Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JtJNl 1986
55% íslendinga-fylki nyti
meiri festu en þjóðríkið
eftir Björn
Sigfússon
I. Valddreifing næst
með — og ekki án —
samheidni
Við bæjarstjómarkosningar sýnir
fólk liðsterkan vilja til að kjósa yfír
sig meirihlutastjóm eins flokks.
Ef það tekst og reyndin á kjörtíma-
bili, eða nokkru skeiði þeirra í röð,
verður allgóð þarf verulegt slys til
ef sá flokkur á síðar að tapa miklu.
Og þótt slíkt hendi svo nýr flokks-
vilji taki við hálfri eða allri stjómar-
ábyrgðinni, t.d. kratar af hófsömu
íhaldi eða öfugt, þorir sá viðtakandi
ekki að gera ofsalegar breytingar
né reka heila hópa af fyrra starfs-
liði; afturkast af því tiltæki mundi
hegna fyrir. Þama lýsi ég samnor-
rænni lýðræðisreynslu, sem m.a.
kom allskýrt fram í rúmgóðu land-
námi Ingólfs við bæjarstjómar-
kosningar 31. maí. Jafnvel atvik
eins og þau að snöggt rask gerist,
í þá átt t.d. að fomt kratavígi,
Hafnarfjörður, breytist í kratavígi
á ný, er týpískt festufyrirbrigði víða
um Norðurlönd.
Allar íslenskar ríkisstjómir, sem
nafn má gefa, eru þvert á móti sam-
steypustjórair og getur taflstaða,
sem því veldur, ekki breyst fyrir
aldamót, sennilega ekki heldur þá.
Ég lofa hvorki né lasta að þannig
er. Það ef takast mætti að knýja
80% eða meira af íslendingum í
tvær einsleitar (homogenar) póli-
tískar heildir, sem einar bítist um
völdin, mun færa oss áhættur, sem
ég þarf ekki að nafngreina.
Raunsönn að hluta, en mistúlkuð,
er tvískipting („tvær þjóðir“) í 45%
dreifbýlis-íslendinga (og 14 þús.
íbúa Suðumesin þar í talin) og þau
55%, sem sitja höfuðborgarsvæðið,
frá Straumsvík norður fyrir hval-
veiðistöðina í Hvalfírði (með gömlu
herskipaleguplássi, sem Borgar-
fjarðarhérað þarf ekki). Fyrir 10
mánuðum (20.8.) birti Mbl. fyrir
mig skeggræður um þetta höfuð-
borgarsvæði, eins og það tæki sig
út sem ríkasta amt (= fylki) þjóð-
arinnar, og það þyrfti aukna vídd
landsvæða með næga sögudýpt.
Nú el ég á hinu sama, teldi líka
gott að fá flölbreytni í tillögur.
Helst er það raunar ein týpa til-
lagna, sem ég tel ópraktíska; sú er
að kollvarpa megi strax gerðri sátt
Alþingis í kjördæmastreitunni. Við
hana situr þó kjördæmin milli
Bjargtanga og Héðins§arðar séu
enn látin fá of stóran þingmanna-
hóp en suðvesturhom of lítinn.
Biðlund þarf, æsum sem fæsta upp.
Samt felst einhver gimd til land-
svæða í amtsvilja mínum því fylki
með 55% þjóðar þolir varla innilok-
un á homi einu.
Örstutt skýring þyrfti að duga'
héma á því við hveija þætti stjóm-
sýslunnar er átt með amti, sé út
frá þeirri kenningu gengið að senn
verði farið að skipta landinu í ömt,
sjálfsagt með öðrum mærum en ömt
okkar höfðu fram að árinu 1908.
