Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1986 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra hjá Landmælingum íslands er laus til umsóknar. Menntun og reynsla á sviði stjórnunar á bókhaldi, áætlanagerð og tölvuvinnslu nauð- synleg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 20. júní 1986. Landmælingar íslands. Laugavegi 178. Peningamenn athugið Vörubréf. Innflutningsfyrirtæki óskar eftir fjármagni gegn tryggingu í vöru. Góð ávöxtun. Uppl. í síma 688485. *_____________________________ Vandvirk saumakona Verslun óskar eftir saumakonu sem getur tekið fatnað heim til lagfæringar. Tilboð leggist inn á augld. Mbl. fyrir 6. júní nk. merkt: „V-5640“. Au-pair Hressar stelpur! Hér kemur tækifærið, amerísk fjölskylda í Connecticut vantar barn- góða og hressa stelpu, eldri en tvítuga, sem hefur bílpróf og reykir ekki. Upplýsingar í síma 641414. Kjötiðnaðarmaður Óska eftir góðum kjötiðnaðarmanni í ábyrgðastöðu. Umsóknir með uppl. um núverandi starf, aldur og menntun sendist augldeild Mbl. merktar: „G — 2603“. Ræsting Starfskraftur óskast til ræstinga á skrifstofu- húsnæði í miðborginni. Umsókn er greini frá aldri og starfsreynslu skal skila á augldeild Mbl. í síðasta lagi miðvikudaginn 4. júní nk. merktri: „E-5931“. Sölufólk Fyrirtæki á hraðri uppleið með frábærar vörur óskar eftir sölumönnum. Hafið sam- band við Sigurð Magnússon í síma 688486. Dömuverslun Dömuverslun óskar eftir starfskrafti, helst vönum, frá 1. júlí nk. Vinnutími frá kl. 9.00- 13.00 aðra vikuna og 13.00-18.00 hina vik- una. Umsækjandi þarf að hafa glaðlega og aðlaðandi framkomu, vera snyrtileg, stundvís og áreiðanleg. Góðir söluhæfileikar nauðsynlegir. Tilboð er greini aldur og fyrri störf leggist inn á augl. Mbl. merkt H — 5641 fyrir 6. júní nk. Meðmælifylgi með. Tölvuvinna 22ja ára gamall maður, sem stundar háskóla- nám í Bretlandi í tölvunarfræðum (aðalgrein) og viðskiptafögum sem aukagrein, óskar eftir atvinnu frá miðjum júní til októberloka. Upplýsingar í síma 44392. Prentarar Prentarar Óskum eftir að ráða offsetprentara í prent- smiðju í nálægð við Hlemm. Þarf að geta tekið af skarið og unnið sjálfstætt. Þeir sem hafa áhuga leggi inn nafn og aðrar uppl. á augldeild Mbl. fyrir föstud. 6. júní merktar: „Trúnaðarmál — 0145“. Garðabær skólaritari Skólaritara vantar í Flataskóla. Um er að ræða heilt starf, hálfsdagsstörf koma til greina. Upplýsingar veitir skólastjóri Flata- skóla í síma 42756 eða 51413. Umsóknum skal skila til skólastjóra Flata- skóla eða bæjarritara Garðabæjar. Bæjarritari. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða hjúkr- unarfræðinga til sumarafleysinga í júlí og ágústmánuði eða í fastar stöður. Nánari upplýsingar um húsnæði og aðrar fyrirgreiðslur veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96 71166. Sjúkrahús Siglufjarðar. Sjúkraþjálfarar Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða sjúkra- þjálfara til starfa frá og með 15. ágúst 1986. Sjálfstæð vinnuaðstæða, húsnæði og fl. til staðar. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 96 71166. Sjúkrahús Siglufjarðar. Skrifstofustörf Nýlegt innflutningsfyrirtæki vel staðsett vill ráða starfskraft á skrifstofu sem fyrst. Þar eð þetta er lítið fyrirtæki þarf viðkomandi að geta gengið í öll almenn skrifstofustörf. Þarf að hafa einhverja reynslu á þessu sviði, hafa góða framkomu, vera snyrtileg og heið- arleg og hafa eigið frumkvæði. