Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
WALTER RAYMOND PETTY,
(íslenskt nafn Valur Vllhjálmsson),
lést í Borgarspítalanum 13. júní. Jarðarförin verður frá Háteigs-
kirkju föstudaginn 20. júní kl. 13.30.
Þórunn Baldursdóttir,
Solveig Nau,
Svanhildur Valsdóttir,
Áslaug Valsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTRÍÐUR E. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Bergþórugötu ð,
lést þann 16. júní í Landakotsspítala.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Elnarsdóttir, Jón Árnason,
Kristleifur Einarsson, Anna Hjálmarsdóttir.
t
Móðir okkar og fósturmóðir,
DAGBJÖRT LÁRA EINARSDÓTTIR,
Háukinn 3,
Hafnarfiröl,
lést í Sólvangi, Hafnarfirði, að morgni 17. júní.
' Börnin.
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
HANNES JÓNSSON
frá Seyðisfirði,
Glaðheimum 8,
Reykjavfk,
er lést 12. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudag-
inn 19. júníkl. 15.00.
Sigurjón Hannessson,
Elín Hrefna Hannesdóttir,
Sigrún Klara Hannesdóttir,
Sveinn S. Hannesson,
Slgrfður Jóhannesdóttir,
Björg Jónsdóttir,
Árni Sigurbergsson,
Danfel Benedlktsson,
Áslaug Sigurðardóttir,
barnabörn og bamabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁGÚSTU HALLMUNDSDÓTTUR,
Grettisgötu 20a.
Guðmundur Hjörleifsson,
Margrét E. Hjörleifsdóttlr, Bernharð Guðnason,
Hjörleifur G. Bernharðsson,
Ágústa G. Bernharðsdóttir,
Bernharð M. Bernharðsson.
t
Þökkum af alhug vinum okkar er sýndu samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
JÓNS GRÉTARS GUÐMUNDSSONAR,
Gnoðarvogi 70.
Sömuleiðis samstarfsfólki hans og félögum úr Þrótti bestu þakkir.
Ásta Jónsdóttir
og börn.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minniagargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins
á 2. hæð í AðaJstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í
Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skai hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort Ijóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
Minning:
Ásta Lilja
Guðmundsdóttir
Fædd 5. október 1901
Dáin 22. apríl 1986
Hver starfandi hönd er þjóðar
heill og til uppbyggingar þjóðfélag-
inu. Því verðum við öll fátækari
þegar kraftar þverra og heilsan
bilar og fráfallið ber að. En mest
missa nánustu aðstandendur og
ástvinir þegar slíkt skarð er höggvið
í fjölskylduböndin.
Ásta var orðin 84 ára að aldri
þegar hún lézt, og gangan því orðin
löng, með því að ekki var alltaf
gengið á rósum á lífsleiðinni.
Fólk frá sl. aldamótum var nán-
ast allt bamlúið. Hún var fædd og
uppalin í Reykjavík. Foreldrar
hennar vom fátæk og börðust
harðri lífsbaráttu, eins og títt var
á þeim tímum. Sjálf lét Ásta ekki
sitt eftir liggja. Bar oft þungar
byrðar, þyngri en kraftamir leyfðu,
svo sem kolapoka og spýtur til
eldsneytis í heimilið. Svo lá leið
hennar í baraaskólann og lauk þar
námi í öllum fogum, með prýðilegri
einkunn. Hana langaði til að læra
meira, en efnahagur foreldranna
leyfði það ekki. Að því búnu lá leiðin
til vinnu, í vist, eins og það var
kallað. Vann lengi á stóru og bam-
mörgu heimili, sem útheimti mikið
þrek og dugnað, hafði langan
vinnudag og lítið kaup, en auðvitað
frítt uppihald.
Ásta var trú í starfí og vann
vel, lagði mikið uppúr vandvirkni í
hvívetna, enda fékk hún gott orð
hjá húsbændum sínum, m.a. fyrir
frábæra umönnun og hjálpsemi við
bömin. Árið 1927 réðst hún að
bamaheimili, því fyrsta sem rekið
var í bænum, og féll það starf vel.
Árið 1929, þ. 19. október, giftist
hún eftirlifandi manni sínum, Ólafí
Guðmundssyni og var þeim það
mikill gleði- og fagnaðardagur.
Hófu þau búskap á Grímsstaðaholti
hér í bæ, en fluttu að ári liðnu í
Sketjaíjörð, en þar bjuggu þau
lengst af sín búskaparár, í full 40
ár. Áður en Ásta giftist, eignaðist
hún son, sem látinn er fyrir nokkra.
En þau hjónin eignuðust saman 4
böm, öll fædd í Skeijafírði. Það
yngsta andaðist nýfætt. En 3
þeirra, sem eldri vora komust öll
upp og búa nú 2 þeirra hér í bæ
og eitt í Danmörku. Era þau öll vel
gift, trúuð og vel fær í sínu starfí.
Maður Ástu vann lengst af ævi
sinnar við Kristniboðsstarf á vegum
Aðventsafnaðarins, svo hann var
oft mikið að heiman. Og eins og
gefur að skilja lentu heimilisstörfin
og þar á meðal bamauppeldið að
mestu leyti á herðum Ástu móður
þeirra. Hún var sívökul fyrir heimil-
ishaldinu, heill og velferð bamanna.