Þá hurfu þau heiti úr opinberum
skýrslum og þau létu eftir sig góða
sögu. En fylki er nýnorskt heiti,
lánað úr miðöldum. Svíar og Finnar
nota orðið lén (lán) en Danir amt
um slíka iandshluta, sem hafa lýð-
kjörin fylkisþing (og amtsráð sem
þingin helst velja), og þar næst
vald landshlutans með því að sýna
samheldni. Orðið amt (þýskt)
merkti fyrst embætti en síðan það
umboðsstjómarsvæði, sem ríkið fól
þvf embættinu (stofnun) til réttar-
gæslu og heimaríkrar umsjár. Ef
komist yrði hjá tvíverknaði og
óhentugleika smæstu stjómstærða
má meta Iágt í krónum obbann af
stjómarkostnaði amts, þannig að
með niðurfellingu á sömu vinnu í
stjómarráði megi þá jafnháa upp-
hæð spara. Þó ég nefndi ríkt amt
áðan hleypur grein mín burt frá
öfundartali og gjaldeyrisdraumi um
„fylkjabanka“ og þá hólfuðu hag-
stjóm sem heimamenn segjast vilja
fá af stífara taginu. Tilgangurinn
er helst að fá nýja atvinnu en rýra
reykvískt stjómvald og stór firmu.
Tómas Ingi Olrich, kunnur skóla-
maður á Akureyri, hefur lagt til að
jafna atkvæðisrétt landsmanna að
fullu (sjá m.a. Mbl. 28.3. 1984)
gegn því að kjamakaupstaðir lands-
byggðar, en ekki Reykjavík, sjái
um öll milliliðahlutverk dreifbýlis,
um „aðföng, framleiðslu, birgðir,
útflutning, innflutning (ásamt
skattlagningu) og þá þjónustu, sem
við kjósum...“ — Reikningsdæmi
hans er áhugavert en vekur auka-
spumingar. Ein þeirra spuma eða
fleiri mun ganga fast eftir að höf-
uðborgarfylki svari hvemig það
ætli síðar að mæta slíkum hafta-
kerfum stakra landshluta. Gerst
hefur það í millitíð í sjónvarpi að
fylkjatillögum af hugsunarþrengri
gerð hefur verið stjakað úr umferð
í bili með frómri spumingu: „Er sú
valddreifing annað en það að fá-
mennustu fylkjunum (eða kjördæm-
um) sé ætlað að éta það sem úti
frýs? Og leyfíð til að mega það eiga
þau að kaupa með því að afsala sér
sætum á Alþingi. Af þessu fálmi
og öðru, sem kom fram um fylki
(helst í ótækri mynd kantónu) á
vorþingi 1986, hlýt ég að draga þá
ályktun að ömt fjórðunga yrðu þá
fyrst rædd af viti þegar sæjust
form og tilgangur höfuðborgar-
amts. Það er líka eina amtið, sem
hér getur jafnast við smæstu ömt
(fylki), sem enn lifa í Noregi."
Drögum saman, áður en lengra
er haldið, hvaða tilgang ömt eignist
og sérlega þá amtið síðastnefnda:
Flytja skal mikið af stjómarráðs-
hlutverki til milliyfírvalda, sem
afgreiða mál hraðar og skynja vel
að þau standa í þjónustu yfírsjáan-
legs landshluta, en þar eru fólkið
og þau yfírvöld einsleitari og nánari
en ríkisþegn og upphækkað ríkis-
vald þykja vera. Hinn skæði áróður,
sem gegn slíku ríki og „kassa“ þess
er rekinn, rénar trúlega við þessa
valddreifíng.
Reynsla, sem greinin byijaði á,
að bæir hér og sumir borgvæddir
landshlutar erlendis koma sér auð-
veldar upp langlífum meirihluta-
stjómum en þjóðríkin geta, mun
líka sannast á ömtum, sérlega ef
amtinu er oft stillt upp gagnvart
keppinaut í sama landi. Og sá
keppinautur, um vinsæld og virðing,
getur verið ríkisvaldið þess. Festa
og samheldni spillast nema keppt
sé að einhverju og gjaman móti
einhveiju, samkvæmt drengilegu
lýðræði. Það væri misskilningur að
vænta að þetta auki eijur stétta og
persóna. Þvert á móti afstýrir hin
umrædda hólfun á valdsumdæmum
mörgu návígi. T.d. getur sá sem
þykist illa settur í einhveiju hólfinu
leitað framgangs í einhveiju hinna.
Hólf krefst samheldni en summa
þjóðlífs eflist af margbreytni og
ýmsum kollhnísum.
Alþingi verður einrátt um lög-
gjöf, skipting hennar (niður á kant-
ónustig) er ætíð bölvun, eins og
haft er eftir lögsögumanni við
kristnitöku. Hin daglega starfsemi
„næturvarðarríkis", þeirrar týpu,
sem Adam Smith mælti með 1776
og Fijálshyggja hrósar á sama veg,
gæti sjálfsagt skipst milli amtanna.
