Morgunblaðið - 10.06.1986, Síða 29

Morgunblaðið - 10.06.1986, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ 1986 29 Rogers-nefndin lýkur rannsókn á Challenger-slysinu: Leggur til gagn- gerar breytingar á skipulagi NASA Washington. AP. ROGERS-nefndin birti í gær niðurstöður rannsóknar ChaUenger- slyssins og í skýrslu nefndarinnar til Ronalds Reagan, forseta, eru lagðar til umfangsmiklar breytingar á skipulagi bandarísku geim- visindastofnunarinnar, NASA. Niðurstaða nefndarinnar er að orsök slyssins sé brestur í samskeytum annarrar hliðarflaugar geimfeij- nnnar. Nefndin gagnrýnir harðlega skipulag NASA og einangrun æðstu manna frá sérfræðingum, sem eru lægra settir. Hafi skipulag stofnun- arinnar leitt til þess að boð berast ekki upp á toppinn og því hafí æðstu menn stofnunarinnar hvorki vitað um aðvaranir verk- og tækni- fræðinga sem lögðust eindregið gegn geimskoti daginn örlagaríka né haft vitneskju um álit sérfræð- inga stofnunarinnar, sem töldu hönnun hjálparflaugarinnar bjóða hættum heim. Nefndin fullyrðir að rangt hafí verið að skjóta Challenger á loft og hefði geimskoti eflaust verið frestað hefðu æðstu menn haft hugmynd andstöðu eldflaugasér- fræðinga, sem óttuðust að lítill lofthiti kynni að hafa áhrif á sam- skeyti hjálparflauganna. í skýrslu nefndarinnar segir að hvorki hafi áhöfn feijunnar eða þeir sem fylgdust með gangi mála í stjórnstöð haft minnstu hugmynd um hvert stefndi. Engar aðvaranir hafi birst í stjómborðum feijunnar eða á jörðu niðri og því ekki verið nein leið til að afstýra stórslysinu. Nefndin segir að öryggiseftirliti NASA sé ábótavant og hafí talsverð slökun átt sér stað í þeim efnum frá því í Ápollo-áætluninni. Verst væri ástandið í Marshall-stjómstöð- inni, sem sinnir áætlun um hjálpar- flaugamar. Ein tillaga nefndarinnar er að hönnun hjálparflaugarinnar verði breytt og gerðar ítarlegar tilraunir að endursmíði lokinni, sem hefði í för með sér að geimfeijan færi ekki á loft fyrr en eftir jafnvel nokkur ár. NASA hefur sett sér það markmið að koma feijunum í gag- Veður víða um heim Lœgst Hœst Akureyri 3 rigning Amsterdam 13 21 skýjaö Aþena 20 31 skýjað Barcelona 21 mistur Berlfn 9 20 skýjað Brussel 10 22 heiðskfrt Chicago 18 24 skýjað Dublin 9 17 skýjað Feneyjar 21 heiðskirt Frankfurt 8 18 skýjað Genf 6 19 helðskírt Helsinki 13 22 heiðskfrt Hong Kong 24 26 skýjað Jerúsalem 17 30 heiðskfrt Kaupmannah. 9 12 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 14 25 heiðskfrt London 11 19 skýjað Los Angeles 16 26 haiðskirt Lúxemborg 18 skýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Miami 23 28 rigning Montreal 18 27 skýjað Moskva 17 28 skýjað New York 18 29 heiðskfrt Osló 8 14 skýjað Parfs 10 23 heiðskirt Peking 20 33 heiðskirt Reykjavík 4 skúr Rió de Janeiro 13 29 heiðskírt Rómaborg 10 22 heiðskírt Stokkhólmur 11 16 skýjað Sydney vantar Tókýó 17 27 heiðskírt Vínarborg 9 17 skýjað Þórshöfn 8 skýjað nið á ný í júlí 1987. Leggur nefndin til að skipuð verði óháð nefnd til að fylgjast með endurhönnuninni. Þá leggur nefndin til að yfir- manni geimfeijuáætlunarinnar, sem nú er Arnold Aldrich, fái meiri völd og að stofnuð verði sérstök öryggisnefnd, sem m.a. sitji í geim- farar. Einnig verði sett á laggimar ný öryggisstofnun NASA. Jafn- framt verði farið ítarlega yfir alla mikilvægustu og krítfsku þætti og hluti geimfeijunnar. Loks er lagt til að hönnun geimfeijunnar verði endurskoðuð með tilliti til þess að áhöfnin eigi möguleika á að forða sér frá borði ef aðstæður krefjast. Gengi gjaldmiðla London. AP. Bandaríkjadollar hækkaði í verði á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag vegna mikilla doll- arakaupa spákaupmanna. GuU- verð hækkaði í London en var óbreytt í Sviss. Dollarinn lækkaði í Tókýó fimmta daginn í röð og fengust fyrir hann 167,40 jen í gær, miðað við 167,75 á föstudag. í London kostaði pundið 1,4985 dollara, miðað við 1,5065 í gær. Gengi dollars var annars á þá leið að fyrir hann fengust: 2,2385 vestur-þýzk mörk (2,2257), 1,8405 svissneskir frankar (1,8387), 7,1000 franskir frankar (óbreytt), 2,5130 hollenzk gyllini (2,5100), 1.530,50 ítalskar límr (1.526,50) og 1,3928 kanad- ískir dollarar (1,3937). I London kostaði gullúnsan 342,40 dollara, miðað við 341,50 á föstudag, og í Zurich kostaði hún 341,50 dollara. t»EIR SEM NOTA 2 BRAUÐ A DAG, FÁ NÚ GULLIÐ TÆKFÆRI TIL AÐ SPARA 18.068 KR. Á ÁRI. ÞAÐ EINA SEM ÞARF AÐ GERA, ER AÐ KAUPA BRAUÐIN HJÁ OKKUR, MILLI KL. 17-18 ALLA VIRKA DAGA. OÆMI: 1 STK. VISITOLUBRAUÐ KR. 37. 1 STK. GRÓFT BRAUÐ KR. 62. OPIÐ MANUD. OG LAUGARD. FÖSTUD. KL. 8-18 SUNNUD. KL. 9-16 SAMTALS: KR. 99. x 365 DAGAR KR. 36.135. AFSLÁTTUR 50% KR. 18.068. BAKARÍIÐ KRINGLAN DALSHRAUNI 13. HAFNARFIROI SÍMI 53744 ORYGGISVARSIA STARF FYRIR PIG? Ert þú 22—40 ára gamall, heilsugóður, reglusamur og nákvæmur. Getur þú unnið sjálfstætt eftir ströngum starfsreglum. Hefur þú áhuga á öryggismálum, ábyrgðartilfinningu, skýra hugsun og lipra framkomu. Vilt þú framtíðarstarf sem gerir miklar kröfur til þín og gefur laun í samræmi við það? Ef svo er viljum við heyra frá þér. Skrifaðu okkur eigin hendi og láttu sakavottorð fylgja. m/ VARI ÖRYCGISÞJÓNUSTA Pósthólf 1101 121 Reykjavik Alm auglst/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.