Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 58
í stóra viðarkassa. Á hafnarbakkan- um tók kranamaðurinn þá upp með lélegum vír og hífði 4 metra upp í loftið. Þaðan var kassinn látinn detta og sprakk vitanlega eins og mjólkurhyma á kajanum. Fimmtíu krakkar komu eins og eldibrandar úr öllum áttum og gripu ventlana. Höfðu þá með sér út í fátækrahverf- in og við fórum svo á þjófamarkað- inn og keyptum þá aftur þar. Ég þekkti þetta ekki og ætlaði alveg upp úr þakinu í fyrsta skipti. En svo sá ég að þetta mál var af þjóð- félagslegum toga. Féll nánast undir launa- eða skattamál. Þeir skatt- lögðu útlendingana með því að láta þá borga þetta svona. Svo vel vildi bara til í þetta sinn að við vorum ekki að byggja og lá ekkert á þessu dóti og þá féll verðið á því. Með vini Marcosar Undir þessu sat maður þama með flóra menn í vinnu. Hafði meira en nóg að gera, en ekkert gekk. Við vorum búnir að þrælteikna verkefnið og undirbúa það og hvorki gekk né rak. Jú, jú, þeir borguðu af lánunum samkvæmt samningi. Þetta var undir útflutningslána- tryggingu, sem skiptist á Þýskaland og Svíþjóð. Þeir þorðu ekki annað. Svo var 7 milljón marka loft í þess- um 24 milljónum og þar áttum við hauk í homi, sem tryggði greiðslur. Það höfðu okkar menn tryggt." Ingvar segir skemmtilegar sögur af framkvæmdastjóra verktakanna, Rudolfo Quenca, sem spilaði golf á sunnudögum með Marcosi. „Rudi var reglulegur „sjómaður" í enskri merkingu orðsins. Hann gekk alltaf með litla leðurtösku og opnaði hana svo að hver maður mátti sjá að þar lá ofan á lítil beretta, svona eins og James Bond er með. Enginn vissi nokkurn tíma hvort byssan var hlaðin. Rudi átti hús með stórum garði á þakinu. Þegar hann bauð öllu liðinu, þar með okkur Önnu, eitt sinn til veislu, þá röðuðu sér snyrtilega sex einkahermenn hans með vélbyssur í hönd í kringum okkur á þakbrúninni. Um það leyti sem það þótti fínt í Svíþjóð að yfir- taka önnur fyrirtæki og Alfa Laval keypi STAL, þá kom toppmaður STAL til Manila. Rudi tók þá Beachkraft flugvél sína og hlóð hana fulla af mat og dýrindis vínum. Svo var flogið út á eyju í Kyrrahaf- inu, þar sem hann átti klúbbhús og einkaflugvöll. Gestir hans undu sér i dýrðlegum fagnaði með sjóböðum allan daginn. Hvergi hefi ég séð tærari sjó, og við skoðuðum þennan litríka sjávargróður og fallegu fiska niður á mikið dýpi. Rudi féll svo seinna í ónáð hjá Marcosi og ég veit ekkert hvað varð um hann. Nei, ég hitti aldrei Marcos, Anna fékk einu sinni að taka í hendina á honum, lengra náði okkar sæmd nú ekki.“ Þegar hér var komið sögu var Ingvar farinn að óróast. 1973 var hann búinn að vera þarna í 3 ár og fannst nóg komið. „Þetta snerist orðið um að taka á móti gestum og maður á góðri leið með að verða alkoholisti", segir hann. „Ég settist þá niður og skrifaði bréf til höfuð- stöðvanna, sagðist vilja flytja skrif- stofuna til Singapore, en hafa bara einn staðgengil í Manila, enda var ekki farið að byggja húsið fyrr en á árinu 1973. Hafði enga þolinmæði með þessu lengur. Stakk upp á því að skrifstofan í Singapore ynni að því að selja okkar vaming um öll Austurlönd. Loks kom stutt svarbréf: Flyttu skrifstofuna til Singapore! Það gerði ég í hvellinum. Fór að selja í Singapore, Malasíu, Indónesíu og alla leið til Bangla- desh. Var líka uppi í Kína að þvæl- ast. Það gekk, þó ekkert alltof vel.