Morgunblaðið - 12.06.1986, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNl 1986
HUGLEIÐINGAR
UM FERSKAN FISK
eftír Ásmund R.
Richardsson
íslenskur ferskfiskur hefur nú í
nokkur ár verið sendur utan á er-
lenda uppboðsmarkaði, aðallega í
Englandi. Um allmikið magn er að
ræða og hefur þessi útflutningur
aukist verulega, sérstaklega sl. ár,
á sama tíma og ísfiskur úr skipi
seldur erlendis hefur nokkum veg-
inn staðið í stað í magni.
Svokallaður gámafískur, sem að
vemlegu leyti kemur frá minni bát-
um sem að öllu jöfnu hafa ekki
haft tækifæri til að nýta sér erlenda
uppboðsmarkaði, hefur að sögn út-
flytjenda mikið farið í 1. og 2.
gæðaflokk. Nú er vitað að flutning-
ur þessa fisks hefur verið í óein-
angmðum og/eða illa einangmðum
gámum alla vega á litinn, m.a. blá-
um og rauðum, en þessir litir draga
til sín hita. Fiskurinn er víðsvegar
að af landinu og er ansi gamall
„ferskur fískur" þegar á markað
er komið, en siglingartími frá
Reykjavík til Englands er um um
4 dagar. Ef fiskurinn kemur frá
landshlutum, t.d. Austflörðum,
Norðurlandi eða Vestfjörðum, getur
það komið fyrir að fiskur hafi verið
í gám í allt að 6 daga áður en hann
kemst um borð í skip til Englands.
„Ferski fiskurinn" sem seldur er
erlendis er þá 5—14 daga gamall
þegar hann kemur á uppboð. Fyrir
kemur að fiskur úr einum gám sé
ekki allur seldur á sama uppboði,
heldur taki það 2—3 daga að selja
fískinn vegna lélegra gæða og er
jafnvel einhveiju hent.
Síðan þessi útflutningur hófst
hafa menn verið að læra rétt vinnu-
ÁsmundurR. Richardsson
„Það er einlæg trú mín
að ef menn almennt
hættu að hugsa í magni
og byrjuðu að hugsa um
gæði fengist betra verð
en nú fæst á uppboðs-
mörkuðum.“
brögð varðandi alla meðferð og frá-
gang, um borð í veiðiskipi og í gám,
og má segja að menn séu smátt
og smátt að átta sig á þeirri stað-
reynd að það er ekki bara fiskur
sem verið er að setja í gám, heldur
fullunnin matvara. Verðmæti sem
þarf að fara vel með.
Sést þetta best á því að einstaka
menn hafa alltaf toppsölur utan og
hafa þeir þá aðlagað sig betur en
aðrir að þeim kröfum sem markað-
amir gera, svo og að þeim tækjum
og leiðum sem standa opnar í þess-
um útflutningi.
Einnig má í þessu sambandi
benda á sérhannaða gáma, vel ein-
angraða og hvíta á litinn sem
Eimskipafélag íslands hefur nýlega
tekið í notkun og bætir það mikið
úr hvað flutning varðar og gefur
mönnum betra tækifæri en áður að
skila gæðafisk á markaði.
Það má kannski segja að lágt
verð á fiski hér innanlands hafi
brenglað verðmætamat manna og
tafið fyrir þeirri þróun að litið sé á
fisk sem verðmæti sem fara á var-
lega með. Hér á landi hefur meira
verið hugsað um hann sem hráefni
til frekari vinnslu en viðkvæma
matvöru og má hugsa sér það sé
afleiðing lítillar samkeppni hér
innanlands samanborið við þá
samkeppni sem menn búa við er-
lendis.
Meðal skilaverð erlendis hefur
verið á bilinu kr. 30—50 per kg.
samanborið við kr. 15—20 per kg.
hér heima. En verðið hérlendis
hækkaði með nýju fiskverði og
breytingu á sjóðakerfí nú nýlega,
og er lfklega á milii kr. 20—30 per
kg. í dag. Ruslfiskur svokallaður,
þ.e. tegundir sem frystihúsin hér
vilja ekki fá, er seldur fyrir ágætan
pening erlendis í talsverðum mæli
og lengir útiverutíma bátanna, þar
sem hann er utan kvóta.
Hitt er annað, að markaðir er-
lendis eru mjög mismunandi og
kröfur þeirra til frágangs mismikl-
ar. Fram að þessu hefur aðalmark-
aður fyrir „gámafisk" verið í Eng-
landi, en físks er neytt víðar í
Evrópu og ótaldir möguleikar á
sölum ókannaðir. Til þess að vinna
nýja markaði þarf að kynna sér þær
kröfur sem þar eru gerðar, áður
en farið er af stað, því ef slæmt
orð fer af íslenskum fiski á nýjum
markaði í byijun, getur reynst erfitt
að breyta því áliti.
Á þessu sviði, eins og á öllum
öðrum, ætti það að vera hlutverk
útflytjandans, tengiliðar sjómanns-
ins við markaðina, að leiðbeina með
frágang og tegundarval inn á hina
mismunandi markaði. Einungis með
góðri samvinnu þessara aðila, svo
og flutningsaðila, er hægt að fá
hæsta mögulegt verð, sem eðli
málsins samkvæmt ætti að vera
hagur allra aðila.
Því miður virðist þessu ábótavant
í dag ef marka má fréttir bæði frá
Englandi nú nýlega og Þýskalandi
fyrr í vetur, þar sem íslenski fiskur-
inn fær almennt ekki háar einkunn-
ir né gott verð miðað við aðstæður
erlendis. Verðið er hátt miðað við
íslenskar aðstæður, en slíkur sam-
anburður á sér engan grundvöll í
raunveruleikanum.
