Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMÍlTUDAGUR 12. JÚNÍ1986
Þjóðhagsstofnun um atvinnuástandið:
Verulega minní eftir-
spurn eftir verkafólki
DREGIÐ hefur úr þenslu á
vinnumarkaðinum frá því í fyrra
og- þá einkum i Reykjavík og
nágrenni, að því er fram kemur
í könnun Þjóðhagsstofnunar á
fyrri helmingi þessa árs og horf-
um á síðari hluta þess. Einkum
hefur eftirspum eftir verkafólki
minnkað verulega og í Reykjavík
og nágrenni virðast fyrirtæki
fremur vilja fækka verkafólki
en bæta við, samkvæmt könnun-
inni. Eftirspura eftir iðnaðar-
mönnum er svipuð og í fyrra og
óverulegur skortur virðist á
afgreiðsiu- og skrifstofufólki.
I greinargerð Þjóðhagsstofnunar
með könnuninni kemur fram að líkt
og í fyrri könnunum megi rekja
þann skort á verkafólki sem könn-
unin nú leiði í ljós, að stærstum
hluta til fískvinnslu. Þær breytingar
hafa þó orðið á frá í fyrra að skort-
ur á fólki til fískvinnslu er nú nær
eingöngu utan Reykjavíkur. Varð-
andi eftirspum eftir iðnaðarmönn-
um leiðir könnunin í ljós að hún er
mest innan málm- og skipasmíða,
sem Þjóðhagsstofnun segir að gefí
til kynna vaxandi umsvif í þeirri
grein, ólíkt því sem var sl. haust,
þegar vart hafí orðið verkefna-
skorts.
Þjóðhagsstofnun segir að vís-
bendingar frá fyrirtækjum um
fjölda starfsmanna í sumar og haust
séu líkar því sem við er að búast á
þessum árstíma og að ekki sé að
sjá að umtalsverðar breytingar
verði á vinnumarkaði á næstunni.
Fram kemur að bæði nú og í fyrra
hafí á þessum tíma verið að jaftiaði
um 800 manns skráðir atvinnulaus-
ir á landinu öllu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Páll Sigurðsson dósent, Sigmundur Guðbjaraarson háskólarektor og
Þórir Kr. Þórðarson prófessor.
Háskóli íslands 75 ára á þjóðhátíðardaginn:
Hátíðarhöld og kynning á
starfi Háskólans í haust
Lánasjóður íslenzkra námsmanna:
Samkomulag á milli
ráðherra og fyrrum
framkvæmdastj óra
SAMKOMULAG hefur náðst milli menntamálaráðuneytísins og Sigur-
jóns Valdimarssonar um bætur til handa Siguijóni, en honum var
vikið úr starfi framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenzkra námsmanna
í upphafi þessa árs. Ekki kemur til málshöfðunar á hendur ríkissjóði
vegna þessa eins og boðað hafði verið, segir í frétt frá menntamála-
ráðuneytinu, sem birtíst í heild hér á eftir:
Að undanfömu hafa farið fram
viðræður milli Siguijóns Valdimars-
sonar, fyrrom framkvæmdastjóra
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
annars vegar og fulltrúa mennta-
málaráðherra og fjármálaráðherra
hins vegar vegna brottvikningar
Siguijóns úr starfí hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna í janúar sl.
Samkomulag hefur náðst milli aðila
um bætur til handa Siguijóni og
mun því ekki koma til málshöfðunar
á hendur ríkissjóði af þessum sök-
um svo sem boðað hafði verið. Við
ákvörðun bóta hefur verið höfð
hliðsjón af niðurstöðu dómstóla í
málum sem áður hafa gengið vegna
brottvikningar ríkisstarfsmanns úr
starfí.
Menntamálaráðherra hefur áður
lýst yfír þeim vilja sínum að þetta
mál beri að leysa með samkomulagi.
Með hliðsjón af því hefur verið talið
rétt að ganga til samkomulags í
málinu, þótt aðilar séu eftir sem
áður ósammála um það, hvort bóta-
skylda sé fyrir hendi að lögum, ef
á það mjmdi reyna fyrir dómstólum.
Af hálfu menntamálaráðherra er
það hins vegar áréttað, að í ummæl-
um hans um störf Siguijóns Vald-
imarssonar hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna hafí ekki falist nein
ásökun um að Siguijón hafí ekki
gætt heiðarleika í embættisfærslu
sinni. Jafnframt er Ijóst að starfs-
menn Lánasjóðsins hafa að mörgu
leyti unnið við erfíðar aðstæður á
síðustu árom, meðan starfsemi
sjóðsins hefur þanist út vegna
breyttrar löggjafar sem m.a. hefur
leitt til fjölgunar lánþega.
