Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 40
»40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986
Mlltt USBga ’Rí
8 XJ 1 'etár fásssss á nas&f IlW^iœss^ a# wÍl I I S »
1.242.-
1.476.-
1.836.-
in
3URVIWSSDW
CTA D fl/i'■<» I-***.*■« I.
3 | AK iVlo 13
3.495.-
iCXí i i\l l\l
I f **% c* C*
UídbbK
3.495.-
GURV N
I®**
: I
3.890,-
690,-
ARMULA 40 REYKJAVIK S=835 55
Ráðstef nugestir um borð í skólaskipinu Þór.
Ráðstefna um sjómanna-
menntun í Reykjavík
Dagana 2. til 5. júní síðastliðna
var i Reykjavík haldinn árlegur
fundur Norðurlandanna um sjó-
mannamenntun og þá sérstak-
lega menntun farmanna; vél-
stjóra- og skipstjórnarmanna.
Þátttakendur voru frá Græn-
landi, íslandi, Færeyjum, Noregi,
Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og
Álandseyjum. Grænlendingar tóku
nú í fyrsta skipti þátt í ráðstefnunni
en hún hefur nú verið árviss at-
burður á Norðurlöndunum í rúman
aldarfjórðung. Fundurinn var nú
haldinn í 26. sinn.
Auk þess sem fjallað var um sjó-
mannamenntun jrfír- og undir-
manna, voru öryggismál sjómanna
í brennidepli. Dr. Þorgeir Pálsson,
lektor við Háskóla ístands, flutti
fyrirlestur um tilkynningaskyldu
íslenskra skipa, framtíðarskipan
þeirra mála og tölvuvæðingu til-
kjmningaskyldunnar.
Þá skoðuðu fundargestir hinn
nýja björgunar- og slysavarnar-
skóla Slysavamafélagsins, Sæ-
björgu. Einnig kynntu þeir sér til-
kynningaskylduna og starfsemi
Slysavamafélagsins í höfuðstöðv-
um félagsins á Grandagarði.
Sýslufundur Norður-Múlasýslu.
Norður-Múlasýsla:
Sýslunefnd vill um-
bætur í vegamálum
SÝSLUFUNDUR Norður-Múla-
sýslu, sem haldinn var nýlega
ályktaði um fjölmörg hagsmuna-
mái sýslubúa. Sýslunefnd vill
umbætur i vegamálum, einkum
að lagður verði almennilegur
vegur um Hellisheiði milli
Vopnafjarðar og Fljótsdalshér-
aðs. Þá vill sýslunefnd fá fiski-
fræðing staðsettan á Austur-
landi, og auknar hafrannsóknir
fyrir Austurlandi. Þá skorar
sýslunefndin á Alþingi að endur-
skoða nýju sveitarstjómarlögin.
Einkum var ákvæðið um héraðs-
nefndir gagnrýnt.
Á fundinum, sem var haldinn á
Borgarfírði eystra, voru jrfír 100
erindi afgreidd og fjölmargar sam-
þykktir gerðar. Þá var samþykkt
Qárhagsáætlun sýslunnar, sem var
upp á 1.607.570 kr. og sýsluvega-
áætlun upp á 6.521.000 kr.
Sýslunefnd skoraði á Alþingi að
breyta lögum um sýsluvegi til
hagsbóta fyrir sýslufélög sem hafa
ianga og slæma vegi. Þá var ítrekuð
áskorun til yfirvalda vegamála um
að bæta veginn yfír Hellisheiði.
Vegur þessi væri aðeins fær einn
til tvo mánuði á ári, en væri samt
fjölfarinn þar sem hann sé eðlileg
tenging hringvegarins milli Norður-
og Austurlands. Þá vill sýslunefnd
að lagður verði aðalQalivegur sem
tengi Hérað og Gæsavatnaleið og
verði vegur þessi kallaður Snæfells-
leið. Telja þeir að þetta muni auka
verulega ferðamannastraum til
Austurlands.
Þá var alyktað um frekari rann-
sóknir á því hvort um geti verið að
ræða nýtanlegt magn af gasi í jörðu
á Héraði. Einnig að Fljótsdalsvirkj-
un skyldi vera næsti virkjunarkost-
ur á eftir Blöndu.
Ymsar ályktanir voru samþykkt-
ar um sjávarútvegsmál. Óskað var
eftir að hafnargerð yrði hraðað á
Borgarfírði eystra. Þá var hvatt til
kaupa á togurum til úthafsrækju-
veiða svo nýta mætti ónýtta skel-
fískstofna. Til þess vilja menn fá
auknar rannsóknir á þeim stofnum.
Þá vill sýslunefndin fá fískifræðing
til Austurlands, eins og lög gera
rá’ð fyrir. Honum er ekki síst ætlað
að stuðla að uppbyggingu silunga-
ræktar.
Nýju sveitarstjómarlögin voru
gagnrýnd og voru fundarmenn
sammála um að frumvarpið hefði
versnað í meðfömm Alþingis. Allt
sé á huldu um eignir og verkefni
sýslunefnda. Þá vom ákvæðin um
héraðsnefndir gagnrýnd.
Loks var ályktað um fræðasetur
á Skriðuklaustri, og umbætur í
flugumferðarstjóm, sérstaklega á
Austurlandi o.fl.