Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 BJ vill fá fulltrúa í öryggismálanefnd: „Hef ekkert á mótí því“ ákvörðun Hennar væri skamms. — segir forsætisráðherra „ÉG HEF ekkert á móti þvi að þessir fiokkar fái fulltrúa í Óryggismálanefnd Alþingis," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er hann var spurður hver svör hans yrðu við bréfi Guðmundar Einarssonar þingmanns Bandalags jafnaðar- manna, þar sem hann fer þess á leit við forsætisráðherra að gerð- ar verði nauðsynlegar ráðstafan- ir til þess að Bandalag jafnaðar- manna geti tilnefnt fulltrúa í Öryggismálanefnd. Forsætisráðherra sagðist hafa reett erindi Guðmundar við formann Öryggismálanefndar, hefði verið tekin þó að vænta i en engm Guðmundur segir í bréfi sínu til forsætisráðherra að hann telji eðli- legt að nýir þingflokkar eigi fulltrúa í Öryggismálanefnd, en hvorki Bandalag jafnaðarmanna né Kvennalisti eiga fulltrúa þar. For- sætisráðherra sagðist því síður en svo andvígur að þessir flokkar fengju fulltrúa í nefndinni, „en aðalatriðið í þessu máli er það að nefndin verði ekki svo íjölmenn að starfið skili ekki tilætluðum árangri," sagði Steingrímur. Talið í tvennum prestskosningum l TALNING hefur farið fram á Biskupsstofu í prestskosningum sem fóru fram um sl. helgi i Bíldudalsprestakalli og Raufar- hafnarprestakalli. Úrslit voru sem hér segir: í Bildudalsprestakalli var um- sækjandi sr. Hörður Þ. Ásbjörns- son. Á kjörskrá voru 257 en atkvæði greiddu 157. Umsækjandi hlaut 20 atkvæði en 137 seðlar voru auðir. Umsækjandi náði því ekki kosn- ingu. I Raufarhafnarprestakalli var umsækjandi einnig einn, sr. Bjami Th. Rögnvaldsson. Á kjörskrá voru 342 en 191 kaus. Umsækjandi hlaut 75 atkvæði en 115 seðlar voru auðir og einn seðill ógildur. Umsækjandi náði því ekki kosningu. Fréttatilkynningu Biskupsstofu um úrslit þessara kosninga fylgdi eftirfarandi leiðrétting: Á áður birtum úrslitum í at- kvæðatalningu í Reykhólapresta- kalli, Barðastrandarprófastsdæmi. Prestskosning fór þar fram 10. apríl sl. Réttar tölur eru þessar: Alls kusu 134 af 258, sem voru á 1 kjörskrá. Umsækjandinn, sr. Bragi Benediktsson, hlaut 129 atkvæði en 5 seðlar voru auðir og var hann kosinn lögmætri kosningu. 85 ára í Afríku- hlaupi Barðaströnd Barðstrendingar létu ekki sitt eftir liggja í Afríkuhlaup- inu. í því tóku þátt rúmlega 70 manns og var elzti þátttakand- inn 85 ára og þeir yngstu tveggja ára. Þátttakendur hlupu frá 200 metram upp í 10 kílómetra og einn bænda hér, Ingvi Bjamason frá Amórsstöðum, skokkaði 10 kílómetrana á rúmum 60 mínút- um og telst ekki til æfðra hlaup- ara. Elsti þátttakandinn var Björg Jónsdóttir fyrram Ijósmóðir, 85 ára gömul. Veður var mjög gott, sól og stafalogn. — SJÞ Björg Jónsdóttir, elsti þátttak- andinn ásamt tveimur þeim yngstu. Þátttakendur við upphaf hlaups. Barðaströnd: „ „ Bráðabirgðalög 10 milljoiur tll kynn- komaekkitilgreina ingar á dilkakjöti — segfir Kristján Ragnarsson um ákvörðun fiskverðs Framleiðnisjóður landbúnað- arins hefur samþykkt að veija 5 milljónum kr. af fé sinu tíl sér- staks kynningarátaks fyrir kindakjöt sem Markaðsnefnd landbúnaðarins er að undirbúa. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður leggi fram jafn háa fjárhæð í gegn um framkvæmdanefnd bú- vörusamninga. Samtals hefur nefndin þá 10 milljónir til að ráðstafa í þessum tilgangi. Á síðasta fundi sínum samþykkti sljórn Framleiðnisjóðs einnig að veita fóðurstöðinni Melrakka á Sauðárkróki 10,8 milljóna kr. fram- lag vegna byggingar frystihúss við fóðurstöðina. Sjóðurinn hefur ekki áður lánað til frystihúsabygginga við fóðurstöðvar. Gert er ráð fyrir að frystirinn kosti 50 milljónir kr. og fær fyrirtækið einnig fyrir- greiðslu hjá Stofnlánadeild land- búnaðarins og Byggðasjóði. Sjóðsstjómin samþykkti