Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 44
 [ i I i i I l i f { M LJÆJÐA JOAmjMMTTg .0I«A.T®3!U)í!OM IÐ, SUNNUDAGUR1. JUnÍ 1986 + Prentað ef ni I heiminum allt f rá érinu 1950 liggur undir skemmdum: Pappírinn mun að lokum molna vegna sýringar, ef ekkert verður að gert Morgunblaðið/Júlíus Siguijónsson Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður með eitt af dag'blaðabindunum, sem þegar hafa verið ljósrit- uð. Mikið magn íslenskra blaða og tímarita bíður nú filmunar i Landsbókasafninu. Áslaug Jónsdóttir, forstöðumaður viðgerðarstofu Þjóðskjalasafns. Hún sýnir okkur hér viðgert handrit frá 18. öld t.v. og óviðgert t.h. Þessi handrit eru frá 18. öld og þvi rituð á handunninn pappír, sem Aslaug segir auðvelt að gera við. Þvi sama er þvi miður ekki að heilsa með nýrri pappir, eins og fram kemur í greininni. Ef þú lesandi góður hyggst geyma þetta eintak Morg- unblaðsins, t.d. til aflestr- ar fyrir afkomendur þína, máttu reikna með að endalok blaðsíðunn- ar, sem þetta er ritað á, verði þau að molna í höndum eins þeirra. Þessi dapra framtíðarsýn á ekki einvörðungu við um þetta eintak Morgunblaðsins heldur öll blöð, og reyndar einnig bækur, sem út hafa verið gefnar ailt frá miðri síðustu öld. Að sögn Finnboga Guðmunds- sonar landsbókavarðar, sem ný- kominn er af alþjóðlegri ráðstefnu samtaka landsbókavarða í sam- vinnu við UNESCO og Alþjóðasam- tök bókavarðafélaga, er eitt af aðaláhyggjuefnum þessara stétta það, að pappír, sem notaður hefur verið í heiminum við bóka- og blaða- útgáfu ailt frá árinu 1850, liggur undir skemmdum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í bókasöfnum um allan heim sýna, að vegna sýringar pappírsins fer að sjá á honum eftir u.þ.b. 50 ár og fyrirsjáanlegt að hann muni að lokum molna í hönd- um notenda, ef ekkert er að gert. Þetta sama á við að nokkru hér á landi og mun ástand gamalla dag- blaða hvað verst. Rætt var við Finnboga og Áslaugu Jónsdóttur forstöðumann viðgerðadeildar Þjóð- skjalasafns af þessu tilefni. Ráðstefnan sem Finnbogi sat var haldin í Þjóðbókasafninu í Vínar- borg 7.-10. apríl sl. Þátttakendur voru um 100 frá um 50 löndum. Niðurstöður erinda framsögu- manna bentu til, að sögn Finnboga, að um fjórðungi bókakosts í rann- sóknarbókasöfnum heims væri hætt, en þá ráð fyrir því gert, að frávik séu frá þessu í einstökum löndum og við sérstakar aðstæður. Bandarísk áætlun um varðveislu „stökkra" rita, sem svo eru kölluð, er talin koma til með að kosta um 400 milljónir doliara og þá er ekki tekið tillit til varðveislu hvers konar skjala og efnis, sem ekki telst til bóka. Annar þáttur ráðstefnunnar §all- aði um helstu úrræði og um þau rætt í fjórum liðum. í fyrsta lagi rétta meðferð og geymslu. Þá við: gerð og eyðingu sýru úr pappír. í þriðja lagi flutning texta úr einu formi í annað og í fjórða lagi við- búnað við hvers konar háska, t.d. eldi og vatni. Varðandi fyrsta liðinn, sjálfa meðhöndlun gagnanna í söfn- unum var sérstaklega fjallað um ómjúka - meðferð t.d. Ijósritun þeirra. Þá var minnst á hita- og rakastig, sérstaklega var varað við miklum sveiflum frá degi til dags og við flutninga. Afsýring talin mikilvirkust. • Finnbogi sagði, að á ráðstefnunni hefði komið fram, að afsýring pappirs sé talin ein mikilvirkasta leiðin til að bjarga verulegu magni bóka í heiminum í dag og sú aðferð sé komin á nokkum rekspöl í Kanada, Austurríki, Frakklandi og í Bandaríkjunum. í Kanada er ætl- unin að afsýra um 40 þúsund bindi árlega fyrir 3 */* til 41/* kanadísks dals hvert. Library of Congress í Washington stefnir að afsýringu 500 þúsund binda árlega. Kostnað- ur 4>/2 dalur á bindi, þar af 3'/2 fyrir sjálfa afsýringuna. Takist að afsýra árlega