Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986 45 mmm mmm NÝTT HRISSÚKKULAÐI um menn og málefni og hafði lifandi áhuga á ættfræði og þjóðmálum. Var einstaklega gaman að heim- sækja hana, ræða við hana og fræðast af henni, og á mannamót- um var ætíð glatt á hjalla þar sem Helga fór og venjulega hópurinn í kringum hana. Ég átti alla tíð góðan vin í Helgu og um tíma, er ég var unglingur, bjó Helga á heimili foreldra minna, og man ég tilhlökkun okkar hvem dag er hennar var von heim frá vinnu. Helga var alin upp við sveitastörf þess tíma, en fór ung að heiman og starfaði víða við ráðsmennsku og fleira, m.a. í Keflavík, en síðustu starfsárin var hún í Kassagerð Reykjavíkur. Helga giftist aldrei, en eignaðist eina dóttur, Soffíu G. Sveinsdóttur, sem gift er Gunnari H. Sigurðssyni frá Brúarhrauni, og hélt hún heim- Minning: Helga L. Ólafs- dóttir - Jörfa ili með þeim. Bamabömin em þrjú, Viggó, Helga og Sigurður og voru þau öll henni mjög hjartfólgin og hafði hún mikinn áhuga á þeirra velferð allri, nú síðast bættist svo við sólargeisli í ellinni, en það er bamabamabamið litla hún Tinna Björg, dóttir Helgu og unnusta hennar, Helga I. Jónssonar, sem Helga hafði mikið dálæti á. Heiga lést á heimili sínu fimmtu- daginn 12. júni sl. og bar andlát hennar brátt að, þótt hún hefði kennt lasleika síðasta árið. Elsku Doddý mín, við sendum ykkur öllum okkar innilegustu kveðjur, og þökkum fyrir að eiga minningamar um svo ágæta konu, sem Helgu frænku. Guð varðveiti hana og blessi minningu hennar. Þuríður Ingimundardóttir Fædd 7. júlí 1911 Dáin 12. júní 1986 Helga Laufey Ólafsdóttir var fædd á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi 7. júlí 1911. Hún var dóttir hjón- anna Ólafs Erlendssonar bónda á Jörfa og Agötu Stefánsdóttur. Helga var ellefta bam þeirra hjóna, af þrettán. Af þessum stóra systk- inahópi em nú fímm eftir á lífí. Helga mun ung hafa farið úr foreldrahúsum í atvinnuleit. Að hætti þeirra tíma vann hún aðallega sem vinnukona, en seinna á ævinni starfaði hún við ýmis konar þjón- ustustörf. Árið 1941 fæddist einkadóttir Helgu, Guðbjörg Soffía Sveinsdótt- ir. Þær mæðgur áttu alla tíð heim- ili saman og á heimili dóttur sinnar og tengdasonar lést Helga fímmtu- daginn 12. júní sl. Á þeim tíma er Helga var að ala upp dóttur sína vom engar trygg- ingar til að létta einstæðum mæðr- um lífsbaráttuna eða dagheimili fyrir böm útivinnandi kvenna. Lífs- barátta Helgu hlýtur oft á þessum ámm, að hafa verið erfíð. Sem einstæð móðir varð hún að sjá sér og bami sínu farborða með því að taka þau störf sem ekki aðeins gæfí þeim lífsviðurværi heldur einn- ig væm þannig að hún gæti jafn- framt litið eftir bami sínu. Ég, sem þetta rita, kynntist Helgu fyrst þegar dóttir hennar giftist bróður mínum. Hún var þá orðin roskin manneskja og hætt störfum utan heimilis en gætti bamabama sinna. Þótt allmikill aldursmunur væri á okkur Helgu varð okkur vel til vina. Helga var stálminnug, hafði víða verið og kynnst fjölda fólks um ævina. Hún var ótæmandi fróðleiksbmnnur þeim sem vildi fræðast um liðinn tíma eða vita deili á mönnum og málefnum. Ömggt var að treysta að Helga segði rétt frá, slíkt var minni hennar. Helga hafði ákveðnar skoðanir á stjómmálum og fylgdist alla tfð með þjóðmálum. Hún fylgdi þeim þjóðmálahreyfínum að málum, sem börðust fyrir bættum hag alþýðunn- ar, enda var það einn sterkasti þátt- ur í skapgerð Helgu að hafa samúð með þeim sem minna mega sín. Minnisstæðust verður mér þó Helga fyrir sitt glaða geð, glettnina og dillandi hlátur. Sjálfsagt hefur hún oft haft áhyggjur og átt sínar sorgir í amstri daganna, en hún lét það aldrei yfírskyggja gleðina í bijósti sér. Þess vegna leið öllum svo vel i návist hennar og skemmtu sér konunglega. Lífsgöngu Helgu vinkonu minnar er lokið og ég mun sakna hennar. Sigurveig Sigurðardóttir í dag, fímmtudaginn 19. júní, fer fram frá Bústaðakirkju, útför móð- ursystur minnar, Helgu Laufeyjar Ólafsdóttur. Helga fæddist á Jörfa í Kolbeins- staðahreppi, Hnappadalssýslu, þann 7. júlí 1911, og hefði því orðið 75 ára innan mánaðar ef kallið hefði ekki komið. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Erlendssonar og Agötu Stefánsdóttur og var hin þriðja yngsta í stórum systkinahópi. Böm þeirra Ólafs og Agötu voru þrettán og komust tólf þeirra til fullorðinsára: Ingibjörg, er látin, Jónas, er látinn, Erlendur, býr í Reykjavík, Þuríður, er lést í æsku, Þuríður, er látin, Stefanía, er látin, Ágústa, býr í Kópavogi, Elínborg, er látin, Kjartan, býr í Borgamesi, Gunnar, býr í Reykjavík, Helga Laufey, Valgerður, býr í Kópavogi og móðir mín Guðrún Elísabet, sem lést á síðasta ári. Þótt systkinahópurinn frá Jörfa hafi verið svo stór, var sambandið milli þeirra alla tíð bæði mikið og gott, og vil ég hér sérstaklega minnast sambands þeirra Helgu frænku og móður minnar, sem má heita að hafí verið daglegt í áratugi, og hve mikla umhyggju þær bám hvor fyrir annarri í blíðu og stríðu. Helga verður áreiðanlega öllum, sem henni kynntust minnisstæð vegna glaðværðar sinnar og hjarta- gæsku, og var hún mér og minni fjölskyldu einkar kær og mikil uppáhaldsfrænka, eins og slíkar getabestarorðið. Helera var miög fróð og minnug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.