Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMT UDAGUR19. JÚNÍ1986 Valur Arnþórsson, kaupfélagsstj óri á 100 ára afmæli KEA: KEA vill leggja sitt til að mannlíf við Eyj afj örð verði sem fjölskrúðugast Akureyrí. KAUPFÉLAG Eyfirðinga var stofnað 19. júní 1886 að Grund í Eyjafirði og á því aldarafmæli í dag. „Félagið var stofnað af nokkr- um bændum sem vildu bæta sin viðskiptakjör — bæði er varðaði sölu á þeirra afurðum og kaup á nauðsynjum. Upphaf Samvinnu- starfsins má rekja til þess að íslendingar stóðu í harðri baráttu við að endurheimta frelsi og sjálfstæði landsins. Mjög snar þáttur I þvi var að ná versluninni í eigin hendur. Samvinnustarfið spratt þvi upp sem einn þáttur í freisisbaráttunni og varð lika tæki í þeirri baráttu," sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, er blaðamaður Morgunblaðsins átti við hann samtal i tilefni þessara tímamóta. „Samvinnustarfíð — bæði hér- lendis og erlendis — féll mjög vel að þeirri miklu frelsisöldu sem gekk yfír löndin á þessum tíma, upp- haflega í Frakklandi og síðar ann- ars staðar í Evrópu." — Hvemig þróaðist svo starf félagsins fyrstu árin? „Þróunin var mjög hæg til að byija með. Kaupfélagið hét þá reyndar Pöntunarfélag Eyfírðinga og hafði í raun og veru ekki fasta starfsemi með höndum í þeim skiln- ingi — það hafði enga sölubúð. Bændumir, landið og samvinnufé- lögin gengu í gegnum mikla erfíð- leika á þessum fyrstu áratugum, en síðan varð þessi mikli hverfí- punktur 1906 þegar félaginu voru settar nýjar samþykktir og opnuð var sölubúð í Hafnarstræti 90 á Akureyri. Það var fyrsta sölubúð félagsins og um leið fyrsta sam- vinnusölubúðin á öllu íslandi. Þetta ár var skipulaginu breytt þannig að félagið tók að selja vörur á almennu dagverði eins og gert var í öðrum verslunum en endurgreiddi síðan í árslok rekstrarafgang til félagsmannanna í hlutfalli við þeirra viðskipti og hluti þess var lagður í sjóði í vörslu félagsins þannig að þá fór fjárhagurinn að eflast. Þá má segja að heijist stig af stigi þessi mikla uppbygging sem Kaupfélag Eyfirðinga hefur staðið að á öllu þessu stóra félagssvæði. Upphaflega félagssvæðið voru hreppamir þrír sunnan Akureyrar, Hrafnagilshreppur, Saurbæjar- hreppur og Öngulstaðahreppur en síðan bættust þeir við hver af öðr- um. Höfuðstöðvamar urðu fljótlega á Akureyri — sérstaklega eftir að sölubúðin var opnuð á Akureyri 1906. Síðan fóru að berast óskir frá fólki hvaðanæva um félags- svæðið og útibú rísu á legg, til dæmis á Dalvík, Grenivík, Hrísey, Grímsey, Hauganesi og Ólafsfirði. Ólafsfjörður fór síðan út úr félaginu fljótlega eftir stríðslok og þar var rekið sjálfstætt kaupfélag um ára- tuga skeið. Óiafsfírðingar óskuðu svo eftir sameiningu við KEA aftur þegar kom fram á áttunda áratug- inn og það var samþykkt. Siglfírð- ingar höfðu ekki verið inni í Kaup- félagi Eyfírðinga en fljótlega eftir 1970 óskuðu þeir eftir inngöngu í Kaupfélag Eyfírðinga og einnig það var samþykkt og þá setti kaup- félagið upp útibú í Siglufirði. Síðan hafa gerst nýjustu atburðimir sem alþjóð er kunnugt um: Kaupfélag Svalbarðseyrar hefur lagt niður sinn rekstur og Kaupfélag Eyfírð- inga hefur tekið hann á leigu til HaUgrimur Hallgrímsson, fyrsti framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga. bráðabirgða. Það er ljóst að á fé- lagssvæði Kaupfélags Eyfirðinga í dag er allur rekstur og umsvif meiri en nokkm sinni