Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986
Aðalfundur Samvinnutrygginga og Andvöku:
15 milljón króna
hagnaður árið 1985
Akureyri.
HAGNAÐUR af rekstri Samvinnutrygginga gt. og Andvöku varð
15.038.996,20 krónur á síðasta ári andstætt tapi á árinu 1984 sem
nam 6.835.734 krónum. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins
sem haldinn var á Akureyri á föstudaginn var. Þetta var 39. aðal-
fundurinn, haldinn á fertugasta afmælisári félagsins.
Erlendur Einarsson, fráfarandi
forstjóri SÍS, var endurkjörinn for-
maður stjómar Samvinnutrygginga
á þessum aðalfundi. Fram kom í
skýrsiu hans að það væri sérstakt
gleðiefni að þessi afmælisaðalfund-
ur væri haldinn í höfuðstað Norður-
lands, því fyrsti aðalfundur félags-
ins hefði verið þar haldinn, auk
þess sem Samvinnutryggingar-
mönnum gæfíst með þessu tækifæri
til að samgleðjast norðlenskum
samvinnumönnum á aldarafmæli
Kaupfélags Eyfírðinga áAkureyri.
Erlendur sagði m.a. í ræðu sinni
að afkoma Samvinnutrygginga
hefði verið góð á síðasta ári þrátt
fyrir harðnandi samkeppni á trygg-
ingamarkaðnum. Samvinnutrygg-
ingar hefðu styrkst á marga lund;
væm nú sem fyrr öflugt og öruggt
tryggingafélag sem fylgdist vel með
tímanum. Gat Erlendur í ræðu sinni
sérstaklega samnings Samvinnu-
trygginga og HafnarQ arðarbæj ar á
sl. ári um brunatryggingar fast-
eigna, en hann hefði verið tímamót-
andi á ýmsan hátt. Hefði samning-
urinn þýtt iðgjaldalækkun fyrir íbúa
Hafnaffyarðar um 4 milljónir króna
á ári, auk þess að í iq'ölfarið hefðu
fylgt einhveijar lækkanir í öðmm
sveitarfélögum.
Fram kom að rekstur félagsins
á árinu 1985 hefði gengið vel í
flestum greinum. Iðgjöld ársins
námu 627,8 milljónum króna og
hækkuðu frá fyrra ári um 31,2%.
Tjón ársins námu 537 milljónum
króna og hækkuðu um 35,7% frá
fyrra ári. Mismunur umboðslauna
nam 35,2 milljónum króna og
hækkaði hann um 26,6% milli ára.
Skrifstofu- og stjómunarkostnaður
nam 114,8 milljónum króna og
hafði hækkað um 41% frá fyrra ári.
Laun og launatengd gjöld námu 53
milljónum króna og höfðu hækkað
um 66% milli ára en annar kostnað-
ur nam 61,8 milljónum króna og
hækkaði um 24,6% frá fyrra ári.
Hreinar Ijármagnstekjur námu
126,6 milljónum króna og hækkuðu
frá fyrra ári um 174,8%.
LIKAMSRÆKT J.S.B.
SUÐURVERI
áfram með
23. júní til 10. júlí^
Suðurver—Breiðholt
Kerfí I. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum
aldri. Flokkar sem hæfa öllum.
Kerfí II. Framhaldsflokkar, þyngri tímar fyrir aðeins
vanar.
Kerfi III. Rólegir tímar fyrir eldri konur eða þær sem
þurfa aó fara varlega með sig.
Kerfi IV. Megrunarflokkur fyrir þær sem þurfa og
vilja missa aukakílóin núna.
Kerfi V. Eróbikk, okkar útfærsla af þrektímum með
góðum teygjum. Hörkupúl og svitatímar
fyrir ungar og hressar.
STURTUR — SAUNA — UÓS
Glæsileg ný aðstaða
við sitt hæfi hiá
J.S.B.
lnnrÍWJ?83730Um
%Ser979*88
p|i0r0mtxWal>il»
» Góóan daginn!
?*V I' HH
i TlVoLÍHL/
LAUGARD-|íJ
Kl 15« UTj
HCR
Morgunblaöið/Hafsteinn óskareson
Þórður Guðmundsson fyrir framan bUinn, sem hann vann í Tívolihlaupi ÍR á laugardag. Við hlið hans
er móðir hans, þá Sigurður Kárason, eigandi Tívolí Eden-borg, og Jóhann Björgvinsson, formaður
fijálsíþróttadeÚdar íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR).
Tívolíhlaup ÍR:
Sjö ára Hvergerðingur vann Skódann
SJÖ ARA Hvergerðingur, Þórð-
ur Guðmundsson, datt i lukku-
pottinn á laugardag er hann
hlaut fyrstu verðlaun í Tívolí-
hlaupi IR, en þau voru splunkuný
Skódabifreið.
