Morgunblaðið - 10.06.1986, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B
STOFNAÐ1913
126. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stórhertogahj ónin af Lúxemborg
í opinberri heimsókn á Islandi
OPINBER heimsókn stórher-
togahjónanna af Lúxemborg
hófst í gær. Flugvél þjóðhöfð-
ingjans lenti á Reykjavíkur-
flugvelli kl. 14.30. í mikilli
rigningu. Forseti Islands, Frú
Vigdis Finnbogadóttir, tók á
móti hjónunum þegar þau
komu niður landganginn. Á
myndinni sést hún taka í hönd-
ina á Jean stórhertoga, við
hlið hans stendur Jean-Char-
lotte stórhertogaynja. Ástrið-
ur dóttir Vigdísar bíður eftir
því að færa Jean-Charlotte
vönd, með hvitum, rauðum og
bláum blómum - fánalitum
ríkjanna beggja.
í fylgdarliði hertogahjónanna
eru 16 manns og fjöldi frétta-
manna og ljósmyndara. Heim-
sókninni lýkur á fimmtudags-
morgun.
Austurríki:
Skyndileg afsögn Sinowatz
kanslara kom mjög á óvænt
Vínarborg. AP
Vínarborg. AP
FRED Sinowatz, kanslari Austurríkis, sagði af sér í gær í kjölfar
sigurs Kurt Waldheims í forsetakosningunum. Við embætti kanslara
tók Franz Vranitzky fjármálaráðherra. Talið er, að megin tilgangur-
inn með afsögn Sinowatz sé að endurskipuleggja ríkisstjómina og
flokk jafnaðarmanna fyrir þingkosningar þær, sem fram eiga að
fara í Austurríki í apríl á næsta ári.
Waldheim, sem naut stuðnings
austurríska þjóðarflokksins, fékk
53,9 % atkvæða í forsetakosningun-
um á sunnudag, en andstæðingur
hans, jafnaðarmaðurinn Kurt
Steyrer, fékk aðeins 46,1 %. Enda
þótt ásakanir í garð Waldheims um
tengsl hans við nazista hafi borið
hátt í kosningabaráttunni, virðast
þær ekki hafa haft mikil áhrif á
kjósendur. Miklu fremur er talið,
að önnur innanlandsmál hafi ráðið
mestu um afstöðu þeirra. Skoðana-
kannanir benda til þess, að fylgi
jafnaðarmanna hafi farið mjög
minnkandi að undanfömu, en þeir
hafa haldið um stjómvölinn í
landinu samfellt í 16 ár. Komið
hafa upp margs konar mál á undan-
fornum árum, sem þótt hafa bent
til mikillar skiffinnsku oggetuleysis
í stjómkerfinu og sóunar á opinbem
fé. Hafa Sinowatz kanslari og stjóm
hans í heild sætt mikilli gagnrýni
afþessumsökum.
Sinowatz sagði af sér að loknum
6 klukkustunda fundi með helztu
forystumönnum jafnaðarmanna.
Enda þótt orðrómur hafi verið á
kreiki um mannaskipti í stjóminni,
kom afsögnin mjög á óvart. Austur-
ríska sjónvarpið lýsti henni sem
„pólitískri sprengju," og í frétta-
þætti þar var hún útskýrð sem úr-
slitatilraun jafnaðarmanna til þess
að koma í veg fyrir frekara fylgis-
tap til hægri manna.
Kjör Waldheims sem forseta eitt
sér er ekki talið eiga eftir að hafa
mikil áhrif á stjóm landsins. For-
setaembættið í Austurríki er fyrst
og fremst virðingarstaða og hann
hefur sáralítil völd. Það er ríkis-
stjómin undir forsæti kanslarans,
sem fer með framkvæmdavaldið.
Ekki er talið, að kjör Waldheims
né afsögn Sinowatz eigi eftir að
breyta miklu um samstarf stjómar-
flokkanna, en auk Jafnaðarmanna-
flokksins á Frelsisflokkurinn aðild
að ríkisstjóminni. Sagði Norbert
Steger, leiðtogi Frelsisflokksins, í
gær að stjómarsamstarfíð myndi
óhindrað halda áfram. Alois Mock,
leiðtogi stjómarandstöðunnar,
sagði hins vegar, að afsögn Sino-
watz bæri vott um „skyndi-
hræðslu."
