Morgunblaðið - 07.06.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986
Morgunblaöiö/AP
• Marton Esterhazy (lengst til hægri) gerir fyrra mark Ungverja strax á annarri mfnútu leiksins gegn
Kanada. Það eru Randy Samuel, varnarmaður Kanada, og markvörðurinn Tino Lotteri sem reyna að varna
skotinu.
Osannfærandi sigur
Brasilíu gegn Aisír
LIÐ Brasilíu varð fyrst til að
tryggja sér sæti f 16-liða úrslitum
á HM þegar það vann Alsír
ósannfærandi, 1:0, f gær. Careca
skoraði eina mark leiksins á 67.
mínútu og þar með hefur Brasilía
skorað 2 mörk í 2 leikjum og er
með 4 stig.
I upphafi leiksins var Sokrates
borinn út af í börum eftir að hafa
lent í samstuði við leikmann Alsír,
en Sokrates kom fljótlega aftur inn
á. Edson meiddist einnig í byrjun
leiks og kom Faicao inn á fyrir
hann. Fátt markvert gerðist í fyrri
hálfleik. Brasilía fékk gott mark-
tækifæri á 12. mínútu, en Naas-
reddine Drid, markvörður Alsír,
varði vel skot frá Careca eftir
aukaspyrnu, sem Juniortók.
Vörn Alsír gerði ein mistök í
leiknum og Careca skoraði. Tveim-
ur varnarmönnum mistókst að
hreinsa frá markinu tiltölulega
hættulausa fyrirgjöf varamannsins
Muller, og Careca, sem lúrði fyrir
aftan þá, átti auðvelt með að
skora. Markið kom eins þruma úr
heiðskíru lofti, því Alsírmenn höfðu
átt í fullu tré við Brasilíumennina.
Vörn Alsír var þétt fyrir allan leikinn
og sóknarmenn liðsins áttu ágæt-
ar rispur. Hetja þeirra í leiknum
var þó markvörðurinn Naasredd-
ine Drid, sem varði frábærlega.
Brasilíumennirnir ollu vonbrigðum.
Lítið fór fyrir léttleika og fjöri í leik
þeirra og þeir verða að taka sig á
ef þeir ætla að komast í úrslit eða
undanúrslit keppninnar.
Ungverjar
bættu sig
UNGVERJAR halda enn í vonina
um sæti í 16 liða úrslitunum eftir
2:0-sigur yfir Kanadamönnum i
C-riðlinum á HM í gær. Allt annar
bragur var á leik liðsins í þessum
leik en í 0:6-tapinu gegn Sovét-
mönnum á dögunum, og þó
Kanadamenn berðust af krafti
áttu þeirekki möguleika.
Marton Esterhazy gerði fyrra
mark Ungverja strax á annarri mín-
útu leiksins, og greiddi þannig
Kanadamönnum samskonar högg
og Ungverjar fengu á móti Sovét-
mönnum. Eftir markið var jafnræði
með liðunum og Kanadamenn
náðu annað slagið aö skapa sér
þokkaleg marktækifæri, en gekk
illaaðvinna úrþeim.
í upphafi siðari hálfleiks munaði
engu að Esterhazy endurtæki leik-
inn frá þeim fyrri, en skot hans á
annarri mínútu fór rétt framhjá
kanadíska markinu. En Kanada-
menn höfðu ekki gefist upp og
fengu þrjú ágæt marktækifæri á
fjögurra mínútna kafla um miðjan
hálfleikinn. En allt kom fyrir ekki
og á 76. mínútu gerðu Ungverjar
út um leikinn, þegar hinn ágæti
miðvallarleikmaður þeirra, Lajos
Detari, skoraði laglega.
Eftir markið lögðu Ungverjar
áherslu á að halda knettinum, en
Kanadamenn reyndu að jafna.
Leikurinn var mjög fast spilaður
eins og aðrir leikir keppninnar, og
eftir að síðara markið var skoraö
hljóp í hann mikil harka. Þá braut
m.a. Mike Sweeney illa á Gyorgy
Bognar og þar sam hann hafði í
fyrri hálfleik fengið gula spjaldið
fyrir álíka brot, sendi dómarinn
hann af leikvelli. Mike Sweeney
varð því fyrstur leikmanna i heims-
meistarakeppninni 1986 til að fá
rauða spjaldið.
Ungverjar eiga eftir að leika við
Frakka í riðlinum, en Kanadamenn
við Sovétmenn. Þessi úrslit tryggja
Sovétmönnum sæti í 16 liða úrslit-
unum, því þó þeir tapi fyrir Kanada-
mönnum, þá duga þau þrjú stig
sem þeir hafa núna, og hagstætt
markahlutfall þeirra, þeim a.m.k. í
annað sætið í riðlinum.
Piontek
áhyggjufullur
Frá Gunnari Gunnarssyni, fréttaritara
Morgunblaösins í Danmörku.
í VIÐTÖLUM viö Piontek, þjálfara
danska liðsins í Mexíkó, kemur
fram að hann er mjög áhyggjufull-
ur fyrir leikinn gegn Uruguay á
sunnudaginn og hann segist hafa
orðið fyrir miklum vonbrigðum
með dómarana á HM.
„Við verðum að vera við ýmsu
búnir, sem viðkemur ekki þeirri
knattspyrnu sem við viljum leika,
en ég vona bara að mínir leikmenn
láti það ekki fara í taugarnar á sér
og fari að svara í sömu rnynt,"
sagði Piontek. „Við höfum hvorki
efni á að fá fleiri meiðsli eða menn
í leikbann vegna þess að þeir hafi
fengið gult eða rautt spjald."
