Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 39
MORGtJNBLABIÐ, FIMMTUDÁGUR 19. JÚNÍ 1986
39
Ný slökkvibifreið
í eigu Hafnar-
fjarðarbæjar
Hafnarfjarðarbær hefur
keypt nýjan slökkvibíl, er sá
þýskur af gerðinni MAN 12.192
F., en hann kostaði tæpar fimm
milljónir króna.
Hinn nýi bíll slökkviliðs Hafnar-
Qarðar er búinn margvíslegum bún-
aði til slökkvi- og björgunarstarfa,
t.d. reykköfunartækjum, stökkpúða,
mótorsög og 80 lítra froðugeymi.
Hús bílsins er gert fyrir fimm menn
og er við það miðað að fjölgað verði
á vöktum slökkviliðsins, segir í
fréttatilkynningu frá slökkvistöðinni.
Þessi nýi björgunar- og slökkvibíll
kemur til með að leysa tvo eldri bíla
slökkviliðsins af 'hólmi, tækjabíl og
gamlan dælubíl.
Slökkvilið Hafnarfjarðar sér um
brunavarnir í Hafnarfírði, Garðabæ
og Bessastaðahreppi. Slökkviliðið á
nú þrjá dælubíla, vatnsbíl og hefur
afnot af körfubíl. Á stöðinni eru
einnig reknir tveir sjúkrabílar.
Erlingur Helgason, umboðsmaður MAN, afhendir Helga ívarssyni,
slökkviliðsstjóra, lyklana að nýju bifreiðinni á föstudaginn. Að baki
þeim sést sjálf bifreiðin.
TALBÖT
---------r285
Framdritnir meö Duröargetu 500 kg.
Eigum örfáa bíla til afgreiðslu strax
á sérstöku afsláttarverði: kr. 261.000.-
HAFRAFELL
Vagnhöfða 7
Símar 685211 og 685505
Andrea Brabin og Valgerður Backman brosandi eftir að úrslit voru
kunngjörð í keppninni á Hótel Sögu á Iaugardaginn.
Samkeppnin um „Andlit ársins“:
Tvær stúlkur valdar
til að spreyta sig
við fyrirsætustörf
SAMKEPPNIN „Andlit ársins“
var haldin í 5. sinn á Hótel Sögu
á laugardaginn og var Valgerður
Backman, nítján ára stúlka úr
Reykjavík, valin sigurvegari.
Næsta sumar tekur Valgerður
þátt í keppni á Vegum Ford Models
sem fram fer í Bandaríkjunum
ásamt stúlkum frá 20 þjóðlöndum,
og verður þar valið „andlit ársins".
Önnur stúlka, Andrea Brabin,
var einnig valin af fulltrúa Ford
Models hér á landi til að reyna sig
við fyrirsætustörf í Bandaríkjunum
og mun hún ásamt Valgerði halda
bráðlega til New York í því skyni.
Þátttakendur í keppninni á Hótel
Sögu voru 6 talsins og er vaninn
að velja einungis eina stúlku í
hveiju landi, en að þessu sinni þótti
valið með erfíðara móti og því varð
úr að leyfa tveimur þeirra að
spreyta sig við fyrirsætustörf.
Aðstandendur keppninnar hér á
landi eru Vikan og Ford Models.
Sumarblússur 65% polyester, 35% bómull, 5
vasar, fallegt snið kr. 1.955.-
Terylinebuxur, fjölbreytt úrval, verð frá kr. 995.-
Regngallarkr. 1.260.-
Veiðijakkar kr. 1.675.-
Gallabuxur kr. 825.-
Sumarbuxur frá kr. 395.-
Stuttermaskyrtur nýkomnar kr. 495.-
Nærföt o.fl. ódýrt.
Andrés, Skólavörðustíg 22a.
Bílastilling
Birgis er f lutt
að Smiðjuvegi 62, Kópavogi. Ný og betri þjónusta
við bíleigendur. Véla-, hjóla- og Ijósastillingar.
Margskonar skyndiþjónusta.
Nýtt símanúmer: 79799.