Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ 1986
61
Morgunblaðiö/AP
• Frank Vercauteren (hvftklœddi) skorar hér fyrra mark Belga f leikn-
um gegn Paraguaymönnum f gœrkvöldi. Cesar Zabala frá Paraguay
reynlr aö koma vörnum viö en Vercauteren vippar laglega yfir hann
og markvörðinn.
Sigurður lék
á 74 höggum
- og er í 20. sæti af 90 keppendum
SIGURÐUR Pótursson kyifingur
úr GR er í 20. sseti eftir fyrri dag
Evrópumeistaramótsins í golfi
sem fram fer í Eindhofen í Hol-
landi um þessar mundir. Hann lók
18 holur í gær í 74 höggum.
Þátttakendur í mótinu eru 90
frá hinum ýmsu löndum Evrópu.
Tveir þátttakendur eru frá islandi,
Úlfar Jónsson auk Sigurðar. Úlfar
lék á 76 höggum og er val fyrir
fram miðju. Besta skorið í keppn-
inni eftir 18 holur er 70 högg.
Mótið klárast á laugardag. Þeir
félagar, Sigurður og Úlfar, hafa
dvalið ytra við æfingar að undan-
förnu.
Belgía og Paraguay
gerðu jafntefli í
skemmtilegum leik
BELGÍA og Paraguay geröu jafn-
tefli, 2:2,1 B-riöli heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Belgía haföi yfir í hálfleik,
1:0. Paraguay ásamt Mexíkó, sem
siraði írak, 1:0, tryggöi sér þar
meö réttinn til aö leika I 16-liöa
úrslitum keppninnar. Líklegt má
telja að Belgfa komist áfram sem
þriöja lið þar sem þeir hafa þrjú
stig og markatöluna 5:5.
Leikurinn fór frekar rólega af
stað og var þá jafnræði á meö
liðunum. Fyrsta mark leiksins kom
á 31. mínútu. Frank Vercauteren
fékk góða sendingu frá Ceulemans
inn í vítateiginn og skoraði með
því að vippa laglega yfir markvörð
Paraguaymanna og efst í bláhorn-
ið fjær. Fallegt mark. Það skall
hurð nærri hælum við mark Belga
stuttu seinna er Requin bjargaði á
línu eftir að einn leikmaður Paragu-
ay hafði vippað yfir Pfaff markvörð.
Seinni hálfleikur var mun líflegri
en sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru
búnar höfðu Paraguaymenn jafn-
að. Það var leikmaðurinn skemmti-
legl, Cabanas, sem það geröi með
því að skora af stuttu færi. Mark-
vörður þeirra sparkaði út og knött-
urinn fór rakleiðis fyrir fætur Ca-
banas, eftir að Belgi hafi komið við
knöttinn og hann afgreiddi hann
fallega í netið. Belgar komust aftur
yfir á 60. mínútu. Veyt vippaði þá
laglega yfir Fernadez markvörð
eftir að hann hafi komist einn
innfyrir.
Eftir þetta færðist mikiö kapp í
leikmenn Paraguay. Þeir áttu
stangarskot á 63. mínútu eftir að
vörn Belga hafði opnast illa og á
76. mínútu jöfnuðu þeir aftur.
Cabanas var þá aftur á ferðinni
með skoti af stuttu færi eftir enn
ein varnarmistök í vörn Belga.
Skömmu áður hafði Scifo skorað
stórglæsilegt mark fyrir Belga
beint úr aukaspyrnu, en það var
réttilega dæmt af, þar sem spyrn-
an var ekki bein. Eftir þetta sóttu
Belgar meira en Paraguayar vörð-
ust vel. Úrslit leiksins verða að
teljast sanngjörn miðað viö gang
leiksins. Belgar voru þó meira með
knöttinn en skyndisóknir
Paraguaymanna voru hættulegar.
• Aðdragandinn að marki Mexíkana
Quirarte sem skorar af stuttu færi.
