Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12.JUNI1986
51
Frá reynsluakstrinum á Sardiníu. Að ofan: Flaggskipið, Lancia
Thema ie turbo, sem varð til í samvinnu við Saab og er mjög svipað-
ur Saab 9000. Að neðan: Lancia Delta grandskoðuð. Það eru þeir
Björn Arnar frá Mazda-umboðinu og Sigurður Hreiðar frá DV, sem
þarna eru að verki.
Lancia Delta HF Turbo
Vél: 4ra strokka, þverstæð að framan, með forþjöppu, 1.585
rúmsm, 140 ha. við 5.500 snúninga á mín. Drif að framan.
Sjálfstæð gormafjöðrun á hverju hjóli (McPherson).
Lengd: 3,89 m
Breidd: 1,62 m
Þyngd: 1.020 kg
Viðbragð 0—100 km á klst: 8,7 sek.
Hámarkshraði: 203 km á klst.
Verð á íslandi: Um 535 þús.
Lancia Delta GT i.e.
Vél: 4ra strokka, þverstæð að framan, 1.585 rúmsm, 108 ha
við 5.900 snúninga á mínútu. Rafeindastýrð, bein innspýting
(Weber). Sjálfstæð gormafjöðrun.
Lengd: 3,89 m
Breidd: 1,62 m
Þyngd: 995 kg
Viðbragð 0-100 km á klst: 10,0 sek.
Hámarkshraði: 185 km á klst.
Verð á íslandi: Frá 450 þús.
Lancia Delta HF Turbo
Kostir:
Framúrskarandi aksturseiginleikar.
Kraftmikil en spameytin vél.
Gott stýri og hemlar.
Rúmgóður að innan.
Ágætur frágangur.
Gallar:
Stýri skyggir aðeins á hraðamæli nema það sé stillt hátt.
Sverir afturpóstar hindra útsýni Htið eitt.
„Eins og ný kærasta“
Áður en ekið var af stað, vorum
við áminntir um að fara nú að öllu
með gát og reyna ekki áð ná öllu
hugsanlegu út úr bflnum á fyrstu
200 metrunum. „Maður á að haga
sér við bflinn eins og nýja kærustu,"
sagði einn af þeim Lancia-mönnum
og meinti, að maður byrjar ekki við
allra fyrstu kjmni á því að koma
henni rakleiðis í rúmið. Nei, ekki
samkvæmt ítalskri kokkabók í ró-
mantík, — fyrst koma rólegar
gönguferðir þar sem haldizt er í
henduro.s.frv.
Ekki segi ég að fyrsti spölurinn
hjá okkur hafí minnt á rómantíska
gönguferð í tunglsljósi, því það var
á andartaki augljóst mál, að Delta
HF turbo var viljugur í meira lagi
og hvetur til hraðaksturs. Fjöðrunin
var stinn án þess að bfllinn væri
hastur og minnti til dæmis á fjöðrun
í BMW og fleiri þýzkum bflum. Við
gervalla gerð þessa bíls virðist hafa
verið tekið meira mið af þýzkum
bflum en öðrum; að minnsta kosti
virðist hann mun skyldari þeim en
landa sínum Fiat.
Bæði með turbo-gerðinni og þeim
aldrifna er hægt að fá recaro-sæti,
sem eru eins konar sportbflasæti,
stinn viðkomu, en halda afar vel
utan að manni. Ekki er því að neita,
að þessi sæti setja mjög sportlegan
svip á bflinn að innan og segja
manni ótvírætt, að hér sé enginn
meðaljón á ferð.
Það má sjá langar leiðir, að ítalir
hafa hannað mælaborðið. Því er
skipað niður á þijá aðskilda fleti
og mælar eru þar fyrir hvaðeina,
sem hægt er að ímynda sér að
ökumaður þurfi að vita. En það er
galli á gjöf Njarðar, að í venjulegri
stöðu skyggir stýrið alveg á hraða-
mæli og snúningshraðamæli. Það
vill til að Delta er með veltistýri
og hafi maður styrið í hæstu stöðu,
sést vel á mælana. Mér líkaði það
vel en ekki er víst að allir kunni
vel við þá stöðu. í annan stað er
lítið eitt óþægilegt, að sá hluti
mælaborðsins, sem nær niður á
drifskaftsstokkinn, er óþarflega
breiður og vill verða í vegi fyrir
hægra fæti í akstri. Við innrétting-
una hef ég ekki annað að athuga,
nema hvað aftursætið í aldrifsbfln-
um er ekki þægilegt til lengdar. í
turbo gerðinni er aftur á móti ágætt
að sitja aftur í og eins í Delta GT
i.e. (með beinu innspýtingunni).
Áhrifamikið að
kitla pinnann
Sá maður getur enga ánægju
haft af þvf að aka góðum bfl, sem
ekki fær dálítinn fíðring undir stýri
á Delta turbo, — að ekki sé nú talað
um Delta HF 4WD, nefnileg;a al-
drifsbílinn. Ég geri ráð fyrir að
breiðu dekkin frá Michelin hafi átt
sinn þátt í því að bíllinn liggur svo
vel á vegi. Það gefur sérstaka
öryggiskennd, sem kannski er vafa-
söm, því hún hvetur mjög til hrað-
aksturs. Þessi öryggistilfinning,
hvort sem hún er fölsk eða ekki,
verður til þess að ökumaður þreytist
mun minna; hann slappar af, jafnvel
á 140 km hraða, ef vegurinn leyfir
það. Við komumst að þeirri niður-
stöðu, að á góðum vegi eða hrað-
braut væri hægt að halda 140 km
hraða á Delta HF turbo sem góðum
og þægilegum ferðahraða. Við ók-
um að vísu mun hraðar á köflum,
en þá hætti það að vera þægilegt.