En hæpnara væri að létta Trygg-
ingastofnun ríkisins af ríkinu á
þann hátt og þannig er um margt
í velferðarríkinu. A þessu stigi
getum við ekki fullyrt hvort amts-
myndun ýti okkur frekar í vinstri
átt eða hægri þegar þar að kemur.
Það fer mest eftir því hveijir hand-
Dr. Björa Sigfússon
„Örstutt skýring þyrfti
að duga hérna á því við
hverja þætti stjórnsýsl-
unnar er átt með amti,
sé út fráþeirri kenn-
ingu gengið að senn
verði farið að skipta
landinu í ömt, sjálfsagt
með öðrum mærum en
ömt okkar höfðu fram
að árinu 1908.“
leika góð máléfni. Auðvitað sofna
afturhaldstillögur eins og þær, sem
Samtök um jafnrétti milli lands-
hluta létu flytja, þingskjal 621, á
Alþingi 1986, sem frv. til stjóm-
skipunarlaga.
11. Þarf þingræðið hólf
un og hamskipti til að
geta yngst upp?
Aðstæður í löndum eru svo
breytilegar að fyrir hvert eitt þeirra
mundi sú spum vekja upp ólík svör,
sem væm tæplega öll sönn. Þó má
velta máli fyrir sér. Sundurlimun
Bretlands, The breakup of Britain,
er rit eftir Naim og hefur verið
þaulrætt þarlent efni í mörg ár, án
niðurstöðu. Frakkar hafa endur-
skipulagt skipting ríkis síns í lands-
hluta og aukið fylkjavöld. Fylkja-
skipan í þýskri Bundesrepublik,
Samveldinu, byggist helst á smá-
furstadæmum allt frá miðöldum.
Fylkin Færeyjar og Grænland búa
við mikið kantónusjáifræði, innan
konungdæmis, sem þau fyrr vom
snauðustu ömt í, eins og fsland
var. Norðmenn hafa auk Oslóar 18
fylki í landi sínu, Svíar 24, Finnar
12. Norræn rökhugsun um fylkja-
stærð og hvem höfuðstað, metinn
(sem fylkisjafnoka) út af fyrir sig,
hlyti að mæla með að dreifbýli vort
allt, handan Hvalfjarðar og Kámba-
brúnar, renni nú saman í eitt amt,
sem veijist því betur en Reykjavík
að verða heimkynni „anonýma"
massamúgsins, sem spekingar kúlt-
urs áfellast eða aumka. Rökleiðum
sem fæst um slíka tilfínning og
„tvíþjóð" í smálandi eins og vom.
Hitt vitum við að „f]órðungar“ ís-
lands samþykkja aldrei að gera eitt
amt úr sér.
Spuming er hvort áráttan að
skapa fylki styðjist við magngrein-
ing, til að vama því að hið ofvaxna
spillist sakir stærðar (sem skortir á
íslandi), eða styðjist við eiginleik-
ana landlægu (við hið kvalitatífa),
sem margir vona að í framtíð sér-
kenni amtið (fylkið). Hið síðar-
nefnda eðli réð lengi öllu um sjálf-
stjómarviljann hér og í öðmm lend-
um Danakonunga handan hafs. Það
gerði einnig í Eystrasalti Gotland
og Áland að sérstökum lénum þrátt
fyrir fámenni, sem bera má saman
við Qórðunga hér nema hinn fá-
mennasta, Austurland. Fellum í bili
niður ályktanir af því. Hitt segir
landafræði mér að evrópsk fylkja-
tíska er farin, líklega leynt, að ýta
undir fylkjatillögur hér.
