Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986 59 í miðborg Singapore, sem iðaði af athafnasemi. Jafnvel þeir fóru of geyst og ætluðu sér ekki af og nú er þar allt á niðurleið. Verksmiðjur, skrifstofukljúfar og hótel standa auð. um um miðjan áttunda áratuginn. Kínveijum hafði vaxið fískur um hrygg. Þeir voru famir að ráða sjálfír við framþróunina. Svo kom olíukreppan 1979 og fyllti mælinn. Ingvar og Anna höfðu á árinu 1976 byrjað eigið fyrirtæki í Singa- pore.„ Eg hefí víst verið dáh'tið bjartsýnn, því þessi þróun sem ég var að rekja var farin af stað,“ segir Injgvar eins og hálf skömmustulega. „Astandið var dálítið undarlegt og kannski ekki gott að átta sig á því. Þá voru þarlendir famir að ráða við vesturlenska tækni sjálfír, en gátu ekki veitt sér það besta, skorti bæði fé og mannskap. Svo þeir tóku það ráð að sætta sig við 10—20 ára gamla tækni og gera enn. Við út- lendingamir gátum þá ekki lengu' staðið þeim á sporði með því ac vera á undan með nýjustu tækni fyrir þá. Þeir byijuðu að byggja sír eigin kerfí og þá þannig að þeir réðu við þau og okkar forskot var búið. Japanimir lentu líka í þessu, en þeir höfðu meira bolmagn til að taka því. Maður þjálfaði þarlenda og gerði sjálfan sig óþarfan. Þetta sama gerðist í olíuiðnaðinum seinna." Singapore á niðurleið Hvemig kom þetta við Ingvar og Önnu og fyrirtæki þeirra? „Við byggðum samt heilmikið af ísverk- smiðjum og fíystihúsum og þess- háttar í Indónesíu, Singapore, jafn- vel á Seichelle-eyjum og eitt í Sri Lanka. Anna fór um, seldi og gerði samninga á fjarlægari stöðum, sjálfur sá ég um það sem nær var og við höfðum eigið vélaverkstæði með 25 manns í vinnu. Ég keypti flóknari vélar frá Evrópu og setti þær saman á staðnum. Við smíðuð- um heilmikið sjálfír, allt að heilli ísverksmiðju. Þetta gekk fram til 1980. Árið 1978—79 var t.d. alveg ágætt og við héldum að við værum komin yfír það versta. Okkur óx fískur um hrygg. Réðumst í að kaupa 600 ferm. verksmiðju og í hana notaðan vélakost og komum okkur vel fyrir. En þá gengu afleið- ingar olíukreppunnar yfír og við náðum okkur aldrei almennilega á strik í nýju verksmiðjunni. Nú var farið að ganga niður á við í Singa- pore. Þar var mikil bjartsýni á ferð með gífurlegum fjárfestingum og ríkisstjómin gekk á undan með að hækka launin. Markmiðið var að auka hæfni vinnuaflsins til að geta tekið við dýrum iðnaði. Átti að ýta ódýra iðnaðinum, svo sem textíliðn- aðinum, úr Iandinu. Nógu margir aðrir hefðu ódýran vinnukraft til að taka við honum. En skotið hljóp aftur úr byssunni hjá þeim. Varð til þess að skipaiðnaðurinn hrundi, þegar þeir urðu ekki samkeppnis- færir við Kóreu. Singapore er að fomri hefð bresk flotahöfn. Iðnað- urinn byggður upp kring um flot- ann. Slíkur iðnaður var þeirra sterk- asta hlið. Og svo átti að breyta þessu með átaki yfír í rafeindaiðn- að. Það gerðist svo ört að vinnuaflið fylgdi ekki eftir og markaðurinn fýrir það brást. Singapore-búar höfðu lifað eins og glannar og spennt bogann of hátt. Kreppan var eins og steini væri varpað í poll en gámmar ná ekki út í kantana fyrr en eftir nokkum tíma. Sennilega hefði mátt klára sig af þessu ef olíukreppan hefði ekki komið ofan á. Og nú stendur þama allt fast. Þeir vom til dæmis að byggja sex 1000 herbergja hótel meðan gömlu hótelin vom að loka hverri hæðinni af annarri hjá sér. Framboðið 30 