Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1986 63
AP/Símamynd
• Gary Lineker var stjarna Englendinga í leiknum gegn Pólverjum í gœrkvöldi. Hann skoraði þrennu. A myndinni fagnar Lineker fyrsta markinu.
Stórsigur Englendinga
á slökum Pólverjum
— Gary Lineker skoraði öll mörkin
ENGLENDINGAR tryggöu sór áframhaldandi þátttökurétt f heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu með glœsilegum sigri í leiknum gegn
Póllverjum f gœrkvöldi. Gary Lineker, skoraði þrennu f 3:0 sigri
Englendinga. Sigurinn f gœrkvöldi, og sigur Marokkó á Portúgal gerir
það að verkum að England mætir Paraguay í 16 liða úrslitunum.
Eins og sjónvarpsáhorfendur
sáu í gærkvöldi breytti Bobby
Robson liði sínu mjög frá því í leikn-
um við Marokkó. Wilkins var að
sjálfsögöu ekki með vegna leik-
bannsins, Brian Robson var ekki
heldur með og í stað þeirra léku
Peter Reid og Trevor Steven frá
Everton á miðjunni. Þá tók Robson
Mark Hately og Chris Waddle úr
framlínunni og setti Peter Beards-
ley og Steve Hodge inná. Þetta
gaf augljóslega góða raun gegn
hálf slöppum Pólverjum.
Ness Open um helgina
NESS Open er golfkeppni opin
öllum kylfingum með staðfesta
forgjöf. Keppnin skiptist í flokka
og leika flokkar með forgjöf 0—11
og 12—16 laugardaginn 14. júní
og flokkar 16-20 og 21-24
sunnudaginn 15. júní.
Verðlaun eru mjög glæsileg en
þrenn verðlaun verða veitt í hverj-
um flokki ásamt aukaverölaunum.
Ræst verður út frá kl.
8.00—10.00 og frá kl.
13.00—15.00 báða dagana.
Skráning er þegar hafin í skála
Nesklúbbsins í síma 611930 en
þar sem takmarkaður fjöldi kemst
fyrir á vellinum er betra að skrá
sigítíma.
Miólkurbikarinn:
Óvænt úrslit
— KA, Þróttur og Einherji úr leik
MÖRG óvænt úrslit urðu í Mjólk-
urbikarkeppninni f knattspyrnu í
gærkvöldi. 2. deildarliðin KA,
Þróttur og Einherji féllu öll út úr
keppninni.
Leiftur frá Ólafsfirði, sem leikur
í 3. deild, sigraði verðskuldað 2.
deildarlið KA á Akureyri. Róbert
Gunnarsson skoraði sigurmarkið á
53. mínútu eftir iaglega sókn Leift-
ursmanna. ÍR-ingar unnu Þrótt
með tveimur mörkum gegn einu
eftir framlengdan leik á gerfigras-
inu. Staðan eftir venjuiegan leik-
tíma var 1:1. Þorvaldur Steinsson
og Bragi Björnsson skoruðu fyrir
ÍR og Kristján Jónsson skoraði fyrir
Þrótt. KS sigraði Tindastól með
sex mörkum gegn fjórum eftir víta-
spyrnukeppni. Staðan eftir fram-
lengdan leik var 2:2.
Valur frá Reyðarfirði sigraði
Einherja meö einu marki gegn
engu í mjög grófum leik þar sem
þrír leikmenn fengu að líta rauða
spjaidið og þrír gula. Njáll Eiðsson,
þjálfari Einherja, var einn þeirra
sem rekinn var af leikvelli. Sigur-
mark Vals gerði Lúðvík Vignisson.
Austri frá Eskifirði vann stórsigur
á Þrótti frá Neskaupstað, 4:0.
Mörk Austra gerðu Sófus Hall-
dórsson, 2, og Grétar Ævarsson
og Óskar Guðnason, eitt mark
hvor.
Reynir Sandgerði sigraði Ár-
mann með fjórum mörkum gegn
tveimur í Sandgerði. Mörk Reynis
gerðu Ómar Björnsson 2 og Ævar
Finnsson og Hjörtur eitt mark
hvor. Grindavík sigraði Víking frá
Ólafsvík með einu marki gegn
engu í Grindavík og skoraði Gunn-
laugur Jónsson sigurmarkið þegar
15 mínútur voru til leiksloka.
Hveragerði sigraði Árvakur með
tveimur mörkum gegn einu á gervi-
grasinu í Laugardal.
Englendingar fóru mjög vel af stað
í leiknum og Gary Lineker átti
algjöran stjörnuleik í fyrri hálfleik.
Öll mörkin hans þrjú voru vel gerð,
sérstaklega tvö fyrstu sem voru
glæsileg.
í síðari hálfleik dofnaði mjög yfir
leiknum - hitinn var mikill, og
Englendingar reyndu lítið að
sækja. Pólverjarnir voru mun
meira með knöttinn i síðari hálfleik,
en þeim gekk ekki vel að opna
vörn Englendinga, sem var góð í
leiknum. Eini Pólverjinn sem skap-
aði einhverja hættu að ráði var
Boniek. Hann átti m.a. stangarskot
snemma í hjálfleiknum, og undir
lokinn mjög gott langskot sem
Shilton varði meistaralega í horn.
Þessi sigur var Englendingum
svo sannarlega kærkominn. Fyrir
hann höfðu þeir ekki skorað mark
í heimsmeistarakeppninni, og voru
neðstir í riölinum. En sigurinn
tryggði þeim annað sætið, og þeir
munu leika gegn Paraguay í 16 liða
úrslitunum 18. júní næstkomandi.
