Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 ÚT V ARP/SJÓNVARP Skot r Astin er blind ... segir ein- hverstaðar eða með orðum höfundar nýjustu íslensku kvik- myndarinnar: Ást í kjörbúð sem sýnd var í sjónvarpinu á 17. júní. Sjónvarpsmyndin Ast í kjörbúð er um kjötafgreiðslumann sem hrífst af álitlegri konu sem verslar oft í kjörbúðinni þar sem hann vinnur og verður ástfanginn af henni þegar fram líða stundir. Dregur þessi ást- leitni kjötafgreiðslumannsins nokk- um dilk á eftir sér. Nokkuð sniðug hugmjmd hjá Ágústi Guðmundssyni en hann er ekki aðeins höfundur handrits heldur og leikstjóri og aðalleikari. En það er ekki nóg að fá góða hugmynd er í senn kitlar hláturtaugamar og svolítið forvitni góðborgarans þar sem hann sötrar bjórinn sinn í hægindastólnum og maular poppkomið .. .gæti þetta komið fyrir mig? Gæti ég orðið að athlægi eins og afgreiðslumaðurinn í kjörbúðinni? Er ástin eins og far- sótt er grípur góðborgarana heljar- tökum þar sem þeir standa á leik- sviðinu og rullan gleymist, já, jafn- vel bömin og konan? Nei, það er ekki nóg að fá góða hugmynd ef ekki tekst að varpa henni skamm- laust á hvíta tjaldið. Framkvœmdin Þess ber að geta að myndin var framleidd á vegum sjónvarpsins og lögðu þar ýmsir mætir menn hönd á plóginn, þannig annaðist Haraldur Friðriksson kvikmyndun og lýsingu, Agnar Einarsson sá um hljóðupp- töku, Gunnar Baldursson hannaði leikmynd, Jimmy Sjöland klippti og Valgeir Guðjónsson samdi músík- ina. Þessir ágætu menn komust allvel frá verki, f það minnsta var hljóð- upptakan í lagi en kvikmjmdatakan og sviðssetningin máski svolítið flatneslquleg á stundum en þar hefur leikstjórinn vafalaust ráðið ferðinni og haft í huga hinar hvers- dagslegu aðstæður aðalpersónunn- ar. En það var máski óþarfi að filma kjötborðið líkt og fyrir fréttastofu sjónvarps. En að öðru leyti var mjmdin bara vel unnin tæknilega. Leikurinn Ágúst Guðmundsson lék eins og áður sagði aðalhlutverkið, hann Albert kjötafgreiðslumann. Ágúst hæfði hlutverkinu prýðilega og var býsna kostulegt að fylgjast með sakleysislegum ástarhótum hans bak við kjötafgreiðsluborðið. Guð- laug María Bjamadóttir lék hina ... álitlegu konu_er fékk Albert til að lækka verðið á kótilettunum. Guðlaug María hefur býsna mynd- rænt andlit og hefði ég gaman af að sjá hana í harmrænum hlutverk- um, til dæmis sem frú Macbeth, en hér lék hún einmitt slíkt flagð er nánast eyðileggur líf hins vamm- lausa lq'ötafgreiðslumanns. Já, kjmdugt er kveneðlið. Gunnar Eyj- ólfsson lék eiganda kjörbúðarinnar. Gunnar hóf hlutverkið úr ýmsum myndbrotum lífsreynslunnar þann- ig að kjötkaupmaðurinn Guðmund- ur varð ljóslifandi í huganum löngu eftir að kvikmyndin slokknaði á skjánum. Ég vík ekki frekar að leikurunum en vil aðeins bæta því við að mér þótti þáttur Benedikts Ámasonar, þess ágæta leikara, dálítið yfírdrifinn og klaufalegur og þá fannst mér einkennilegt hjá leik- stjóranum að hrúga þekktum leik- umm í veigaminnstu aukahlutverk- in. Hafði ég um tíma á tilfínning- unni að ég væri að horfa á pmfu- mjmdatöku uppí Þjóðleikhúsi. Væri ekki nær að kveðja fólk af götunni í hópatriðin en skarta atvinnumönn- um á miðju sviði? Hvað um það þá hafði ég bara gaman af myndinni Ágúst, enda snjallt hjá þér að láta „turtildúfumar" ekki snertast hvað þá meir. Ólafur M. Jóhannesson Fimmtudagsleikritið: Stríð og ástir Leikritið og ástir Stríð OftOO °S ástir eftir — Don Haworth verður flutt á rás eitt í kvöld. Þýðinguna gerði Ámi Ibsen. Leikstjóri er Stefán Baldursson og tæknimaður Hreinn Valdi- marsson. Leikritið gerist í síðari heimsstyijöldinni og Qallar um tvo orrastuflug- menn sem em nánir vinir og herbergisfélagar. Annar þeirra trúlofast ekkju fall- ins hermanns og vekur það báða vinina til umhugsunar um ástina, stríðið og lífið jrfirleitt. Vinina Tom og James leika þeir Karl Ágúst Úlfsson og Viðar Eggertsson. Leikritið verð- ur endurflutt þriðjudaginn 24. júní klukkan 22.20. Leikararnir Viðar Eggertsson og Karl Ágúst Úlfsson ásamt leikstjóranum Stef- áni Baldurssyni og Hreini Valdimarssyni tæknimanni. Tónlistarkrossgátan Tónlistarkrossgátan, sem er i umsjá Jóns Gröndal, verður á dagskrá rásar tvö kl. 15.00 nk. sunnudag. Frá Vesturlandi: Ferðalög og mannlíf í Suðureyjum ■■^H Frá Vesturlandi, -| fT20 feáttur í umsjá 13” Ásþórs Ragn- arssonar, er á dagskrá rás- ar eitt í dag. „I þessum þætti fer ég í Suðureyjar á Breiðafirði og verð með dálitla kynningu á þeim og mannlífí þar fyrr og nú. Á nokkram þessara eyja, s.s. Brokey, Öxney og Hrapps- ey, var búið alveg framá síðustu ár og þar dvelja nú margir yfir sumartímann. Ég ræði m.a. við Ingibjörgu Hjaltalín sem bjó í Brokey alveg fram til ársins 1977. Svo tala ég við Pétur Ágústsson frá Stykkis- hólmi sem er með skoðun- arferðir um eyjamar. Það er alveg ný þjónusta því enginn hefúr verið með skipulagðar kynnisferðir eða skoðunarferðir í þessar eyjar áður. Flóabáturinn Baldur hefur að vísu lengi farið þama um í áætlunar- ferðum yfír á Brjánslæk, en hann kemur ekki reglu- lega við í eyjunum sjálfum. Báturinn sem Pétur er með er fremur lítill og þægileg- ur í meðföram og á þessi nýja þjónusta áreiðanlega eftir að auka ferða- mennsku um þessar eyjar í framtíðinni. UTVARP FIMMTUDAGUR 19. