Þá var starfsfólkið
svo fátt að það var töluvert algengt
að ein manneskja bæri ábyrgð á
allt að 12 bömum. Eins og gefur
að skilja gafst þá lítill tími til að
sinna hveiju bami eins og nauðsyn-
legt er að gera ef bamið á að hafa
eitthvað gagn af dvölinni umfram
vistunina. Nú er heimilið mjög vel
mannað. Bömin em 38 og stöðu-
gildin 24, þannig að nærri lætur
að þijú böm séu á hveija tvo starfs-
menn. Hluti starfsfólksins er auð-
vitað í eldhúsi og við önnur störf
þar eem það er ekki í beinum
tengskim við. böroin en þegar á
heildina er litið hlýtur þessi aðstaða
að teljast mjög góð.“
Þegar minnzt er afmælis þessar-
ar merku stofnunar og þess mikla
átaks í málefnum vangefínna sem
Styrktarfélag vangefínna hefur
haft framkvæði að verður ekki litið
framhjá þeim almenna skilningi og
velvild sem ávallt hefur auðveldað
þetta starf. M.a. hefur þetta komið
fram í rausnarlegum fjárframlög-
um félaga og einstaklinga. Sem
dæmi um það má nefna að fyrir
nokkmm ámm ákvað verkamaður
að láta ellilaun sín ganga óskert
til starfseminnar og í fyrra kom
annar rausnarmaður úr sömu stétt,
hafnfírzkur, og afhenti stjóm fé-
lagsins 700 þúsund krónur. „Ég
hef verið að lesa um það sem þið
emð að gera í blöðunum og mér
skilst að ykkur vanti peninga,"
hafði hann sagt við þetta tækifæri.
Hrefna segist hafa spurt hann að
því hvort fjölskylda hans hefði e.t.v.
kynnzt vandamálum vangefínna af
eigin raun en svarið var nei.
„Þessi veglega gjöf kom í mjög
góðar þarfír," segir Magnús. „A
þessum tíma var ljóst orðið að við
yrðum að byggja við Lyngás og
einmitt þessir fjármunir urðu til
þess að við gátum hafíð viðbygg-
inguna sem er 60 fermetrar að
stærð. Vemlegar endurbætur hafa
líka verið gerðar á húsinu og nú
teljum við að heimilið sé í því
ástandi að við getum vel við unað.“
Fjöldi bamanna í Lyngási er
svipaður nú og hann var þegar
heimilið hóf starfsemi sína 1961
en skýringuna á því að nauðsynlegt
var að stækka húsnæðið segir
Hrefna m.a. vera í því fólgna að
nú sé krafízt mun meira svigrýmis
en áður var:
„Framfarir í þjálfun hafa orðið
mjög miklar á þessum tíma og þar
við bætist að fjölfötluðum og böm-
um í hjólastólum hefur fjölgað mjög
mikið hlutfallslega. Böm sem búa
við slíka þjálfun þurfa miklu meira
rúm í kringum sig en t.d. mongólít-
ar sem yfírleitt em sjálfbjarga að
miklu leyti. Ástand bamanna er
ákaflega mismunandi og þegar
vistun er ákveðin í Lyngási er
miðað við ákveðið mark, þ.e.a.s.
hámark sem er greindarvisitalan
50 eða þar um bil. Við höfum
ekkert lágmark til viðmiðunar."
En hvað verður svo um bömin
þegar þau em orðin 16 ára og
vaxin upp úr því að vera í Lyngási?.
„Þá er um ýmsa kosti að velja,"
segir Hrefna, „en þrengsli á þeim
stofnunum sem um er að ræða
gera það að verkum að enn er
neyðarástand á mjög mörgum
heimilum. Auðvitað er það mark-
miðið að gera sem flestum einstakl-
ingum fært að bjarga sér sjálfír
að svo miklu leyti sem mögulegt
et í hveiju tilfelli og með því að
leggja nægilega rækt við þetta
starf er hægt að komast ótrúlega
langt á því sviði. Mikilvægur liður
í starfseminni er Bjarkarás sem er
starfsþjálfunarstofnun þar sem
kennd em vinnubrögð sem t.d.
koma að notum þeim sem taka til
starfa á svokölluðum vemduðum
vinnustöðum. Það er mikill áhugi
á því að útvega þeim sem em færir
um að vinna störf á almennum
vinnumarkaði sem vitaskuld er
æskilegast þegar það er mögulegt
en því miður em enn ekki nógu
margir vinnuveitendur sem hafa
skilning á þessu og vilja leggja sitt
af mörkum til að vangefnir geti
orðið sjálfbjarga. Og svo undarlegt
sem það kann nú að virðast þá em
opinberir aðilar tregari til þessa
samstarfs en einkafyrirtæki þar
sem víða er skilningur og vilji til
að greiða fyrir."
