Morgunblaðið - 10.06.1986, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986
Útflutningur á frystum og ferskum fiski
Handflökun hjá fyrirtækinu Clenrose i Hull. Hún er t-alin gefa um 5% betri nýtingu en vélflökun.
Blokkavinnslan er f remur einföld í sniðum, réttur skammtur vegin á tveimur
stöðum og síðan heUt í öskjuna. Þeir fá svipað verð fyrir sína blokk og við
fyrir okkar.
Tengslin við markaðinn eru
lykillinn að velgengninni
ENGINN getur neitað þeirri staðreynd að íslending-
ar lifi á útflutningi fisks. An skipulegs útflutnings
eru veiðarnar lítils virði. Hátt í 80% af gjaldeyris-
tekjum þjóðarinnar fást fyrir fisk. Staðan á helztu
fiskmörkuðunum og staða einstakra gjaldmiðla
ræður verðinu sem fæst fyrir fiskinn. Þar getum
við Iitlu ráðið annars en að gæta þess eins og unnt
er og hagkvæmt er talið að hafa stjórn á fiskmagn-
inu héðan inn á hvern markað fyrir sig. Á endanum
er það hins vegar alltaf viðskiptavinurinn, sem
ræður. Vegna þess er nú lögð á það aukin áherzla
í útflutningi sjávarafurða, að kynna sér óskir og
þarfir markaðsins og hve mikið hann vill greiða
fyrir að fá þær uppfylltar. Að þessu athugðu kanna
menn svo hugsanlega arðsemi framleiðslu og út-
flutnings.
Blaðamanni Morgunblaðsins
gafst kostur á þvi fyrir skömmu
að heimsækja Icelandic Freezing
Plants Ltd., verksmiðju SH í
Grimsby, og hitta stjórnendur
hennar og fisksölufyrirtækisins
Brekkes, sem er í eigu IFPL.
Ennfremur heimsótti undirritað-
ur fyrirtækið Glenrose í Huil,
sem er einn stærsti framleiðandi
fiskblokka i heiminum. Að lokum
lá svo leiðin til Brugge í Belgíu
og Boulogne i Frakklandi, þar
sem sölumiðstöðvarmenn þurftu
ná samkomulagi við fiskkaup-
endur, sem töldu sig hafa fengið
annað en þeim hafði verið lofað.
Geng-i pundsins
gerir gæfumuninn
Sterlingspundið hefúr hækkað mjög
á undanfomum misserum gagnvart
dollar og er nú um 20 krónum
hærra, en var um 2 krónum hærra
fyrir um 2 árum. Pundið var um
tíma á 42 krónur, en nú fást um
62 krónur fyrir það. Þetta þýðir í
raun, að þó verð á fiski, ferskum
eða frystum, hefði ekki hækkað í
pundum á þessum tveimur árum,
hefði það samt hækkað um 50% í
íslenzkum krónum. Með öðrum
orðum, þegar nú fást 62 krónur
fyrir kíló af ferskum þorski, hefðu
fengist 42 krónur að óbreyttu gengi
og tap hefði orðið á sölunni. Á sama
tíma hefur dollar nánast staðið í
stað gagnvart krónunni. Þessi þróun
hefur breytt útflutningi á sjávaraf-
urðum verulega og nú er það hag-
kvæmt fyrir fiskvinnsluna að vinna
fiskinn fyrir Bretlandsmarkað, en
það var nánast óhugsandi að hagn-
ast á slíkri framleiðslu fyrir tveimur
árum, enda gaf þá Bandaríkjamark-
aður hlutfallslega miklu meira en
markaðir í Evrópu. Við þessar
kringumstæður og fiskskort af
heimabátum vegna aflabrests í
Norðursjó og Eystasalti hefur æ
meira af fiski frá íslandi farið til
Bretlands eða annarra Evrópulanda.
Aðstaða frystihúsa hér
og í Englandi gjörólík
Hér heima fyrir hafa menn velt
því talsvert fyrir sér, hvemig frysti-
hús í Bretlandi geti borgað allt upp
í 60 krónur fyrir kíló af þorski (um
helmingi meira en hér) til frystingar
í blokk og gjaman lagt dæmið upp
þannig að fyrst það sé hægt erlendis
eigi það að vera hægt hér heima.
Því fer fjarri að svo sé, þó hugsan-
lega væri hægt að borga eitthvað
meira hér með hagræðingu eða
breyttri vinnslu. Fyrirtækið Glen-
rose kaupir aðeins þann fisk á
markaðnum, sem það þarf til vinnslu
þann daginn í samræmi við gerða
samninga um sölu afurðanna, Qölda
starfsfólks, afkastagetu og án
birgðasöfnunar. Fiskurinn er hand-
flakaður og allur búnaður einfaldur
en fljótvirkur. Heilfrystur fiskur er
til á lager til að fylla upp í vinnsluna
ef skortur verður á ferskum físki.