HÁSKÓLI íslands á 75 ára af-
mæli 17. júní nk., þjóðhátíðar-
daginn. Ákveðið hefur verið að
minnast þessara tímamóta á
ýmsa vegu, er kennsla hefst á
ný að haustí komanda. Liður i
þvi er hátiðarsamkoma í Há-
skólabíói hinn 4. október, þar
sem nokkrir heiðursdoktorar
verða útnefndir.
Sigmundur Guðbjamarson, há-
skólarektor, Þórir Kr. Þórðarson,
prófessor, formaður afmælisneftid-
ar, og Páll Sigurðsson, dósent, sem
hefur framkvæmdastjóm afmælis-
ins með höndum, kynntu blaða-
mönnum hin fyrirhuguðu hátíðar-
höld á fundi sl. miðvikudag. Þar
kom fram, að aðra helgina í október
mun Háskólinn gangast fyrir „opnu
húsi“, þ.e. almenningi verður boðið
að skoða allar byggingar skólans
undir leiðsögn kennara og stúdenta.
Af því tilefni verður bryddað á ýmsu
í húsakynnunum, s.s. fyrirlestrom
og sýningum.
Sérstök rit verða gefín út vegna
afmælisins eða sem tileinkuð verða
þessum tfmamótum í sögu Háskól-
ans. Má þar m.a. nefna sérstakt
afmælisrit með safni greina um
starfsemi stofnunarinnar, sem
verða mun fyrsta tölublað nýs tíma-
rits, sem Háskólinn mun setja á
stofn. Bók verður gefín út um hús-
næðis- og byggingarsögu Háskól-
ans hina fyrstu áratugi starfsemi
hans og Stofnun Áma Magnússon-
ar mun væntanlega minnast af-
mælisins með sérstökum hætti.
Gert er ráð fyrir því, að nokkrir
kunnir vísindamenn, íslenskir sem
erlendir, muni flytja erindi í tengsl-
um við hátíðarhöldin. Háskólinn
mun sýna kynnis- og heimilda-
myndir, er hann hefur látið gera
um núverandi starfsemi Háskólans
og um sögu hans og gerður hefur
verið sérstakur háskólafáni, sem
dreginn verður að húni 4. október
nk.
Þess má geta, að Háskóli íslands
var settur í fyrsta sinn 17. júní
1911 , á aldarafmæli Jóns Sigurðs-
sonar forseta. Setningarathöfnin
fór fram í sal Neðri deildar Alþingis
í Alþingishúsinu. Kennsla hófst um
haustið 1911.
Nýr ritstjóri á Þjóðviljann:
Blaðamenn andvígir
ráðningu Svavars
— útgáfustjórn tekur ákvörðun á mánudaginn
BLAÐAMENN ÞjóðvUjans funda í dag um framtíð sina og blaðs-
ins, eða með öðram orðum hvort tíl fjöldauppsagna þeirra kemur,
verði niðurstaða fyrsta fundar nýkjörinnar útgáfustjórnar Þjóð-
viljans nk. mánudag að ráða Svavar Gestsson formann Alþýðu-
bandalagsins sem ritstjóra blaðsins við hlið þeirra Össurar Skarp-
héðinssonar og Árna Bergmann. Öruggt er talið að meirihlutí
útgáfustjórnar Þjóðviljans geri tillögu um ráðningu formannsins
á fundinum. Jafnöruggt er talið að Svavar muni í dag eða á
morgun greina útgáfustjórninni
til starfans.
Mikill hiti hefur verið innan
Alþýðubandalagsins síðustu daga,
eftir að ljóst varð að sjö af ellefu
mönnum í útgáfustjórn Þjóðvilj-
ans vilja gera formanninn að rit-
stjóra blaðsins. Þeir sem tilheyra
þeim hópi ero: Adda Bára Sigfús-
dóttir, Álfheiður Ingadóttir,
Ragnar Ámason, Helgi Guð-
mundsson, Siguijón Pétursson,
Úlfar Þormóðsson og að lokum
sjálfur formaðurinn Svavar Gests-
son. Þessir sjömenningar tilheyra
þeim armi Alþýðubandalagsins
sem að undanfömu hefur verið
kenndur við „flokkseigenduma".
Þeir sem andvígir ero ráðningu
Svavars, tilheyra þeim armi
flokksins sem kenndur er við „lýð-
ræðisafl" flokksins. Þeir ero: Olaf-
ur Ragnar Grímsson, Kristín Á.
Ólafsdóttir, Mörður Ámason og
frá þvi að hann sé reiðubúinn
Olga Guðrún Amadóttir. Auk þess
er talið að þorri ritstjómar Þjóð-
viljans sé andvígur slíkri ráðstöf-
un.
Blaðamenn ráða ráð-
um sínum í dag
Blaðamenn Þjóðviljans hyggj-
ast ráða ráðum sínum f dag, og
samræma til hvaða aðgerða þeir
grípa, verði af umræddri ráðn-
ingu. Heimildir Morgunblaðsins
herma að yfírvofandi séu upp-
sagnir fjölda ritstjómarmanna,
verði Svavar ráðinn sem ritstjóri.
