Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Umsjón/Vilmar Pétursson . 'V Hressir þrátt fyrir tapið ÞRÁTT fyrir tapift gegn Þrótti i fyrsta leik sínum í íslandsmót- inu í ár voru KR-ingarnir Jón Ingi Hákonarson og Auðunn Atlason ekkert mjög óánægftir meft leikinn aft öðru leyti en því aft þeirra lifti gekk illa aft skora mörk. „Vift lótum boltann ganga vel en þaft vantaði ein- hvern neista eða vilja til að koma boltanum i markift. En fall er fararheill svo við örvsent- um ekki,u sögftu kapparnir og báru sig eins og hetjum saemir. Auk þess sögðu þeir aft þegar þessi sami hópur var í 4. flokki KR hefðu þeir byrjað ilia en síðan farið út til Danmerkur um mitt keppnistímabil og eftir það ekki tapað öðrum leik en úrslitaleikn- um í íslandsmótinu. Ég spurði strákana hvernig þeim hefði líkað völlurinn. „Hann var mjög þungurog það hentar okkur betur aö leika á grasi svo kannski er það líka ein skýringin á hvernig fór. Annars bjargaði markmaður Þróttar þeim alveg, hann greip vel inní og meö góðar staðsetningar." Verður íslandsmeistarabikar- inn í 3. flokki áfram í KR-heimilinu eftir þetta keppnistímabil var næsta spurning sem Jón og Auðunn fengu til viðureignar. „Viö stefnum að sjálfsögðu á 1. sætið. Þessi hópur sem er núna í liðinu hefur verið í 2.-3. sæti á íslandsmótinu svo að mögu- leikarnir ættu að vera fyrir hendi. Til þess að það geti orðið verðum viö samt að ná meiri stöðugleika í leik okkar, við vinnum sterkari liðin en töpum síðan kannski fyrir veikari liðunum." Að þessum orðum sögðum þakkaði ég fyrir spjallið og óskaði KR-strákunum góðs gengis í sumar. Morgunblaðið/VIP • Akurnesingar hafa yfirleitt átt mjög gófta yngri flokka og þaft er greinilegt á þessum unga Skagamanni aft hann er ákveðinn í að gera sitt besta til aft svo verfti áfram. íslandsmótið í knattspyrnu yngri flokka hafið: Boltinn rúllar um land allt ÍSLANDSMÓT yngri flokka f knattspyrnu hófst 26. maí síðastliðinn meft fjórum leikjum í 3. flokki pilta. Spyrnurnar sem teknar voru f þessum leikjum voru upphafið að hreint ótrúlega mörgum kapp- leikjum yngri flokka í sumar efta hvorki meira né minna en 740 alls, auk leikja f polla- og Tommamóti 6. flokks. Ungt knattspyrnufólk hefur ekki síður en þeir fullorðnu metn- aö til að standa sig vel í keppni og er búiö aö leggja á sig mikinn undirbúning undir mót sumars- ins. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir sýni íþróttaiðkun krakkanna áhuga með því t.d. að mæta á æfingar og leiki. Félagsskapurinn mikilvægur Þó svo að það sé knattspyrnan sem iaðar krakkana aö íþróttinni og fullorðnar stjörnur séu fyrir- myndirnar gefur knattspyrnu- og öll íþróttaiðkun annað en hreyfi- þörfinni útrás, því félagsskapur- inn sem myndast í tengslum við íþróttirnar er yfirleitt ekki síður það sem gefur þeim gildi. Það er því ekki einungis knattspyrnu- tæknin sem þarf að styrkja fyrir íslandsmótið til að það verði ánægjulegt, heldur ekki síður liösandann. Þetta gera félögin með ýmsu mótí s.s. myndbanda- kvöldum, innan- og utanlands- ferðum og grillveislum, en um- sjónarmaður unglingaíþróttasíð- unnar leit einmitt við á einni slíkri ekki alls fyrir löngu þar sem 6. • Auftunn Atlason (t.v.) og Jón sftir tapleikinn gegn Þróttl. Morgunblaðiö/VIP Ingi Hákonarson fbyggnir á svip Ekki unnið KR síðan í 6. flokki EGILL Ó. Einarsson fyrirliði 3. flokks Þróttar og Þorsteinn Þorsteinsson, markvörftur, voru aft vonum ánægftir eftir sigur- leik á íslandsmeisturum KR ekki síst vegna þess að fyrir leikinn höfftu þeir í mesta lagi gert sér vonir um jafntefii. „Það var fyrst og fremst góð barátta sem skóp þennan sigur sem er ekki síst sætur vegna þess að við höfum ekki unniö KR síðan í 6. flokki." Hjá 3. fiokki Þróttar æfa 16—17 strákar að jafnaði og hefur þessi kjarni hald- ið saman að mestu síðan í 5. flokki, en þá urðu þeir í 2. sætið á íslandsmótinu. Ég spurði Þorstein hvernig honum hefði liðiö í seinni hálfleik þegar sóknarþungi KR-inga var hvað mestur. „Mér leið ágætlega og var ekkert órólegur yfir þessu en ég get nú samt ekki neitað því að ég varð hálfsmeykur um að við myndum detta niður eftir aft þeir skoruðu markið." Þor- steinn sagði ennfremur að hann hefði æft vel uppá síðkastið og væri bjartsýnn á sumarið. Með sömu baráttu og í leikn- um gegn KR og dálítið betra leik- skipulagi eru Þróttarar til alls lík- legir í þessu nýhafna íslands- móti. /m* flokkur UBK bauð foreldrum sín- umtilveislunnar. Valsarar efstir Árið 1940 var fyrst keppt á y íslandsmóti í yngri flokkum pilta, en þá fór fram keppni í 2. og 3. flokki. Frammarar urðu þá ís- landsmeistarar í 2. flokki, en' Valur í þeim þriðja. Yngri flokkar stúlkna koma síðan fyrst til þátt- töku í íslandsmóti 1983, þegar stúlknaflokkur mætir til leiks og Akurnesingar vinna þann titill fyrstir allra. Árið eftir er síðan einnig hrundið af stað telpna- flokki og KR-ingar bera þar sigur úrbýtum. Lítum á þau lið sem hafa hlotið flesta titla í íslandsmótum yngri \ flokka frá upphafi: 1. Valur36 2. Fram 34 3. KR31 4.-5. ÍA12 4.-5.ÍBV12 6. UBK8 7. ÍBK6 8. Þróttur 4 Eins og sést á þessu skera Valur, Fram og KR sig nokkuð úr enda eru það elstu félögin og eins hefur unglingastarf þessara félaga yfirleitt verið til mikillar fyrirmyndar. Það verður spenn- andi aö sjá hvort Valur nái að halda forystunni í þessari baráttu þegar íslandsmótið 1986 hefur runnið sitt skeið. Aö lokum vil ég hvetja alla knattspyrnumenn til að fylgjast vel með íþróttaiðkun barna og unglinga í sumar sem og í fram- tíðinni, af því verður enginn svik- inn og allir ættu að hafa tækifæri til þess, því boltinn rúllar um land allt. • 4. flokkur Hauka í körfubolta tók þátt í NM-félagalifta fyrir skömmu. Haukar urðu f öftru saati, töpuðu fyrir KFUM—Upsala f úrslitaleík meft tveimur stigum. Hér er liftift ásamt þjálfara og farastjóra. MorgunblaðiðA/IP • Eins og sést á Agli Einarssyni (t.h.) fyrirliða Þróttar kostaði sigurinn gegn KR mikla baráttu. Þorsteinn Þorsteinsson náfti hins vegar að greifta sér fyrir myndatökuna. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.