Reiði móti háttum þingræðis
mótaði ritgerðina Þingræðið á
glapstigum, í tímaritinu Vöku
1927. Þar stóð snemmborin spá um
nálæg hamskipti á lýðræði, t.d. í
kosningum. Þar segir m.a.:
„Engin stjómartilhögun, sem
ennþá hefír verið reynd manna á
meðal, hefír gefíst vel nema um
sinn. Viðleitni manna til að ráða
fram úr hinu mikla vandamáli um
rétt og skyldur einstaklingsins
gagnvart þjóðfélaginu og þjóðfé-
lagsins gagnvart einstaklingum er
ennþá á tilraunastigi. . . Vér Islend-
ingar megum minnast þess hvílíkan
fögnuð endurreisn Alþingis vakti
hér á landi. .. En þó er sannast að
segja að nú er sami óðurinn þulinn,
þulinn um þvera og endilanga álf-
una, að þingræðið sé komið að
gjaldþrotum, að það sé dauðadæmt,
nema ef takast kynni að kveða niður
hinar mörgu og skaðvænlegu
óheillafylgjur þess. .. tala sakar-
giftanna er legio... að þingin séu
afar illa fallin til fjárforráða...
Stjómmálamennimir láta sér allt.
að vopni verða. Við kjósendur sína
beita þeir ógeðslegum fagurgala,
andstæðinga sína ofsækja þeir og
hundelta á alla lund en lygar og
mútur ráða oft úrslitum mála, bæði
innan þings og utan... Þá telja og
flestir vitrir menn hinn mesta
ófagnað að hinni hóflausu lagasmíð
þinganna... unga út nýjum lögum,
sem færri em þörf en óþörf og
hafa vitanlega margvíslegan til-
kostnað og vafstur í för með sér,
bæði beinlínis og óbeinlínis... Þing-
in virðast og alls staðar hafa ríka
tilhneigingu til að seilast út fyrir
verksvið sitt. Þau sletta sér fram í
umboðsstjómina, skipta sér af
embættisveitingum o.s.frv. og
tmfla á þann hátt allt heilbrigt
stjómarfar. Það þykir einnig víðast
við brenna að þingsætin séu ekki
skipuð úrvalsmönnum. Lítils háttar
menn, sem að öllu leyti em meðal-
verð allra meðaiverða, búa oft yfír
taumlausri metorðagimd... þingin
riðlast í marga flokka, stærri og
smærri, en enginn einn þeirra ræður
yfír meirihlua atkvæða. Afleiðing-
amar af þessu ástandi em hræði-
legar... Flokkatvístringin hefír í
raun og vem kippt fótunum undan
þingræðinu og stofnað því í tví-
sýnu.“ — Á útþynntu blandi þeirrar
mælsku frá 1927 smökkum við í
Bandalagi jafnaðarmanna og Flokki
mannsins.
Þessi mynd af glapstigum þing-
ræðis er reyndar eftir þjóðrækna
íhaldsmanninn Áma Pálsson, sem
hér var söguprófessor 1931—43 og
nefndi alloft með Ágústínusi kirkju-
föður að ríkinu beri hvorki máttur-
inn né dýrðin. Nútímalegra fram-
hald á ófrægingu þingræðis varð á
kjörtímabilinu 1983—87 hjálplegra
annarri stjómarandstöðu en Banda-
lagi jafnaðarmanna. Hjá því gætti
að vísu amerískari hugsanagangs
en í gmnnkröfu Áma prófessors
um háleitt en einfalt landsvald,
er gætti sóma síns. Ámi naut breið-
ari undirstöðu í Evrópu, sem þó var
á fasískri leið til ófara. Hvorki þá
eða nú gat brotnað niður þingræði
íslendinga. En sé ísland í svipinn
nauðbeygt til dýrra þjóðskipulags-
tilrauna koma fylki mjög til greina.
Ekki fyrirbyggir miðstýring úr
stjómarráði klofnun „stórborgar-
svæðis" frá landsbyggð. Heldur
kann ný þingræðistýpa innan amts
að vera sú endumýjunartilraun og
valdskipting, sem best kemur sér
um 2000. Benda mætti á að hin
einsleita (homogena) borgvæðing
ætti að magna samlyndi og fram-
tak sitt ef ábyrgðin er flutt frá
upphöfnu ríkisstjóminni niður til
borgarráðs og amtsráðs og lýðræð-
isnefnda á þeirra vegum. Þar, í
nærsýn borgaranna, hlýtur líka að
takast að hefta óheillafylgjur, sem
Á.P. vildi trúa að meira tengist
þingræði en öðru stjómarfari. En
það gerist ýmist. Óháð þeim göllum
þarf að glæða í fylkjum landkosta-
trú, sögudýpt og hlutverksmetnað.
