Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986
55
raösq/glÝ0gar%: — radauglýsingar — œöaugtysfogar [
Draumastarf
Sért þú í leit að slíku gæti námskeiðið „at-
vinna í boði“ komið þér til aðstoðar. Nám-
skeiðið er ætlað fyrir ungt fólk á aldrinum
18-35 ára sem er að hugsa sér til hreyfings,
leitar starfs sem hentar þeirra hæfileikum
betur og stefnir hátt, sem og fólks sem er
að koma á vinnumarkaðinn.
Á námskeiðinu er farið skref fyrir skref yfir
ýmsar hagnýtar upplýsingar sem að gagni
koma við leitina að draumastarfinu svo sem
eins og Persónu— og Ferilyfirlit, atvinnuum-
sóknir, hvernig svara á atvinnuauglýsingu,
undirbúningur undir atvinnuviðtal o.fl.
Námskeiðið er tvö kvöld, 3. og 4. júní nk.
að Laugavegi 178 (Bolholtsmegin). Þátttaka
tilkynnist í síma 32620 milli kl. 4.00-7.00.
Leiðbeinandi: Þorsteinn Sigurðsson, rekstr-
arhagfr.
NámskeiðsdeildJC Reykjavík.
Sumartími
Frá 1. júní til 31. ágúst verða skrifstofur
okkaropnarfrá kl. 8.00-16.15.
Raunvísindastofnun
Háskólans.
Rannsóknastyrkur
Menntastofnun íslands og Bandaríkjanna
(Fulbrightstofnunin) vill bjóða íslenskum
fræðimanni styrk (u.þ.b. kr. 200.000) til að
stunda rannsóknir í Bandaríkjunum á náms-
árinu 1987-1988.
Umsóknir ásamt staðfestingu á rannsóknar-
aðstöðu við mennta— eða rannsóknastofnun
í Bandaríkjunum skulu berast stofnuninni
fyrir 3. okt. nk. Umsóknareyðublöð eru afhent
á skrifstofu stofnunarinnar, Garðastræti 16,
sem er opin kl. 13.00-17.00, sími 10860.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra minnir á
söfnun fyrir sumardvalaheimili fyrir fötluð
born í Reykjadal. Áprentaðir gíróseðlar liggja
frammi í bönkum og sparisjóðum.
Framlögum veitt móttaka á hlaupareikningi
nr. 3001 í Búnaðarbanka íslands, Austur-
stræti 5. Þökkum stuðninginn.
Garðbæingar
Frá 1. júní breytist þjónustutími apóteks
Garðabæjar. Honum lýkur þá kl. 18.30 í stað
kl. 19.00 á mánudögum til föstudags.
Óbreyttir tímar á laugardögum kl.
11.00-14.00.
Apótek Garðabæjar,
Sími651320 — 21.
(Geymið auglýsinguna)
Viðgerðir á malbiki
Húsfélög, eigendur fyrirtækja og bæjarfélög
athugið. Viðgerðir á skemmdu malbiki við
heimkeyrslur, bílaplön og fl. Fljót og góð
þjónusta.
Verkval,
Simi42873.
húsnæöi öskast
Opinber stofnun
óskar að taka á leigu 150-200 fm húsnæði
fyrirfræðslustarf. Vel kemurtil greina íbúðar-
húsnæði. Æskileg staðsetning er í Heima-
eða Vogahverfi eða nágrannahverfum þeirra.
Tilboð sendist auglýsingad. Mbl. hið fyrsta
merkt: „U —073“.
Félagsmálaráðuneytið
óskar eftir að taka á leigu 1200-1500 fm
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir starf-
semi Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Húsnæðið þarf að hafa gott aðgengi fyrir
fatlaða. Tilboð sendist félagsmálaráðuneyt-
inu Arnarhvoli fyrir 15. júní nk.
Nánari uppl. veittar í félagsmálaráðuneytinu
í síma 25265.
