Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNl 1986 Utflutningur á frystum og ferskum fiski Ingólfur Skúlason, aðstoðarforstjóri: Verðmæti aukast verulega, framleiðslu- magnið minna INGÓLFUR Skúlason, er viðskiptafræðingnr frá HÍ og með meistaragráðu í rekstrarhagf ræði frá London Businesschool frá siðastliðnu ári. Hann byrjaði i upphafi siðasta árs i sérstökum verkefnum hjá Icel- andic Freezing Plants og í fullu starfi siðastliðið sumar, sem aðstoðarframkvæmdastjóri og nú fram- kvæmdastjóri. Ingólfur hefur lagt mikla áherzlu á markaðsmál, skipulagningu og upplýsingastreymi innan fyrirtækisins. „Nákvæmlega er fylgzt með gangi mála dag hvem og reynt að haga stjómun eftir þvi,“ segir Ing- ólfur. „Nýting hráefnis skiptir mjög miklu máli, nýting tækja sömuleiðis og stjómun birgða með tilliti til kostnaðar við birgðahald. Hve mikið er nauðsynlega að liggja með, bæði af hráefni og unninni vöru. Leggjum ekki áherzlu á sölu undir eigin merki Fyrirtækið hefur tekið upp þá stefnu að leggja ekki áherzlu á sölu afurðanna undir eigin vörumerki, heldur framleiða megnið undir vörumerkjum annarra, aðallega stórmarkaðskeðja. Með því móti sparast feikilegar upphæðir, því það getur kostað milljónir að afla nýju vömmerki fótfestu á markaðnum og jafnvel að viðhalda stöðu annars nokkuð vel þekkst merkis eins og Icelandic. Kaupmaðurinn á hominu er aðeins með 10% af markaðnum og 6 stærstu verzlunarkeðjumar eru með meira en helminginn. Þær tryggja gæði eigin vörumerkja og sjá um auglýsingar á þeim. Við erum í harðri verðsamkeppni, sem einnig tekur mið af gæðum. Þeir, sem eru að keppa við okkur, fram- leiða bæði undir eigin vörumerkjum og annarra og em þvi með meiri kostnað en við. Með því að fara okkar leið, drögum við úr kostnaði en verðum einnig að slaka lítillega á verði, en stöndum engu að síður betur eftir en áður. Þessi markaður er mjög tryggur, getir þú staðið við verð, gæði og afhendingu. A þennan hátt verða báðir aðilar háðir hvor öðmm, en njóta um leið betri af- komu og meira öryggis. Við fram- leiðum núna fyrir allar þessar stóm keðjur nema eina og dreifum áhætt- unni talsvert þannig. Ahættunni dreift með kaupunum á Brekkes Kaupin á Brekkes vom einnig til þess að dreifa áhættunni og koma okkur upp eigin sölukerfí til að haida okkur inni á veitingahúsa- og stofnanamarkaðnum. Um 35% af framleiðslunni fer á þennan markað, en óunninn fiskur fer anzi mikið inn á þann markað líka. Mikil aukning í söiu á frystum fiski Markaður fyrir físk er mjög góð- ur í Bretlandi í dag í kjölfar tals um hollustu físks. Við höfum séð mikinn vöxt í sölu á frystum físki og allt útlit er fyrir að hann haldi áfram. Það eina, sem hindrar það, er skortur á físki. Magn hefur því ekki aukizt mikið milli ára, en verð- mæti hafa hins vegar aukizt vem- lega. A hinn bóginn em menn hræddir um að verðhækkanir slái til baka og ódýrari fískurinn komi inn í auknum mæli. Þorskurinn er dýr og hætt við því að ódýrari tegundir komi inn. Eftirspum held- ur þessu þó uppi áfram. Einnig er aukin verðmætaukning í fram- leiðslu tilbúinna rétta. Það er alltaf lagt meira og meira í þá, og spum- ingin er þá hve langt verður gengið í þeim málum. Markaður fyrir fryst- an físk virðist vaxa með aukinni frystikistueign og örbylgjuofnum og slíku. Það er ailtaf aukin til- hneiging til verzlunar f stórmörkuð- um á þann hátt, að keypt er inn til vikunnar og þá hefur frysti físk- urinn yfírburði yfír þann ferska vegna ömggari geymslumáta og vegna þess að hann er fljótmat- reiddur, tilbúinn í pottinn, á pönn- una eða í ofninn. Þess má einnig geta, að í könnun á skoðun hús- mæðra hefur komið fram, að þær álíta frystan físk ferskari en fersk- an. Þar er komið að spumingunni um skiptingu á milli fersk fisks og frysts. Það virðist í