Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986 17 ímynd Islands eftir Birgi Isl. Gunnarsson Við íslendingar erum stolt þjóð. Við erum stolt af sögu okkar og bókmenntum. Við erum stolt af miklum framförum hér á landi síð- ustu áratugi. Við erum stolt af fjölþættu og tæknivæddu atvinnu- lífi nútímans og blómlegu menning- arlffí. En stoltinu getur fylgt hætta. Sú hætta er fyrst og fremst fólgin í því að telja sjálfum sér trú um að allur heimurinn hljóti að vera sér meðvitandi um okkar eigið ágæti. Þá er stutt í sjálfumgleðina - og hún getur verið hættuleg. Lítil þekking á íslandi Ég hef nú um tveggja ára skeið haft það verkefni að eiga viðræður bæði hér heima og erlendis við Qölda erlendra fyrirtækja um hugs- anlega samvinnu við Islendinga á sviði atvinnurekstrar. í þessum viðræðum hef ég komist að því að þær hugmyndir sem ég sjálfur og flestir íslendingar hafa gert sér um þekkingu erlendra þjóð á íslandi og íslendingum fá ekki staðist. Þessi stutta grein hér í Mbl. er rituð til að vekja athygli á þessu og til að hugleiða hvemig við skuli bregð- ast. Við sem höfum annast þessar viðræður höfum gert okkur far um að fá sem fíesta til að koma hingað til íslands til að kynna sér land og þjóð og allar aðstaeður til atvinnu- rekstrar. Hér er fyrst og fremst um að ræða aðila frá Bandarflqunum, Kanada, Englandi, Þýskalandi og Frakklandi. Fyrstu viðbrögð allra sem hingað hafa komið er undrun yfír því tæknivædda nútímaþjóð- félagi sem hér er og því fjölþætta menningarlífi sem hér þrífst. Þeir sem á annað borð vissu fyrirfíam eitthvað um ísland höfðu hugmynd um að hér væru fallegir fossar, tignarleg fyöll, hverir og eldgígar — jafnvel grænir torfbæir og sérstakt hestakyn. M.ö.o. flest það sem almennir ferðamenn sækjast eftir að sjá þegar þeir heimsækja önnur lönd - eitthvað öðruvísi, eitthvað skrítið. í flestum tilvikum hefur þó verið um að ræða hámenntaða menn í sínum greinum, sem stoltum Birgir fsl. Gunnarsson íslendingi fínnst að ættu að vita betur. Svo er þó ekki. Margendurtekin dæmi um þetta hafa sannfært mig um hið gagnstæða. Auðvitað eru undantekningar og vil ég sérstak- lega nefíia að um margra ára skeið hefur reglulega sótt okkur heim fyöldi erlendra bankamanna, sem eru gjörkunnugir landi og þjóð. Hér má heldur ekki gleyma ýmsu öðru sem gert hefur verið, t.d. af sölu- samtökum okkar fískafurða, sam- tökum iðnaðaríns og utanríkisráðu- neytinu. En það dugar ekki til. Bæta þarf úr En hvað er til ráða? Ég er þeirrar skoðunar að við íslendingar rekum allt of einhliða kynningarstarfsemi í öðrum löndum. Aróður okkar beinist næstum eingöngu að því að auglýsa ísland sem ferðamanna- land. Hér má enginn skilja orð mín svo að ég sé að amast við þeirri kynningarstarfsemi eða ferða- mannaþjónustu á íslandi. Ferða- mannaþjónusta er vaxandi atvinnu- grein hér og hana ber að auka og efla. Til þess þarf að reka ferða- mannaáróður erlendis. En við þurfum annað og meira til viðbótar. Við þurfum að selja iðnaðarvörur erlendis í auknum „Til þess þarf öðruvísi áróður en ferða- mannaáróður. Til þess þarf að kynna ísland sem tæknivætt nútíma- þjóðfélag, þar sem búi tæknisinnuð þjóð sem eigi auðvelt með að til- einka sér öll undur nú- tímans — og ekki síður að hér sé fjölþætt menningarlíf þar sem nær allar listgreinar séu stundaðar. Við þurfum að breyta ímynd Islands út á við.