þúsund hótelherbergi. Og í bygg- ingu vom allmörg, allt að 76 hæða skrifstofublokkir, sem standa tóm- ar. Olíuiðnaðurinn er allur í klúðri og skipaiðnaðurinn horfínn. Við alla þessa fjárfestingu varð Singapore svo dýr að allar þjóðimar í kring tóku að kippa að sér hendinni. Til dæmis að búa sig undir að taka skipaflutningana sjálfar. Athafna- semin í þessari fínustu höfn í heimi hefúr dregist vemlega sarnan." Hættuekki nógu snemma Auðvitað dróst allt saman hjá Ingvari Nielssyni og Önnu. „ Við bmgðumst við eins og aðrir, fækk- uðum fólki,“ segir Ingvar. „Áttum tvær góðar fasteignir, sem við ætluðum að halda í. En verð á fasteignum hraðféll frá degi til dags. Ibúðin okkar var metin á 250—300 þúsund bandaríkjadoll- ara, en fór á 100 þúsund þegar við seldum hana. Verksmiðjan stóð enn verr að vígi, því ríkisstjómin var búin að byggja 350 svona verk- smiðjur umfram þörfina og enginn kaupandi að þeim. Við gengum því bara frá síðustu pöntuninni, fískimjölsverksmiðju í Malasíu, og lokuðum. Vitum ekkert hvemig það fer, verksmiðjan verður seld fyrir það sem fæst fyrir hana. Við höfð- um ekki boimagn til að bíða af okkur storminn. í svona fjárhags- öngþveiti er lítið hægt að gera annað en láta skeika að sköpuðu. Ég held að við höfum bara verið orðin mjög vel stæð um tíma, en þá hoppaði maður ekki af heldur hélt áfram að fjárfesta. Hlutimir halda bara einfaldlega ekki áfram að vaxa í það óendanlega." Og svo snem þau Ingvar Nielsson og Anna aftur heim til íslands eftir 30 ára útivist. Einkadóttirin er hér búsett og á íslandi em bamabömin þijú. „Ég kom svona til að líta á möguleikana," segir Ingvar. „Hafði látið mér detta í hug að fara nú að taka það rólegar, en fyrr en varði var maður kominn á bóla kaf í ný verkefni. Sá sem í fimm áratugi hefur lifað í athafnasemi leitar hana sjálfsagt uppi ef á slaknar, “, segir Ingvar og hlær við. „Maður er víst svona gerður. Og þetta er spenn- andi og ögrandi verkefni sem ég hefi fengið til að takast á við.“ Ráðgjöf án ábyrgðar úrelt Hvaða horfur sér hann í þvf? Nú verður Ingvar varkár. „Jú, þetta verkefni er ekki síður viðamikið heima fyrir en erlendis. Það byggist á því að við íslendingar emm ekki undir það búnir, en getum orðið það með tiltölulega lítilli vinnu. Ekki veit ég af hveiju það stafar, en við virðumst vera með sjónarmið um sölu á hugverkum, sem ríktu í Evrópu fyrir 20 ámm. Hins vegar höfum við söluvaming. En til þess að geta selt það sem við höfum til málanna að leggja þurfúm við að matreiða það. Og til að geta matre- itt það þurfum við að þekkja mark- aðinn, sem við ekki ennþá gerum." Hvað á Ingvar við með þessu? Hvað höfum við að selja? „Ef við tökum hutakið ráðgjöf, í þeim skiln- ingi sem við leggjum í það, þá fylgir henni engin ábyrgð. Að okkar mati er hún gjaman fólgin í því að setj- ast við skrifborð hjá viðskiptavinin- um og segja honum hvað sé rétt. Svo fer illa og þá ber enginn ábyrgðina. Heimurinn hefur nú átt- að sig á þessháttar ábyrgð. Og biður ekki lengur um ráðgjöf sem aðskilið mál, heldur verður ráðgjöfín að vera þráður í sjálfu verktakinu. Fléttuð inn í það. Slík ráðgjöf er eðlilega miklu betri, því verktakinn er að framkvæma verk einu sinni í mánuði, en ráðgjafinn kemur kannski að þessu sérstaka verkefni einu sinni á æfinni og verður að afla sér þekkingar um það frá þriðja aðila. Því fylgir þá ekki næg reynsla