Hátt á fjórða hundrað manns tók
þátt í Tívolíhlaupi ÍR, sem háð var
í Hveragerði. Aðalverðlaunin voru
Skódabifreið, önnur verðlaun hljóm-
flutningstæki og þriðju verðlaun
voru eitthundrað Tívolíferðir. Önn-
ur og þriðju verðlaun unnu kepp-
endur frá Reykjavík.
Fyrstur í mark í hlaupinu varð
Sigurður P. Sigmundsson og hlaut
hann bikar að launum. Um aðal-
verðlaunin var dregið úr keppnis-
númerum þátttakenda og stóðu allir
keppendur því jafnt að vígi um að
hljóta þau.
Vemdarar hlaupsins voru For-
eldrasamtök um vímulausa æsku.
Að hlaupi loknu afhentu aðstand-
endur hlaupsins, íþróttafélag
Reykjavíkur og Tívolí Eden-borg,
samtökunum peningagjöf til styrkt-
ar starfsemi þeirra.
Umferðarráð:
Ekkert dauðaslys
í umferðinni í maí
í maí-mánuði í ár urðu færri
óhöpp í umferðinni og færri
slösuðust en á sama tíma í fyrra,
samkvæmt tölum umferðarráðs.
Athygli vekur hve fáar konur eru
valdar að umferðarslysunum í
maí. Af 59 ökumönnum sem oUu
slysum voru aðeins 9 konur. Á
fyrstu fimm mánuðum ársins
fækkaði slysum og slösuðum
mikið miðað við sama tíma í
fyrra. En dauðaslysum fjölgaði
þó, og hafa 10 menn látist í
umferðinni í ár.
Alls urðu 570 óhöpp í umferðinni
í maí. í 527 tilfellum var aðeins um
eignatjón að ræða, en meiðsl á fólki
urðu í 43 tilvikum og alls slösuðust
59 menn. Þar af hlutu 30 meirihátt-
ar meiðsl en 29 minniháttar meiðsl.
Ekkert dauðaslys varð í mánuðin-
um.
Yfir helmingur slysanna varð á
höfuðborgarsvæðinu og langflest í
þéttbýli. Flest slysin urðu við útaf-
akstur, 17, en 16 urðu við árekstra.
Ekið var á 8 gangandi vegfarendur.
Það sem af er árinu hafa 10 lát-
ist og 218 slasast í umferðinni, þar
af hefur 101 hlotið meiriháttar
meiðsli. 79 hafa verið lagðir í
sjúkrahús. Mun fleiri karlar hafa
slasast, 155, en konur, 73. Öku-
menn og farþegar í bifreiðum urðu
langharðast úti en af 228 slösuðum
og látnum voru 169 úr þessum
hópi. Á sama tíma í fyrra urðu mun
fleiri óhöpp í umferðinni og voru
slasaðir þá 328 en látnir 6. Mest
hefur útafkeyrslum fækkað og
kann snjóléttari vetur að valda því.
Kampholtsmóri
í heimsfréttimar
Selfossi.
Kampholtsmórí verður að
öUum likindum umfjöUunarefni
Reuters-fréttastofunnar. Um-
dæmisstjóri Reuters á íslandi
hitti Þór Vigfússon skólameist-
ara og spurðist fyrir um Kamp-
holtsmóra.
Móri þessi er kenndur við
Kampholt í Villingaholtshreppi og
er eins og aðrir mórar stríðinn og
gerir mönnum skráveifu. Enn
mun móri vera að þó tími hans
sé nú víst langt genginn.
„Það var mál til komið að
Kampholtsmóri kæmist í heims-
pressuna," sagði Þór Vigfússon,
en skráðar heimildir eru ekki
margar til um Kampholtsmóra.
Margar sögur eru samt til af
atferli hans, bæði gamlar og nýj-
ar.
Það mun oft hafa borið við að
þar sem rætt er um Kampholts-
móra þar getur hans orðið vart.
Daginn eftir að umdæmisstjóri
Reuters hafði hitt Þór og þeir
rætt um Kampholtsmóra fram og
aftur þá varð einn kennaranna í
fjölbrautaskólanum var við ískur
í afturhjóli bifreiðar sinnar af
rússneskri gerð. Við skoðun
fannst ekkert að bflnum svo kenn-
aranum var gefíð það ráð að aka
heim að Kampholti og sjá hvað
gerðist. Og viti menn þegar heim
kom var ískrið horfið.
Daginn eftir að Kampholtsmóri
kom til umræðu í húsnæði fjöl-
brautaskólans var unnið við að
tengja símsvara. Eftir að tenging-
in hafði verið framkvæmd, hár-
rétt, virkaði símsvarinn ekki. Þá
varð símvirkjanum að orði eftir
að hafa farið yfír allar tengingar
„Það er draugur í þessu." „Það
er von,“ sagði Þór skólameistari,
„það var verið að tala um Kamp-
holtsmóra hér í gær.“ Og viti
menn símsvarinn lagaðist með það
sama.
Sig.Jóns.