Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 1

Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 1
104 SÍÐUR B/C STOFNAÐ1913 119. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986__________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar ákveða að hverfa frá Salt-II Moskvu. AP. SOVETMENN sögðust i gœr ekki Geim- flaug sprakk Kourou, Fröusku Guyana. AP. ARIANE-2 geimflaug evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) var sprengd i loft upp með fjar- stýringu tæpum fimm mínútum eftir að henni var skotið á loft. Ákveðið var að granda flauginni þegar í ljós kom að þriðja þrep hennar starfaði ekki sem skyldi. Kviknaði ekki í eldsneyti þriðja þrepsins og flaugin fór útaf braut sinni. Þetta er fjórða geimskot Ar- iane af 18 sem misheppnast. Um borð í flauginni var ijarskiptahnöttur og var honum einnig grandað með fjarstýringu. Noregnr: Fyrsti hvalurinn veiddur Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbiaðsins. NORÐMENN skutu fyrstu hrefn- una á hvalvertíðinni í ár á föstu- daginn skammt frá eyjunni Lófót- en, en vertíðin hófst á mánudag- inn var. Hvalverndarfólk hefur heitið því að beijast af krafti gegn hvalveiðum Norðmanna og geta þær orðið til þess að Banda- ríkjamenn beiti þá viðskipta- þvingunum. Sex öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa skorað á við- skiptaráðherra þar í landi, að stöðva innflutning á norskum eldislaxi og öðrum vörum vegna hvalveiða Norð- manna í trássi við bann Alþjóðahval- veiðiráðsins. Skip Grænfriðunga Moby Dick lét úr höfn í Hamborg í gær og stefnir til Barentshafsins þar sem fyrirhugað er að reyna að trufla veiðar Norðmanna. Þá mótmæltu Grænfriðungar í Vancouver í Kan- ada, þar sem norsku krónprinshjónin eru á ferð. vera lengur bundnir af ákvæðum Salt-II samkomulagsins ef Bandaríkjamenn brytu ákvæði þess. Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, sagði samkomulagið úrelt og ófullnægjandi og gaf í skyn sl. þriðjudag að Bandaríkja- menn myndu hætta í haust að uppfylla ákvæði þess. Stjóm Sovétríkjanna fordæmdi Reagan harðlega og sagði yfírlýs- ingu hans um að hætta að virða ákvæði Salt-II viðsjárverða og af- brigðilega. Hún sýndi að Reagan hefði meiri áhuga á að auka vopna- kapphlaupið og hann kysi spennu í stað slökunar. Sögðust Sovétmenn óbundnir af öllum samningum stór- veldanna um takmörkun vígbúnað- ar ef Reagan gerði alvöru úr orðum sínum. Stórveldin tvö virðast því basði reiðubúin að bijóta ákvæði Salt-I og Salt-II, nái þau ekki nýjum samningum fyrir árslok. Banda- ríkjamenn halda því reyndar fram að meðan þeir hafí haldið sig innan ramma Salt-II hafí Sovétmenn brotið ákvæði þess hvað eftir annað, nú síðast með framleiðslu nýrra fjölodda eldflauga af gerðunum SS-22ogSS-12M. Yelena Bonner um ummæli Viktors Louis: Eiga að hræða vestræna leiðtoga London. AP. YELENA Bonner, eiginkona sovéska andófsmannsins og nób- elsverðlaunahafans Andreis Sakharov, hefur sakað sovésku Ieyniþjónustuna, KGB, um að reyna að kúga vestræna þjóðar- leiðtoga til að láta örlög eigin- manns hennar liggja í þagnar- gildi. Gerði hún þetta þrátt fyrir aðvaranir frá Moskvu vegna yfirlýsingar hennar í vestrænum fjölmiðlum. Bonner átti hálfrar klukkustund- ar fund með Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, á föstudag. Á eftir ræddu þær við blaðamenn og héldust hönd í hönd. Bonner var spurð álits á ummæl- um sovéska blaðamannsins Viktors Louis, sem sagði nýlega, að stjóm- AP/Símamynd völd í Sovétríkjunum hefðu áhuga á að rýmka frelsi Sakharovs, en jrfirlýsingar eiginkonu hans á Vest- urlöndum hefðu teflt málinu í tví- sýnu. „Þama er KGB einungis að senda skilaboð, sem eiga að hræða Thatcher og aðra vestræna þjóðar- leiðtoga frá að ræða við mig,“ sagði Bonner. Bonner fór til Ítalíu síðdegis og mun hitta Bettino Craxi, forsætis- ráðherra Italíu, en heldur heim til Sovétríkjanna á mánudag. Yelena Bonner með Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing- stræti 10, bústað breska forsæt- isráðherrans, í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.