Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 1
72SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 133. tbl. 72. árg.______________________FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ 1986____________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bók um líf- ið í Gorkí París, New York, AP. í OKTÓBER í haust kemur út í fimm löndum samtímis bók sem lýsir hinu raunverulega lífi Sakharov-hjónanna í sovésku borginni Gorki. Bókin er byggð á handriti sem Yelena Bonner, eiginkona Sakharovs. skildi eftir á Vesturlöndum áður en hún hélt aftur til Sovétríkjanna fyrir fáum vikum. Bók Bonner, sem ennþá hefur ekki hlotið nafn, lýsir útlegðarárum hjónanna í Gorkí, en sovésk yfírvöld sendu Sakharov í útlegð þangað árið 1980. Lýsir hún tilfínningum þeirra hvað snertir að vera aðskilin frá vinum og vandamönnum, sem og viðureign þeirra við sovésku leynilögregluna, KGB. Þá fjallar hún í bókinni um veru sína hjá fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum. Talsmaður Random House-for- lagsins í Bandaríkjunum, sem gefur bókina út þar í landi, Robert L. Bemstein, sagði að Bonner hefði skrifað bókina án aðstoðar. Hann sagði að hún myndi fá ritlaun, en neitaði að skýra frá upphæð þeirra. Bemstein sagði að bókin kæmi út í Bretlandi, Frakklandi, Vestur- Þýskalandi og Ítalíu, auk Banda- ríkjanna. Þá hefði útgáfusamningur einnig verið gerður við bókaforlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Panama: Sovésk vopn í dönsku skipi Panamaborg, AP. JL DANSKT vöruflutning’askip var fært til hafnar í Panama í gær eftir að um 200 tonn af sovéskum Sovétríkin; Kjarnorka tvöfölduð til 1990 Moskvu, AP. SOVÉTMENN munu ótrauðir halda fast við fyrirætlanir sínar um að tvöfalda orku sem fæst frá kjarnorkuverum fram til árs- ins 1990, þrátt fyrir kjarnorku- slysið í Chernobyl, að því er Nikolai I. Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, upplýsti í ræðu í gær. Ræðan var haldin í Æðsta ráði Sovétríkjanna. Sagði Ryzhkov að það væri rétt stefna að auka kjam- orku í landinu, eins og gert hefði verið undanfarin ár. Sagði hann að Chemobyl-slysið sýndi að það þyrfti að gera strangar öiyggisráðstafanir í kjamorkuvemm. vopnum og öðrum hergögnum fundust við skyndileit við Pan- ama-skurðinn. Talsmenn vamar- málaráðuneytis Panama neituðu að greina frá því á hvaða leið skipið var, en samkvæmt frásögn eins dagblaðs, sem þykir hliðhollt stjórn landsins, þá var ætlunin að koma vopnunum til vinstri- sinnaðra skæruliða í E1 Salvador. í tilkynningu vamarmálaráðu- neytis Panama kemur fram að átta manna áhöfn danska skipsins Pia Vesta hafí verið yfírheyrð um þetta mál. Þar segir ennfremur að auk skipstjórans, Johannes Christian- sen, hafí sex Danir og einn maður frá Indónesíu verið um borð. Eftir öðmm óstaðfestum heimild- um að dæma sigldi skipið úr höfn í Rostock I Austur-Þýskalandi. Sigldi það gegnum Panama-skurð og inn í landhelgi Perú, en vopna- farmurinn fannst eftir leit skammt frá Balboa. Samkvæmt lögum í Panama verður að tilkynna farm þeirra skipa, sem sigla um Panama-skurð. í tilkynningu yfírvalda í Panama segir að ranglega hafí verið skýrt frá farmi danska skipsins í farm- skjölum þess. Danir máttu bita i það súra epli að tapa fyrir Spánveijum i gærkveldi 5-1. Myndin sýnir Michael Laudrup, leiknasta leik- mann Dana, með þjáningarsvip eftir að hafa lent í samstuði við Spánveijann Goicoechoa, »em hlotið hefur viðurnefnið „Slátrar- inn frá Bilbao“ vegna hörku sinnar. Morgunblaðið/Ami Sæberg Þjóðhátíð fagnað íReykjavík Fulltrúadeild Bandaríkjaþings: Bannar viðskipti við Suður-Afríku Jóhannesarborg, Washington, AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gærkveldi frum- varp, sem gerir ráð fyrir algjöru banni á viðskiptum við Suður- Afríku. Ef öldungadeildin samþykkir einnig frumvarpið og forsetinn beitir ekki neitunarvaldi verða öll bandarísk fyrirtæki að vera farin frá Suður-Afríku innan 90 daga frá samþykkt frumvarpsins. Tvöfalt fleiri blökkumenn hafa fallið daglega í Suður-Afríku frá því sett voru neyðarlög þar í landi fyrr í þessum mánuði en var fyrir tíma neyðarlaganna. Þrír blökku- menn féllu í gær, tveir í átökum við lögreglu, en einn fyrir hendi annars blökkumanns. Svartir verslunarmenn í stór- mörkuðum í Jóhannesarborg voru í verkfalli (gær til þess að mótmæla fangelsun 40 verkalýðsleiðtoga samkvæmt ákvæðum neyðar- ástandslaganna. Fregnir hermdu að verkföll væru víðar í landinu. Einn af forystumönnum vinnuveit- enda í Suður-Afríku, Tony Bloom, fordæmdi í gær fangelsanir verka- lýðsleiðtoganna. Ríkisstjómin hefur viðurkennt að 200 manns hafí verið handteknir í kirkju í nágrenni Höfðaborgar á sunnudaginn var. Blaðamenn í landinu gátu ekki skýrt frá þessu atviki vegna ákvæða um ritskoðun í neyðarástandslögunum. Banda- ríska utanríkisráðuneytið og mann- réttindasamtökin Amnesty Inter- national skýrðu frá þessum hand- tökum á þriðjudaginn og kom fram að á meðal hinna handteknu væru tveir Bandaríkjamenn. Mörg dag- blöð komu út í gær með eyður á síðum sínum vegna ritskoðunarinn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.