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu okkar fyrir 8. júní nk. Guðnt Tónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN l N GARÞJÓN U STA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Viðskiptafræðingur lögfræðingur Fasteignasala óskar eftir að ráða lögfræðing eða viðskiptafræðing til að annast skjalagerð. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Skilyrði er: að viðkomandi sé reglusamur og nákvæmur og hafi bifreið til umráða. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist augldeild Mbl. fyrir fimmtudaginn 5. júní merktar: „V —5504“. Bifvélavirki Viljum ráða einn bifvélavirkja til starfa við véla-, hjóla- og Ijósastillingar. Uppl. veittar á staðnum, ekki í síma. Bílastilling Birgis, Skeifunni 11. Starfsfólk vantar Óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Til afgreiðslustarfa, heilsdags- og hálfs- dagsstarf. 2. Til gagnaskráningar, hálfsdagsstörf. Umsóknareyðublöð í afgreiðslu vorri. Upplýs- ingar aðeins veittar á staðnum, ekki í síma. Kreditkort hf. Ármúla 28, Reykjavík. Verkefnisstjóri (Projektleder) í desember á síðasta ári var NORDJOBB sjóðurinn stofnsettur og er aðsetur hans í Kaupmannahöfn. Tilgangur hans er að kynna Norðurlönd fyrir ungu fólki. í fyrstu beinist starfsemin einkum að því að útvega ungu fólki frá Norðurlöndum á aldrinum 18-26 ára sumarvinnu í einhverju landanna. Með þessu móti öðlast unga fólkið meiri þekkingu á hinum Norðurlöndunum. Gyllenhammarhópurinn svonefndi hóf þessa starfsemi árið 1984, en nú hefur verið stofn- aður sérstakur NORDJOBB sjóður og eiga norrænu félögin, Samband norrænu félag- anna, Norræna ráðherranefndin og iðnþró- unarstofnunin aðild að honum. Starfsemi sjóðsins á þessu ári er fjármögnuð af Nor- rænu ráðherranefndinni og iðnfyrirtækjum á Norðurlöndum. í hverju Norðurlandanna fimm er starfsmað- ur á vegums sjóðsins. Kröfur um hæfni: Verkefnisstjóranum er ætlað að annast skrifstofu sjóðsins og mun hann eiga samstarf við stjórn sjóðsins, fyrir- tæki, Samband norrænu félaganna, stjórn- völd og þá sem styrkja sjóðinn fjárhagslega. Viðkomandi þarf að vera vanur skrifstofu- störfum, verkstjórn og þekkja vel til norrænn- ar samvinnu. Viðkomandi þarf einnig að hafa góða þekk- ingu á atvinnulífinu og aðstoða við að útvega fjármagn bæði úr einkageiranum og til þess að unnt reynist að viðhalda starfssemi sjóðs- ins. Umsækjandi þarf að vera hugmyndaríkur og geta ásamt stjórn sjóðsins unnið að framaþróun verkefnisins. Jafnframt þessu þarf verkefnisstjórinn að vinna að framgangi NORDJOBB og útvega verkefni. Ráðning og launakjör: Viðkomandi þarf að geta tekið til starfa 1. ágúst 1986 eða sem fyrst eftir þann tíma. Sjóðurinn getur ábyrgst ráðningu fram til 31. desember 1987. Fram- lenging hennar kemur til greina svo framar- lega sem tekst að útvega fjármagn til áfram- haldandi starfsemi. Forstöðumaðurinn mun starfa í Kaupmanna- höfn. Staða þessi er launuð samkvæmt launaskrá opinberra starfsmanna í Danmörku. Árslaun eru 298.800,43 danskar krónur. Umsöknir: Umsóknir ásamt öllum nauðsynleg- um upplýsingum verða að hafa borist NOR- DJOBB í síðasta lagi mánudaginn 16. júní 1986. Umsóknir skai senda formanni sjóðsins Peter Jon Larsen, c/o Foreningen NORDEN, Mal- mögade 3, DK-2100 Köbenhavn 0. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um starfið. Síminn er 45/1-42 63 25 (milli kl. 09-16).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.