Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986 35 Vélin stöðvaðist á þremur metrum Atti eftir um 200 metra inn á flugbrautina EINN maður lézt og annar slas- aðist alvarleg'a er flugvél, sem þeir voru í, hrapaði á veginn við flugvöllinn skammt frá Flúðum í Hrunamannahreppi á þriðju- dagskvöld. Óljóst er um tildrög slyssins, þar sem engin vitni voru „Fréttahornið“ ný starfsemi í Grófinni í DAG, fimmtudag, kynnir félagið í Grófinni nýjan þátt í starfsemi sinni: „Fréttahomið". Á suðvestur- homi Bryggjuhússins (Álafossbúð- in) verður fest tafla þar sem ætlast er til að fólk hengi upp tilkynningar ýmiskonar að morgni, sem síðan verða teknar niður af þeim sem setja upp nýjar tilkynningar næsta dag. Ollum er heimilt, þeim að kostnaðarlausu, að setja upp dag- settar tilkynningar á töfluna. í dag milli kl. 17.00 og 18.00 verða fulltrúar „Trimmdaga" ÍSÍ um helgina, sólstöðugöngunnar á laugardaginn og Reykjavíkurgöngu Útivistar á sunnudaginn staddir við „fréttahomið" og kynna það sem á döfinni er hjá þeim. Þessi staður var hér á árum áður ein aðalfréttamiðstöð bæjarins þar sem menn komu saman og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Einn- ig má segja að þar hafi einnig verið veðurstofa bæjarins. Loftvog hékk utan á húsinu og vindhani var festur upp á tum sem var á þakinu. Þama stóðu síðan menn og spáðu í sjó- veðrið daginn eftir. að því, en talið er vist að vélin hafi verið í krappri beygju inn á braut, er hún hrapaði um 200 metra frá brautarenda. Vélin lenti í vegarkantinum og stöðv- aðist á þremur metrum. Flugvél- in, TF MOL, af gerðinni Maule M 5 - 235 C, er gjörónýt. Það var farþegi í vélinni, sem lézt. Flug- maðurinn slasaðist mikið, en er ekki talinn i lifshættu. Rannsókn slyssins er í höndum flugmálastjómar, loftferðaeftirlitsins og flugslysanefndar. Hér fer á eftir tilkjmning þeirra um slysið: „Klukkan 22.16 þann 17. júni barst flugmáta- stjóm í Reykjavík tilkjmning frá lög- reglunni á Selfossi um að flugslys hefði orðið á veginum við flugvöllinn skammt frá Flúðum í Hrunamanna- hreppi. Loftferðaeftirlitinu var strax tilkjmnt um atburðinn og fóm tveir rannsakendur þegar á slysstað. Skömmu síðar tilkjmnti lögreglan á Selfossi að flugvélin hefði verið TF MOL og óskaði eftir aðstoð þyrlu til að ftytja slasaða. Strax var haft samband við Pál Halldórsson, yfirflug- stjóra Landhelgisgæzlunnar, og fór þyrla, TH SIF, austur á Selfoss og sótti flugmanninn, sem siasaður var, en þangað hafði hann verið fluttur með sjúkrabfl frá Flúðum. Komið var með hann að Borgarspítalanum klukk- an 23.40. Farþegi, sem var um borð, varþá látinn. Flugvélin TF MOL var af gerðinni Maule M5 - 235C árgerð 1978. Einka- flugvél með sæti fyrir þijá auk flug- manns og er hún í eigu 7 einstaklinga. Flugvélin fór frá Reykjavík klukkan 20.41 og var áætluð lending á Flúðum klukkan 21.21. Um borð vom flug- maðurinn og þrír farþegar. Eftir lend- ingu á Flúðum fóm farþegamir þrír frá borði, en flugmaðurinn fór f flug á ný með einn farþega, sem kom þar um borð. Slysið varð nokkm síðar í aðflugi að flugvellinum á Flúðum um 200 metra fíá norðurenda flugbraut- arinnar. Flugvélin gjöreyðilagðist og flakið hefur verið flutt til Reykjavíkur