Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986
57
Mundir þú kaupa
málverkið af Mónu Lísu?
Listaverkarœningjum reynist oft erfitt aÖ losna við þýfiÖ ^tÉi
„Lady Writing a Letter to Her Maid“ eftir Jan Vermeer var eina
myndin af 19 sem fannst eftir að IRA rændi listaverkum að
verðmæti 768 miljj. ksl. kr. af sveitasetri milljónamæringsins sir
Alfreds Beit árið 1974.
Brátt verða 75 ár liðin síðan
franski málarinn Louis Béroud
hafði orð á því við vörð í Lo-
uvre-safninu í París að Móna
Lísa, hið fræga málverk eftir
Leonardo da Vinci, væri horfið.
Vörðurinn sagði honum að vera
alveg- rólegum, það væri verið
að taka ljósmynd af listaverk-
inu og það yrði brátt komið
aftur á sinn stað. En það dróst
lengur en menn höfðu ætlað.
Málverkinu var rænt úr safninu
hinn 21. ágúst 1911 og fannst
ekki fyrr en tveimur árum seinna.
Italinn Vincenzo Perugia reyndi
þá að selja listaverkasala í Florenz
málverkið og var handtekinn.
Perugia hafði starfað við hrein-
gemingar í Louvre-safninu og það
var leikur einn fyrir hann að losa
myndina úr rammanum og hafa
hana á brott með sér. Hann sagði
við yfirheyrslur að liann liefði
stolið myndinni af einskærri föð-
urlandsást, Móna Lísa væri ítölsk
og tilheyrði Ítalíu en ekki Frakk-
landi.
Málverkinu var skilað í Lo-
uvre-safnið skömmu fyrir jól 1913
en sá kvittur kom fljótlega upp
að um eftirlíkingu væri að ræða.
Perugia var sagður tilheyra ræn-
ingjaflokki sem seldi listaverka-
söfnurum málverk eftir gamla
meistara. Arið 1948 fullyrti gömul
markgreifafrú á dánarbeði sínu
að hún hefði borgað Perugia fyrir
að ræna Mónu Lísu. Sá orðrómur
lagðist á að listaverkasali, Valfí-
emo að nafni, í Buenos Aires,
hefði skipulagt þjófnaðinn til að
láta gera sex eftirlíkingar af
myndinni. Hann hefði selt söfnur-
um í Suður-Ameríku eftirlRing-
amar og skilað málverkinu aftur
þegar hann var búinn að fá greitt
fullt verð fyrir þær.
Þjófnaðurinn á meistaraverki
Leonardos da Vinci var forsíðuefni
blaða í lengri tíma. Listaverka-
þjófnaðir vom sjaldgæfir í þá
daga en nú er talið að um 50.000
listaverkum sé rænt í heiminum
á ári. Stuldimir vekja þó yfirleitt
ekki athygli nema þegar merkum
fommunum eða verkum eftir
heimsþekkta málara er rænt.
En hvað verður um heimsþekkt
málverk eins og Fæðingu Jesú
eftir Caravaggio sem var skorið
úr ramma í kapellu í Palermo á
Ítalíu árið 1969; eða 18 málverk,
þar á meðal verk eftir Gains-
borough, Courbet, Jan Bmeghel
og Corot, sem þrír vopnaðir ræn-
ingjar rændu úr listasafninu í
Montreal í Kanada í september
1972; eða myndimar eftir
Rembrandt, Gauguin, Goya, Pic-
asso og Van Gogh, sem hurfu
með þjófum sem höfðu falið sig
í norska listaverkasafninu í Osló
12. október 1982; eða impressjón-
ista-myndimar sem var íænt um
hábjartan dag úr Marmottan-
safninu í París 27. október 1985?
Kæra sannir listunnendur, sem
vita að þessi verk em stolin, sig
um að vera með eftirlýst þýfí
uppiávegg?
Listfræðingar telja að stór hluti
heimsþekktra verka sé eyðilagður
á endanum. Þjófamir átta sig á
að þeir em með alltof fræg verk
milli handanna til að geta selt þau
og grípa til þess ráðs að eyðileggja
gersemin. Nýjar myndir em
stundum málaðar yfír listaverkin
til að fela þau og þeim komið í
geymslu eða smyglað úr landi.
Það kemur fyrir að þjófar reyni
að semja við tryggingafélög um
að þau greiði þeim hluta verðmæt-
is málverkanna í stað þess að
greiða eigandanum fullar bætur.
Það er talið líklegra til árangurs
þegar um verðminni verk er að
ræða. Söfn hafa oft ekki ráð á
að tryggja mjög verðmæt verk
og nota peningana frekar í auknar
öryggisráðstafanir gegn þjófnuð-
um. Málverkin á Marmottan-
safninu vom til dæmis ekki tryggð
og heldur ekki ævagamlar fom-
minjar sem var rænt úr Fom-
minjasafninu í Mexíkó 25. desem-
ber á síðasta ári. Mexíkönsku
minjamar em svo verðmætar að
engin trygging gæti bætt tjónið
af missi þeirra.
