Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1986 63 AP/Símamynd • Gary Lineker var stjarna Englendinga í leiknum gegn Pólverjum í gœrkvöldi. Hann skoraði þrennu. A myndinni fagnar Lineker fyrsta markinu. Stórsigur Englendinga á slökum Pólverjum — Gary Lineker skoraði öll mörkin ENGLENDINGAR tryggöu sór áframhaldandi þátttökurétt f heims- meistarakeppninni í knattspyrnu með glœsilegum sigri í leiknum gegn Póllverjum f gœrkvöldi. Gary Lineker, skoraði þrennu f 3:0 sigri Englendinga. Sigurinn f gœrkvöldi, og sigur Marokkó á Portúgal gerir það að verkum að England mætir Paraguay í 16 liða úrslitunum. Eins og sjónvarpsáhorfendur sáu í gærkvöldi breytti Bobby Robson liði sínu mjög frá því í leikn- um við Marokkó. Wilkins var að sjálfsögöu ekki með vegna leik- bannsins, Brian Robson var ekki heldur með og í stað þeirra léku Peter Reid og Trevor Steven frá Everton á miðjunni. Þá tók Robson Mark Hately og Chris Waddle úr framlínunni og setti Peter Beards- ley og Steve Hodge inná. Þetta gaf augljóslega góða raun gegn hálf slöppum Pólverjum. Ness Open um helgina NESS Open er golfkeppni opin öllum kylfingum með staðfesta forgjöf. Keppnin skiptist í flokka og leika flokkar með forgjöf 0—11 og 12—16 laugardaginn 14. júní og flokkar 16-20 og 21-24 sunnudaginn 15. júní. Verðlaun eru mjög glæsileg en þrenn verðlaun verða veitt í hverj- um flokki ásamt aukaverölaunum. Ræst verður út frá kl. 8.00—10.00 og frá kl. 13.00—15.00 báða dagana. Skráning er þegar hafin í skála Nesklúbbsins í síma 611930 en þar sem takmarkaður fjöldi kemst fyrir á vellinum er betra að skrá sigítíma. Miólkurbikarinn: Óvænt úrslit — KA, Þróttur og Einherji úr leik MÖRG óvænt úrslit urðu í Mjólk- urbikarkeppninni f knattspyrnu í gærkvöldi. 2. deildarliðin KA, Þróttur og Einherji féllu öll út úr keppninni. Leiftur frá Ólafsfirði, sem leikur í 3. deild, sigraði verðskuldað 2. deildarlið KA á Akureyri. Róbert Gunnarsson skoraði sigurmarkið á 53. mínútu eftir iaglega sókn Leift- ursmanna. ÍR-ingar unnu Þrótt með tveimur mörkum gegn einu eftir framlengdan leik á gerfigras- inu. Staðan eftir venjuiegan leik- tíma var 1:1. Þorvaldur Steinsson og Bragi Björnsson skoruðu fyrir ÍR og Kristján Jónsson skoraði fyrir Þrótt. KS sigraði Tindastól með sex mörkum gegn fjórum eftir víta- spyrnukeppni. Staðan eftir fram- lengdan leik var 2:2. Valur frá Reyðarfirði sigraði Einherja meö einu marki gegn engu í mjög grófum leik þar sem þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaidið og þrír gula. Njáll Eiðsson, þjálfari Einherja, var einn þeirra sem rekinn var af leikvelli. Sigur- mark Vals gerði Lúðvík Vignisson. Austri frá Eskifirði vann stórsigur á Þrótti frá Neskaupstað, 4:0. Mörk Austra gerðu Sófus Hall- dórsson, 2, og Grétar Ævarsson og Óskar Guðnason, eitt mark hvor. Reynir Sandgerði sigraði Ár- mann með fjórum mörkum gegn tveimur í Sandgerði. Mörk Reynis gerðu Ómar Björnsson 2 og Ævar Finnsson og Hjörtur eitt mark hvor. Grindavík sigraði Víking frá Ólafsvík með einu marki gegn engu í Grindavík og skoraði Gunn- laugur Jónsson sigurmarkið þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Hveragerði sigraði Árvakur með tveimur mörkum gegn einu á gervi- grasinu í Laugardal. Englendingar fóru mjög vel af stað í leiknum og Gary Lineker átti algjöran stjörnuleik í fyrri hálfleik. Öll mörkin hans þrjú voru vel gerð, sérstaklega tvö fyrstu sem voru glæsileg. í síðari hálfleik dofnaði mjög yfir leiknum - hitinn var mikill, og Englendingar reyndu lítið að sækja. Pólverjarnir voru mun meira með knöttinn i síðari hálfleik, en þeim gekk ekki vel að opna vörn Englendinga, sem var góð í leiknum. Eini Pólverjinn sem skap- aði einhverja hættu að