Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986
59
Símamynd/AP
• Butrageno haföi svo sannariega ástœöu til aö fagna f gær, hann
skoraöi fjögur mörk og átti stóran þátt í þvf fimmta er Spánverjar
burstuðu Dani f gœrkvöldi.
Oruggur sigur
Englendinga
ENGLENDINGAR áttu ekki f nein-
um verulegum vandrœðum þegar
þeir unnu sanngjaman sigur á
Paraguaymönnum f 16 lifta úrslit-
unum f heimsmeistarakeppninni
f knattspyrnu í gœrkvöldi. Gary
Lineker skoraöi tvö mörk og
Peter Beardsley skoraði eitt f
3:0-sigri Englendinga sem þar
meft eru komnir f átta lifta úrslit
þar sem þeir leika viö Argentfnu-
menn.
Hann var ekki nema rétt hálfset-
inn Azteka-leikvangurinn í Mexikó-
borg í gærkvöldi þegar leikurinn
hófst. Leikvangurinn tekur
114.000 manns en það voru „að-
eins“ 50.000 áhorfendur sem
fylgdust með leiknum í gær. Eng-
lendingar áttu í upphafi í miklum
erfiðleikum með Paraguaymenn
og tvívegis varð Peter Shilton að
taka á honum stóra sínum til aö
koma í veg fyrir að þeir skoruðu.
Fyrsta markið skoraði Gary
Lineker á 32. mínútu og má segja
að það hafi verið gegn gangi leiks-
ins. Sending kom frá hægri kantin-
um og Steve Hodge gerði vel í
því að ná að koma honum fyrir
markið aftur. Paraguaymenn voru
greinilega ekki viðbúnir sendingu
Hodge og Lineker átti ekki í erfið-
leikum með að renna honum í
netið. Réttur maöur á róttum stað.
Á sömu mínútu átti Beardsley
góða sendingu sem Lineker tók
viðstöðulausa en Fernandez varði
mjög vel í horn. Eftir markið settu
Paraguaymenn fleiri menn í sókn-
ina en allt kom fyrir ekki. Vörn
Englands var sterk og gaf þeim
engan frið til athafna.
Lineker fór af leikvelli um tíma
í síðari hálfleik og á meðan notaði
Beardsley tækifærið og skoraði
annað mark Englands. Fyrsta
markið semennar en Lineker gerir
fyrir England í þessari heimsmeist-
arakeppni. Hoddle gaf á Butcher
úr hornspyrnu. Hann átti hörku-
skot sem markvörðurinn varði en
hélt ekki og Beardsley náði frá-
kastinu og skoraöi örugglega.
Eftir þetta mark leystist leikur-
inn eiginlega upp í vitleysu.
Paraguaymenn röfluðu heilmikið í
dómaranum og töfðu þannig leik-
inn mikið og á því græddu Eng-
lendingar auðvitað. Reid fór af
leikvelli og inná kom Gary Stevens
frá Tottenham. Það átti að styrkja
vörnina. Þetta kom niður á miðj-
unni og Paraguaymenn sóttu stíft
en vörnin sem áður mjög sterk
hjá enskum.
Fimmta mark Lineker í keppn-
inni, sem kom honum á toppinn á
markaskoraralistanum, gerði hann
á 72. mínútu. Hoddle gaf frábæra
sendingu á félaga sinn Stevens
og hann renndi honum snyrtilega
á Lineker sem skoraði af stuttu
færi af miklu öryggi.
Peningará HM:
Danir borga vel
Frá Bob Hennessy, frétterttara Morgunblaðsins á Englandl.
ÞAÐ ERU miklir peningar f spilinu
f sambandi við heimsmeistara-
keppnina í Mexfkó. Ensku leik-
mönnunum hefur verið lofaö
30.000 pundum hverjum ef þeim
tekst aö vinna heimsmeistara-
keppnina en þaö eru aðeins smá-
munir miftaft viö það sem ftölsku
leikmennirnlr áttu aö fá. Þeir áttu
aö fá 140.000 pund, um 8,5 millj-
ónir fslenskra króna, fyrir aö
vinna keppnina.
Trúlega hafa Danir það þó einna
best af þeim leikmönnum sem nú
keppa að því að vinna keppnina.
Hver leikmaður þeirra fékk 25.000
pund fyrir að fara til Mexíkó og
að auki hefur hver og einn fengið
6.000 pund fyrir hvern leik og að
sjálfsögðu er þeim lofaft gulli og
grænum skógum ef þeir komast í
undanúrslitin svo ekki sé nú talað
um úrslitaleikinn.
Frakkar gera einnig vel við sína
menn því hver og einn fær 100.000
pund fyrir sigur í mótinu en Argent-
ínumenn greiða fimmtung þeirrar
upphæöar til sinna leikmanna ef
þeim tekst að vinna keppnina.