“ mæli og við þurfum að ná samvinnu við erlend fyrirtæki um flárfesting- ar hér, um aukna tæknivæðingu á íslandi, um markaðsmál og um út- flutning á tækniþekkingu. Til þess þarf öðruvísi áróður en ferða- mannaáróður. Til þess þarf að kynna ísland sem tæknivætt nú- tímaþjóðfélag, þar sem búi tækni- sinnuð þjóð sem eigi auðvelt með að tileinka sér öll undur nútímans — og ekki síður að hér sé fjölþætt menningarlíf þar sem nær allar listgreinar séu stundaðar. Við þurf- um að breyta ímynd íslands út á við. Þetta kostar hinsvegar flármagn og mikið átak. Ég er þó sannfærður um að ef við ætlum að vera með í samkeppni þjóðanna um bætt lífs- kjör, þá verðum við að huga meir að þessum þætti. Hvað gera aðrar þjóðír Slík kynningarstarfsemi getur verið með ýmsum hætti og í því eftii getum við lært af öðrum þjóð- um. Norðmenn hafa t.d. • í vaxandi mæli snúið sér að slíkri kynningu á Noregi. Forsvarsmenn iðnaðar og útflutningsmála í Noregi voru orðn- ir þreyttir á þeirri mynd, sem þeim fannst umheimurinn gera sér af Noregi. Falleg flöll, djúpir fírðir, seljastúlkur með geitahjarðir og Lappar með hreindýr. Þannig var Noregur í huga margra. Norska útflutningsráðið, utanríkisráðu- neytið, viðskiptaráðuneytið og iðn- aðarráðuneytið tóku sig því til og hófu átak til að breyta þessari ímynd. Á sl. hausti t.d. var eftit til norskrar viku í London „Noregur í dag“, þar sem lögð var áhersla á Noreg sem tæknivætt nútímasam- félag, sem framleiddi háþróaðar vörur og væri vettvangur Qölþætts atvinnu- og menningarlífs. Fjöl- breytt dagskrá var alla dagana, þar sem fyrri hluta dags fór fram kynning á einhveijum þætti í at- vinnulífí Noregs en síðari hluti dags var helgaður menningunni með sýn- ingum og tónleikum. Boðið var helstu forsvarsmönnum í atvinnu-, fjármála- og menningarlífi Breta. Áður hafði 3 daga dagskrá verið sett upp f Japan í tengslum við konungsheimsókn og einnig í Þýskalandi. Þetta er aðeins dæmi um eina aðferð, sem hægt er að nota. Bæklingar, námstefnur, þátttaka í sýningum, kvikmyndir eru dæmi um fleiri aðferðir sem nota má. Til þess þarf sameiginlegt átak ýmissa aðila, bæði samtaka atvinnuveg- anna og ríkisvaldsins. Okkur íslend- ingum er nú mikil nauðsyn á mark- vissu kynningarstarfí í þessu skyni. Umheimurinn — jafnvel næstu ná- grannar — vita svo ótrúlega lítið um þetta land. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokksins fyr- ir Reykjavíkurkjördæmi. Urvals stóll á úrvals kjörum 5 • Getum nú boðið norska hægindastólinn STRESSLESS ROYAL með fótskemli. Stóll í hæsta gæðaflokki, klæddur ekta leðri. Verð: Batik leður kr. 49.880 Standard leður kr. 46.640 Útborgunkr. 5.000 Útborgun kr. 5.000 Mánaðargreiðslur kr. 3.740 Mánaðargreiðslur kr. 3.470 /Rv HÚSGAGNAIÐ)AN HVOLSVELLI S 99-8285 #—% FAG kúlu- og rúllulegur FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 % SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.