Næst skal það efni rætt.
III. Forystufylki þarf
aukna landsdýpt og
þingstaðarmetnaðinn
Ölfusvatn, Bláskógar, Bláfjöll,
Tröllháls upp af Sandkluftum, fjall-
ið Skjaldbreiður og Skriðan, Reyð-
arbarmur — þama standa landverð-
ir Ingólfs og hinna frumbyggjanna,
sem völdu sér höfn við Sundin
blá. „Landslag væri lítils virði ef
það héti ekki neitt," yrkja Grafn-
ingsmenn. Og í fyllingu tímans mun
ekki aðeins eignarhald heldur og
lögsagnarumdæmi Ingólfsborgar
teygjast jafnlangt austur og óðal
Grímkels goða í Bláskógum náði.
Hann sat þar jörðina Ölfusvatn.
Frá þeim bæ teygðist Bláskóga-
sveit fomrita vorra norður kring
Þingvallavatn (fyrst nefnt Ölfus-
vatn) og að Tröllhálsi. En frá honum
og norður með Hallbjarnarvörðum
og borgfírskri Uxahryggjarleið hét
Bláskógaheiði, Skjaldbreiður, suð-
austan hennar, lokar þar sýn til
Skriðunnar og Hlöðufells, þó þau
tvö gnæfi í 1000 og tæpra 1200 m
hæð.
Grasrýrt og fábyggt var í allri
vídd Bláskóga og eins Bláfjalla ofan
núverandi Heiðmerkur. En sumar-
blámi hefur oft einstæður sést því
allt var það kjarri vaxið nema vatnið
og háfyöll og loftraki gat þar verið
margfalt meiri í hlýindum en yfír
gróðurleysu. Flest em þau fom,
þessi ömefni í sjónhring Ingólfs og
þingstaðahöfunda, sem hann skilaði
ættarhlutverki sfnu til, þar á meðal
til Bláskógagoðans. Nöfnin árið 930
vom nauðsynleg allri hönnun
eyktamarka frá þingstað og hveij-
um bæ og jafnframt til landa-
merkjasetningar. Reykjavík og
Innesjamenn, en ekki láglendingar
austan fjalls, hafa ráðið nafnaval-
inu, þeim einum miklaðist tilsýndar
bláminn um fjall og þann skóg, sem
án nafns væri „lítils virði".
Saga án litar lifír ekki. Auðvitað
em litlausa þekkingin og fomleifa-
fræðin okkur mjög brýnar og rann-
sóknir þurfa að aukast. Við umber-
um vel þó þreifískyn sanni í ein-
feldni að blámi frægðar og skógar
er lygi eða a.m.k. ýmist frystur í
grátt hrím eða fokinn fyrir veðmm.
Svona er feðranna frægð fallin í
gleymsku og dá. Fyrirheit lifna þó.
Víkjandi blána þíns fyrirheits foldir,
Qallbláar, hátt yfir allar moldir.
Og fagnandi lýð gegnum lífið og striðið
þú leiðir undir hinn græna svörð.
Við skuldum þessu innblásna
kvæði, Frelsi (íslands) eilífa leit
og að fínna landsbletti, þar sem
„foldir fyrirheits" þíns hafa, ofan
úr hillingum, tyllt sér niður á fræga
sögustaði. Upphaf eggjandi ríkis-
fyrirheits felst í reisn Alþingis frá
byijun þess og svo í ritmenningu
vorri á hámiðöldum, sem klaustur
fóstruðu.
Sú Viðey, sem býr í fortilveru
höðfuðstaðar við Sundin, var
leidd í þrennu lagi undir svörðinn
græna. Hann hylur veggjaundir-
stöður klausturs, sem hófst til
frægðar fyrir 760 ámm. Frá yngra
skeiði, sokknu og vallgrónu, fær
nú borgin í hendur elsta hús sitt,
Viðeyjarstofu rammgerða, verk
Skúla fógeta. Innendi Viðeyjar bar
nýlega, þ.e. snemma á ævi minni,
flölsótta útgerðarstöð, sem gras og
eyðing hafa dregið hjúp sinn yfír
en sagan þó veit, jafnt og hún veit
og metur eldri tímabilin tvö, sem