Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1986
49
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Skrifstofustjóri
Staða skrifstofustjóra hjá Landmælingum
íslands er laus til umsóknar.
Menntun og reynsla á sviði stjórnunar á
bókhaldi, áætlanagerð og tölvuvinnslu nauð-
synleg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist samgöngu-
ráðuneytinu fyrir 20. júní 1986.
Landmælingar íslands.
Laugavegi 178.
Peningamenn
athugið
Vörubréf. Innflutningsfyrirtæki óskar eftir
fjármagni gegn tryggingu í vöru.
Góð ávöxtun.
Uppl. í síma 688485.
*_____________________________
Vandvirk
saumakona
Verslun óskar eftir saumakonu sem getur
tekið fatnað heim til lagfæringar.
Tilboð leggist inn á augld. Mbl. fyrir 6. júní
nk. merkt: „V-5640“.
Au-pair
Hressar stelpur! Hér kemur tækifærið,
amerísk fjölskylda í Connecticut vantar barn-
góða og hressa stelpu, eldri en tvítuga, sem
hefur bílpróf og reykir ekki.
Upplýsingar í síma 641414.
Kjötiðnaðarmaður
Óska eftir góðum kjötiðnaðarmanni í
ábyrgðastöðu.
Umsóknir með uppl. um núverandi starf,
aldur og menntun sendist augldeild Mbl.
merktar: „G — 2603“.
Ræsting
Starfskraftur óskast til ræstinga á skrifstofu-
húsnæði í miðborginni. Umsókn er greini frá
aldri og starfsreynslu skal skila á augldeild
Mbl. í síðasta lagi miðvikudaginn 4. júní nk.
merktri: „E-5931“.
Sölufólk
Fyrirtæki á hraðri uppleið með frábærar
vörur óskar eftir sölumönnum. Hafið sam-
band við Sigurð Magnússon í síma 688486.
Dömuverslun
Dömuverslun óskar eftir starfskrafti, helst
vönum, frá 1. júlí nk. Vinnutími frá kl. 9.00-
13.00 aðra vikuna og 13.00-18.00 hina vik-
una. Umsækjandi þarf að hafa glaðlega og
aðlaðandi framkomu, vera snyrtileg, stundvís
og áreiðanleg.
Góðir söluhæfileikar nauðsynlegir.
Tilboð er greini aldur og fyrri störf leggist inn
á augl. Mbl. merkt H — 5641 fyrir 6. júní nk.
Meðmælifylgi með.
Tölvuvinna
22ja ára gamall maður, sem stundar háskóla-
nám í Bretlandi í tölvunarfræðum (aðalgrein)
og viðskiptafögum sem aukagrein, óskar eftir
atvinnu frá miðjum júní til októberloka.
Upplýsingar í síma 44392.
Prentarar
Prentarar
Óskum eftir að ráða offsetprentara í prent-
smiðju í nálægð við Hlemm. Þarf að geta
tekið af skarið og unnið sjálfstætt. Þeir sem
hafa áhuga leggi inn nafn og aðrar uppl. á
augldeild Mbl. fyrir föstud. 6. júní merktar:
„Trúnaðarmál — 0145“.
Garðabær skólaritari
Skólaritara vantar í Flataskóla. Um er að
ræða heilt starf, hálfsdagsstörf koma til
greina. Upplýsingar veitir skólastjóri Flata-
skóla í síma 42756 eða 51413.
Umsóknum skal skila til skólastjóra Flata-
skóla eða bæjarritara Garðabæjar.
Bæjarritari.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða hjúkr-
unarfræðinga til sumarafleysinga í júlí og
ágústmánuði eða í fastar stöður.
Nánari upplýsingar um húsnæði og aðrar
fyrirgreiðslur veitir hjúkrunarforstjóri í síma
96 71166.
Sjúkrahús Siglufjarðar.
Sjúkraþjálfarar
Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða sjúkra-
þjálfara til starfa frá og með 15. ágúst 1986.
Sjálfstæð vinnuaðstæða, húsnæði og fl. til
staðar.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
í síma 96 71166.
Sjúkrahús Siglufjarðar.
Skrifstofustörf
Nýlegt innflutningsfyrirtæki vel staðsett
vill ráða starfskraft á skrifstofu sem fyrst.
Þar eð þetta er lítið fyrirtæki þarf viðkomandi
að geta gengið í öll almenn skrifstofustörf.