Vranitzky, nýi kanslarinn, er 49
ára að aldri. Hann var áður banka-
stjóri við næst stærsta banka Aust
urríkis, en varð ráðherra í septem-
ber 1984. Á fundi með fréttamönn-
um í gær vildi Vranitzky ekkert
segja um frekari breytingar á rikis-
stjóminni annað en það, að þær
væra „ekki óhugsandi." Vranitzky
og stjóm hans sveija embættiseið
á mánudaginn kemur.
Sjá ennfremur „Úrslitin sýna“
á bls. 28 og leiðara í miðopnu:
Kurt Waldheim verður forseti.
Suður-Afríka:
Nýjar til-
lögnr til
lausnar
ástandinu
Vaxandi samstaða
borgaralegra afla
um að binda endi á
aðskilnaðarstefnuna
Jóhannesarborg. AP.
YFIR 900 forystumenn í atvinnu-
og efnahagslífi Suður-Afríku
hafa lýst yfir samþykki sínu við
umfangsmiklar umbótatillögur,
sem kynnu að verulegu Ieyti að
binda enda á aðskilnaðarstefn-
una, ef þær kæmust í fram-
kvæmd. I þeim er lagt til, að
svartir og hvitir þurfi ekki fram-
ar að búa i aðskildum hverfum,
að svartir menn fái aðild að
stjóm landsins og að fólki af
öllum kynþáttum verði heimilað
að eiga fasteignir.
Tillögur þessar koma fram í skýrslu,
sem lögð var fram í dag og ber
nafnið „Fijálst framtak." Er hún
samin af kennuram við háskólann
í Pretorfu og byggð á viðtölum við
929 framkvæmdastjóra og stjómar-
menn í 103 stærstu fyrirtækjum
Suður-Afríku. í niðurstöðum skýrsl-
unnar segir, að andstaða svartra
manna við fijálst efnahagskerfi
stafi ekki síður af andúð þeirra á
aðskilnaðarstefnunni en efasemd-
um þeirra varðandi gagnsemi fijáls
markaðskerfis.
„Efiiahagslegum markmiðum
eins og meiri stöðugleika, fram-
leiðni og örari þróun verður ekki
náð nema unnt verði að leiðrétta
hugmyndir manna um að þeir séu
arðrændir og kúgaðir," segir í
skýrslunni.
Blaðið „Business Day“, helzta
fjármálablað Suður-Afríku, kallaði
í gær þessar umbótatillögur „mikil-
vægustu tilraun," sem atvinnurek-
endur og kaupsýslumenn landsins
hefðu látið frá sér fara til þess að
finna lausn á þeim erfiðleikum, sem
blasa þar við.
Ekkert lát er á óeirðum í Suður-
Afriku og vora §órir menn drepnir
þar í átökum á sunnudag og í gær
morgún. Hafa þannig 27 manns
verið drepnir frá því á föstudag.
Talið er líklegt, að stjómin muni
lýsa yfir neyðarástandi eða jafnvel
koma á herlögum i landinu í þessari
viku, ef ástandið versnar enn. Á
mánudaginn kemur era 10 ár liðin
frá óeirðunum miklu, sem urðu í
Soweto 1976.
Bannar Bandar í kj astj órn inn-
flutning á norskum fiskafurðum?
Washington, AP.
BANDARÍKJASTJÓRN hélt því
fram í gær, að Norðmenn stund-
uðu hvalveiðar í Norður-
Atlantshafi i trássi við alþjóða-
reglur og kunngerði ráðstafan-
ir, sem kunna að leiða til við-
skiptaþvingana gagnvart Norð-
mönnum.
Malcolm Baldrige, viðskipta-
málaráðherra Bandaríkjanna, af-
henti Reagan forseta gögn um, að
Norðmenn héldu áfram hvalveið-
um sínum þrátt fyrir bann Alþjóða
hvalveiðiráðsins. Samkvæmt
bandarískum lögum hefur Reagan
60 daga til þess að ákveða, til
hvaða aðgerða gripið verður næst,
en þær gætu náð til banns við
innflutningi á öilum fiskafurðum
frá Noregi.
„Við höfum staðið í samninga-
viðræðum við Norðmenn frá því
seint á árinu 1982 í þeim tilgangi
að reyna að fá þá til þess að hlýðn-
ast banni Alþjóða hvaiveiðiráðsins
við hvalveiðum. Við eram nú í
alvöru að íhuga bann á fram-
leiðsluvörar þeirra," sagði Brian
Gorman, talsmaður Bandaríkja-
stjómar á þessu sviði í gærdag.
Á síðasta ári fluttu Norðmenn
út fiskafurðir til Bandaríkjanna
fyrir 350 millj. dollara.
Sjá ennfremur á bls. 36: Þung
undiralda gegn hvalveiðiþjóðun-