Morgunblaðið - 12.06.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986
25
Sjómannadagurinn lög-
bundinn frídagur
sjálfsagt réttlætismál
eftirÁrna Johnsen
Það er undarleg árátta hjá þing-
mönnum Alþýðuflokksins að í hvert
skipti sem hreyft er einhverju þjóð-
félagsmáli af öðrum en þeim, þá
reka þeir upp ramakvein eins og
verið sé að stela af þeim ærunni. I
Morgunblaðinu 10. júní sl. stekkur
Eiður Guðnason alþingismaður eina
ferðina enn upp á nef sér og óskap-
ast yfír frétt í Morgunblaðinu frá
7. júní sl. þar sem sagt er að undir-
ritaður hafi farið þess á leit við
Guðjón A. Kristjánsson, formann
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, og Óskar Vigfússon,
formann Sjómannasambands ís-
lands, að þeir létu vinna álitsgerð
sem gæti verið grunnur að ákvörð-
un um lögbundinn frídag sjómanna.
Slík beiðni hefur ekki fyrr komið
til þessa samtaka, en eini tilgangur
minn er að stuðla að því að þetta
mál nái höfn: Mér finnst eðlilegast
að sjávarútvegsráðherra flytji
frumvarp um lögbindingu sjó-
mannadagsins sem frídags, en hver
sem flytur þetta mál áleiðis til
afgreiðslu þá mun álitsgerð sam-
taka sjómanna, sem ég hef beðið
um, flýta fyrir og stuðla að af-
greiðslu málsins. Að sjálfsögðu hafa
formenn sjómannasambandanna
tekið vel í máialeitan mína, en flikk
flakk Eiðs Guðnasonar kemur svo
sem ekkert á óvart.
Eiður flutti ásamt Karli Steinari
Guðnasyni frumvarp um frídag sjó-
manna á síðasta þingi, undir lokin,
en slík fljótaskrift var á frumvarp-
inu að segja má að það hafi verið
út í hött. Frumvarpið var hvorki
lengra né skemmra en hér skal
greint:
„1. grein. Fýrsti sunnudagur í júní-
mánuði ár hvert skal vera almennur
frídagur íslenskra sjómanna.
2. grein. Lög þessi öðlast þegar
gildi."
í fyrsta lagi þá getur sjómanna-
dagurinn ekki alltaf verið fyrsta
sunnudag í júní vegna þess að hvíta-
Sunnu ber stundum upp á þann dag
og það er ekki vilji sjómanna að
rekast á hvítasunnuna í sambandi
við sinn hátíðisdag. I öðru lagi geta
bæjar- og sveitarstjómarkosningar,
2—3 á öld, borið upp á fyrsta sunnu-
dag í júní miðað við núgildandi lög
og það atriði þarf að skoða, því sjó-
menn eiga skilið þá virðingu að
hátíðisdagur þeirra verði heill og
óskiptur. I þriðja lagi er ekki unnt
að lögbinda frídag hjá farmönnum
og það undirstrikar aðeins fljóta-
skriftina í málflutningi Eiðs að hann
gerði sér ekki grein fyrir vand-
kvæðum í því sambandi fyrr en
honum var bent á það í umræðum
í efri deild síðla vetrar. Eða hverjum
dettur í hug að það sé hægt að
skylda öll íslensku farskipin til þess
„Það er góður siður sjó-
manna að gá til veðurs
áður en lagt er í róður,
og það er mikið atriði
að mál sem eiga að ná
fram séu lögð fram og
unnin á þann hátt að
hugsað sé til enda.“
að vera í landi á sjómanndaginn?
Það er hins vegar hægt hjá flski-
skipum og togurum, því það er
skipulagsatriði sem hægt er að
leysa án þess að það komi niður á
eðlilegri vinnslu í landinu eða sjó-
sókn.
Það er góður siður sjómanna að
gá til veðurs áður en lagt er í róður
og það er mikið atriði að mál sem
eiga að ná fram séu lögð fram og
unnin á þann hátt að hugsa sé til
enda: Það var ekki í flýtimáli Eiðs
og Karls Steinars sl. vetur á Al-
þingi. Meiningin var þó góð og það
skiptir mestu máli, en að þeir eigi
þetta mál eitthvað umfram aðra en
undarlegur hugsunarháttur.
Hér er um að ræða mál sjómanna
og það eru þeir sem eiga þetta mál.
Það eina sem skiptir máli er að það
náist í gegn, hitt er hégómi að líta
á það sem einhvern safngrip í gulla-
búi Alþýðuflokksins. Hvort sem ég
verð meðflutningsmaður Eiðs í
þessu máli eða hann minn, eða hvort
sjávarútvegsráðherra flytur málið
fyrir hönd ríkisstjómarinnar, sem
mér flnnst þó eðlilegast, og ráð-
herra hefur gefið í skyn, þá skiptir
það eitt máli að ná árangri. Þing-
menn Sjálfstæðisflokksins eru
samþykkir því að sjómannadagur-
inn verði lögbundinn og þar með
er kominn hryggur í málið, en ég
mun vinna að því að málið verði
flutt á næsta þingi að öllu óbreyttu
og ekki er verra að eiga Eið Guðna-
son vísan liðsmann þegar á hólminn
er komið. Mér flnnst hlægilegt
þegar Eiður er að klifa á því í grein
sinni að þeir Karl Steinar eigi þetta
frumvarp, eigi þetta mál. Hér er
um að ræða mál sem sjómenn og
þjóðin í heild á og ég þekki mæta
vel að sjómenn bera mikla virðingu
fyrir sjómannadeginum. Þetta er
mál sem menn eiga ekki að vera
að karpa um, því það er svo sjálf-
sagt réttlætismál, nær væri að
fagna hveijum liðsmanni sem getur
stuðlað að afgreiðslu þess og fylgir
því fram með fullum rökum en ekki
í flaustri.
Höfundur er sdþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
fYlATÍ vörur
- ný sending. Mikið úrval
af þessum fallega danska fatnaði
á dömur og herra. Margir litir.
Ný spennandi getraun:
HM GETRAUN MIKLAGARÐS
Hvaða lið verða í þremur efstu sætunum á HM í Mexíkó?
1. Verðlaun: Helgarferð til London (Fótboltarispa ef vill).
Aukaverðlaun: 4 jogging gallar
/S
Klippið út hjálagðan getraunaseðil eðafáið seðil í Miklagarði.
Fyllið út og skilið/sendið til Miklagarðs.
Dregið úr réttum lausnum. Skilafresturtil 20. júní.
HM GETRAUN
MIKLAGARÐS
Getraunaseðill
Ég spái úrslitum HM í Mexíkó svona:
i
1. Heimsmeistarar -----------
2. Silfurlið _____-----------
3. Bronslið__________________
Nafn
Heimilisfang
Sími
/MIKUG4RÐUR
MIKIÐ FYRIR LI'VÐ