Ef Englendingar leika af svipaðri
getu í þeim leik og þeir gerðu í
gærkvöldi ættu þeirað komast enn
lengra. Lið Paraguay hefur þó sýnt
að það er ekki auðunnið. Pólverjar
lenda í þriðja sætinu f riðlinum og
mæta líklega Brasilíumönnum eða
Sovétmönnum í 16 liöa úrslitunum.
Marokkó sigr-
aði íF-riðli
MAROKKÓMENN komu svo
sannarlega á óvart þegar þeir
tryggðu sér sigurinn f F-riðli
heimsmeistarakeppninnar með
því að sigra Portúgali með þrem-
ur mörkum gegn engu.
Sigurinn í gærkvöldi gerir það
að verkum að Portúgalir enda sem
neðsta liðið í riðlinum með aðeins
tvö stig - nokkuð sem enginn átti
von á fyrirfram. Úrslitin í leiknum
í gær eru þau fyrstu á HM sem
talist geta verulega óvænt, og um
leið og þau gera Marokkó að nýj-
asta spútníkliði keppninnar, eru
þau Portúgölum feiknarleg von-
brigði.
Staðan í hálfleik var tvö mörk
gegn engu Marokkómönnum í vil,
og í síðari hálfleik gerði hvort liöið
eitt mark.
1. deild kvenna:
IA vann KR
ÍA VANN KR með einu marki gegn
engu f 1. deild kvenna á Akranesi
f gærkvöldi.
ÍA-stúlkurnar höfðu mikla yfir-
burði í leiknum, og sóttu án afláts.
Þær náðu að skapa sér mörg ágæt
marktækifæri, en mistókst að
skora þar til 10 sekúndur voru eftir
af leiknum að Karitas Jónsdóttur
tókst að koma knettinum í netið.
Hún hafði áður skotið í slá úr víta-
spyrnu.
Halldóra Gylfadóttir, Karitas og
Vanda Sigurgeirsdóttir voru bestar
í jöfnu liði lA en Karólína Jónsdóttir
varði KR markið mjög vel.
Á laugardaginn léku Stjarnan
og Þór í Þorlákshöfn í 2. deild
kvenna og sigraði Stjarnan með
sex mörkum gegn einu.
Úrslit
og staðan
A-riðill:
Ítalía—Búlgaría 1:1
Argentína—Suöur-Kórea 3:1
Búlgarfa—Suöur-Kórea 1:1
italfa—Argentína 1:1
Búlgarfa—Argentfna 0:2
Ítalía—Suður-Kórea 3:2
Argentína 3 2 1 0 6-2 5
Ítalía 3 1 2 0 5-4 4
Búlgaría 3 0 2 1 2-4 2
Suður-Kórea 3 0 1 2 4-6 1
B-riðill:
Mexfkó—Belgía
Paraguay—írak
Mexfkó—Paraguay
Belgfa—írak
Mexikó—Irak
Belgfa—Paraguay
Mexfkó
Paraguay
Belgía
írak
2:1
1:0
1:1
2:1
1:0
2:2
3 2 1 0 4:2 5
3 1 2 0 4:2 4
3 1 1 1 6:5 3
3 0 0 3 1:4 0
C-riðill:
Frakkland — Kanada 1:0
Sovétrfkin — Ungverjaland 6:0
Frakkland - Sovétríkin 1:1
Kanada — Ungverjaiand 0:2
Frakkland — Ungverjaland 3:0
Kanada — Sovétrfkin
Sovétríkin
Frakkland
Ungverjaland
Kanada
0:2
3 2 1 0 9:1 5
3 2 1 0 5:1 5
3 1 0 2 2:9 2
3 0 0 3 0:5 0
D-riðill:
Braailfa — Spénn 1:0
Alsfr — Noröur-írland 1:1
Brasilía — Alsfr 1:0
Spánn — Norður-írtand 2:1
Spánn — Alsír
Brasllla — Norður-lrland
Brasilía 2 2 0 0 2:0 4
Spánn 2 1 0 1 2:2 2
Norður-írland 2 0 1 1 2:3 1
Alsír 2 0 1 1 1:2 1
E-riðill:
Vestur-Þýskaland — Uruguay 1:1
Skotland — Danmörk 0:1
Vestur-Þýskaland — Skotland 2:1
Uruguay — Danmörk 1:6
Vestur-Þýskaland — Danmörk
Uruguay — Skotland
Danmörk 2 2 0 0 7:1 4
Vestur-Þýskaland 2 1 1 0 3:2 3
Uruguay 2 0 1 0 2:7 1
Skotland 2 0 0 2 1:3 0
F-riðill:
Pólland — Marokkó 0:0
Portúgal — England 1:0
Marokkó — England 0:0
Pólland — Portúgal 1:0
Marokkó — Portúgal 3:1
Pólland — England 0:3
Marokkó 3 1 2 0 3:1 4
England 3 1 1 1 3:1 3
Pólland 3 1 1 1 1:3 3
Portúgal 3 1 0 2 2:4 2
Markahæstu leikmenn:
AltotMlli, ftallu
Elkjær, Danmörku
Uneker, Englandi
Valdano, Argentfnu
Allofs, V-Þýskalandi
Cabanas, Paraguay
Romero, Paraguay
Yarenchuk, Sovótrfkjunum
Quirarte, Mexfkó
NNNNNUUAOI