rauninni að ferskur fískur sé um helmingur eða meira af markaðnum í þorski en minni í Sturlaugur Daðason, verksmiðjustjóri: Ánægt starfsfólk og vandvirkni í rekstri er undirstaða velgengni STURLAUGUR Daðason, verksmiðjustjóri, kom til Grimsby í september 1981, en þá lágu allar áætlanir fyrir í megindráttum um fyrirkomulag í verksmiðj- unni. Húsið er teiknað af arkitekt, en Sturlaugur sá um uppsetningu og frágang véla og tæknilegra þátta, meðal annars i samráði við verksmiðjustjórana vestan hafs. Hlutverk hans var að undibúa vinnsluna, koma henni af stað og ráða fólk til vinnu. Frystigeymslan var tekin í notkun i september 1982 og tilrauna- vinnsla hófst í desember 1982, en þá voru 9 mánuðir liðnir frá því að framkvæmdir hófust. Endanlega var vinnslan ekki komin á góðan rekspöl fyrr en á árinu 1983 og sumarið 1984 er vinnslan komin á endanlegan stað í húsinu. Framleiðslan 150 lestir á viku Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög ör og nú eru á þriðja hundrað manns á launaskrá, en af þeim fjölda er nokkuð af hálfs dags fólki. Fram- leiðslan nemur um 150 lestum á viku og framleiðslutegundir eru hátt á annað hundrað. I verksmiðjunni eru fímm megin framleiðslulínur og tvær aukaiínur. Stærstu viðskiptavinirnir eru McDonalds og frystivörukeðjan Bejam. strangt og í upphafi er allt hráefni kannað og því hafnað, ef það stenzt ekki gæðakröfur okkar,“ sagði Sturlaugur. „Síðan er fylgzt með gæðum framleiðslunnar á nánast öllum stigum. Verkstjóramir fylgj- ast með gæðunum í hverri vinnslu- línu fyrir sig, en síðan tekur sér- stakt gæðaeftirlit við með málmieit- artækjum, vigtun og matreiðslu. Sumir viðskiptavinanna vilja iáta matreiða sýnishom af framleiðsl- unni fyrir sig á hálftíma fresti. Þrátt fyrir að gæðakröfur frá einstökum viðskiptavinum séu mjög strangar höfum við ekki orðið fyrir neinum áföllum vegna slakra gseða. Sýnishorn af fram- leiðslunni stundum matreidd á hálf- tíma fresti „Eftirlit með gæðum er mjög Vandlega fylgzt með nýtingu og gæðum Framleiðslan er vandlega skipu- iögð og með henni fylgzt hvað varðar nýtingu og gæði. Venjulega kemur söludeild fyrirtækisins fyrst með lauslega framleiðsluáætlun, sem skipt er á tímabil. Þá hef ég um það bil viku til að kanna hvort nóg er til af hráefni, umbúðum og viðbótarefnum, mylsnu og ídýfu og reyna að afla þess, sem upp á vantar. Síðan er áætlunin yfírfærð á eina viku í senn, þar sem fram- leiðslutegundunum er raðað niður á vinnslulínurnar með tilliti til tækja, starfsfólks og eðli framleiðsl- unnar. Áætlunin er síðan rædd á verkstjórafundum og þá eru allir þættir hennar vandlega yfírfarnir. Síðan kemur að áætlun hvers dags fyrir sig og þá áætlað nákvæmlega hve mikið þarf af hráefni og starfs- fólki raðað niður á línumar. Venju- lega liggur þetta fyrirkomulag fyrir á hádegi daginn áður en vinnsla á að heijast. í upphafí starfsdags hefur vélum og tækjum verið raðað saman, fólki skipað niður og hráef- nið tilbúið, umbúðir og aukaefni. Tímaáætlun og birgðaskráning er tölvukeyrð og út frá því er reiknað- ur framleiðslukostnaður hverrar tegundar. Við erum einnig með framleiðslustaðla miðaða við fram- ieiðslu næstu 12 mánaða á undan og í lok hvers vinnudags eru niður- stöður kannaðar og bomar sama við þessa staðla. Þannig er hægt að bregðast mjög fljótt við, ef ein- öllum öðrum tegundum og frysti fískurinn hefur verið að sækja í sig veðrið allan siðasta áratug. Stór- markaðamir eru famir að leggja aukna áherslu á frosnu vöruna í kjölfar breyttra vezlunarhátta og þar er aukningin mest í físki og grænmeti. Ferski fískurinn er að detta út af neytendamarkaðnum á kostnað þess frysta samanber fækkun fiskbúða, en það eru fyrst og fremst veitingahúsin, sem eru með þann ferska. Þarf að auka sam- starfið við fram- leiðendur