Þarf að hafa einhverja reynslu á þessu sviði,
hafa góða framkomu, vera snyrtileg og heið-
arleg og hafa eigið frumkvæði.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist skrifstofu okkar fyrir 8. júní nk.
Guðnt Tónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN l N GARÞJÓN U STA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Viðskiptafræðingur
lögfræðingur
Fasteignasala óskar eftir að ráða lögfræðing
eða viðskiptafræðing til að annast skjalagerð.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax.
Skilyrði er: að viðkomandi sé reglusamur og
nákvæmur og hafi bifreið til umráða.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
augldeild Mbl. fyrir fimmtudaginn 5. júní
merktar: „V —5504“.
Bifvélavirki
Viljum ráða einn bifvélavirkja til starfa við
véla-, hjóla- og Ijósastillingar.
Uppl. veittar á staðnum, ekki í síma.
Bílastilling Birgis,
Skeifunni 11.
Starfsfólk vantar
Óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin
störf:
1. Til afgreiðslustarfa, heilsdags- og hálfs-
dagsstarf.
2. Til gagnaskráningar, hálfsdagsstörf.
Umsóknareyðublöð í afgreiðslu vorri. Upplýs-
ingar aðeins veittar á staðnum, ekki í síma.
Kreditkort hf.
Ármúla 28,
Reykjavík.
Verkefnisstjóri
(Projektleder)
í desember á síðasta ári var NORDJOBB
sjóðurinn stofnsettur og er aðsetur hans í
Kaupmannahöfn. Tilgangur hans er að kynna
Norðurlönd fyrir ungu fólki. í fyrstu beinist
starfsemin einkum að því að útvega ungu
fólki frá Norðurlöndum á aldrinum 18-26 ára
sumarvinnu í einhverju landanna. Með þessu
móti öðlast unga fólkið meiri þekkingu á
hinum Norðurlöndunum.
Gyllenhammarhópurinn svonefndi hóf þessa
starfsemi árið 1984, en nú hefur verið stofn-
aður sérstakur NORDJOBB sjóður og eiga
norrænu félögin, Samband norrænu félag-
anna, Norræna ráðherranefndin og iðnþró-
unarstofnunin aðild að honum. Starfsemi
sjóðsins á þessu ári er fjármögnuð af Nor-
rænu ráðherranefndinni og iðnfyrirtækjum á
Norðurlöndum.
í hverju Norðurlandanna fimm er starfsmað-
ur á vegums sjóðsins.
Kröfur um hæfni: Verkefnisstjóranum er
ætlað að annast skrifstofu sjóðsins og mun
hann eiga samstarf við stjórn sjóðsins, fyrir-
tæki, Samband norrænu félaganna, stjórn-
völd og þá sem styrkja sjóðinn fjárhagslega.
Viðkomandi þarf að vera vanur skrifstofu-
störfum, verkstjórn og þekkja vel til norrænn-
ar samvinnu.
Viðkomandi þarf einnig að hafa góða þekk-
ingu á atvinnulífinu og aðstoða við að útvega
fjármagn bæði úr einkageiranum og til þess
að unnt reynist að viðhalda starfssemi sjóðs-
ins. Umsækjandi þarf að vera hugmyndaríkur
og geta ásamt stjórn sjóðsins unnið að
framaþróun verkefnisins. Jafnframt þessu
þarf verkefnisstjórinn að vinna að framgangi
NORDJOBB og útvega verkefni.
Ráðning og launakjör: Viðkomandi þarf að
geta tekið til starfa 1. ágúst 1986 eða sem
fyrst eftir þann tíma. Sjóðurinn getur ábyrgst
ráðningu fram til 31. desember 1987. Fram-
lenging hennar kemur til greina svo framar-
lega sem tekst að útvega fjármagn til áfram-
haldandi starfsemi.
Forstöðumaðurinn mun starfa í Kaupmanna-
höfn.
Staða þessi er launuð samkvæmt launaskrá
opinberra starfsmanna í Danmörku. Árslaun
eru 298.800,43 danskar krónur.
Umsöknir: Umsóknir ásamt öllum nauðsynleg-
um upplýsingum verða að hafa borist NOR-
DJOBB í síðasta lagi mánudaginn 16. júní 1986.
Umsóknir skai senda formanni sjóðsins Peter
Jon Larsen, c/o Foreningen NORDEN, Mal-
mögade 3, DK-2100 Köbenhavn 0.
Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um
starfið. Síminn er 45/1-42 63 25 (milli kl. 09-16).