Knötturinn siglir framhjá öllum vamarmönnum fraka og endar hjá
Mexíkanar unnu íraka
og sigruðu í riðlinum
MEXÍKANAR tryggöu sér sigur-
inn í B-riðli heimsmeistarakeppn-
innar meö naumum 1:0 sigri á
frak í gærkvöldi. Eina mark leiks-
ins skoraöi varnarmaðurinn Quir-
arte.
Morgunblaðsliðið — 3.umferð
TVEIR sfðustu leikirnir í þriðju umferð 1. deildar voru leiknir f gærkvöldi. Alls voru 16 mörk skoruð
í umferðinni, sem er meira en f nokkurri annarri umferö til þessa. Sem fyrr eru í llðinu þeir leikmenn
sem hæstu einkunn hljóta f einkunnagjöf Morgunblaðsins. Aö þessu sinni stillum viö upp nýstárlegri
leikaöferð -3-3-4- en þaö er f stfl við góöan sóknarleik f umferöinni.
Friðrik Friðriksson
Viöar Halldórsson
PH (2)
Ólafur Þóröarson
ÍA(2)
Fram (2)
Loftur Ólafsson
KR (1)
Mark Duffield
Víði(i)
Ágúst Már Jónsson
KR(2)
Ólafur Jóhannesson
FH(1)
Sigurjón Kristjánsson Guömundur Torfason Halldór Askelsson ValurValsson
Val (1) Fram (1) Þór(2) Val(1)
Leikurinn þótti langt frá því
glæsilegur að hálfu Mexíkana, sem
þrátt fyrir að hafa alla áhorfendur
á sínu bandi, og hafa yfirburði úti
á vellinum, tókst ekki að skapa sér
mjög mörg og góð marktækifæri.
Liðið var án stjörnunnar miklu,
Hugo Sanchez, og sóknarleikurinn
byggðist því einkum á því aö koma
knettinum til Luis Flores. Hann átti
nokkur þokkaleg færi í fyrri hálfleik,
og einu sinni munaði litlu að hann
næöi að nýta sér það. Skot hans
fór í þverslá.
Tíu mínútum eftir leikhlé kom
eina markið í leiknum. Mexíkanar
áttu þá aukaspyrnu á eigin vallar-
helmingi, og löng og há spyrnan
flaug yfir alla varnarmenn íraka til
Quirarte sem potaði knettinum yfir
marklínuna af örstuttu færi.
Eftir markið gerðist fátt - sigur-
inn tryggði Mexíkönum áfram-
haldandi þátttöku, og frakar höfðu
ekki getu til að ógna þeim veru-
lega. írak lék án þriggja fasta-
manna, og átti aðeins tvö skot að
merkinu ífyrri hálfleik.
Islandsmótið:
Atta lið hætt við
ÁTTA lið hafa nú hætt við þátt-
töku I íslandsmótinu í knatt-
spyrnu. Tilkynningar þess efnis
hafa verið aö berast mótanefnd
síðustu dagana og kemur þetta
sér aö sjálfsögðu mjög illa þar
sem reynt er aö raða niður leikj-
um meö talsverðum fyrirvara.
Ármann hefur dregið til baka
þátttöku meistaraflokks kvenna
auk 3. og 5. flokks karla. Hörður
hætti við þáttöku í B-riðli 4. deildar
og eitt félag hefur hætt við þátt-
töku i 3. flokki kvenna en það er
ÍK úr Kópavogi.
(3. flokki karla hafa bæði Aftur-
elding og Stokkseyri hætt við að
vera með og Haukar hafa hætt við
að senda 2. flokk karla í íslands-
mótið.
Mótanefndin var að vonum ekki
ánægð þegar við ræddum við hana
í gær og sagði að þetta kæmi sér
mjög illa fyrir þá þar sem nú þyrfti
að endurskipuleggja íslandsmótin
í þessum flokkum að einhverju
leyti.