Mín eigin reynsla af þessum
málum, samtöl við kaupendur er-
lendis og ferðir á markaði, stað-
festir því miður þá hryggilegu stað-
reynd, að almennt er markaðskönn-
un í lágmarki, óskir markaða um
frágang ekki virtar né möguleikar
til hærra verðs nýttir.
Það er einlæg trú mín að ef
menn almennt hættu að hugsa í
magni og byijuðu að hugsa um
gæði, fengist betra verð en nú fæst
á uppboðsmörkuðum. Til þess að
svo megi verða þurfa menn að
hætta að hugsa um fisk sem fisk
og byija að hugsa um fisk sem
vöru til manneldis, viðkvæma en
verðmæta.
Höfundur sér um útflutning hjá
Ólafi Gíslasyni & Co hf.
Hér sérðu tvo vinsæla furustóla
— Windsor og og París, sem eru
stofuprýði. Hjá okkur sérðu lang-
stærsta úrval landsins af furuhús-
gögnum á hagstæðu verði.
WINDSOR
3.&60
m húsgagna-höllin
ini.'Tn'.'IV'l BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
Morgunblaðið/Einar Falur
Olafur Orn Haraldsson aðstoðarforstjóri Útsýnar ásamt Axel Christ-
ensen sölustjóri hjá Tjæreborg.
Aukið samstarf Út-
sýnar og Tjæreborg
Ferðaskrifstofan Útsýn hefur undirritað samninga um áfram-
haldandi samstarf við dönsku ferðaskrifstofuna Tjæreborg og gerir
samningurinn ráð fyrir auknu samstarfi ferðaskrifstofanna. Utsyn
getur nú boðið fleiri ferðir með Tjæreborg og meðal nýjunga má
nefna samstarf um ferðir seldar frá Kaupmannahöfn til Islands og
Grænlands.
Axel Christensen sölustjóri hjá
Tjæreborg kom hingað til samn-
ingaviðræðna og sagði hann að ís-
lendingum stæðu nú til boða ferðir
með Útsýn-Tjæreborg til íjarlægari
staða svo sem Mexíkó, Kenýa,
Austurlanda fjær, Afríku og fleiri
staða. Samstarfið nær til fleiri landa
en Danmerkur, hægt verður að
kaupa Tjæreborgarferðir t.d. í
Bretlandi. Þá verður samstarf um
svokallaðar snjóferðir, skíðaferðir
Tjæreborg til Alpannna, og meðal
nýjunga má nefna að farþegum
býðst ódýrara fargjald með því að
ferðast með rútu frá Kaupmanna-
höfn. I undirbúningi er samvinna
milli Útsýnar og Tjæreborg um
Grænlandsferðir, þeir sem kaupa
ferð til íslands og Grænlands geta
ýmist verið á íslandi eða Grænlandi
allan tímann, eða verið hluta ferðar-
innar á íslandi og hluta á Græn-
landi, og mun Útsýn sjá um innan-
landsferðir farþeganna. Þá gerir
þessi aukna samvinna ráð fyrir að
Útsýn geti selt ódýrar Tj'æreborgar-
ferðir, sem selt er í með nokkurra
daga fyrirvara ef einhver sæti eru
laus í hópferðum, en fram að þessu
hafa slíkar ferðir ekki verið seldar
hér á landi.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ármann Reynisson afhendir Mist Þorkelsdóttur, tónskáldi, viður-
kenningu sjóðsins, 150 þúsund krónur.
Tónlistarsjóður Armanns Reynissonar:
Mist Þorkelsdóttir
fær viðurkenningu
til að semja óperu
ÚTHLUTUN ÚR tónlistarsjóði Ármanns Reynissonar fór fram í gær
og að þessu sinni hlaut Mist Þorkelsdóttir, tónskáld, viðurkenningu
sjóðsins, að upphæð 150 þúsund krónur.
Úthlutun viðurkenningarinnar
fór fram á heimili Ármanns Reynis-
sonar og sagði hann við það tæki-
færi að margar umsóknir og snjallar
hugmyndir um listræna sköpun
hefðu borist sjóðnum að þessu sinni
en sjóðurinn hefði ákveðið að út-
hluta Mist úr sjóðnum og með því
leggja áherslu á gildi frumsköpunar
í tónmenningu okkar, en Mist hefur
áformað að semja óperu sem ein-
göngu verður flutt af bömum.
Aðspurð að því hvort hún hefði
fengist við að semja ópemr áður
sagði Mist að svo væri ekki, en
hins vegar hefði hún í námi sínu
úti í Bandaríkjunum fengist talsvert
við að kynna sér baraaleikhús og
hvemig mætti virkja böm til frekari
þátttöku I leiklist og tónlist. Sagðist
hún hafa fengið hugmyndina að
samningu þessarar ópem fyrir um
það bil tveimur ámm og væri fyrir-
hugað að bamakór Kársnesskóla
flytti ópemna þegar þar að kæmi.
Mist sagði að verkefni sem þetta
gæti verið vel til þess fallið að glæða
tónlistaráhuga bama jafnframt því
sem uppsetning verka af þessu tagi
gæti orðið tónlistarkennslu í skólum
til mikillar eflingar og gert hana
meira lifandi.
Aðspurð um efni ópemnnar sagði
Mist að ekki væri gengið út frá
neinni vel þekktri sögu en hins
vegar væm persónumar tröll og
álfar og aðrir þjóðsögulegir vættir
sem flestir ættu að kannast við á
einhvem hátt.