Morgunblaðið - 10.06.1986, Síða 54

Morgunblaðið - 10.06.1986, Síða 54
, 54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNl 1986 A ffclk f fréttum En kóngafólk á sér, eins og aðrir, stundir á milli striða sem það notar til að sinna sínum eigin áhugamálum. Karl Betaprins brá sér t.d. til Ítalíu á dögunum og fór á flakk með frænku sinni, Söru Armstrong-Jones, sem er þar við nám. M.a. komu þau við í Pisa, skoðuðu þar skakka tuminn og Karl dró upp úr pússi sínu blokk og blýant. Sfðan tók hann sér stöðu utan við mannþröngina og gerði nokkrar frumteikninga af skakka tuminum, sem skyldu fullvinnast er heim kæmi. Það eitt að heyra aðlinum til er heilsdagsstarf og rúmlega það. Skyldustörfín em mörg og misjafn- lega skemmtileg, sum hver jafnvel hrein og bein kvöð. Til að mynda hefur hart verið gengið að Diönu prinsessu á undanfömum ámm og hún hvað eftir annað beðin um að halda ræður við ýmis tækifæri. Hingað til hefur hún beðist undan því, er víst hálfhrædd við ræðupúlt- ið, rétt eins og flest allt venjulegt fólk. í seinni tfð hefur hún hinsveg- ar átt í stöðugt meiri vandræðum með að neita öllum þessum góð- gerðarfélögum og því lét hún til skarar skríða, ekki alls fyrir löngu, herti upp hugann og kvaddi sér hljóðs. Atburðurinn átti sér stað á samkomu, sem haldin var til styrkt- ar sjúkum og öldmðum í Bretlandi. Þeir, sem til Diönu heyrðu þar, undmðust hvers vegna hún hefði ekki lagt í þetta fyrr því stúlkan er víst með eindæmum vel máli farin og framsetning öll til fyrir- myndar. Þess má að lokum til gamans geta að þegar hún var á annað borð búin að brjóta ísinn ætlaði hún varla að geta hætt, talaði samfleytt í einar tólf mínútur. Á ferðinni í Pisa. Karlí hlutverki frístunda- málarans. Diana í ræðustól. Skyldustörf og skemmtanir Ferfættir félagar Frægð og frami tryggir fólki ekki hamingjuna, um það vitna ljölmörg dæmi. Nægir hér að nefna Doris Day, sem eitt sinn var með dáðari kvikmyndastjömum í Hollywood. Líf hennar hefur verið æði skrautlegt og þar hafa skipst á skin og skúrir. Tvö hjónabönd hennar fóm í vaskinn — og þriðja mann sinn missti hún 1968. Það varð henni svo þungbært að hún hvarf nær alveg af sjónarsviðinu um langa hríð. En, öll él styttir víst upp um síðir, segja okkur fróðir menn. Doris Day reif sig upp úr öldudalnum með eigin skemmtiþátt- um í sjónvarpi og endurkomu á hvíta tjaldið. Með því skánaði fjár- hagurinn vissulega — en trú sína á hjónabandið öðlaðist hún ekki á ný. Doris Day er nú orðin 62ja ára gömul — og á undanfömum ámm hefur hún lítið látið að sér kveða í heimi kvikmyndanna. Önnur mál eiga allan huga hennar — og jafnvel hjarta. Hún er mikill dýravinur og hefur hin síðari ár helgað sig bar- áttunni fyrir betri meðferð þeirra. Heimilislausir hundar og kettir eiga hjá henni vist húsaskjól — og em þeir að hennar sögn hennar bestu vinir. — Enda hvað sagði ekki Frið- rik mikli: „Því betur sem ég kynnist mannfólkinu — því vænna þykir mér um hundinn minn.“ Dýravlnurinn Doris Day. Carol Burnett Með munninn áréttum stað Menn em misjafnlega orð- heppnir, víst er það, en leikkonan Carol Bumett er ein af þeim alheppnustu á því sviði. Hún þykir með eindæmum hnyttin í tilsvömm, fyndin og skemmtileg. Á blaðamanna- fundi, sem haldinn var ekki alls fyrir löngu, var hún innt eftir skoðun sinni á nektarsenum í kvikmyndum. „Ja, aldrei skal ég fækka fötum fyrir framan vél- ina,“ lofaði hún, „það er víst nóg samt, ofbeldið í heiminum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.