Morgunblaðið - 10.06.1986, Side 42

Morgunblaðið - 10.06.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNt 1986 Bæklingur um hávaða á vinnustöðum Nýlega gaf Vinnueftirlit ríkisins út bækling um hávaða á vinnustöð- um og vamir gegn honum. í bækl- ingnum kemur meðal annars fram að um 30% starfsmanna í iðnaði eru að jafnaði í hávaða yfír hættu- mörkum. Ennfremur benda rann- sóknir hjá Heymar- og talmeina- stöðinni til þess að um 20% þeirra sem heyra illa hafí heymardeyfu af völdum hávaða. Fræðslurit þetta hefur þegar verið sent um 800 fyrirtækjum en hægt er að verða sér úti um það hjá Vinnueftirliti ríkisins og um- dæmiseftirlitsmönnum þess. . MALUM IFALLEGUM LITUM -fegrum húsin Nú er rétíi tíminn. Eigum alls konar málningu. Utanhússsem innan. Einungis vönduð vara, góð vörumerki. Ráðgjöf - reynsla - vöruval Síðumúla 15, sími 84533 Nokkur glott og einstaka hlátur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Bílaklandur (Car Troubles). Sýnd í Háskólabió. Stjörnugjöf: ★ '/2 Bresk. Framleiðendur: Howard Malint og Gregory J. De Santis. Handrit: James Whaley og A.J. Tipping. Leikstjóri: David Green. Helstu hlutverk: Julie Walters og Ian Charleson. Við höfum ekki fengið að sjá margar breskar gamanmyndir hér í bíóhúsunum upp á síðkastið enda bretar kannski ekki sérlega upp- teknir af gamanmyndum síðustu árin. Meira að segja Monty Phyt- hon-gæjamir hafa snúið sér að alvarlegri efnum í orvelskri fram- tíðarsýn (Brazil). En Bretar gera nú alltaf eina og eina gamanmynd á milli stórmyndanna sinna og nú er komin ein í Háskólabíó. Gamanið í henni felst ekki í sprenghlægilegum samtölum eða hasar heldur miklu frekar í leikur- unum tveimur, sem fara með aðalhlutverkin, þeim Julie Walters og Ian Charleson. Bílaklandur (Car Troubles) heitir myndin og er um tvö hjón sem kaupa sér eldrauðan jagúar og einn daginn stelst eiginkonan út á bflnum, lendir í mjög óheppi- legu ástarævintýri undir stýri sem endar með algerri eyðileggingu bflsins og eiginmaðurinn, hafandi gert sér þetta ljóst, brennir hús þeirra hjóna til grunna í trylltri Julie Walters bræði og á endanum standa hjónakomin uppi allslaus en hamingjusöm þó. Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri. Sagan er snubbótt og eiginlega hundómerkileg og gæti auðveld- lega rúmast í einum Dave Allen- brandara og því verður að líta á það sem nokkurt afrek að tekist hafí að gera heila bíómynd um efnið. Fyrir bragðið verður mynd- in langdregin og ófyndin á stórum köflum en tekst þegar best lætur að framkalla glott og einstaka hlátur. Svo mjög er lopinn teygður að ástarævintýrið í rauða jagúam- um verður eitt og sér að meginefni myndarinnar og það er ekki sér- lega fyndið. Það er eins og framleiðendur myndarinnar hafí gert sér það ljóst að handritið var ekki upp á marga físka og ráðið í aðalhlut- verkin tvo af fremstu leikurum Bretlands og yngri kynslóðinni til að bjarga því sem bjargað yrði. Og það tekst. Julie Walters (Edu- cating Rita) og sérstaklega Ian Charleson (Chariots of Fire) eru óborganleg í hlutverkum sínum og myndin er þess virði að sjá hana bara vegna þeirra. Walters er, eins og við þekkjum, fædd til að leika í gamanmyndum, en Charleson sýnir hér á sér nýja og bráðskemmtilega hlið. Hann hefur hingað til leikið alvarlega þenkj- andi unga menn en hér sleppir hann gersamlega af sér beislinu og verður í rauninni óþekkjanleg- ur í hlutverki hins kokkálaða eiginmanns. En myndin sjálf hefði mátt vera betri. Mixrr 3* Hrafnhildur Björnsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, einn eiganda Góðgætis. Góðgæti OPNUÐ hefur verið í Austur- stræti 8 í Reykjavík verslunin Góðgæti. A boðstólum í versluninni eru hátt í 200 tegundir af hnetum í Austurstræti og sælgæti, í þremur verðflokk- um. Eigendur verslunarinnar eru Sigrún Magnúsdóttir, Kristinn Ingi Siguijónsson, Bjarni Olafs- son og Alda Magnúsdóttir. Meðfylgjandi mynd er af Hrafn- hildi Björnsdóttur og Sigrúnu Magnúsdóttur, ein af eigendum Góðgætis. NÝTT SÍMANÚMER FRÁ S. JÚNÍ 69 55 OO HF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.