Morgunblaðið - 10.06.1986, Side 59

Morgunblaðið - 10.06.1986, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1986 59 Þessir hringdu . . Kindur eyðileggja gróður á borgarlandinu fbúi í Seljahverfi hringdi: „Það hefur oft verið vakin athygli á því ófremdarástandi í Selja- hverfínu að þar ganga kindur um óhindrað og eyðileggja gróður fyrir fólki. Lítið sem ekkert er þó gert í málinu að því er virðist. Ekki veit ég hveijir eigendur þessara kinda eru, en mér fínnst það standa þeim næst að girða þær af svo þær vaidi ekki tjóni á eignum annarra. Eða er meiningin að fíta fjallalömbin á okkar kostn- að og selja okkur þau svo rándýrt? Svört handtaska Kona hringdi og sagðist hafa týnt svartri handtösku sem inni- hélt blátt seðlaveski í veitingahús- inu Glæsibæ fyrir nokkru. Biður hún fínnanda að hringja í síma 77002. Þakkir til Margrétar ÞH hringdi: „Ég vil þakka Margréti Þorvaldsdóttur fyrir grein sem hún skrifar um grunn- skóla og framtíðina og ég er því hjartanlega sammála sem hún skrifar. Þetta mál er mér mikið áhyggjuefni og væri vel ef um- ræða yrði meiri um þessi mál.“ Um laun opmberra starfsmanna og skattpíningu ríkisvaldsins Heiðraði Velvakandi. Haldið hefur verið uppi áróðri fyrir 30.000 kr. mánaðarlaunum fýrir starfsfólk bæja- og sveitafé- laga vegna þess að Bolvíkingar hækkuðu laun sinna starfsmanna. Ég tel að margir þeirra hafí ekki verið á föstum launum og hafí stundað almenna vinnu með, t.d sorphreinsun og fleira. Það er því mjög vafasöm atvinnupólitík að hafa marga starfsmenn á föstum launum þar sem verkefnin endast ekki dagvinnutíma oft og tíðum, íbúamir borga laun þessara manna með sköttum sínum sem hljóta þó að hækka fyrir bragðið. Vinstriflokkamir em allir sam- taka um það að gefa fólkinu vonir um aukna þjónustu, en tala gjaman lítið um hveijir eiga borga hana. Þessvegna er það varasöm pólitík að lofa slíku umfram það sem gert er nú þegar og alltaf er unnið að. Það er óréttlátur áróður að segja karla vinna illa að þessum málum. Karlar hafa í flestum tilfellum verið tilbúnir að gera allt það fyrir konur sem hægt er og kannski stundum of mikið í fang færst að verða við kröfum kvenna sem svo stundum hafa hlaupið frá öllu saman. Konur vilja ekki, ef svo má segja vera á framfæri karla núuorðið, en þegar þær em komnar út á vinnumarkað- inn vilja þær óðar vera á framfæri almennings eins og félagsþjónustu- stefna þeirra bendir til, eða vilaa þær ekki trúa því að meira að segja þær sjálfar greiða þennan kostnað að hluta. Þess vegna segi ég að bamafólkið á sjálft að annast upp- eldismái sín og dagvistun þegar búið er að leggja þeim til húsnæði. Það er lítil sjálfsvirðing að vera á annarra framfæri. Ég tel að þetta tiltæki kvenna að skipa sér í flokk gegn karlmönn- um færi þeim ekki þann árangur sem til er ætlast af þeim og sé beinlínis til þess að skapa bil milli karla og kvenna og rífí jafnan niður það sem reynt er að byggja upp og rýri traust milli kynja. Kvennalistinn kvartar undan því að of mikið fari í malbik og steypu í stað bamaheimila, en ég vil spyija, er ekki til hagsbóta fyrir húsmæður að loka drallupollunum svo böm þeirra séu ekki útötuð af aur og leðju upp fyrir haus, eða í þurr- katíð sé ekki hægt að opna glugga fyrir ryki sem smýgur inní íbúðir fólks af rykmettuðum malarvegum og plönum. Nær endalaust er hægt að sýna framá hvað varasamt það er að auka sífellt arðlaus þjónustustörf umfram það sem nauðsyn krefur. Ég tel það rétt að í þjónustustörfum fari forgörðum Qármunir í stómm stíl að öðm leyti en því, að þau skapa ijölda fólks vinnu sem auðvelt er að borga hátt kaup fyrir vegna þess að almenningur borgar. Auð- vitað er það rétt að ríki og sveitafé- lög fá hærri útsvör og tekjuskatt af hærri launum svo að segja má að best sé fyrir ríkisfyrirtæki að greiða sem hæst laun, þá fæst mest til baka með skattálagning- unni. Þetta býst ég við að komm- amir sjái, það er hagstætt þeirra stefnu um ríkisrekstur. Hvað verður svo um önnur sjálfstæð fyrirtæki? Ekki fá þau niðurgreiðslu í sköttum á kaupgreiðslur sínar, síður en svo. Tökum til dæmis tæknivæðinguna, þar verða sjálfstæð fyrirtæki að bera allan kostnað, en ríkið lætur almenning borga og í þessu felast miklir fjármunir. Sama er að segja um skrifstofuhallir sem rísa í sam- bandi við ríkisfyrirtækin. Engin tilviljun er það, að fólk í kom- múnstaríkjum hefur helmingi lægri laun og allt að tvisvar sinnum lægri en fólk á Vesturlöndum, embættis- mennimir hafa þó góð laun og skortir ekkert, enda ganga þeir fyrir þegar vömskortur er hjá þeim þama austurfrá. Vömvali er haldið niðri svo almenning skorti ekki peninga og fari að kreflast hærri launa. Þegnskylduvinna sú sem hér tíðkast í formi skattpíningar gerir það að verkum að fólki nýtast ekki háir launataxtar, heldur vinnur það alltaf að hálfu fyrir ríkið, og greiðir ofan á alla skattasúpuna söluskatt af öllu sem það kaupir. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Mjög hagstætt verö Margir möguleikar . TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000. Blaðburóarfólk óskast! KÓPAVOGUR Birkihvammur Hrauntunga 1 -48 ENSKU TEIKNINGASKÁPARNIR KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu Verðl' SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög ■ ykkur að kostnaðarlausu. 621566 BJÖRNINN Við erum í Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.