ogábyrgð." „í mjög afmörkuðum greinum höfíim við íslendingar reynslu,“ svarar Ingvar þegar haldið er áfram að ganga á hann um það hvort við höfum eitthvað að bjóða öðmm þjóðum í ráðgjöf. „Við höfum reynslu í fiskveiðum og landhelgis- málum, hins vegar er fískvinnslan okkar bara hráefnavinnsla og því ekki heimsmarkaðsvara í ráðgjöf. í þáttum eins framleiðslu tilbúinna matvæla kunna sumar aðrar þjóðir miklu betur til verka. Og þá komum við að orkumálunum, sem mitt starf snýst um. Þar er okkar þekking tvenns konar. Vatnsorkuver kunn- um við allvel að byggja við okkar aðstæður, en það kunna margir aðrir líka. Það sem við kunnum umfram aðra er að byggja vatns- orkuver á eldfjallasvæði. Þær að- stæður eru bara ekki mjög víða og því er það ekki mjög mikil markaðs- vara. Við kunnum vel að byggja lítil raforkuver, en það kunna líka Norðmenn og Svisslendingar." „Hvað jarðhitann snertir, þá snýr málið nokkuð öðruvísi við. Þama er um þrjá þætti að ræða: 1) Öflunina, sem eru opinber fræði. Vitneskjan er birt á ráðstefn- um í fyrirlestrum og útgefín. Allir geta gengið í þá þekkingu. Hún er því ekki söluvara. 2) Nýtinguna. Þar kunnum við nokkuð vel til verka. Kláraðum okkur vel í Svartsengi, sem er besta orkuver sinnar tegundar í heimi, þar sem ekki er aðeins framleidd raforka heldur líka hitaveita. 3) Notkunina og þar er veikasti hlekkurinn. Heiminn skortir þekkingu á tveimur síðustu þáttunum og vill fá hana. Fólk vill geta nýtt jarð- hitann og fá hann í aðgengilegu formi, þegar hann fæst á annað borð. Hvað notkunina snertir eram við kannski miklu betur stödd en við geram okkur grein fyrir. En það er illa skilgreint. Við eigum heims- ins bestu hitaveitu í Reykjavík og á Akureyri er hitaveita með sérein- kenni, hefur varmadælu. Það er mjög athyglisvert og við ráðum vel við varmadælutæknina. Svartsengi er líka alveg einstakt, eins og ég sagði áðan. Svo koma sundlaugam- ar, heitu pottamir og það sem þeim getur fylgt. Einnig er nýting okkar á gróðurhúsum til fyrirmyndar. Þau era vel byggð, vel rekin og hafa til að bera ýmis sérstæð hagkvæmnis- atriði. I iðnaði höfum við líka sérein- kenni, svo sem á sviði kísilvinnslu, þörangavinnslu, fískimjölsvinnslu. En þetta blandast gjaman saman við óraunhæf þjóðfélagsvandamál og allt fer í gegn um þvottahúsið. Gegnum þvottahúsið Hvað á Ingvar við með þvotta- húsinu? Jú, byggt er ómælt í kring um vinnsluna, eytt miskunnarlaust í upphafi og svo allt sett í þvotta- húsið hjá ríkinu þar sem spúlað er af því 100 milljóna króna slori og þá er loks hægt að fara að reka fyrirtækið. Það kalla ég þvottahúsið og það hefur ekkert með iðnað eða neitt annað að gera. Ekki veit ég hvemig þetta er til komið, en kannski er þetta eina leiðin til að eignast falleg leikföng." Ráðgjöf sem hluti af verktaki „Ég held semsagt að við gætum flutt út þekkingu á öllum þessum sviðum, en ekki sem ráðgjöf heldur sem hluta af verktaki. Við getum það sem umsjónaraðilar yfír verk- inu, með lítilli hlutdeild í verkefninu. Ábyrgðarþátturinn verður að vera með að einhveiju marki," segir Ingvar. „Það er ekkert lengur hægt að selja í heiminum nema ábyrgð fylgi. Menn era orðnir þreyttir á að láta telja sér tra um alls konar hluti. Viðskiptavinurinn getur ekki og hefur ekki möguleika á að vita og taka ákvörðun um það hvenær hann hefur fengið nægilega mikla ráðgjöf. Og svo þegar á bjátar, þá hlaupa ráðgjafamir sinn í hveija áttina. Þetta hefur verið að gerast í þróunarlöndunum. Og því snúa þau við blaðinu og setja ráðgjöfina saman við framkvæmdaþáttinn. Þetta er hinn beiski sannleikur, en honum vilja menn ógjaman bergja á.