Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 Ljósm.: Mbl./ólafur Votaberg strand- aði í Héraðsflóa — skipið náðist út í gærmorgun Egilsstöðum. VOTABERG SU 14, 132 tonna bátur frá Eskifirði, strandaði á sand- rifi í Héraðsflóa um 2—3 km norður af árósum Jökulsár á Dal snemma að morgni 17. júní, en náðist á flot á flóði að morgni 18. júni. Björgunarsveitinni Gró á Egilsstöðum barst tilkynning um strandið laust fyrir kl. 7 um morguninn og voru björgunarmenn úr Jökulsár- hlíð komnir á vettvang innan stundar og nokkru siðar sveit björgun- armanna frá Egilsstöðum. Veður var skaplegt — en súld og strekkingur af hafi og talsvert öldurót svo að Votabergið hrakti brátt af sandrifínu og upp í fjöru- sandinn. Engin slys urðu á átta manna áhöfn Votabergsins við þetta óhapp né heldur stórskemmd- ir á bátnum svo vitað sé — enda hélt áhöfnin sig um borð allan tím- ann. Togarinn Snæfugl frá Reyðar- firði var nærstaddur og lónaði hann úti fyrir strandstað ef koma mætti taug á milli skipanna og draga Votabergið af strandstað. Laust upp úr hádegi komu björg- unarsveitarmenn frá Seyðisfírði á strandstað á gúmmíbjörgunarbáti og freistuðu þeir þess að koma dráttartaug á milli skipanna — en vegna allra aðstæðna gekk það seint og einkum þó vegna þess að togarinn varð að halda sig í tals- verðri fjarlægð frá strandstað vegna gtynninga. Það tókst þó laust eftir miðnætti að koma dráttartaug milli skipanna og var frekari björg- unaraðgerðum þá frestað til morg- uns. Um kl. 10 i gærmorgun tókst síðan að draga Votabergið af strandstað — en þá hafði togarinn Börkur frá Neskaupstað komið Snæfugli til hjálpar við dráttinn. — Ólafur Landspítalinn: Fyrstu hjartaað- gerðimar hafnar - kransæðar hjartasjúklinga endumýjaðar FYRSTA hjartaskurðaðgerðin hér á landi var gerð si. laugardag í Landspitalanum. Á mánudag fór önnur aðgerð fram og sú þriðja verður framkvæmd i dag. Hjartaaðgerðir eru því hafnar hér á landi eins og lengi hefur staðið tU. Er talið að á næstunni verði hægt að framkvæma hér um 90% þeirra hjartaaðgerða sem íslendingar hafa gengist undir á sjúkrahúsum í Bretlandi og Bandaríkjunum fram að þessu. Læknar og hjúkrunarfræðingar Yfírlæknir hjartaskurðlæknadeildar hafa að undanfórnu verið f þjálfun Landspítalans er Grétar Ólafsson, á sjúkrahúsi í Uppsölum í Svíþjóð. en aðgerðina framkvæmdu skurð- læknamir Þórarinn Amórsson, Hörður Alfreðsson og Kristinn Jó- hannsson sérfræðingur. Svæfíngar- læknar voru Magnús Guðmunds- son, Hjörtur Sigurðsson og Einar Benjamínsson. Viktor Magnússon var við hjarta- og lungnavélina. Erlendir sérfræðingar eru viðstadd- ir þessar fyrstu aðgerðir, en í öllum tilvikunum hafa kransæðar hjart- ans verið endumýjaðar og aðgerð- imar heppnast vel. MorgunWaóió/Þorkell Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra opnar strandeldisstöð íslandslax hf. með því að sleppa seiðum i eldisþró á Stað við Grinda- vík. Stærsta strandeldisstöð- in opnuð í Grindavík STRANDELDISSTÖÐ íslandslax hf. á Stað í Grindavík, sem er sú stærsta sinnar tegundar, var opnuð við hátíðlega athöfn í gœr. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sleppti seiðum í eina eldisþróna að viðstöddum fjölda gesta. Seiðin sem forsætisráðherra sleppti verða væntanlega komin í sláturstærð eftir rúmt ár, og árið 1988-89 verður framleiðslan orðin 500 tonn ef allt gengur að óskum. Möguleikar eru til stækkunar á stöðinni og verður það gert ef fram- leiðslan gengur vel. íslandslax hf. er í eigu SÍS og dótturfyrirtækja, sem eiga 51% hlutaflár og k/s Norlax a/s í Noregi sem á 49%. Norlax er sameignarfyr- irtæki norsku fyrirtækjanna Noraqa a/s og Teleinvest a/s. Þorsteinn Ólafsson stjómarfor- maður íslandslax hf. tilkynnti það við opnun strandeldisstöðvarinnar að í gær hefði verið undirritaður samningur á milli íslandslax hf. og Hafrannsóknarstofnunar um að stofnunin fengi endurgjaldslaust land undir rannsóknarhús á Stað. Hafrannsóknastofnun mun einkum