áður í sögu félagsins." — Hvenær snéri Kaupfélagið sér að öðru en verslun? „Það var snemma. Sauðasala var í gangi, sala á afurðum bændanna. Sláturhús var reist á Akureyri upp úr aldamótunum og þá hófst slátrun og kjötvinnsla í framhaldi af því. Síðan beitti KEA sér fyrir því að stofnað var fyrsta mjólkursamlag á landinu 1927 en mjólkurstöð þess tók til starfa 1928. Það starfaði í gömlu húsunum hér í Kaupangs- strætinu. Þar starfaði það þar til að byggð var ný mjólkurstöð á ár- unum 1938-39 — ofar í gilinu en sú gamla, og hún var í notkun allar götur þangað til nýja mjólkurstöðin var vígð ofan við Lund 1980. En síðan fóru starfsgreinamar að bætast við hver eftir aðra, kaup- félagið beitti sér fyrir margs konar neysluvömiðnaði og reisti verk- smiðjur í því sambandi, sumpart sjálft eins og Flóm og smjörlíkis- gerðina, en beitti sér fyrir öðmm og fékk Sambandið til samstarfs eins og í Sjöfn. Kaupfélagið keypti kaffíbætisgerðina Freyju og upp úr því spratt Kaffibrennsla Akureyrar sem Kaupfélagið fékk Sambandið einnig til samstarfs um. Kaupfélag- ið hóf síðan plastiðnað með ein- staklingum en eftir að hafa rekið það í félagi við þá um margra ára skeið óskuðu þeir eftir að selja sinn hlut og þá fékk kaupfélagið Sam- bandið til að koma með í þann leik. Verslunargreinunum Q'ölgaði einnig eftir því sem tímar liðu. Kaupfélagið hafði alla verslunarstarfsemi á Akureyri í Hafnarstræti 90 þar til nýja húsið var byggt og tekið í notkun 1930 (aðalbygging KEA á homi Hafnarstrætis og Kaupangs- strætis), þá jókst deildaskipting og vömval var aukið. Félagið hafði rekið sláturhús á Akureyri, eins og áður hefur komið fram, allt frá aldamótum, það byggði sláturhús á Oddeyrartanga um 1930 og í sambandi við það var hafín fískfrysting, síldarsöltun og sfðan fóm að berast beiðnir um það frá félagsfólki út með fírðinum að kaupfélagið greiddi fyrir í físksölu- málum. Félagið seldi lengi saltfísk og skreið fyrir framleiðendur en Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri í fundarsal KEA. Að baki Val hangir málverk af einum forvera hans í starfi, Vilhjálmi Þór. síðan bámst beiðnir um að kaup- félagið beitti sér fyrir atvinnulífs- uppbyggingu eins og á Dalvík og í Hrísey og það var ráðist í það að hefja fískvinnslurekstur — byggð frystihús og félagið rekur öflug ffystihús bæði á Dalvík og í Hrísey með saltfiskverkun og auk þess saltfískverkun í Grímsey. Á Akur- eyri hins vegar, þó félagið hafí byijað fískfrystingu í sláturhúsinu á Öddeyrartanga, tók það þátt í uppbyggingu Útgerðarfélags Akur- eyringa, með Akureyrarbæ og ein- staklingum. Á sama hátt hafði kaupfélagið skipasmíðastöð en lagði hana niður og tók þátt í uppbyggingu Slippstöðvarinnar. Þjónustugreinar bættust við eftir því sem árin liðu og þar ber hæst Hótel KEA sem nú er nýlokið við að endurbyggja og á reyndar síðan eftir að stækka meira, félagið rekur mikla flutningastarfsemi og þannig mætti lengi telja. Þannig hefur þetta allt saman smám saman spunnið utan á sig, smám saman hafa þræðimir spunnist og orðið sterkari og sterkari." — Hvemig er félagið upp- byggt? „Félagið er félagslega uppbyggt Verzlunarhús KEA, Hafnarstræti 90 á Akureyri. Þar var opnuð fyrsta sölubúð kaupfélagsins 1906. Núverandi verzlunarhús KEA, þar sem aðalskrifstofur þess em. Myndin er tekin á 50 ára afmæli félags- ins, 19. júní 1936.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.