Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 62

Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 Sjómannadagurinn Reykjavík: Pétur Sigurðs- son sæmdur gullkrossi fyrir vel unnin störf SJÓMANNADAGURINN i Reykjavík einkenndist að vanda af ýmiss konar skemmti- og sýn- ingaratriðum við höfnina. Að sögn Garðars Þorsteinssonar, sem sæti á í sjómannadagsráði, gekk dagskráin öll eftir áætlun og tókst með ágætum. Um 4000 Reyk- víkingar söfnuðust saman við höfn- ina og fylgdust með kappróðri, björgunaræfíngum, koddaslag og fleiru. Hvalbátamir voru í skemmtisigl- ingum um sundin og notfærðu um 1400 manns sér ferðir þeirra. í kappróðrinum var barist af hörku og lyktaði baráttu svo að Sendibílastöðin sigraði { flokki karla, en stúlkur frá Hraðfiystistöð- inni sigruðu í kvennaflokki. Aðeins ein sjósveit tók þátt í kappróðri og var það áhöfn Hilmis SU 171, sem fyrir vikið hlaut viðurkenningar- skjöldinn „Fiskimanninn", sem gefinn var af Morgunblaðinu árið 1929. Ómissandi þáttur hátiðahaldanna á sjómannadaginn er veiting heið- ursmerkja til aldinna sækappa og fengu íjórir menn slíka viðurkenn- ingu að þessu sinni. Æðstu viður- kenningu sjómannadags, gullkross- inn, hlaut Pétur Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, en einnig voru sæmdir þeir Ingólfiir Ólafsson, vélstjóri, Sig- bjöm Þórðarson, bátsmaður, og Sverrir Torfason, matsveinn. Morgunblaðið/Bæring Cecilsson Margt til skemmtunar á Grundarfirði Á sjómannadaginn gerðu Grundfirðingar margt sér til skeuunt- unar, kepptu í reiptogi, kappróðri, stakkasundi og fleiru. Á myndinni eru nokkrir vaskir menn að keppa í hjólböruakstri, en eins og sjá má voru ýmsar hindranir á veginum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúsaon Fjórir menn voru sæmdir heiðursmerkjum á sjómanndag fyrir vel 11011111 störf gegnum árin. Á myndinni eru frá vinstri: Garðar Þorsteinsson, sjómannadagsráði, sem afhenti viðurkenningarnar, Pétur Sigurðs- son, fyrrum forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem hlaut æðstu viðurkenningu sjómannadagsins, Ingólfur Ólafsson, vélstjóri, Sigbjörn Þórðarson, bátsmaður, og Sverrir Torfason, matsveinn. Félagar úr slysavamardeildinni Ingólfi sýndu björgunarstörf og hefur kappinn, sem hvolfdi bátnum sínum, sjálfsagt orðið komu þeirra feginn. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við Reykjavik- urhöfn til að fylgjast með skemmtiatriðum sjó- mannadagsins. Fjölmennt í Garði Morgunblaðið/Amór Mikill fjöldi fólks fylgdist með skemmtiatriðum sem fram fóru niður við bryggju síðdegis á sjó- mannadaginn. Björgunarsveitin Ægir sfoð þá fyrir stakkasundi, koddaslag og fleiri uppákomum auk þess sem deildin sýndi Garðmönnum hluta búnaðar sem er í eigu sveitarinnar. Þá var yngstu borgurunum boðið í salibunu með tveimur bátum sem gerðir eru út í Garðinum. Brugðið á leik í Sandgerði Á sjómannadaginn í Sandgerði var brugðið á leik eins og annars staðar. Myndin sýnir ungan Sandgerðing spretta úr spori, meðan aðrir jafnaldrar hans leika sér með blöðrur. Þeir eldri taka lif- inu með ró þennan sjómannadag við höfnina í Sandgerði. Morgunblaðið/Amór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.