vera með_ í huga rannsóknir á lúðu- eldi, en íslandslax er einmitt með í gangi lúðueldistilraun í samvinnu við Rannsóknastoftiun fískiðnaðar- ins og Hafrannsóknastofnun á Stað. Fjármálaráðherrar Norðurlanda: Embættismannanefnd um efnahags- o g fjármál Fjármálaráðherrar Norður- landanna héldu sinn árlega vor- fund í Vestmannaeyjum i gær, 18. júní, í boði Þorsteins Pálsson- ar fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra Finnlands, Esko Ollila, stjómaði fundinum. Fyrir hönd Danmerkur sátu fundinn Palle Simonsen Qármálaráðherra og Isi Foighel skattamálaráðherra, frá Noregi Bjöm Skogstad Amo aðstoðarráðherra og frá Svíþjóð Erik Aasbrink aðstoðarráðherra. Á fundi með blaðamönnum lagði Esko Ollila m.a. áherslu á tvennt, sem rætt hefði verið á ráðherra- fundinum: í fyrsta lagi hefði verið ákveðið þar að setja á laggimar embættis- mannanefnd á vegum norrænu ráð- herranefndarinnar til að fjalla um efnahags- og Qármál og að starf- semi nefndarinnar verði í föstum skorðum. í annan stað hefðu ráðherramir verið sammála um að beita sér fyrir því við skattayfirvöld, að þau túlki skattareglur þannig, að norrænum ungmennum við sumarstörf á öðr- um Norðurlöndum verði ekki óhæfí- lega íþyngt. Finnski ráðherrann kvað ráðherrana vera hrifna af framtakinu, sem kallað er „Nordjobb" og rekja má til álits nefndar um aukið efanahagssam- starf Norðurlanda. Samkvæmt því á að auðvelda ungum Norður- landabúum að stunda sumarstörf annars staðar á Norðurlöndum en í heimalandi sínu. Vilja ráðherramir gera sitt til að leysa vandkvæði í sambandi við þessi samskipti. í fréttatilkynningu frá Qármála- ráðuneytinu um fund ráðherranna, segir að þeir hafi fjallað almennt um ástand efnahagsmála í heimin- um. Þeir vom þeirrar skoðunar, að hið alþjóðlega efnahagsástand hefði færst til betri vegar á síðustu mán- uðum. Þó hefði ekki tekist að draga úr því mikla ójafnvægi, sem fyrir hendi er í heimsviðskiptum, sérstak- lega milli Bandaríkjanna, Japans og Vestur-Þýskalands. Ráðherramir ijölluðu um efna- hagsástand og horfur á Norðurlönd- um. Af norskri hálfu var gerð grein fyrir gengisfellingu norsku krón- unnar og öðrum aðgerðum, sem gripið hefði verið til í því skyni að veijast lækkandi olíuverði og draga úr einkaneyslu í Noregi. Á fundinum var skýrt frá því, að Danir og Norðmenn hefðu í tengslum við fundinn náð sam- komulagi um lausn á hinni langvar- andi deilu ríkjanna um skattlagn- ingu á vörubíla. Næsti fundur flármálaráðherra Norðurlanda verður í Stokkhólmi á hausti komanda. Þorsteinn Pólsson fjármálaráðherra og Esko Ollila fjármálaráðherra Finna virða fyrir sér brauð, sem soðið var i hrauninu f Vestmanna- eyjum í gær. Morgunblaðið/Sigurgeir Guðjón Sigvrðsson bakarameistari látinn GUÐJÓN Sigurðsson bakara- meistari á Sauðárkróki lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga síðast- liðinn mánudag á 78. aldursári. Guðjón fæddist á Mannskaðahóli á Höfðaströnd 3. nóvember 1908, en fluttist til Sauðárkróks árið 1927 er hann hóf nám hjá Snæbimi Sigurgeirssyni, bakarameistara. Hann lauk sveinsprófí í Kaup- mannahöfn 1931 og tók við rekstri Sauðárkróksbakarís, er Snæbjöm lést 1932. Guðjón var virkur í félagslífí á Sauðárkróki; lengi formaður leik- félagsins og fyrsti formaður Iðnað- armannafélags Sauðárkróks. Auk þess starfaði hann í mörgum öðmm félagasamtökum í bænum. Þá gegndi Guðjón mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og samtök hans á Sauðárkróki og í Skagafírði. Hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd árið 1946 og ári síðar í bæjarstjóm, er Sauðárkrókur hlaut kaupstaðarréttindi, og sat þar óslitið til ársins 1974. Guðjón var fréttaritari Morgunblaðsins um ára- tuga skeið. Nú á kveðjustundu þakkar blaðið honum samstarfíð og Guðjón Sigurðsson, bakarameistari. langan trúnað og vottar aðstand- endum samúð. Kona Guðjón var Ólína Bjöms- dóttir, en hún lést 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.