eina milljón binda lækkar kostnaðurinn í 2 dali á bindi. Til þessarar afsýringar hafa verið smíðaðir með æmum kostnaði sérstakir geymar og þurrkarar. I riti sem gefíð Iiefur verið út nýlega í Washington og nefnist „Brittle books" - Stökkar bækur, em birtar skýrslur nefndar, er fjall- ar um þessi efni. þar kemur m.a. fram eftirfarandi: Menn hafa eink- um áhyggjur af ritum, prentuðum eftir miðja 19. öld. Pappírinn í þeim langflestum vill súma, verður stökkur og endist miklu verr en sá pappír, er áður var notaður í bækur. Rannsóknir sýna, að bækur prent- aðar á hinn vonda pappír, láta verulega á sjá, úr því að hálf öld er liðin frá prentun þeirra. Gömlu, stóm rannsóknarbókasöfnin, t.a.m. í Bandaríkjunum, verða verst úti, því að talið er að um fjórðungur rita þeirra sé stökkur, ekki verði brotið nema einu sinni eða tvisvar upp á blaðhom í þeim, án þess að það rifni. Nú er allt upp í 80% bóka- kosts þessara safna prentað á pappír, sem á fyrir sér að súma, svo að af því má sjá, hvert stefnir. I Library of Congress í Washington er talið, að á ári hverju fari um 77 þúsund bindi yfir hættumörkin og verði talin til stökkra rita. Pappírsframleiðendur hafa lítinn áhuga Þótt unnið sé markvisst að því í Bandaríkjunum að hvetja útgefend- ur til að prenta rit sín á varanlegri pappír, er árangurinn þar enn tak- markaður og mun minni í öðmm löndum. Pappírsframleiðendur hafa lítinn áhuga á þessum málum, enda er aðeins örlitlu broti af þeim papp- ír, sem framleiddur er í Bandaríkj- unum, varið til bókagerðar." Það kom og fram á ráðstefnunni, að algengasta aðferðin við verndun efnis til geymslu er flutningur texta úr einu formi í annað. Þar er filmun hvers konar notadrýgst. Nýjasta aðferðin er flutningur efnis á sér- staka diska, sem rúma allt að 10-15 þúsund myndir á hvorri hlið. Þessi aðferð er þó enn á tilraunastigi og ekki útséð um kostnað. Library of Congress hefur um langt árabil gengist fyrir filmun ýmissa gagna í Asíu. Er sú miðstöð starfrækt í bandaríska sendiráðinu í Nýju Delhi og þar fllmuð um þessar mundir 143 dagblöð, 45 tímarit og 53 stjornartíðindi frá 21 landi. Þá vinnur sérstakur hópur í Bandaríkj- unum nú skipulega að filmun bandarískra rita frá 1870 til 1920 og á kínversku efni frá tímabilinu 1880 til 1949. I ljósi framkominna upplýsinga var Finnbogi spurður hvemig ástatt væri um íslenzkan bókakost. Hann svaraði: „Sumt af honum er hætt komið, og þá ekki sízt mörg blöðin, prentuð á vondan pappír, sem orð- inn er mjög stökkur. Unnið hefur verið lengi að filmun blaða, en það verk hefur sóst hægt af ýmsum ástæðum. Aðstaða í Safnahúsinu hér við Hverfisgötu er mjög erfíð, við orðið að hafa myndadeildina á tveimur stöðum í húsinu, mynda- tökuna á efstu hæð, þar sem loft- hæð er nóg fyrir hin stóru míkró- fllmuvél og úrvinnsluna í kjallara. í þessu efni verður bylting, þegar við komumst í Þjóðarbókhlöðu. Þar er gert ráð fyrir rúmgóðri mynda- stofu og með bættum tækjakosti og auknu starfsliði ættum við að geta gert stórátak til fílmunar þess hluta blaða- og bókakostsins sem brýnast er að geta friðað. Þau blöð, sem eru í stærra broti fara á 35 millimetra filmu, en hin minni blöð og tímarit á 16 milli- Minnst 7 5 ára afmælis Þing- eyrarkirkju Þingeyri: SUNNUDAGINN 13. apríl var minnst 75 ára afmælis Þingeyr- arkirkju með hátíðarguðsþjón- ustu. Lárus Þ. Guðmundsson prófastur frá Holti í Önundarfirði og séra Gunnlaugur Garðarsson þjónuðu fyrir altari, en séra Jón Ragnarsson frá Bolungarvík las ritningargrein- ar. Margrét Bóasdóttir söng stól- vers við undirleik Margrétar Gunn- arsdóttur, Kirkjukór Þingeyrar- Irirlgu söng undir stjóm Tómasar Jónssonar og organleikari var Emil Hjartarson skólastjóri á