Einn blaðamaður Þjóðviljans
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær: „Við sem höfum unnið að
uppbyggingu Þjóðviljans undan-
farin ár, getum að sjálfsögðu ekki
sætt okkur við að horfíð verði
héðinsson Gestsson
aftur til fortíðarinnar, hvað rit-
stjómarstefnu blaðsins varðar, en
það teljum við óumflýjanlegt,
verði Svavar ráðinn sem ritstjóri.“
Nokkur óvissa ríkir um það
hvað Össur Skarphéðinsson rit-
stjóri hyggst gera, verði Svavar
ráðinn. Telja heimildarmenn, að
honum sé í raun ekki stætt á
öðru en segja lausu starfi sínu.
Össur hefur engar yfírlýsingar
gefíð um hvað hann hyggst gera,
né hefur hann reifað sín sjónarmið
við starfsmenn ritstjómar. Er
talið, að hann vilji ekki hafa nein
áhrif á það til hvaða ráðstafana
blaðamenn gripa. Ekki tókst í gær
að ná sambandi við Össur til þess
að spyija hann um hans afstöðu
til þessa máls. Sömu sögu er að
segja af Svavari Gestssyni, for-
manni Alþýðubandalagsins.
„ Veit ekki um neinn
meirihluta“
Álfheiður Ingadóttir var í gær
spurð hvort vilji væri fyrir ráðn-
ingu Svavars hjá meirihluta út-
gáfustjómar Þjóðviljans: „Það
veit ég ekki. Eg veit ekki um
þann meirihluta, eða hvort það
er einhver meirihluti og minnihluti
þar, hvorki í þessu máli né öðrom.
Ég tala ekki fyrir hönd eins eða
neins. Ég tala bara fyrir sjálfa
mig. Ég get fyililega tekið undir
orð Úlfars Þormóðssonar, þess
efnis að ef Þjóðviljanum stendur
til boða að fá slíkan starfskraft
sem Svavar Gestsson sem ritstjóra
þá fyndist mér það síður en svo
fráleitt," sagði Álfheiður.
Álfheiður var spurð hvort hún
teldi ekki að ráðning flokksfor-
mannsins í ritsljórastól Þjóðvilj-
ans myndi boða upplausn og
uppsagnir á ritstjóm Þjóðviljans:
„Það get ég ekki ímyndað mér,“
sagði Alfheiður, „það er ekki eins
og verið sé að ráða þama utanað-
komandi mann, heldur er þama
fyrst og fremst um að ræða fag-
mann í blaðamennsku og ritstjóm.
Það er það sem skiptir höfuðmáli.
Ég sé alveg þörfína fyrir að fjölga
á ritstjóm Þjóðviljans og ég hef
alltaf verið þeirrar skoðunar".
„Gætir þeirrar við-
leitni að vilja fresta
framtíðinni“
Óskar Guðmundsson, ritstjóm-
arfulltrúi Þjóðviljans var í gær
spurður álits á þessu máli: „Meðal
nokkurra mjög valdamikilla að-
standenda Þjóðviljans hefur gætt
þeirrar viðleitni að vilja fresta
framtíðinni. Þetta á ekki síst við
um afstöðuna til fjölmiðla. Þessa
viðhorfs gætir einnig víðar. Fyrst
að Kiddi Finnboga og Alfreð
Þorsteinsson áttu „come-back“ á
Tímanum, hví skyldi Svavar
Gestsson ekki eiga „come-back“
á Þjóð’viljanum. Annars held ég
að Ásmundur Stefánsson græði
ekkert á ritstjómarfulltrúa inni á
Þjóðviljanum."
Einn talsmaður meirihluta út-
gáfustjómarinnar ságði í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins í
gær að það lægi ljóst fyrir að vilji
meirihluta útgáfustjómarinnar
væri að ráða Svavar sem ritstjóra
að Þjóðviljanum. Það mætti segja
að málið væri frágengið, þó svo
að enn hefði formlegt svar for-
mannsins ekki borist. Hann sagði
að rangt væri að líta á þessa ráðn-
ingu sem aðför að Össuri, því hér
væri einungis verið að fylla það
skarð sem myndast hefði, þegar
Kjartan Ólafsson hætti sem rit-
stjóri fyrir nokkrum misserum.
Hér væri fyrst og fremst verið
að hugsa um að styrkja þá heild
sem héti „flokkur - blað“.
Kvaðst hann ekki óttast að
Össur myndi hætta sem ritstjóri,
þó svo að Svavar væri ráðinn.
Slíkt væri af og frá. Hann kvaðst
þó telja að einhveijir blaðamenn
Þjóðviljans myndu hætta, í kjölfar
ráðningar Svavars, en það væro
blaðamenn sem hvort eð er hefðu
verið famir að hugsa sér til hreyf-
ings.