heima Það er afskaplega mikilvægt fyrir framleiðendur að hafa góða tilfinningu fyrir þörfum markaðs- ins, ef svo er nást betri sölur og betra verð. Menn verða að fylgjast með þvi hvað markaðurinn vill og hver tilhneigingin er, til að geta bmgðizt nógu fljótt við og geta hámarkað velferð sína. Við teljum mikla þörf á því að auka samstarfið við framleiðendur. Við viljum gjam- an mæta óskum framleiðenda, en markaðurinn ræður á endanum, það verður þvi seint of mikið samband. Við eigum því að fagna að menn koma gjaman hingað í heimsókn og sömuleiðis reynum við að heim- sækja frystihúsin og kynnast því hvað þar er að gerast. Vonandi verður áframhald á þessum gagn- kvæmu samskiptum. Mikil viðleitni og nauðsyn er á þvi að menn fylgi fískinum sínum alla leið og sjái hvað um hann verður, hvemig hann er unninn og hvemig neytandinn vill hafa hann. Erum með pott- þétt gæði Heima hafa verið ákveðnar umræður um gæðamál og markað- urinn hefur verið að auka gæða- kröfur. Það hefur verið okkar kost- ur að við erum með pottþétt gæði og því sækjum við fast á á kostnað annarra. Þessar kröfur aukast lík- lega enn og notun polyfosfats er að falla út og engin aukaefni eru lengur i mylsnu eða deigi. Því er þessi markaður að nálgast kröfum- ar í Bandaríkjunum og þær em reyndar orðnar meiri ef eitthvað er í blokkinni hér. Menn verða að halda vöku sinni heima. Margt smátt gerir eitt stórt I hvert sinn sem við stöndum frammi fyrri ákveðnum fram- kvæmdum eða gemm samninga, greinum við þá mjög nákvæmlega til að finna út hvað er hagkvæmast og skilar mestum arði. Það er einn af öllum þessum litlu en veigamiklu þáttum, sem eiga þátt í velgengni fyrirtækisins, margt smátt gerir eitt stórt. Nýting og hagkvæmi í rekstri og fjárfestingu auk stöðugra gæða er í raun aðalatriðið með réttri markaðssetningu og tengslum við markaðinn, þarfír hans og óskir,“ sagði Ingólfur Skúlason. Verksmiðjan — séð yfir hluta vinnslusalarins. hveiju er ábótavant í framleiðsl- unni. Þetta fyrirkomulag er að mestu byggt á reynslu úr verksmiðj- unum fyrir vestan. Sum vandamála okkar er auðvelt að leysa heima Almennt séð eru gæði hráefnisins að heiman mjög góð, sérstaklega í þorskflökunum. Það eru 70 frysti- hús, sem framleiða fyrir okkur og því geta alltaf orðið einhveijar sveiflur á gæðum framleiðslunnar, en upplýsingamiðlun og samskipti milli okkar og framleiðenda eru mikilvægur þáttur í að halda gæð- um uppi. Framleiðendur heima þurfa að koma hingað og sjá með eigin augum hvað við erum að gera, því við vinnsluna vitum við alltaf frá hvaða húsi fískurinn er. Þeir geta þá séð með eigin augum hvern- ig framleiðsla þeirra kemur út úr vinnslunni og hvað um hana verður. Menn þyrftu að koma hingað í smáum hópum og vera hér í viku eða jafnvel lengur. Þeir gætu þá til dæmis orðið virkir þátttakendur í gæðaeftirlitinu hjá okkur. Sum vandamálin, sem við erum að glíma við hér, er tiltölulega auðvelt að leysa heima og má þar til dæmis nefna lögun á blokkinni, öskjubrot og lokun plastpoka með lausfryst- um flökum. Góð samvinna við starfsfólkið Okkur hefur tekizt að ná mjög góðri samvinnu við starfsfólkið hjá okkur og fengið það til að færa sig á milli starfa innan verksmiðjunnar. Á þann hátt kynnist það vel öllum þáttum framleiðslunnar og getur séð hveiju mistök á einum stað geta valdið á öðrum í vinnslunni. Fólkið tekur allt þátt í gæðaeftirlit- inu og þannig eru gæði framleiðsl- unnar betur tryggð en ella. Upplýs- ingastreymi til starfsfólksins er líka mikilvægt og því sýnum við mikla rækt. Ennfremur leggjum við áherzlu á góðan aðbúnað, meðal annars með vistlegum matsal og gufubaði. Ánægt starfsfólk og vel- skipulagður rekstur er undirstaða góðar afkomu," sagði Sturlaugur Daðason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.