Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 39
MORGtJNBLABIÐ, FIMMTUDÁGUR 19. JÚNÍ 1986 39 Ný slökkvibifreið í eigu Hafnar- fjarðarbæjar Hafnarfjarðarbær hefur keypt nýjan slökkvibíl, er sá þýskur af gerðinni MAN 12.192 F., en hann kostaði tæpar fimm milljónir króna. Hinn nýi bíll slökkviliðs Hafnar- Qarðar er búinn margvíslegum bún- aði til slökkvi- og björgunarstarfa, t.d. reykköfunartækjum, stökkpúða, mótorsög og 80 lítra froðugeymi. Hús bílsins er gert fyrir fimm menn og er við það miðað að fjölgað verði á vöktum slökkviliðsins, segir í fréttatilkynningu frá slökkvistöðinni. Þessi nýi björgunar- og slökkvibíll kemur til með að leysa tvo eldri bíla slökkviliðsins af 'hólmi, tækjabíl og gamlan dælubíl. Slökkvilið Hafnarfjarðar sér um brunavarnir í Hafnarfírði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Slökkviliðið á nú þrjá dælubíla, vatnsbíl og hefur afnot af körfubíl. Á stöðinni eru einnig reknir tveir sjúkrabílar. Erlingur Helgason, umboðsmaður MAN, afhendir Helga ívarssyni, slökkviliðsstjóra, lyklana að nýju bifreiðinni á föstudaginn. Að baki þeim sést sjálf bifreiðin. TALBÖT ---------r285 Framdritnir meö Duröargetu 500 kg. Eigum örfáa bíla til afgreiðslu strax á sérstöku afsláttarverði: kr. 261.000.- HAFRAFELL Vagnhöfða 7 Símar 685211 og 685505 Andrea Brabin og Valgerður Backman brosandi eftir að úrslit voru kunngjörð í keppninni á Hótel Sögu á Iaugardaginn. Samkeppnin um „Andlit ársins“: Tvær stúlkur valdar til að spreyta sig við fyrirsætustörf SAMKEPPNIN „Andlit ársins“ var haldin í 5. sinn á Hótel Sögu á laugardaginn og var Valgerður Backman, nítján ára stúlka úr Reykjavík, valin sigurvegari. Næsta sumar tekur Valgerður þátt í keppni á Vegum Ford Models sem fram fer í Bandaríkjunum ásamt stúlkum frá 20 þjóðlöndum, og verður þar valið „andlit ársins". Önnur stúlka, Andrea Brabin, var einnig valin af fulltrúa Ford Models hér á landi til að reyna sig við fyrirsætustörf í Bandaríkjunum og mun hún ásamt Valgerði halda bráðlega til New York í því skyni. Þátttakendur í keppninni á Hótel Sögu voru 6 talsins og er vaninn að velja einungis eina stúlku í hveiju landi, en að þessu sinni þótti valið með erfíðara móti og því varð úr að leyfa tveimur þeirra að spreyta sig við fyrirsætustörf. Aðstandendur keppninnar hér á landi eru Vikan og Ford Models. Sumarblússur 65% polyester, 35% bómull, 5 vasar, fallegt snið kr. 1.955.- Terylinebuxur, fjölbreytt úrval, verð frá kr. 995.- Regngallarkr. 1.260.- Veiðijakkar kr. 1.675.- Gallabuxur kr. 825.- Sumarbuxur frá kr. 395.- Stuttermaskyrtur nýkomnar kr. 495.- Nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22a. Bílastilling Birgis er f lutt að Smiðjuvegi 62, Kópavogi. Ný og betri þjónusta við bíleigendur. Véla-, hjóla- og Ijósastillingar. Margskonar skyndiþjónusta. Nýtt símanúmer: 79799.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.