Hún var mjög bókhneigð, söngelsk
og hafði fallega söngrödd, spilaði á
ýmis hljóðfæri, var trúuð kona og
kenndi bömunum margt gott og
fallegt, lagði þar með traustan
grandvöll að lífí bamanna, sem þau
byggja á og búa að í lífi sínu og
ævistarfi. Það er mikill missir og
söknuður við fráfall slíkrar eigin-
konu eftir 57 ára farsælt hjónaband
og elskandi móður sem annast hefur
bömin sín svo vel öll þeirra upp-
vaxtarár. En Guð gaf henni lang-
þráða hvíld eftir margra ára flötra
heilsuleysis.
Alla ævi sína gladdist hún við
þessi orð Heilagrar ritningar:
„Sæll er sá, er situr í skjóli hins
hæzta, sá er gistir í skugga hins
Almáttka". Hún lifði og dó í full-
vissunni og fögnuðinum um það,
að „Lausnari minn lifír"_____Ásta
Lilja, var jarðsett frá Aðventkirkj-
unni 2. maí sl. að viðstöddu ijöl-
menni, í gamla kirkjugarðinum við
Suðurgötu. Nú bíður hún þess að
heyra kall endurlausnarans til upp-
risunnar frá dauðum og mega þá
mæta ástvinum sínum aftur. En
þeir þakka henni langa og elskulega
samvera á lífsleiðinni í þessu lífi.
Blessuð sé minning mætrar konu
og móður. Vinur
Ragnar Alfreðs-
son — Minning
Ragnar Alfreðsson fæddist í
Reykjavík 3. júní 1930 og lést þann
12. maí sl. á Borgarspítalanum eftir
stutta legu. Hann var sonur Alfreðs
Þórðarsonar og Theódóra Eyjólfs-
dóttur. Þau ráku hjólreiðaverkstæð-
ið Fáfni, sem miðaldra Reykvíking-
um er í fersku minni. Alfreð lést
árið 1960 af slysföram en Theódóra
lifir son sinn. Ragnar ólst upp í
foreldrahúsum en lærði til mat-
sveins í Matstofu Austurbæjar og
Nausti og lauk prófí í faginu. Hann
starfaði um árabil sem matsveinn
á varðskipunum og einnig á Esjunni
og Heklu, skipum Eimskipafélags
íslands. Hann stofnaði og rak Kjör-
barinn í Lækjargötu með Axel
Magnússyni. Síðan tók hann upp
sölumennsku og seldi vörar fyrir
ýmsa aðila, en síðasta áratuginn
var hann sölumaður hjá Eiríki
Ketilssyni. Ragnar var afburða
laginn og góður sölumaður. Eiríkur
Ketilsson reyndist Ragnari og fjöl-
skyldu hans meira en góður vinnu-
veitandi, heldur líka sannur vinur í
raun í veikindum Ragnars og konu
hans.
Ragnar gekk í hjónaband þann
30. ágúst_1952. Kona hans eftirlif-
andi er Ásdís ísleifsdóttir, ísleifs
Ámasonar prófessors og Soffíu
Gísladóttur Johnsen. Ásdís reyndist
Ragnari hin ástríkasta eiginkona
og bjó honum og bömum þeirra
hlýlegt heimili að Mávahlíð 1 hér í
borg, en þar hafa þau lengst af
búið. Þar var og er alltaf nóg rúm
gestum og gangandi og minnist ég
ætíð hins hlýja og jákvæða and-
rúmslofts er þar ríkir.
Ragnari og Ásdísi var fímm
bama auðið:
Theódóra, gift Róberti Alberts-
syni (fæddur Spano, ítalskur),
þeirra böm era: Róbert Ragnar og
Ásdís Mercedes. Atli ísleifur, giftur
Ragnheiði Amgrímsdóttur, þeirra
böm era Arngrímur Ragnar og
Unnur Perla. Öm Ragnarsson, gift-
ur Önnur Guðmannsdóttur, þeirra
dætur era María og Ásdís. Soffía
Ragnarsdóttir, sambýlismaður
Loftur Þorsteinsson, Soffía á dótt-
ur, Theódóra Ámadóttur, en faðir
hennar lést fyrir rúmum þrem
áram. Þessi ijögur era öll flogin úr
hreiðrinu en heima er yngsta dóttir-
in, Hildur Sólveig, 16 ára.
Ragnar átti eitt bam fyrir hjóna-
band, Kristínu Snæfells.
Sá er þessar línur ritar er mágur
Ragnars heitins. Eg minnist hans
fyrst og fremst sem sérstaklega
bamgóðs og hlýs heimilisföðurs.
Lífshlaup hans var ekki alltaf dans
á rósum og átti hann við erfiðleika
að stríða, en vann alltaf hvíldarlítið
og hélt reisn sinni til hins síðasta.
Ragnar var góðum tónlistarhæfi-
leikum gæddur, lék á trommur, gít-
ar og píanó, hann hafði góða kímni-
gáfu og var glaðvær í góðra vina
hógi.
Ásdísi systur bið ég Guð að
styrkja og böm þeirra, svo og allt
venslafólk. Systkinum hans og móð-
ur votta ég samúð mína.
Guð blessi minningu Ragnars
Alfreðssonar.
Ami ísleifsson
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MÁLFRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
Akranesi,
lést sunnudaginn 15. júní í Sjúkrahúsi Akraness. Útför hennar
verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 20. júní kl. 14.30.
Ragnar Leósson, Ester Guðmundsdóttir,
Bjarnfrfður Leósdóttir,
Hallbera Leósdóttir, Rikharður Jónsson,
Jón Leósson.
Barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður og ömmu,
SIGRÚNAR HÖNNU PÁLSDÓTTUR,
Steinum,
Grindavfk.
Sigurður Rúnar Steingrímsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.