Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986 37 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Ég er fædd 26. febrúar 1930 kl. 8.30 að kvöldi í Eyjahreppi, Hnapp. Mig langar að biðja þig að segja mér eitthvað um persónu- leika minn og fleira, sem sagt að útbúa stjömukort. Með þakklæti." Svar: Þú hefur Sól og Venus í Fiskum, Tungl, Merkúr og Mars í Vatnsbera, Vog Rís- andi og Krabba á Miðhimni. Hefur einkenni frá Fisk, Vatnsbera, Vog og Krabba. Andlega sinnuð í innsta eðli þínu ert þú trú- uð og andlega sinnuð. Þú gerir þér grein fyrir að meira er í tilveruna spunnið en mætir auganu. Þú hefur því áhuga á andlegum mál- um, lest iíkast til mikið og þarft almennt að safna að þér þekkingu. Þú ert forvit- in. Að öðru leyti má segja um grunneðli þitt að þú ert mjúkur og þægilegur per- sónuleiki. Þú ert fómlunduð og hjálpsöm og hefur áhuga á heilbrigðis- og líknarmál- um, t.d. hefur þú hæfileika í hjúkmn. Ópersónuleg Vatnsberinn táknar að þrátt fyrir hjálpsemi og fómlyndi ert þú frekar ópersónuleg og sjálfstæð. Þú vilt ekki hleypa öðm fólki of nálægt þér og getur liðið illa ef aðrir gera kröfur til þín. Félagslynd Vogin og Vatnsberinn sam- an táknar að þú ert félags- lynd. Þér líkar að hafa mikið af fólki í kringum þig, ert ljúf og þægileg í framkomu en jafnframt heldur þú vissri vöm eins og framan var getið í sambandi við Vatns- berann. Þú hefur einnig hæfíleika sem kennari og á sviðum sem tengjast uppeld- isstörfum. Kraftmikil Sól í spennuafstöðu við Júp- íter táknar að þú ert í gmnn- atriðum bjartsýn og kraft- mikil manneskja. Þú ert eirðarlaus og hefur þörf til að ferðast og safna nýrri þekkingu. f þér býr ákveðinn órói og spenna, þér leiðist of mikil vanabinding og þarft að takast á við nýjung- ar. Ekki er t.d. ólíklegt að þú skiptir annað slagið um starf. Vinkonan Með fyrmefndu bréfí barst annað, fæðingardagur 24.05. 1938 kl. 12 á hádegi í Strandasýslu. Því miður leyfír plássið ekki umíjöllun um tvö kort en ég vil þó gefa upp plánetustöðu og merki hennar. Sól, Venus og Mars em í Tvíbura, Tungl i Fiskum, Merkúr og Mið- himinn l Nauti og Rísandi í Meyju. Hress og eirðarlaus Hún er Tvíburi í innra eðli, samskiptum og starfsorku, þ.e. er félagslynd, eirðar- laus, jákvæð og þarf fjöl- breytileika. Tilfínningar hennar litast af Fiskamerk- inu, sem táknar að hún er næm og draumlynd. Hugs- unin ber einkenni Nauts- merkisins, er hagsýn og jarðbundin. Rísandi Meyja táknar að hún hefur þörf fyrir röð og reglu og getur verið nákvæm og smámuna- söm. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er ekki skynsamlegt að hafa það fyrir reglu að sýna lengd í trompinu, því slíkar upplýsingar gagnast sagnhafa iðulega betur í vöminni. Hins vegar koma fyrir stöður þar sem nauðsylegt er að gefa talningu. Spilið hér að neðan er gott dæmi: Suður gefur; allir á hættu. . ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: T?Tn?n?;?!;!!!!!!!!!!!!!!7!!!!!!!!!!!!![ DYRAGLENS DRÁTTHAGI BLÝANTURINN FERDINAND • •2A+S r !!!!!!!!:!!!!!!!!!!!!!!! SMÁFÓLK IF VOUR DAD 60T MARRIEP AéAlN,5IR, VOU'D WAVEA MOTHER UUAITIN6 F0RY0U AT HOME, ANP VOU UIOULPN'T NEEP A LATCHKEV... OF C0UR5E, 5HE MIGHT TURN OUT T0 BE A UUICKED 5TEPM0THER LIKE IN ALL THE B00K5 MAYBE 5HE D LEAVE YOU IN THE UI00P5, AND YOU'P HAVE TO FOLLOUJ BREAP CRUMB5 TO FINP YOUK UIAV HOME... Ef pabbi þinn giftist aft- ur, herra, hefðirðu mömmu sem biði þín heima og þú þyrftir ekki lykil... Auðvitað gæti hún reynst grimm stjúpa eins og í öllum bókunum. Kannske skildi hún þig eftir úti í skógi og þú yrðir að rekja brauð- molaslóðina til að rata 1 heim... Það er gaman að spjalla viðþig.Magga. Norður ♦ D9 ¥ÁG83 ♦ K962 ♦ K107 Austur ♦ Á7 ♦ 109765 ♦ Á874 ♦ D5 Suður ♦ KG10863 *KD4 ♦ 3 ♦ Á92 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 grönd Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur spilar út einspili sínu í hjarta. Sagnhafi drepur það í borðinu á ásinn og rejmir að læða spaðaníunni fram hjá ás austurs. En austur er vel vak- andi, fer upp með ásinn og spilar hjartalinunni til baka til að benda á innkomu á tígul. Vestur trompar og spilar tíguldrottning- unni. Sagnhafi er klókur og lætur lífíð i slaginn. Ef við hugsum dæmið út fr: sjónarhóli austurs, sem ekki sér nema sín spil og blinds, sjáum við að um nokkum vanda er að ræða. Á hann að fara upp með ásinn og reyna að gefa makker sínum stungu, eða gefa og freista þess að fá tvo slagi á tígul? Það fer auðvitað allt eftir þvi hvort vestur hefur byijað með tvo eða þijá spaða. Svo hér verður austur að treysta á að makker sýni tromplengd. Venjan er að sýna þrilit með þvi að setja fyrsta háan hund og svo þann lægsta, en jöfn tala er sýnd með ví að láta fyrst lægsta trompið. þessu tilfelli hefur vestur þvi átt að láta spaðafimmu undir spaðaásinn og trompa svo með spaðatvistinum. Þá ætti austur að geta treyst þvi að vestur eigi einn spaða eftir til að trompa hjarta og hnekkja þannig spil- inu. jr SKAK Vestur ♦ 542 V2 ♦ DG105 ♦ G8643 Umsjón Margeir Pétursson I ungversku deildakeppninni í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Lörincz og alþjóðlega meistarans Utasi, sem hafði svart ogáttileik. 18. - Bxg2l, 19. Bxe6+ (Ef 19. Kxg2 þá Dg5+ með óstöðvandi sókn) - Kh8, 20. Bxf5 - Bf3, 21. e4 - Rd5, 22. h3 - Dh4 og hvíturgafstupp. Ungverska meistaramótinu er nýlokið. Stórmeistarinn Farago sigraði á mótinu með 10 v., en næst urðu hin komunga Szusza Polar (16 ára) og Hazai með 9 v. Næstir komu kunnir skákmenn: Groszpeter með 8 xtr v., Schneid- er með 8 v., Sog Foríntos með 7 */ív. o.s.frv. Þótt allra sterkustu stórmeistarar landsins hafi ekki verið með er þetta stórkostlegur árangur hjá Szusuzu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.