“ Ingvar segir að þetta hafí komið ákaflega sterkt fram í nýlegri Tyrk- landsför hans, þar sem verið er að leita hófanna um jarðhitaverkefni. „Tyrkir segjast hafa 4500 MWe og 31 þúsund MWt orku, sem eigi að vera hægt að ná, en era ekki búnir að ná nema einum þúsundasta af því. Era með eins konar Kröflu, allt í hönk. Þeir era komnir með hita upp á yfírborðið, en hann er ónýtanlegur vegna þess að nýting- arþátturinn er alveg óunninn hjá þeim. Þeir hafa haft franska og ít- alska ráðgjafa og vilja ekki láta plata meira inn á sig. Þeir era með svokallað B-O-T (Build Operate Transfer), þar sem boðið er algert fjárhagslegt öryggi í landinu, skattahlunnindi og fleira ef einhver vill byggja og koma f gang orkuver- unum og fá svo borgað af tekjunum. Segja sem svo: Þá þýðir ekki að vera að segja neina vitleysu, því þá skrökvið þið að sjálfum ykkur. Þessi viðhorf era efst á baugi núna.“ - r I sömu ferðinni sem Ingvar fór ‘ til Tyrklands, kom hann til Grikk- lands í samskonar erindum. „Þar höfum við fengið lítið hefðbundið verkefni í sambandi við boran," segir hann. „Og í Tyrklandi era hafnar samningaumleitanir af ýmsu tagi, en það er alveg óplægður akur. Eftir að fínna formið á þeim. Við höfum gert okkur grein fyrir því hvað við teljum að þurfi til, en þar þurfa tillögumar að fara til ráð- herra, þar sem þær liggja nú. Era allgóðir möguleika á að við gætum * komist í viðskipti við þá varðandi jarðhita. Þá ,um nýtingu og notkun, ekki öflun. Hana geta þeir annast sjálfir." Þrjár sýningar á næstunni. Annar þáttur í starfsemi ORK- INT er kynning. Þar era í undir- búningi 3 sýningar, sem verður sameiginlegt átak ýmissa áhugaað- ila um orkumál. Þar auglýsir ORKINT sig sem ráðgjafa er viti meira en aðrir um jarðhitavirkjanir. Og aðrir aðilar koma svo þar inn í með sfn sérsvið innan orkugeirans. Fyrsta sýningin verður í ágúst- 1 mánuði á Loftleiðahótelinu f Reykjavfk í sambandi við alþjóða- samtökin Water-Rock Intemation- al. Hana munu sækja um 300 gestir frá þróunarlöndunum. í september verður sami sýningarbás á jarðhita- ráðstefnu sem verður ennfremur haldin í Reykjavík á vegum Samein- uðu þjóðanna, en hana sækja um 60 sérfræðingar frá þróunarlöndun- um. Og loks verður svo farið í oktober með þetta efni til Cannes í Frakklandi á World Energy Con- gress, þar sem 4000 orkumálamenn víðs vegar að úr heiminum koma. Þetta verður framsýningin, segir Ingvar, en hitt má kalla gener- alprafu. Við væntum okkur allvera- * Iegra sambanda þama. Okkar boð- skapur til heimsins verður: „gjör- nýtiðjarðhitann". Við sláum botninn í þetta spjall við Ingvar Nielsson. Að lokum segir hann: „Einn aðalkosturinn við svona útflutning á hugvitsverkum, sem við höfum dálítið úreltar hug- myndir um, er kannski sjálfsögun og endurkast. Þ.e. að þegar við föram að velta því fyrir okkur hvað við getum selt öðram þá sjáum við hvað við þurfúm að bæta heima fyrir. Að dagsverki loknu verður það kannski mesti afraksturinn. Að við rótum í draslinu í skúffunum okkar til að grafa þar fram nýtilega hluti.“ VIÐTAL: Elín Pálmadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.