Þar lágu Danir
Butrageno skoraði fjögur mörk í leiknum *
ÞAÐ ER víst óhætt að segja að
Spánverjar hafi rassskellt Dani
þegar liftin mættust í heims-
meistarakeppninni í gærkvöldi.
Spánverjar skoruðu fimm mörk
en Danir afteins eitt. Það var
Emilio Butrageno sem var hetja
Spánverja því hann skoraöi fjögur
markanna í leiknum.
Spánverjar voru betri aðilinn í
þessum leik og Danir mættu ein-
faldlega ofjörlum sínum að þessu
sinni. Spánverjar virðast hafa ein-
hver tök á Dönum því þeir slógu
þá út úr Evrópukeppninni eftir víta-
spyrnukeppni árið 1984. Danir
hófu leikinn í gær þó þokkalega
og skoruðu fyrsta markið. Jesper
Olsen skoraði úr vítaspyrnu á 30.
mínútu.
Hann kom aftur við sögu
skömmu fyrir leikhlé er hann gaf
knöttinn á Butrageno þar sem
hann var einn fyrir framan tómt
markið og jafnaði leikinn. Fyrri
hálfleikur hafði verið frekar jafn og
Danir átt meira í honum ef eitthvað
var en þetta breyttist svo sannar-
lega í þeim síðari.
Butrageno skoraði með hörku-
skalla eftir hornspyrnu á 57. min-
útu og Coicoechea bætti þriðja
markinu við úr vítaspyrnu eftir að
Butrageno hafði verið felldur í
teignum. Fjórða markið kom síðan
á 79. mínútu og það gerði Burtag-
eno einnig og fimmta markift skor-
aöi hann úr vítaspyrnu á síðustu
mínútu leiksins eftir að hann hafði
verið felldur í teignum.
Vörn Dana var orðin fámenn
strax eftir að staðan varð 2:1 og
þeir settu allt t sóknina en það
kostaði hroöalega útreið — 5:1!
Það sem gerði útslagið í þessum
leik var fyrst og fremst geysilega
góður leikur Spánverja. Þeir börð-
ust um hvern bolta og gáfu Dönum
aldrei frið til að leika eins og þeir
vilja. Þeir náðu aldrei að stjórna
hraftanum í léiknum eins og þeir
MIKIÐ er nú rætt um að Gary
Linekere veröi keyptur til Barcel-
ona næsta keppnistímabil. í sjón-
varpsviðtali í gærkvöldi var Terry
Venables þjálfari þeirra spurður
aö því hvort hann væri ekki
ánægður með aö sjá Uneker
skora svona mikift af mörkum þar
sem hann léki Ifklega meft Barcel-
ona næsta vetur. Terry varö
vandræðalegur en sagði siöan:
TVEIR leíkir veröa í 1. deild karla
f kvöld. Valur og Vföir leika á
Valsvelli og Breiðablik og Akra-
nes á Kópavogsvelli og hefjast
þeir báöir kl. 20.00.
Heil umferð verður í 2. deild
karla. Völsungur og Víkingur leika
á Húsavík, KS og Skallagrímur á
hafa gert í hinum leikjum sínum í
mótinu.
Þar með er lokið glæsilegri þátt-
töku Dana í fyrstu úrslitakeppni
heimsmeistarakeppninnar sem
þeir komast í. Þeir náðu lengra en
flestir höfðu búist við og þurfa
því alls ekki að vera neitt óánægðir
þó svo tapið væri óþarflega stórt
í gær.
„No comment."
Barcelonamenn eru mjög von-
sviknir yfir því að þeim tókst ekki
að ná í lan Rush og þeir eru því
staðráðnir í að fá Lineker til liðs
við sig í staðinn. Þegar Lineker var
spurður að því á dögunum hvort
hann færi til Barcelona sagðist
hann ekki vilja ræða þaö mál á
þessu stigi.
Siglufirði, KA og Selfoss á Akur-
eyri, Þróttur og (BÍ á Laugardals-
velli og Einherji og Njarðvík á
Vopnafirði. AlUr leikirnir hefjast kl.
20.00.
Haukar og Valur leika í 1. deild
kvenna á Hvaleyrarholtsvelli kl.
20.30.
Linekertil Barcelona?
Frá Bob Hennessy, fróttarítara Morgunblaðsins á Englandl.
Leikiríkvöld •
MorgunblaðiöA'IP
• Tommahamborgaramótið f knattspymu 6. flokks var sett í gær f Vestmannaeyjum. ( gær komu til
Eyja um 600 ungir knattspyrnumenn, flestlr meö Herjólfi, og var þessi mynd tekin á leiðinni til Eyja og
eins og sjá má létu hinar ungu knattspyrnuhetjur fara vel um sig á leiðinni. Mótiö stendur fram á sunnu-
dag og verður aö venju mjög vandaft til þess og mikið um aö vera hjá þeim fjölmörgu sem leggja leið
sína út f Eyjar til aö taka þátt f mótinu. Þetta er f þriöja sinn sem Tommahamborgaramótið er haldið f
Eyjum.