Sá heilfrysti er þá þýddur upp, flak-
aður og unninn í blokk eða jafnvel
seldur í flökum. Flutningskostnaður
á Qarlæga markaði er enginn og
útflutningsgjöld engin. Fjárfesting
er í lágmarki og opinber gjöld og
launategnd gjöld lítil. Nýting í
handflökuninni er betri en í vélflök-
un. Hér á landi þurfa húsin að kaupa
hvem fisk, sem að landi kemur, þó
vitað sé að vinnsla hans borgar sig
ekki. Afkastageta og tækjabúnaður
er miklum mun meiri en venjulega
er þörf fyrir, til þess að geta tekið
á móti afiatoppum og eins til að
geta unnið fleiri en eina tegund af
fiski í einu. Ofan á þetta bætist svo
langur skuldahali húsanna hér á
landi við dæmið. Við slíkar aðstæður
er það frystihúsunum mörgum
hvetjum ómögulegt að huga að
langtíma sjónarmiðum í útflutningi,
þau em að bjarga sér frá degi til
dags og hafa ekki efni á því að
hugsa um framtíðina. En það er dýrt
að vera fátækur og geta ekki haldið
tryggð við mikilvægustu markaðina.
Stöðugt framboð skipt-
ir miklu máli
Oft segja menn að gæði íslenzka
fisksins séu lykillinn að velgengi
okkar í fisksölumálum. Það er
ábyggilega rétt, en stöðugt framboð
skiptir nú meira máli en áður vegna
skorts á fiski víðast hvar. Þegar
staða fiskvinnslunnnar er erfið eins
og nú er hætta á að gæði fram-
leiðslu hennar slakni. Ovíst er að
einstök hús valdi því að leggja
mikinn kostnað í gæði, þegar gæða-
minni framleiðsla getur gefið svip-
aðan arð. Það, sem virðist mikilvæg-
ast í þessari stöðu, eru tengsl fram-
leiðandans við markaðinn. I Brugge
var kaupandi fiystrar síldar óán-
ægður vegna þess, að flökin sem
hann fékk voru stærri en flokkun
og merking gerði ráð fyrir. Hann
lét marínera flökin og seldi ákveðinn
flölda stykkja í dollum. Of stór flök
þýddu of mikinn þunga í hveija
dollu og tap fyrir hann. Ólíklegt er
að framleiðandann heima hafi grun-
að, að of stór flök gætu komið sér
illa, þó hann hefði auðvitað átt að
flokka síldina rétt. Hefði hann á
hinn bóginn vitað til hvers þessi sfld-
arflök átti að nota hefði kaupandinn
líklega ekki orðið fyrir vonbrigðum.
Hvað vill kaup-
andinn, hvernig og
hvers vegna?
í Boulogne í Frakklandi var
vandamálið nokkuð annars eðlis.
Dálítið af ufsablokkum stóðust ekki
umsamin gæði. í ljós kom að þar
var um netaufsa að ræða með
umtalsverðum blóðflekkjum, sem
ekki er leyfilegt aðpakka sem fyrsta
flokks gæðavöru. I báðum tilfellum
má segja að framleiðendur hafi
brotið reglur um flokkun og pökkun.
Hvort það má svo kenna framleið-
endum beint eða útflytjendum er svo
annað mál. Mestu máli skiptir að
komið sé í veg fyrir vandamál sem
þessi og samkomulagi sé náð við
kaupendur ef þ«u koma upp. Fram-
leiðandi vörunnar heima verður að
vita hvað kaupandinn vill fá, hvemig
og hvers vegna. Þessar upplýsingar
verður útflytjandi að gefa framleið-
endum. Það er kaupandinn, sem
greiðir fyrir allt, veiðár, vinnslu og
svo framvegis, og hann greiðir ekki
nægilega hátt verð eða alls ekkert
ef hann er ekki ánægður. Allir geta
sagt sér hvemig það getur reynzt
að semja við þann, sem áður hefur
fengið svikna vöra.
Stjómendur Icelandic Freezing
Plants leggja mikla árherzlu á teng-
inguna milli markaðar og framleið-
enda. Þeir hyggjast koma á heim-
sóknum fulltrúa framleiðenda að
heiman til að kynna sér rekstur
verksmiðjunnar, hvemig litið er eftir
gæðum og hvert og hvemig fiskur-
inn fer úr verksmiðjunni. Hér fara
á eftir viðtöl við stjómendur Ice-
landic Freezing Plants og fersk-
fisksöludeildar Brekkes, þar sem
þeir skýra rekstur fyrirtækjanna og
markmið hans.
Frá ferskfiskmarkaðnum f Boulogne.