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.16 Veöurfregnir 8.30 Fréttir á ensku 9.00 Fréttir 9.06 Morgunstund barn- anna: „Markús Árelíus" eftir Helga Guðmundsson. Höf- undur les (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.46 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 „Ég man þá tíð". Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Tónlist eftir konur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Efri árin. Umsjón: Ásdís Skúladóttir. 14.00 Miödegissagan: „Fölna 14.30 llagasmiöju. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Frá Vesturlandi. Um- sjón: Ástþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Vefturfregnir. 16.20 Tónlist eftir Rakhmanin- offog Brahms. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið Stjórnandi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.46 I loftinu. Umsjón: Hall- grímur Thorsteinsson og Sigrún Halldórsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.60 Daglegtmál Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Stríð og ástir'' eftir Don Hawort. Þýðandi: Árni Ibsen. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikendur: Karl Ágúst Úlfsson og Viöar Eggertsson. 21.05 Samleikur í útvarpssal. Helén Jahren og Lára Rafns- dóttir leika saman á óbó og pianó. a. „Nature teme'' eftir Aake Hermannsson. b. Adagio og allegro op. 70 eftir Robert Schumann. 21.20 Reykjavík í augum skálda. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson og Þórdís Mós- esdóttir. 22.00 undagsins. Orft kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 19. júní. Ragnheiöur Davíðsdóttir tekur saman dagskrá í tilefni kvennrétt- indadags. 23.00 Tónleikar Listahátíðar kvenna á Kjarvalsstöðum 29. sept. sl. Anna Málfríður Sigurðardóttir leikur píanó- verk eftir Elisabeth Claude Jacquet, Theresia von Para- dis, Amy Marcy Beach, Clöru Wieck-Schumann, Lilli Boulanger, Karólínu Ei- ríksdóttur, Barböru Heller og Kerstin Jeppesen. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 19. júní 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur:Ásgeir Tómas- son, Gunnlaugur Helgason og Kolbrún Halldórsdóttir. Inn í þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán mínútna barnaefni SJÓNVARP 19.15 Ádöfinni Umsjónarmaöur Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Krakkarnir í hverfinu (Kids of Degrassi Street) Þriðji þáttur. Kanadiskur myndaflokkur í fimm þáttum fyrir börn og unglinga. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.40 Unglingarnir í frumskóg- inum Ungfrú Reykjavík f þættinum verður m.a. kynnt fegurðardrottning FÖSTURDAGUR 20. júní Reykjavíkur 1986, Þóra Þrastardóttir. Fylgst verður með undirbúningi og úrslita- keppni í Broadway 23. mai sl. þar sem aörar feguröar- dísir ber einnig fyrir augu. Umsjónarmaður Jón Gúst- afsson. Stjórn upptöku Gunn- laugurJónasson. 22.00 Sá gamli (Der Alte) 11. Lifendurog dauöir Þýskur sakamálamynda- flokkur í fimmtán þáttum. Aöalhlutverk: Siegfried Lowitz. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 22.55 Seinni fréttir 23.00 Svartklædda brúðurinn (La mariée était en noir) Frönsk sakamálamynd frá 1968. Leikstjóri FranðoisTruffaut. Aðalhlutverk: Jeanne Mor- eau. Ung ekkja leitar uppi nokkra karlmenn og kemur þeim fyrir kattarnef meö kaldrifj- uðum hætti, enda kemur á daginn að hún á harma að hefna. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 00.55 Dagskrárlok kl. 10.5 sem Guðríöur Har- aldsdóttirannast. 12.00 Hlé 14.00 Andrá Stjónandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 15.00 Laust í rásinni Þáttur um soul- og fönktón- list í umsjá Tómasar Gunn arssonar. (Frá Akureyri.) 16.00 Nýræktin Skúli Helgason stjórnar þætti um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. 17.00 Gullöldin Jónatan Garðarsson kynnir lög frá sjöunda áratugnum. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Umnáttmál Gestur Einar Jónasson sér um þáttinn. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: SvavarGests. 23.00 Heitar krásir úr köldu striði Reykvískur vinsældalisti frá ágúst 1959. Umsjón: Trausti Jónsson og Magnús Þór Jónsson. Fyrri hluti. 24.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.16 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.