ráði var Boniek. Hann átti m.a. stangarskot snemma í hjálfleiknum, og undir lokinn mjög gott langskot sem Shilton varði meistaralega í horn. Þessi sigur var Englendingum svo sannarlega kærkominn. Fyrir hann höfðu þeir ekki skorað mark í heimsmeistarakeppninni, og voru neðstir í riölinum. En sigurinn tryggði þeim annað sætið, og þeir munu leika gegn Paraguay í 16 liða úrslitunum 18. júní næstkomandi. Ef Englendingar leika af svipaðri getu í þeim leik og þeir gerðu í gærkvöldi ættu þeirað komast enn lengra. Lið Paraguay hefur þó sýnt að það er ekki auðunnið. Pólverjar lenda í þriðja sætinu f riðlinum og mæta líklega Brasilíumönnum eða Sovétmönnum í 16 liöa úrslitunum. Marokkó sigr- aði íF-riðli MAROKKÓMENN komu svo sannarlega á óvart þegar þeir tryggðu sér sigurinn f F-riðli heimsmeistarakeppninnar með því að sigra Portúgali með þrem- ur mörkum gegn engu. Sigurinn í gærkvöldi gerir það að verkum að Portúgalir enda sem neðsta liðið í riðlinum með aðeins tvö stig - nokkuð sem enginn átti von á fyrirfram. Úrslitin í leiknum í gær eru þau fyrstu á HM sem talist geta verulega óvænt, og um leið og þau gera Marokkó að nýj- asta spútníkliði keppninnar, eru þau Portúgölum feiknarleg von- brigði. Staðan í hálfleik var tvö mörk gegn engu Marokkómönnum í vil, og í síðari hálfleik gerði hvort liöið eitt mark. 1. deild kvenna: IA vann KR ÍA VANN KR með einu marki gegn engu f 1. deild kvenna á Akranesi f gærkvöldi. ÍA-stúlkurnar höfðu mikla yfir- burði í leiknum, og sóttu án afláts. Þær náðu að skapa sér mörg ágæt marktækifæri, en mistókst að skora þar til 10 sekúndur voru eftir af leiknum að Karitas Jónsdóttur tókst að koma knettinum í netið. Hún hafði áður skotið í slá úr víta- spyrnu. Halldóra Gylfadóttir, Karitas og Vanda Sigurgeirsdóttir voru bestar í jöfnu liði lA en Karólína Jónsdóttir varði KR markið mjög vel. Á laugardaginn léku Stjarnan og Þór í Þorlákshöfn í 2. deild kvenna og sigraði Stjarnan með sex mörkum gegn einu. Úrslit og staðan A-riðill: Ítalía—Búlgaría 1:1 Argentína—Suöur-Kórea 3:1 Búlgarfa—Suöur-Kórea 1:1 italfa—Argentína 1:1 Búlgarfa—Argentfna 0:2 Ítalía—Suður-Kórea 3:2 Argentína 3 2 1 0 6-2 5 Ítalía 3 1 2 0 5-4 4 Búlgaría 3 0 2 1 2-4 2 Suður-Kórea 3 0 1 2 4-6 1 B-riðill: Mexfkó—Belgía Paraguay—írak Mexfkó—Paraguay Belgfa—írak Mexikó—Irak Belgfa—Paraguay Mexfkó Paraguay Belgía írak 2:1 1:0 1:1 2:1 1:0 2:2 3 2 1 0 4:2 5 3 1 2 0 4:2 4 3 1 1 1 6:5 3 3 0 0 3 1:4 0 C-riðill: Frakkland — Kanada 1:0 Sovétrfkin — Ungverjaland 6:0 Frakkland - Sovétríkin 1:1 Kanada — Ungverjaiand 0:2 Frakkland — Ungverjaland 3:0 Kanada — Sovétrfkin Sovétríkin Frakkland Ungverjaland Kanada 0:2 3 2 1 0 9:1 5 3 2 1 0 5:1 5 3 1 0 2 2:9 2 3 0 0 3 0:5 0 D-riðill: Braailfa — Spénn 1:0 Alsfr — Noröur-írland 1:1 Brasilía — Alsfr 1:0 Spánn — Norður-írtand 2:1 Spánn — Alsír Brasllla — Norður-lrland Brasilía 2 2 0 0 2:0 4 Spánn 2 1 0 1 2:2 2 Norður-írland 2 0 1 1 2:3 1 Alsír 2 0 1 1 1:2 1 E-riðill: Vestur-Þýskaland — Uruguay 1:1 Skotland — Danmörk 0:1 Vestur-Þýskaland — Skotland 2:1 Uruguay — Danmörk 1:6 Vestur-Þýskaland — Danmörk Uruguay — Skotland Danmörk 2 2 0 0 7:1 4 Vestur-Þýskaland 2 1 1 0 3:2 3 Uruguay 2 0 1 0 2:7 1 Skotland 2 0 0 2 1:3 0 F-riðill: Pólland — Marokkó 0:0 Portúgal — England 1:0 Marokkó — England 0:0 Pólland — Portúgal 1:0 Marokkó — Portúgal 3:1 Pólland — England 0:3 Marokkó 3 1 2 0 3:1 4 England 3 1 1 1 3:1 3 Pólland 3 1 1 1 1:3 3 Portúgal 3 1 0 2 2:4 2 Markahæstu leikmenn: AltotMlli, ftallu Elkjær, Danmörku Uneker, Englandi Valdano, Argentfnu Allofs, V-Þýskalandi Cabanas, Paraguay Romero, Paraguay Yarenchuk, Sovótrfkjunum Quirarte, Mexfkó NNNNNUUAOI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.