Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986 49 Krafta- verkakríli Mexíkó- borgar Einhvem tímann þegar Juana Jasmin Arias er orðin nógu gömul til að skilja og skynja hættur þessa heims, munu fósturforeldrar hennar fara með hana að Juarez- spítalanum í miðbæ Mexíkóborgar. Þar munu þau sýna henni staðinn þar sem hún eyddi fyrstu dögum lífs síns, grafin undir fleiri tonnum af sementi og umkringd stálbútum og steypustyrktaijámi. Þá fyrst mun hún einnig fá að heyra söguna um móðurina, sem hún aldrei fékk að kynnast — konuna, sem hvarf sporlaust í þessu sama húsi í skelfí- legum jarðskjálfta, sem varð í bænum snemma morguns þann 19. september 1985. Ef til vili munu þau einnig segja henni frá því er heimsbyggðin hélt niðri í sér andan- um fyrir framan sjónvarpsskjáinn meðan leitarmenn reyndu að ná undan rústunum þessari litlu mann- vem, sem enn var með lífsmarki. En allt heyrir þetta framtíðinni til. Nútíðin er hinsvegar sú, að Juana er komin í öruggt skjól hjá föðursystur sinni og fósturmóður,- Mariu og fjölskyldu hennar, sem búsett er skammt utan við sjálfa Mexíkóborg. „Eins og gefur að skilja var bróðir minn, Miguel, svo skelfíngu lostinn, lengi eftir þennan hroðalega atburð, að hann treysti sér ekki til að sjá um þetta nýfædda kraftaverk abarn, “ segir Maria. „Hann á fyrir fjögurra ára gamlan son, sem nú er orðinn móðurlaus og lífsbarátta hans er því nógu hörð án þess að þetta bætist við. Við hjónin, sem eigum sjálf tvö böm, ákváðum því að taka hana að okkur og hefur hún verið hjá okkur í góðu yfirlæti frá því henni Stærsta kampa- vínsflaska íheimi Hin dýrmæta flaska — full af freyðandi víni og alsett gulli. Ef kíkt er bak við fyrirsætuna má sjá stærstu kampavíns- flösku, sem framleidd hefur verið. Flaskan rúmar eina 18 lítra af guðaveigum og er skreytt með 24 karata gulli. Við verðum þó að hryggja lesendur með þvf að þessi flaska er ekki til sölu, heldur er hún gjöf til Ronalds Reagan, Banda- ríkjaforseta — smá vinarvottur frá þeim Louis Robert Vial og Nadine Norma fatahönnuðum. Hvað Reag- an hyggst gera við þessa risaflösku fylgir ekki sögunni, en trúlegt þykir þó að hann muni kalla út aðstoðar- lið, þegar til þess kemur að torga henni. Juana ásamt föðursystur sinni og fósturmóður, Mariu Arias. var bjargað. Þetta litla grey er lík eins og öll önnur böm, aðeins ró legri og geðbetri ef eitthvað er, bætir hún við. íbúar Mexíkó, sem em strangtrú aðir kaþólikkar, líta á björgu Spítalinn jafnaðist við jörðu fáum klukkustundum eftir fæð- ingu hennar. Hún grófst undir rústunum en Iifði þó af. Juönu sem einhvers konar tákn frá æðstavaldinu, merki um ótakmark- aðan mátt hans. „Ég veit satt best að segja ekki hvað á að kalla þetta undur,“ segir Maria Arias, „en það er allavega ljóst að þennan dag átti Juana ekki að deyja. Hitt er svo annað mál að nýfædd böm em mun sterkari en við gemm okkur grein fyrir. Þau fæðast með birgðir af vatni, próteini og fitu, sem þau eiga að nærast á meðan þau venjast öðmm mat. Auk þess em þau ónæmari fyrir áföllum en þeir sem eldri em — þau kunna ekki að hræðast, einfaldlega vegna þess að þau skilja ekki hættumar, hvað þá heldur mörkin milli lífs og dauða. Engu að síður er þetta kraftaverk allt saman — á því leikur enginn vafí." COSPER 2>pib I017& C03PER - Amma, óg verð hér þangað til mamma og pabbi koma heim. Kjörgripur HÖFÐABAKKA9 SÍMI 685411 Husqvarna | VERÐLÆKKUN VEGNA NYRRA SAMNINGA VIÐ* VERKSMIÐJURNAR, TÓKST OKKUR' AÐ LÆKKA VERÐIÐ Á HEIMILISTÆEKJUM. Lj DÆMI UM VERD: KÆLISKÁPUR-FRYSTIR5%o r AOUR Stgr kr 40066 - NU Stgr kr 37905,- ELDAVÉLTOPULAR6° AÐUR stgr kr. 26 709 - NU stgr. kr 20,105,- BRw Gunnar Ásgeirsson hf. iMl S>K)uflandsbniu1 « S«n'9135200 SOLSKINSEYJAN mallorka Fjölskyldutilboð í 3. vikna ferð 2. júlí GISTISTAÐIR í SÉRFLOKKI Ath! Aðeins þessa einu ferð OTCOiVTMC Ferðaskrifstofa, Hallveigarstía 1. Símar 28388-28580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.