“ Breytt viðhorf í Austurlöndum „Jú, þetta gekk í tvö ár“, svarar Ingvar. „En ég veit ekkert hvað svo gerðist. Ég fékk víst bara nóg. Maður hefði svosem átt að sjá fyrr að viðhorfið var farið að breytast allmikið gagnvart Vesturlandabú- 02 k 58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 Ingvar og Anna Nielsson eru komin heim eftir 25 ára útivist og búsetu og störf í Austurlöndum — Bangkok, Manila og Singapore — Loósm-BAR ráðgjöf án ábyrgðar Vidtal vid Ingvar Nielsson, verkfræding Á undanförnum áratugum hafa íslendingar verið að virkja vatns- afl og jarðhita á landi sinu og leysa í því sambandi margvíslegan vanda í erfiðu landi. Við það hefur safnast upp margvísleg þekking og kunnátta á þessu sviði. Hvers virði ætli hún sé öðrum en íslend- ingum? Vijja aðrar þjóðir kaupa slflct af okkur? „Til að markaðsfæra erlendis þá þekkingu sem Orkustofnun ræður yfir á sviði rannsókna, vinnslu og notkunar jarðhita, vatnsorku, rannsókna og áætlunargerð- ar í orkumálum, svo og á öðrum sviðum sem fært þykir“, eins og segir í iögunum nr. 53 frá 1985, var um mitt sl. ár stofnað fyrirtæk- ið Orkint. Orkustofnun erlendis hf. heitir það eða Orkustofnun Interaational Ltd. og er til húsa hjá Orkustofnun við Grensásveg. Og í vetur var ráðinn þar framkvæmdastjóri, Ingvar Nielsson verk- fræðingur, nýkominn heim eftir 25 ára starf erlendis, lengst af í Austnrlöndum. Hefur hann sér til aðstoðar Sigutjón Ásbjörasson, viðskiptafræðing. Ingvar hefur verið mikið á ferðinni nú í vetur — og raunar tregur tfl viðtals — en nú með vorinu gripum við hann nýkominn heim frá Grikklandi og Tyrklandi í sambandi við könnun á hugsanlegum viðskiptum á þessu sviði. Undirritaður blaðamaður hafði fyrst hitt þau hjónin Önnu og Ingv- ar Nielsson í Thailandi á árinu 1970 og síðar nokkrum sinnum í Singa- pore, þangað sem þau þá voru flutt með viðkomu á Filippseyjum. En Ingvar var m.a. íslenskur aðal- ræðismaður i Singapore í 7 ár. Talið barst því fyrst að fjölbreyttum starfsferli hans í Austurlöndum. Ingvar fór fyrst út til Þýskalands árið 1955 til verkfræðináms og var að námi loknu heima á íslandi í rúmt ár, en fór svo 1961 til Svíþjóð- ar, þar sem hann vann hjá kælivéla- fyrirtækinu STAL við að setja upp kæliklefa, frystihús og ísverksmiðj- ur. En í apríl 1964 söðlaði hann um, og leitaði fyrir sér hjá danska fyrirtækinu Sabroe, sem var í samskonar iðnaði, en þeir voru þá að hasla sér völl í Thailandi. A öldufaldinum í Thailandi „Þegar ég kom til Aarhus var mér sagt að best myndi að ég færi til Thailands, en ég var ekki klárari en svo á því hvar það tand væri að við þurftum að ganga yfir í næsta herbergi til að líta á það á kortinu", segir Ingvar kíminn. „En til Bang- kok vorum við komin eftir 3 mán- uði. Þá lenti ég í þeirri skemmtileg- ustu sölumennsku sem ég hefi upplifað. Þetta var á þeim tíma er Viet Nam stríðið var að magnast. Við lentum á öldunni og riðum á öldufaldinum í fímm ár. Þarna í Thailandi komum við ínn í markað, þar sem ekkert var fyrir nema gamalt drasl. En Viet Nam stríðið varð til þess að Thailendingar gátu leyft sér að endumýja og byggja upp hjá sér. í Viet Nam vora 625 þúsund hermenn þegar mest var, og 125 þúsund þeirra vora jafnan í Thailandi í hvíldarleyfi. Hver þessara hermanna eyddi líklega 100 dollurum á dag eða 12,5 milljónum í allt. Af þessu urðu mikil uppgrip og Thailendingar gátu farið að Qár- festa. Það tók mig um ár að koma okkur inn á markaðinn. Svona var þetta að vísu ekki mjög lengi, varla meira en 6-12 mánuði, en við lent- um í löðrinu og voram á öldufaldin- um fram til 1969. Við settum upp stórar