Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986 25 Expo *86: Haraldur krónprins neitaði að ræða um hvalveiðar Norðmanna Vancouver, Kanada. AP. HARALDUR krónprins af Nor- egi, forseti Alþjóða náttúru- verndarsjóðsins, hliðraði sér hjá því á fundi með fréttamönnum á heimssýningunni í Vancouver i Kanada, Expo 86, á fimmtudag að ræða neitun norskra stjórn- valda um að taka þátt í alþjóðlega hvalveiðibanninu. Prinsinn sótti ásamt eiginkonu einni, Sonju prinsessu, „dag Nor- egs“ á sýningunni og skoðaði marga sýningarskála á svæðinu, þ.á m. norsku skálana tvo. Hann neitaði að svara spuming- um um hvalveiðar Norðmanna og vísaði á viðskipta- og siglingamála- ráðherra lands síns, Kurt Mosbakk, sem er í föruneyti prinsins. „Málið er pólitískt að mínu mati, en snertir mig ekki persónulega," sagði Har- aldur prins á fréttamannafundin- um. „Mér er hins vegar kunnugt um, að Noregsdeild Alþjóða nátt- úruvemdarsjóðsins hefur verið mót- fallin áframhaldandi hvalveiðum." Kurt Mosbakk sagði, að afstaða Noregs væri „fullkomlega lögleg" og norskir vísindamenn teldu „mjög svo æskilegt að veiða ákveðinn fjölda hvala í því skyni að viðhalda jafnvægi í líMki sjávarins“. Hann sagði, að ríkisstjóm Káre Willochs hefði ákveðið að hætta hvalveiðum 26. maí, en nýja stjómin treysti sér ekki til að standa við þá ákvörðun, vegna þess hve langt undirbúningi veiðanna hefði verið komið. Fyrr um daginn stóðu Grænfrið- ungasamtökin fyrir mótmælaað- gerðum á sýningarsvæðinu og drógu m.a. upp fána með áletrun- inni „Noregur — leyfðu síðustu hvölunum að lifa“. Vinnuskólinn í Kópavogi: Tómstunda- starf fyrir fötluð ungmenni A VEGUM Vinnuskólans í Kópa- vogi verður í sumar boðið upp á tómstundastarf fyrir fötluð ung- menni. Bærinn hefur styrkt þessa starfsemi með sérstakri fjárveitingu. í frétt frá vinnu- skólanum segir að starfið hafi tekist með ágætum í fyrrasumar, og var því vel tekið af fötluðum og aðstandendum þeirra. Tómstundastarfið miðast við að fatlaðir eigi ekki möguleika á slíku. Andri Öm Clausen leikari verður leiðbeinandi í sumar. Starfið hefst í júní og stendur fram í júlímánuð. Nánari upplýsingar fást hjá vinnu- skólanum, þar sem innritun fer einnig fram. XJöfðar til X Xfólks í öllum starfsgreinum! GOH FÖLK / SÍA CITROÉN 1. Af ótal kostum þessarar frönsku lúxuskerru er fjölskyldufaðirinn hrifnastur affrábærum aksturseigin- leikum BX-ins. 2. Hagsýn húsmóðirin er í sjöunda himni yfirþví að öll þægindin skuli ekki kosta meiri fjárútlát. 3. Pjakkurinn las í blaði að meðalaldur Citroén í Svíþjóð er 13 og hálft ár. Hann ætlar að segja öllum vinum sínum frá því. 4. Systir hans er ánægð með allt rýmlð og mjög montin aföllum öryggisbelt- unum. 5. Amma hefurýmsu góðu kynnst um dagana, en í þægilegri bflsætum hefur hún aldrei setið og vökva- fjöðrunln er í hennar huga ekkert ómerkari uppfinning en rafmagnið. 470.000,--Kr kostar Citroén BX 14 E (sbr. mynd) og er það auðvitað veiga- mesta ástæðan. Citroén BX Leader er enn ódýrari; aðeins 443.000,- kr. BX 16 TRS kostar kr. 568.000,- og glæsivagninn BX 16 RS Break (station) kostar nú aðeins 615.000,- krónur. Ekki síðri ástæða er greiðslukjör- In; allt niður í 30% útog afgangur- inn á allt að tveimur árum. Innlfallð í þessu verði erryðvörn, skráning, skattur, stútfullur bensíntankur og hlífðarpanna undir vél. Einnig má nefna framhjóladrifið, en Citroén hefur verið framhjóla- drifinn lengst allra bíla - eða síðan 1934, og hæðarstillinguna sem skipar Citroén í sérflokk við akstur í snjó og ófærð. BX-inn er líka alliaf í sömu hæð frá jörðu, óháð hleðslu. Falleg innrétting og listræn hönnun á öllum hlutum vega líka þungt þegar Citroén er borinn saman við aðra bíla. Líttu inn í Lágmúlanum eða sláðu á þráðinn. Sölumenn okkar vilja segja þér margt fleira um þessa frábæru bíla. G/obus/ LAGMULA 5 SÍMI 681555 IL NYA PAS QUE RAISONS QUI FONT DEIA CITROEN BX UNE DES MEILLEURES VOÍIURES FAMILIALES DISPONIBLES /C/ 'ÞAB ERU FLBRI ÁST/fÐUR EN ÞESSAR FIMM SEM GERA CITROÉN BXAÐ EINUM BESTA FJÖLSKYLDUBÍLNUM SEM HÉR FÆST.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.