til rannsóknar, sem fram fer á vegum flugmálastjómar, loftferðaeftirlits og flugslysanefndar. “ TF MOL. Myndin er tekin árið 1980. Horgunblaðið/Júlfua Flakið flutt af slysstað. Við stuðningsfót gröfunnar má sjá um þriggja metra langa rák í jarðveginn eftir flugvélina. „Hálfgerð tilvilj- un að við erum komin hingað“ - sagði David Poteet sem er staddur hér á landi með unglingastrengj ahlj óms veit frá Kalíforníu „ÞETTA er nú fyrir hálfgerða tilviljun sem við erum komin hingað,“ sagði David Poteet sem staddur er hér á landi með bandaríska unglingastrengja- hljómsveit. „Ætlunin var að við færum á tónlistarhátíð í Vínar- borg nú í sumar. Mér fannst tilvalið að koma við á íslandi í leiðinni fyrst við værum að fara til Evrópu á annað borð.“ Hann sýndi krökkunum og foreldrum þeirra myndir frá ís- landi og þeim leist mjög vel á hugmyndina. Ekki síst foreldrun- um, sem margir vom með þýskan og austurrískan bakgmnn og töldu að krakkamir mundu jafnvel fá meira út úr íslandsferð en Evrópuferð. Það babb kom þó í bátinn að vissrar hræðslu fór að gæta meðal foreldra í kjölfar aukinnar tíðni hryðjuverka f Evr- ópu. Ákveðið var að hætta við ferðina til Vínarborgar og þar með íslands. Þess gerðist þó ekki þörf þar sem hætt var við halda hátíðina vegna mikilla afpantana David Poteet af þessari sömu ástæðu, ótta við hryðjuverk. Nokkmm vikum síðar fékk David þá hugdettu að kannski væri möguleiki að fara íslandsferð einvörðungu. Hugmyndin var borin upp á fundi með krökkunum og foreldmm þeirra og nægilega stór hópur fékkst til þess að ferðin gæti orðið að veraleika. Það er kannski ekki svo skiýtið að David sóttist svona fast eftir því að fara til íslands. Móðir hans, Stella Guðmundsdóttir-Poteet, er fslensk og hann fæddist sjálfur f Keflavík 1951, þar sem hann bjó fyrstu tíu ár ævi sinnar. „Ég kannaðist við mig þegar við lentum," sagði David, „það er allt nánast óbrejrtt, húsin em eins, flugvöllurinn, það var kannski fyrst og fremst Keflavíkurvegur- inn sem var eitthvað nýtt. Jafnvel Reykjavík virtist koma kunnug- lega fyrir sjónir og fólkið er eins vinalegt og hjálpsamt og ég minnistþess," sagði David. Hljómsveitin sem hann kemur með hingað er 17 manna strengja- hljómsveit, Thomas Downey High School Orchestra, skipuð ungling- um á aldrinum 15—19 ára. Þau koma frá bænum Modesto í Kali- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Thomas Downey High School Orchestra. f öftustu röð eru þau Stella Guðmundsdóttir-Poteet, Ray Poteet og stjóraandi hljóm- sveitarinnar, David Poteet. fomíu sem er 128.000 manna bær austur af San Francisco. Þau munu halda tvenna tónleika hér á landi. í dag fimmtudag í Bú- staðakirkju, kl. 20:30 og síðar í Njarðvík. Verða þeir tónleikar auglýstir síðar. „Krökkunum fannst þeir sjá margt líkt með Reykjavík og San Francisco þegar við fómm hring- ferð um borgina," sagði David að lokum, „hér eins og þar skiptast t.d. á stór breiðstræti og litlar þröngar götur í eldri bæjarhlutun- um. Einnig em brekkumar keim- líkar. Eitt er þó mjög ólíkt. Ég mundi aldrei þora að sleppa krökkunum úr augsýn í San Fran- cisco. Það get ég gert hér í Reykjavík án nokkurrar hræðslu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.