En hvað er biýnasta úrlausnar-
efnið í málefnum vangefínna eins
og nú standa sakir? Hrefna telur
að það sé tvímælalaust heimili þar
sem í senn er hægt að vista böm
og unglinga allan sólarhringinn og
veita þeim meðferð og þjálfun.
„Vangefínn einstaklingur er því-
líkt álag á fjölskyldu að til þess
að hafa hann einungis í dagvist
þarf mjög sterkt heimili og því er
alls ekki að heilsa í nærri öllum
tilfellum. Á þessu máli em svo
margar hliðar að enginn kostur er
að gera grein fyrir því í stuttu máli
en þau dæmi em því miður mörg
þar sem fjölskylda hefur kiknað
undan álaginu með þeirri afleiðingu
að hún hefur leyzt upp. Þar sem
vangefínn einstaklingur er í íjöl-
skyldu hefur það áhrif á alla hina,
ekki sízt systkini og til þess að
vangefíð bam eða unglingur geti
átt þess kost að dveljast með Qöl-
skyldu sinni að vemlegu leyti verð-
ur að vera bakhjarl sem getur tekið
við þegar á þarf að halda," segir
Hrefna.
En hvaða markmið hafa stofnan-
ir á borð við Lyngás, Bjarkarás og
fleiri, sem Styrktarfélag vangef-
inna annast, að leiðarljósi? í stuttu
máli þau að heimili og stofnanir
fyrir vangefna verði nægilega mörg
til að rúma þá sem nauðsynlega
þurfa á vistun að halda, að tryggja
vangefnum skilyrði til að komast
til þess þroska sem þeir geta náð,
að hagnýta starfsorku vangefínna,
að upplýsa og aðstoða vandamenn
vangefínna og að kynna málefnið
þannig að skilningur á því verði
almennur.
„Starfsemin er margþætt en auk
Lyngáss og Bjarkaráss starfrækir
Styrktarfélag vangefínna auk þess
átta aðrar stofnanir," segir Magnús
Kristinsson, „Lækjarás, sem er
starfsþjálfunar- og afþreyingar-
stofnun, Vinnustofuna Ás sem er
vemdaður vinnustaður, Víðihlíð 9,
sem er skammtímaheimilið, og auk
þess sambýlin sem eru orðin fimm
að tölu. Helzta verkefni okkar um
þessar mundir er að ljúka byggingu
sambýlis að Víðihlíð 5 og verður
það væntanlega tekið í notkun síðar
á þessu ári. Byggingar þær sem
hýsa þessar stofnanir hafa verið
ijármagnaðar af opinberum sjóðum
en einnig af Styrktarfélagi vangef-
inna. Þegar litið er á starfsemina
í heild má segja að mikill árangur
hafí náðst og vissulega er þróunin
í rétta átt. En það er ekki nóg að
svo sé — þróunin þarf að vera
örari. Eins og verið hefur frá fyrstu
tíð er hvert rúm skipað í öllum
þeim stofnunum sem félagið rekur
og það vantar fleiri heimili. Mikill
áhugi er á sambýlum sem hafa
gefízt mjög vel og um þessar
mundir er til athugunar að hefja
kaup á íbúðum þar sem Styrktarfé-
lag vangefinna væri hinn ábyrgi
aðili að kaupunum sem að mestu
væm fjármögnuð af húsnæðiskerfi
ríkisins," segir Magnús Kristins-
son.
— Á.R.
Fötlun bamanna ( Lyngási er margvísleg, en að sögn Hrefnu
Haraldsdóttur forstöðukonu hafa bðm sem búa við ólíka fötlun
gagn að umgengni við hvert annað.
Það er vistlegt í Lyngási og bömin og unglingarnir sem þar
dvelja kunna svo sannarlega að l&ta fara vel um sig þegar tóm
gef st frá þjálfun og skyldustörf um.