Sydney Freedberg, yfirsafn-
vörður Listasafns ríkisins í Lond-
on, hefur sagt að það sé hægt
að skipta listaverkaþjófum í fímm
flokka. Þeir sem stela dýrgripum
listasögunnar tilheyra fyrsta
flokknum, en Freedberg telur
meirihluta þeiira vera „ótrúlega
einfeldninga". í öðmm flokki em
þjófar sem krefjast lausnargjalds
fyrir stolin listaverk. Þjófar sem
em nógu klókir til að stela óskráð-
um verkum tilheyra þriðja flokkn-
um. Þeir ræna Iistaverkum úr
heimahúsum auðmanna og geng-
ur best af iistaverkaþjófum að
koma þýfí sínu í verð. Fjórða
flokknum tilheyra ofstækismenn
sem stela af einskærri illsku en f
hinum fimmta em þeir sem verða
yfír sig heillaðir af ákveðnum
listaverkum og verða að eignast
þau, hvað sem það kostar.
Listaverkum var rænt í póli-
tísku skyni í fyrsta sinn árið 1974.
Meðlimir úr írska lýðveldishem-
um, IRA, rændu þá 19 meistara-
verkum, þar á meðal verkum eftir
Vermeer, Goya, Velasquez, Hals
og tveimur myndum eftir Rubens,
af sveitasetri milljónamæringsins
sir Alfreds Beit. Ræningjamir
kröfðust lausnar tveggja systra,
Price-systranna, úr fangelsi fyrir
myndimar, en systumar sátu inni
fyrir sprengjutilræði í London.
Myndimar vom alls 768 milljóna
króna virði en Vermeer-myndin
er hin eina sem hefur fundist.
Málverk af hertoganum af
Wellington eftir Goya var rænt úr
Listasafninu í London 50 ámm
uppá dag eftir að Mónu Lísu var
stolið úr Louvre-safninu. Myndar-
innar var leitað í fjögur ár en þjóf-
urinn lofaði fímm sinnum að af-
henda hana gegn því að líknar-
sjóður fyrir bágstadda yrði stofn-
aður. Málverkið fannst loks í
tösku á salemi á Viktoríu-jám-
brautarstöðinni í London. Þjófur-
inn, Kempton Bunton, náðist og
sagðist hann hafa stolið málverk-
inu af því að hann reiddist svo
ákvörðun bresku ríkisstjómarinn-
ar að láta aldraða greiða afnota-
gjöld af útvarpi og sjónvarpi eins
og alla aðra.
Sá sem stal myndinni af hertog-
anum af Wellington var illur út
af því að aldraðir þurftu að
borga afnotagjöld af útvarpi.
En yfírleitt ræna listaverka-
þjófar í gróðaskyni. Ómerkilegri
munir enda oft á fommuna- cg
flóamörkuðum stórborganna en
fyöldi listaverkasala verslar með
stolin listaverk, yfírleitt án þess
að vita að þau em illa fengin.
Stofnun í Bandaríkjunum, Inter-
national Foundation for Art Rese-
arch, IFAR, eða Alþjóða listrann-
sóknastofnunin, hefur nú starfað
í tæp 20 ár við að áraga úr versl-
un með stolna muni og til að leið-
beina fólki um gildi listaverka.
IFAR fylgist með íistaverkaþjófn-
uðum og heldur skrá yfír stolin
verk. Hún gefur út mánaðarritið
„Stolen Art Alert" sem listaverka-
salar geta stuðst við en stofnunin
er alls með um 12.000 stolin lista-
verk á skrá.
Það mætti ætla að fólk væri á
varðbergi við listaverkakaup þeg-
ar listaverkaþjófnaðir em orðnir
tiltölulega algengir og tilkoma
listrannsóknastofnunarinnar ætti
að auðvelda listunnendum að
ganga úr skugga um hvort ákveð-
in verk em stolin. En ekki em
allir svo aðgætnir. Listamaðurinn
Salvador Dali var á Maurice-
hótelinu í París þegar ókunnugur
maður kom til hans og sýndi
honum „Deux Femmes" eða
„Femme a la Téte de Roses“ sem
hann hafði málað árið 1935 og
var ein af uppáhalds myndum
hans. Myndin var ómerkt og Dali
var strax reiðubúinn til að merkja
myndina fyrir manninn, já, hann
var jafnvel reiðubúinn til að kaupa
hana af honum fyrir 800.000 ísl.
kr. Tæpu ári seinna lánaði Dali
myndina á málverkasýningu.
Tískublaðið Vogue birti myndir
af sýningunni og listfræðingar á
listasafninu í Ziirich í Sviss tóku
strax eftir „Deux Femmes". Hún
var í eigu safnsins en hafði verið
rænt. Þjófurinn fannst aldrei og
Dali fékk myndina ekki af sýning-
unni. Hann varð að skila henni
til safnsins í Zurich. ab