Á sama hátt er Delta GT ie góður
fyrir 120 km hraða, þótt hann
komist mun hraðar. En hann er
mýkri á fjöðrum og þess vegna
kannski heppilegri fyrir ísland. Um
leið er hann lítið eitt „svagari" svo
gripið sé til gamallar dönskuslettu
og þar með gefur hann ekki þessa
pottþéttu tilfinningu, sem Delta
turbo og aldrifsbíllinn hafa. Allar
eru þessar gerðir ágætar í stýri og
bremsumar virðast alltaf vera í
fullu samræmi við aflið: Það er jafn
lítið mál að snarstoppa eins og að
komast á fleygiferð á nokkrum
sekúndum.
Lancia Delta GT ie — sú gerðin
sem hefur beina innspýtingu —
höfðar ef til vill meira til hins
almenna bflkaupanda. Þar hefur
verðið líklega mest að segja, en
einnig hitt, að venjulegum öku-
manni finnst hann ekki hafa hætis-
hót við meira afl áð gera en 108
hestöfl, eða þá 180 km hámarks-
hraða, sem einn út af fyrir sig er
langt umfram leyfíleg mörk á ís-
landi. Þessi gerð er með venjulegum
sætum, mjög þokkalegum, sem
hægt er að bæta til muna með því
að kaupa aukalega gervirúskinns-
áklæði. Þessi gerð er annars afar
svipuð hinum í akstri, að því undan-
skildu, að hún er eins og áður segir
mýkri á fjöðrum og maður finnur
afskaplega vel, að aflið er minna.
Verðmunurinn á turbo-gerðinni er
samt ekki slíkur að það má mikið
vera ef hún verður ekki ofaná hér.
Að minnsta kosti mundi ég hiklaust
velja þá gerð; í henni tel ég að
kaupandinn fái mest fyrir pening-
ana.
Lancia Thema
Enda þótt tilgangurinn með fyrr-
nefndri stefnu suður á Sardiníu
væri að kynna Lancia Delta, gafst
einnig tækifæri til að prófa lítillega
flaggskipið Lancia Thema. Sá bfll
hefur orðið til í samstarfí milli Saab
og Lancia og raunar Fiat einnig.
Saab 9000 hefur verið kynntur hér,
en hann er af einhveijum ástæðum
mun dýrari en tvíburabróðir hans
frá Lancia, sem kostar í ódýrustu
útfærslu kr. 620 þús. Smávegis
munur er á útlitinu; afturrúðan á
Saab 9000 nær til dæmis aftar, en
Lancia Thema er með skotti. Hér
er um alveg nýja hönnun að ræða,
sem tekist hefur vel. Línumar eru
allar ávalar og það leynir sér ekki,
jafnvel tilsýndar, að þar fer bfll í
háum gæðaflokki. Stærðin er mikið
til sú sama og á BMW 520, lengdin
4.60. Allur frágangur er til fyrir-
myndar, sætin stór og þægileg. Hér
er mikill hraðbrautavargur; há-
markshraðinn um 220 km á klst,
þegar miðað er við 160 ha. vélina;
hún var í bflnum sem prófaður var.
Hann fer í hundraðið undir 8 sek.
og gerir allt með mikilli mýkt og
elegans. Með turbo-gerðinni hefur
Lancia verulegt tromp á hendi; bfl
sem keppir við Saab 9000, Renault
21, BMW 525, Audi 100 og Benz
230. Ég hef reynt þá alla nema
Saab 9000 og tel að Lancia Thema
standi sig með mikilli prýði í þeim
flokki. Af því sem ég sá og reyndi
á Sardiníu, má ljóst vera að þessi
80 ára gamla bflaverksmiðja hefur
gengið í endumýjun lffdaganna og
margir aðrir framleiðendur hljóta
svo sannarlega að verða að taka
mið af því, sem gerst hefur hjá
Lancia.
LVORU
USGOGN
Leggðu Tréborg á mlnnið þegar þú ferð að kaupa barna-
eða unglingahúsgögn.
Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi, s. 54343.
Mundu að Tréborg er fjölbreyttasta úrval af barna- og
unglingahúsgögnum sem völ er á.
Mundu að Tréborg framleiðir og selur íslensk gæðahús-
gögn. Mundu að i Tréborg er hagstætt verð og góðir
greiðsluskilmálar.
Sendum um allt land
Opið laugardaga kl.10—12
SENDUM UM ALLT LAND
GOODYEAR
á hagstceðu verði
Hvort sem er í þurru færi eða blautu
í lausamöl eða á malbiki
á hálku eða í snjó eru:
MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING
aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans
LEIÐANDI I VEROLD TÆKNIÞROUNNAR HJOLBARÐA
GOODfÝEAR
hIheklahf
jj Laugaveqi 170• 172 Sim. 21240