einnig að leggja fram 500 þúsund krónur til fæðudeildar Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins til að ljúka rann- sóknum á rafmangsmeymun á dilkakjöti. _Að mínu mati kemur ekki til greina að skiptahlutfalli verði breytt með bráðabirgðalögum til að liðka fyrir fiskverðsákvörðun. Lögin um skiptahlutfall voru samþykkt á síðasta degi þingsins og með samþykki allra hagsmuna- aðila,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. „Allir vissu af því, að olían var að lækka. Það gefur útgerðinni betri stöðu. Eftir margra ára taprekstur og uppsafnaðra vanskilaskulda er mikil þörf á að útgerðin fái tækifæri til að hagnast. Það verður einhvem tímann að gerast, eigi þessar skuldir að greiðast og nú gefst tækifæri til þess. Þess vegna tel ég ekki koma til greina að þessum lögum verði breytt," sagði Kristján Ragnarsson. Sverrir Hermannsson um styttingu skólaskyldu barna: Fræðsluskylda ríkis- ins verður áfraxn níu ár Aldrei hugmyndin að foreldrar þyrftu að greiða námskostnað bama sinna „ÉG VIL leggja áherslu á að leiðrétta grundvallarmisskilning sem komið hefur fram, gjörsam- lega að ástæðulausu, en þar túlka menn orð mín á þann veg að með styttingu skólaskyldunnar ætli ég að draga úr framlögum rikis- ins til fræðsluskyldunnar. Ég er aðeins að varpa fram hugmjmdum til umQöllunar og umræðu um að tjóðra ekki böm við skyldunám í níu ár, skylda þeirra verði stjrtt um tvö ár. Aftur á móti yrði 'fráeðsluskylda ríkisins áfram nfu ár og þár með allur kostnaður sem af því hlýst,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra, er hann var spurður álits á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið vegna jrfírlýsinga hans um að stytta megi að skaðalausu skyldunám bama um tvö ár, þ.e. úr níu áram í sjö. Menntamálaráðherra sagði enn- fremun. „Ég minni á, að níu ára skyldan er riý, áður var hún átta ár. Reynslán hér í þéttbýli er að minnsta kostt sú, að þegar skyldaji var átta ár héldu 98% bama áfram upp í níunda bekk. Ég spjrr því, hvað er unnið með því, ef unglingar vilja hætta og fara að vinna, að binda þá og tjóðra. Unglingur sem ekki vill hann verður ekki neyddur nú til dags til þessa. Hann getur ennfremur bæði hlotið skaða af þvf sjálfur og skemmt fyrir félögum sínum, því ekki þarf marga gikki í hveija veiðistöð. Ég vil vegna þess- ara ástæðulausu yfírlýsinga að það komi skýrt frarn, að hugmyndin er alls ekki sú að fara að láta foreldra t kosta námsefni eða. - -námsgögn unglinganna." Sverrir Hermannsson sagði að lokum: „Ég legg áherslu á að umræður og athuganir um stytt- ingu skólaskyldunnar fari fram. Ég leiði einnig hugann að því að kannski á annað við úti á lands- byggðinni en hér á höfuðborgar- svæðinu hvað varðar það að tjóðra böm við skylduna lengur en ástæða er til. Allir sem vilja læra geta það, ríkið sér áfram fyrir því. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar og þessu er aðeins varpað^fram til umræðu." Hryssur leiddar til Snældu- Blesa STÓÐHESTURINN Snældu- Blesi í Árgerði í Eyjafirði, sem komst í fréttimar í fyrra er hann fótbrotnaði illa, er nú á batavegi - og er farið að leiða hryssur undir hann. „Honum líður nokkuð vel og þetta gengur allt eftir áætlun. Ég hef leitt nokkrar hryssur til hans - byrjaði á því um 20. maí,“ sagði Magni Kjartansson, bóndi í Árgerði, í samtali við Morgunblaðið. Blesi er með spelkur um fótinn ennþá og verður fyrst um sinn, að sögn Magna. Leiðrétting í ÞÆTTINUM Spurt og svarað um borgarmál í Morgunblaðinu í gær birtist meðal annars fyrirspum frá Arnbjörgu Markúsdóttur um hús- eignina Laugaveg 160. í kynningu féll niður að geta þess að sjálf býr Ambjörg á Laugavegi 160a, sem ’er bakhús, en ekki húsið við götuna sem spuminghennar fjallaði um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.