Dagskrá 49. Sjómannadagsins í ReykjavíT7. og 8. júní 1986
Laugardagur 7. júní:
Keppni á seglskútum frá
Kópavogi til Reykjavíkur.
Kl. 13.00 Forkeppni í kapp-
róðri í Reykjavíkurhöfn. Margar
sveitir keppa í karla- og kvenna-
flokkum.
Sunnudagur 8. júní:
Kl. 8.00 Fánar dregnir að
húni á skipum í Reykjavík.
Kl. 11.00 Minningarguðs-
þjónusta í Dómkirkjunni í Reykja-
vík. Sr. Þórir Stephensen dóm-
kirkjuprestur minnist drukknaðra
sjómanna og þjónar einnig fyrir
altari. Dómkórinn syngur undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar,
dómorganista.
Skemmtisigling
um sundin blá:
Kl. 12.30 Skemmtisigling
með hvalbátum um sundin við
Reykjavík fyrir þá sem keypt
hafa merki Sjómannadagsins.
Börn yngri en 12 ára þurfa þó
að vera í fylgd með fullorðnum.
Farið verður frá Faxagarði í
Reykjavíkurhöfn. Siglingar hefj-
ast kl. 12.30 og síðasta ferð
verður farin kl. 15.30. Tveir bátar
verða í förum. Sérstök athygli
fólks er vakin á því að vera í hlýj-
um fötum. Ferðirnar geta fallið
niður, ef veður verður mjög
s|æmt
Útihátídarhöld vid
Reykjavíkurhöfn:
Kl. 13.30 Félagar í sport-
klúbbnum Snarfara sigla bátum
sínum inn á Reykjavíkurhöfn. Síð-
an sigla seglskútur inn á Reykja-
víkurhöfn. Fallhlífarsvif verður í
Reykjavíkurhöfn milli kl. 13.00
og 14.00.
Kl. 13.30 Lúðrasveii Reykja-
víkur leikur létt sjómannalög,
stjórnandi er Stefán Þ. Step-
hensen.
Kl. 14.00 Samkoman sett.
Þulur og kynnir dagsins er Hann-
es Hafstein framkvæmdastjóri
SVFÍ.
ÁVÖRP:
A: Fulltrúi ríkisstjórnarinnar,
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, í fjarveru sjávar-
útvegsráðherra.
B: Fulltrúi útgerðarmanna,
Valdimar Bragason, útgerðar-
stjóri, frá Dalvík.
C: Fulltrúi sjómanna, Helgi Lax-
dal, formaður Vélstjórafélags ís-
lands.
D: Garðar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannadags-
ins, heiðrar aldraða sjómann
með heiðursmerki Sjómanna-
dagsins.
Skemmtanir dagsins:
Kl. 14.45 Kappróður í Reykja-
víkurhöfn, úrslitakeppni karla- og
kvennasveita, sem kepptu í for-
keppni á laugardag.
Björgunarsýningar:
Félagar í björgunarsveit SVFÍ
Ingólfi í Reykjavík, sýna meðferð
björgunartækja. Einnig munu fé-
lagar í Ingólfi verða með ýmsar
uppákomur í Reykjavíkurhöfn.
Koddaslagur fer fram af ekjubrú
Akraborgar. Þátttakendur gefi
sig fram á staðnum.
Veitingar verða til sölu á hafnar-
svæðinu á vegum kvenfélaga
sjómannskvenna.
Elnnig fer fram sala á merkl
dagsins og Sjómannadags-
blaðinu 1986.
Hrafnista Reykjavík:
Kl. 13.00 Opnuð sýning og
sala á handavinnu vistfólks í
föndursal á 4. hæð C-álmu.
Kl. 14.30 Leikur Lúðrasveitar
Reykjavíkur við Hrafnistu í
Reykjavík. Kaffisala í borð- og
samkomusal frá kl.
14.30—-17.00. Allur ágóði rennur
til velferðarmál heimilismanna
á Hrafnistu í Reykjavík.
Hrafnísta Hafnarfiröí:
Kl. 10.30 Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar leikur við Hrafnistu Hafn-
arfirði.
Kl. 11.00 Sjómannamessa í
Kapellu Hrafnistu Hafnarfirði,
prestur verður séra Sigurður H.
Guðmundsson.
Kl. 14.30—17.00 Kaffisala í
borð- og samkomusal. Jafnframt
verður sýning og sala á handa-
vinnu vistfólks. Allur ágóði renn-
ur til velferðarmála heimilis-
manna Hrafnistu í Hafnarfirði.
Ný íbúðarhæð á 5. hæð A-álmu
með 13 vistrýmum verður til sýn-
is á Sjómannadaginn.
Athugið
Athugið
Kl. 16.30 Afhjúpaður
minnisvarði um drukknaða
sjómenn, höggmyndin „Björg-
un“ eftir Ásmund Sveinsson,
á gatnamótum Frostaskjóls
og Ægisíðu, sem verzlunin
0. Ellingsen gefur Reykjavík-
urborg.
Sjómenn athugið:
Sjómannahóf verður að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn
8. júní og hefst kl. 19.30. Miðasala og borðapantanir verða
á Hótel Sögu laugardaginn 7. júní frá kl. 17.00 til kl. 1 9.00.
Sjómannadagurinn í Reykjavík
«r