Verslunar- og
skrifstofuhúsnæði
óskast til leigu í miðbæ-vesturbæ. Stærð
200-300 fm á jarðhæð. Þarf að vera laust
hið fyrsta.
Tilboð skilisttil auglýsingad. Morgunblaðsins
merkt: „H — 072“.
2ja-3ja herb. íbúð
óskasttil leigu
Ung reglusöm hjón sem bæði vinna úti óska
eftir að taka á leigu 2ja-3ja herb. íbúð sem
næst miðborginni.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Nánari uppl.
veittar í síma 15503 um helgina.
REYKJALUNDUR
Húsnæði óskast
í Mosfellssveit
Viljum leigja húsnæði fyrir einn af læknum
stofnunarinnarfrá 1. júlí nk.
Upplýsingar á skrifstofu Reykjalundar í síma
666200.
Reykjalundur,
endurhæfingarmiðstöð.
Útboð
Hveragerðishreppur óskar eftir tilboðum í
klæðingu gatna í Hveragerði. Helstu magn-
tölureru:
- Jöfnunarlag 575 m3
- Tvöföld klæðing 11000 m 2
Útboðsgögn verða afhent hjá Verkfræðistof-
unni Fjarhitun hf. Borgartúni 17 Rvk. eða á
skrifstofu Hveragerðishrepps, gegn 5000 kr.
skilatryggingu, eftir kl. 13.00 mánudaginn
2. júnínk.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Hveragerðis-
hrepps fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 10. júní
1986.
Tilboð
Tilboð óskast í viðgerð og málun á fjölbýlis-
húsi í neðra Breiðholti. Áskilinn réttur til að
taka hvað tilboð sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar í símum 76096 og 72602.
Qj ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h.
Skólaskrifstofu Reykjavíkur óskar eftir til-
boðum í eftirfarandi:
1. Viðgerðir á Réttarholtsskóla.
Tilboðin verða opnuð 11. júní nk. kl. 11.00.
2. Viðgerðir á Tjarnargötu 12.
Tilboðin verða opnuð 11. júní nk. kl. 14.00.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðju-
deginum 3. júní nk. gegn kr. 5.000.- skila-
tryggingu fyrir hvort verk fyrir sig.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Kópavogur
Dagvistun barna
Innritun á dagvistarheimilið Kópasel stendur
yfir. Um er að ræða dagvist allt að 71/2 klst.
fyrir börn fædd ’81 og ’82. Opnunartími er
frá kl. 7.30-15.00. Kópasel er dagvistar-
heimili með sérstöku sniði sem starfrækt er
rétt fyrir utan bæinn (við Lögberg) með
aðstöðu á dagvistarheimilinu við Hábraut
(miðsvæði í bænum). Þeir Kópavogsbúar
sem óska eftir vist fyrir börn sín í Kópaseli
fyrir haustið hafi samband við félagsmála-
stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, sími
41570, þar sem veittar eru nánari uppl.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama
stað.
Dagvistarfulltrúi.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftir-
talin verk:
1. Styrking Siglufjarðarvegar í Skagafirði
1986. (50.000 m3, 5 km). Verki skal lokið
10. september 1986.
2. Héraðsdalsvegur um Stapasneiðing
1986. (7.000 m3,0,8 km). Verki skal lokið
30. september 1986.
3. Mölburður á Skagavegi í Skagafirði.
(2.000 m3 , 6 km). Verki skal lokið 30.
júní 1986.
Útboðsögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald-
kera) frá og með 2. júní nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 16. júní 1986.
Vegamálastjóri.
Tilboð óskast
Óskum eftir tilböðum í kranabifreið UNICK
K-250 árgerð 1973.
Bifreiðin er með skemmda bómu og selst í
núverandi ástandi, ásamt fylgihlutum.
Bifreiðin er til sýnis að Ármúla 3, á baklóð
Samvinnutryggingahússins, mánudaginn 2.
júní kl. 8-16, en tilboðsfrestur er til kl. 12.00
þriðjudaginn 3. júní 1986.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 SIMI681411.