Flateyri. Meðhjálpari var Davíð Kristjánsson. í lok messunnar flutti formaður sóknamefndar, Ólafur V. Þórðar- son, ávarp. Minnist hann genginna og brottfluttra klerka kirkjunnar og organleikara og þá sérstaklega Ólafs Ólafssonar skólastjóra, sem orðið hefði 100 ára þennan dag, ef hann hefði lifað. Einnig gat hann þess, að gróflega reiknað myndu gluggar í kirkjuna kosta um hálfa milljón króna. Að athöfninni lokinni var kaffí- drykkja í félagsheimilinu og var þar Qölmenni mikið. Séra Lárus Guð- mundsson flutti ræðu og kom víða við. Minntist^ hann afabróður síns, Rögnvaldar Ólafssonar, er teiknaði kirkjuna og hve mikla alúð hann lagði í það verk, ennfremur um- mæla móður sinnar um búsetu á Þingeyri — en þar hafði henni alltaf fundist vera söngur og sólskin. Bjami Grímsson kaupfélagsstjóri afhenti formanni sóknamefndar peningagjöf, milli tíu og ellefu þús- und krónur, sem var afgangs af Þingeyrarkirkja því fé er safnaðist til að reisa minnisvarða séra Stefáns Eggerts- sonar á Þingeyrarflugvelli. Mælst var til að féð yrði notað til að prýða kirkjuna. Kvenfélagið Von gaf kirkjunni 10 fermingarkyrtla. Undir borðum söng Margrét Bó- asdóttir við undirleik nöfnu sinnar. Var það hápunktur samsætisins, sannkallaður hvalreki á fjörur Þing- eyringa, enda var þeim mjög vel fagnað. Áður en hófi þessu lauk las séra Gunnlaugur kveðjur og skeyti er bárust í tilefni dagsins, þ. á m. frá Baldri Sigutjónssyni fyrrv. org- anleikara og séra Torfa Stefánssyni ogfrú. Er skrifað var fyrr um Þingeyrar- kirkju vantaði vitneskju um hver hefði gefið kirkjuklukkumar og hver hefði verið eigandi Þingeyrar, er kirkjan var byggð. Gunnar Hvammdal veðurfræðingur sem er Dýrflrðingur og manna fróðastur um allt er snertir DýraQörðinn, brá skjótt við og bætti okkur viti. Þáver- andi forstjóri Gramsverslunar, Ólaf- ur Benjamínsson, gaf kirkjuklukk- umar, og eigandi Þingeyrar var Milljónafélagið eða frá 1906—1914. Bræðumir Proppé eignast þá Þing- eyri (land, mannvirki og skip) til ársins 1926, að þeir verða gjald- þrota. og Þingeyri er yfírtekin af Landsbankanum. Hreppurinn nær kaupum á eyrinni 1929 fyrir for- göngu oddvitans, Þorbergs Steins- sonar, að sögn Jóhannesar Ólafs- sonar hreppstjóra, en báðir gera þeir sér ferð suður vegna kaupanna, því það var ekki auðsótt mál þar eða fleiri vom um kaupin. Þegar graflð var fyrir grunni kirkjunnar fundust þar hollenskir peningar í ösku eða sandlagi og er a.m.k. einn slíkur peningur enn til. Að gefnu tilefni skal leiðrétt, að séra Þórður Ólafsson sat Gerð- hamra til 1904 en ekki 1905 eins og stendur í áðumefndri grein um Þingeyrarkirkju. Kunnum við Gunnari bestu þakkir fyrir bætta vitneskju um kirkjuna okkar o.fl. Á uppstigningardag var boðið til messu og kirkjukaffls á vegum Rauða krossins og kirkjunnar. Formaður Rauða krossins, séra Gunnlaugur Garðarsson, gat svo sannarlega glaðst yfír góðum degi. Kirkjukorinn o.fl. sungu og skemmtu kaffigestum 'við góðar undirtektir viðstaddra. Enn vom kunngerðar gjafír til kirkjunnar, þ. á m. rikkilín frá Guðrúnu Sigurð- ardóttur, fyrrverandi prestsfrú, og 50 áletraðar sálmabækur, gjöf Gísla Sigurbjömssonar. Þakkaði formað- ur sóknamefndar, Ólafur V. Þórð- arson, gjafírþessar. Ekki má gleyma heimsókn góðra granna, Flateyringa. Sunnudaginn 11. maí var okkur enn boðið til „veislu". Leikfélag Flateyrar og Samkór Önundarfjarðar vom hér með Laxnesskvöld undir stjóm Oktavíu Stefánsdóttur. Var það leikur, söngur og lestur úr verkum Laxness og ekki af lakara taginu, hvorki efni né flutningur. Flateyr- ingar geta verið stoltir af sínum hluta og við þökkum þeim afbragðs skemmtun um leið og við óskum þeim allra heilla. Hulda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.