ísverksmiðjur sem fram- leiddu upp í 400 tonn af ís á dag, frystihús, loftræstikerfí og frysti- kiefa af ýmsu tagi. Um leið og búið var að selja var farið í að hanna og svo að útvega verktaka. Um ekkert annað að ræða. Viðskipta- vinurinn átti auðvitað að sjá um það; en hann naut ráðgjafar okkar. Ekkert var klárt og við urðum að sjá um að koma honum í gang. Þannig settum við upp 5 stórar ís- verksmiðjur og mörg frystihús. Til að byija með voram við svo að segja einir á markaðnum. Svo komu Japanir til skjalanna. Það var á þeim tíma þegar Japanir litu á það sem markaðsfærslu að koma fram með lágt verð og buðu niður. Þeir fóra því að gera okkur erfítt fyrir og ólgan hjaðnaði. Ekki eins skemmtilegt að vera í þessu. í mars árið 1970 var ég búinn með tvo 3ja ára samninga og sýni- legt að sæi fyrir endann á þessu. Þegar Ameríkanar fóru frá Viet Nam þá snera Thailendingamir bara aftur til þess að vera 65% landbúnaðarland, eins og þeir höfðu verið í aldir. Þeir höfðu fengið skvettu af tækni, sem heldur áfram að koma þeim til góða og breytti þróuninni. Af þessu biðu þeir engan heilaskaða. Þeir höfðu byggt heil- mikið upp, vora ánægðir og hlógu bara að öllu saman. Þetta er þeirra háttur. Thailendingar era ákaflega þægilegir menn og ég á þama mikið af vinum enn. Þeir eru talsvert öðravísi en aðrir Austurlandabúar. Ég skrifa það á þann reikning að þeir hafa aldrei verið nýlenda. Eina ríkið á þessum slóðum sem var það aldrei". Ný tegnnd af vandamálasúpu Á árinu 1970 ákvað Ingvar því að ráða sig til Filippseyja og fjöl- skyldan, Ingvar, Ánna og einka- dóttirin Borghildur, fluttust til Manila. „Þá var Marcos að bijótast til valda og hann á alltaf dálítinn veikan blett í mínu hjarta. Hann stóð sig vel um tíma í upphafí," segir Ingvar og hlær við. „Þama vora komnir gamlir vinir mínir frá Norrköping, búnir að vera þar í sex vikur og selja þangað stærstu frystihúsasamstæðu sem nokkurs staðar þekktist, með ísverksmiðju, hraðfrystiklefum, ávaxtaþroskun- arklefum með stýringu á samsetn- ingu loftsins o.s.frv. Búnir að undir- rita með tilheyrandi matar- og drykkjuveislum samning um þetta allt fyrir ein lítil 24 milljón mörk. Svo vöknuðu þeir upp við að þeir vora ekki einu sinni famir að sjá inn að miðjunni hvað þá fyrir end- ann á þessu. Þeir urðu því að smala saman liði í verkefnið og fengu vitanlega ekki nema helminginn af þeim sem þeir ætluðu að nota til þess. Það var ems og alltaf verður í okkar heimshluta — á íslandi líka — allir sammála um þetta sé aldeil- is upplagt. En svo koma alls konar persónuleg mál, konan ófrísk eða eitthvað, og enginn er reiðubúinn. Allt lendir í afsökunum. Svo komu þeir til Bangkok og við sátum saman yfír þessu. Niðurstaðan sú að ég flytti til Manila og yrði staðar- verkfraeðingur fyrir verkefnið.“ Og hvemig ætli svo hafí gengið í Manila? „Þama kom upp alveg ný tegund af vandamálasúpu," svarar Ingvar. „Tugir tonna af vél- um tóku að síast inn í landið. Fil- ippseyingar höfðu ekki haft meiri forsjálni en hinir. Ekkert famir að hugsa um að byggja hús yfír vélam- ar. Ég stóð uppi með þær og þurfti að veija þær skemmdum. Fór að rekast í húsbyggingunni og lenti á pólitískum hnút. Um þetta leyti setti Marcos herlög. Farið var að brenna á öðram vígstöðvum og forgangsverkefnið orðið annað. Erfíðleikamir voru gífurlegir. Smærri og dýrari hlutum, svo sem stýribúnaði fyrir ammoníaksleiðsl- ur, hafði af forsjálni verið pakkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.