Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986
59
Trén sem talað er um i bréfinu. Þau eru hér um bil dauð, að sögn bréfritara, vegna þess að látið var
þjá líða að úða á þau skordýraeitri.
Trén drápust vegna
þess að ekki var eitrað
Til Velvakanda:
Það var mikið talað um það og
skrifað fyrir rúmlega ári síðan að
ekki þyrfti að úða eitri á tré, það
væri alveg nóg að skola þau með
kðldu vatni og þá næði lúsin sér
ekki upp. Ég trúði þessu og lét hjá
líða að úða eitri á tréin mín, var
fegin að losna við eitrið, og sparaði
ekki að skola þau vel og vandlega.
Árangurinn sést í myndinni sem
tekin var hinn 7. júní síðastliðinn.
Brekkuvíðirinn sem þar sést er
annað hvort alveg dauður eða hér
um bil að drepast eftir ágang trjá-
lúsar. Þetta eru 20 ára gömul tré
og hafa þau kostað ólitla vinnu f
gegnum tíðina. Gaman þætti mér
ef einhverjir þessara spekinga sem
töluðu sem mest um það í fyrra að
ekki þyrfti að eitra kæmu og skoð-
uðu tréin mín — þeir gætu þá
gengið úr skugga um að ég fer
með rétt mál og lært ýmislegt í
leiðinni.
Garðeigandi sem gefist hefur
upp.
Þessir hringdu .
íslenski boltinn er líka
rúllandi, Bjarni
G.S. hringdi:
„Mig langar að koma á fram-
færi athugasemd við íþrótta-
fréttamann sjónvarpsins Bjama
Felixson. Ég er að vísu ánægð
með beinu útsendingamar af
heimsmeistarakeppninni. En þú
verður að gera þér grein fyrir
því Bjami að íslenski boltinn er
líka rúllandi, og ekki bara í fyrstu
deild. Við viijum líka fá að sjá
stöðuna og úrslitin í annarri deild
— það dugar ekki að einblína
bara á heimsmeistarakeppnina.
Og hvað um keppnina um þennan
svonefnda Mjólkurbikar — það
þyrfti að birta úrslitin þar í ann-
arriogþriðju deild.
Loks langar mig til að koma
því á framfæri við stjómendur
Rásar 2 að þar verði spilað meira
með Rolling Stones og gömlu
hljómsveitunum, en ekki einlægt
þetta sama poppgarg eins og verið
hefur".
Verðlagseftirlit
almenuing’s getur
skipt sköpum
Launþegi hringdi:
„Það fer ekki á milli mála að
sú stjóm sem nú situr hefur náð
miklum árangri í baráttunni við
verðbólguna — hvort sem henni
verður nú þakkað það eða ekki.
Líklegra virðist að einhverjir
óreiðu- og ermaloforðamenn verði
kosnir í næstu kosningum og þeir
hleypi verðbólgunni upp aftur í
von um það að halda atkvæðun-
um. En annað ætlaði ég reyndar
að gera að umtalsefni, og það er
verðskyn almennings. Ég held að
það sé orðið næsta lítið, og það
sem verra er — það þykir ekki fínt
að hafa verðskyn. Því er ekki að
neita að einstaka vömtegundir
hækka þrátt fyrir þá verðstöðvun
sem gilda á að hluta. Oftast
heyrir maður verslunarfólk bera
því við að það sé vegna þess að
þetta sé ný sending — en hvemig
getur maður gengið úr skugga
um það? Þegar svona árar, að
verðbólgan hefur náðst vemlega
niður, verður almenningur að
standa saman í að veita kaup-
mönnum sem mest aðhald — hika
ekki við að spyijast fyrir vegna
verðbreytinga og eins að beina
verslun sinni f þær búðir sem
bjóða einstakar vömtegundir á
lægsta verðinu. Þannig er hægt
að drýgja launin nokkuð og ef
allir standa saman í þessu gæti
það orðið umtalsverð kjarabót."
Skapvont starfsfólk
Margrét hringdi:
„Ég fór með vinkonu minni í
Laugardalssundlaugina á dögun-
um. Við vomm í besta skapi en
starfsfólkið þar virtist vera heldur
geðvont og smituðumst við af
fylunni í því. Vonum við að fólkið
þama verði betra f skapinu fram-
vegis, og að það viðmót sem við
mættum hafi verið undantekning.
T.d. kom vinkona mín af gáleysi
inn f klefann á reimuðum skóm
meðan ég var að bursta á mér
hárið. Þá kemur ein af gæslukon-
unum og skipar henni út með
þjósti og miklum hávaða. Við vilj-
um gjaman hlýðnast öllum regl-
um en krefjumst þess jafnframt
að við séum ávarpaðar af sæmi-
legri kurteisi."
Plastpoki með galla-
efni
Kona hringdi og bað þann sem
tók plastpoka með gallaefni í
misgripum föstudaginn 6. júnf,
en pokann hafði hún lagt frá sér
á bekkinn í Lækjargötu þar sem
Hafnarfjarðarstrætó stoppar, vin-
samlegast að hafa samband í sfma
14878 eða 52901 eftir ki. 18.
Lyklar í svörtu hulstri
Lyklar fundust á Sogavegi, 7
saman í svörtu hulstri og em
dregnir inn í hulstrið. Sá sem
lyklana fann býr í Rauðagerði og
síminn þarer 688111.
:shannon:
:datastor:
Allt á sínum staö
Cf einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö
viökomandi góðfúslega aö hafa samband viö okkur sem
allra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig
iHHMNOM skjalaskápur hefur „allt á sínum staö".
Útsöiustaöir:
REYKJAVlK, Penninn Hallannúla, KEFLAVlK, Bökabuð Kellavikui AKRAHES, Bðkaveisl Andrés
Níelsson HF tSAFJÖRÐUR. Bókaverslun Jónasai Tömassonar AKUREYRI, ÐOkaval bóka- og
nttangaverslun HÚSAVlK. Bókaverslun Póranns Stelánssonar ESKIFJÖROUR. Elis Guðnason
verslun VESTMANNAEYJAR, Bðkabúðin, EGILSSTADIR. Bókabúðin Hlöðum.
ÖlAfUR GlSlA-SOM & CO. ílf-
SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800
TJARNAR
SKÓli
EINKASKÓLI VIÐ TJÖRNINA
FRlKIRKJUVEGI I - I0l REYK)AVlK- SlMI I6820
Tjamarskóli hefur nú verið
starfræktur í
einn vetur. Sérstök áhersla var lögð á
undirstöðunámsgreinar, tengsl við
atvinnulífið og að skólinn væri skapandi
og skemmtilegur. Persónuleg samskipti,
samfelldur skóladagur og ánægðir
nemendur. Á komandi vetri verður dag-
legur skólatími kl. 0815-16°°, og öllum
nemendum stendur til boða aðstoð við
heimanám. Áhugasamir nemendur geta
einnig stundað ítarnám í íslensku,
ensku og dönsku. Skólagjöld em kr.
4.500.- á mánuði. Stjómendur hvetja
nemendur eða forráðamenn þeirra til að
sækja um skólavist fyrir 4 o 2'^.'
lo. ]um.
Nánari upplýsingar í símum 16820,
34886, 666939 kl. O^00-!^10.
Stjómendur