Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 4
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR19. JÚNÍ Í986
Guðmundur J. Guðmundsson:
„Hörmulega tókst til
með vinargreiðann“
„Enginn maður í flokknum talaði við mig um afsögn“
GUÐMUNDI J. Guðmundssyni er
ekki kunnugt um, að flokksfor-
ysta Alþýðubandalagsins hafi
ákveðið, hvað honum beri að gera,
Svavar Gestsson:
Upplýsir
ekki hvort
hann vill
afsögn Guð-
mundar
SVAVAR Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins segist hafa rætt
við ýmsa forystumenn Alþýðu-
bandalagsins vegna máls Guðmund-
ar J. Guðmundssonar, og að afstaða
flokksforystunnar liggi nú fyrir,
þó hún verði ekki upplýst að sinni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er pólitískur vilji fyrir þvi
í rððum ólíkra arma Alþýðubanda-
lagsins, að verkalýðsarminum und-
anskildum, að Guðmundur verði
beðinn að segja af sér þing-
mennsku, ef hann ákveður það ekki
sjálfur að fundi sinum með sak-
sóknara í dag loknum.
„Ég hef rætt við flesta af forystu-
mönnum Alþýðubandalagsins, bæði í
gær og í dag, og í þessum hópi er góð
samstaða," sagði Svavar í gær. Hann
sagði að jafnframt hefði Guðmundur
rætt við marga í þessum hópi. „Niður-
staðan kemur í ljós á næstunni," sagði
Svavar.
Svavar var spurður hvort flokks-
forystan myndi leggja að Guðmundi
að segja af sén „Það get ég ekkert
sagt um,“ sagði Svavar.
Svavar var spurður hvort hann sem
formaður hefði orðið var við mikinn
þrýsting frá óbreyttum flokksmönnum
um að hann beitti sér fyrir því að
Guðmundur segði af sér þingmennsku:
„Ég svara nú ekki þessari spumingu,"
sagði Svavar, „en það hefur flöldi
flokksfélaga talað við mig.“
varðandi þau trúnaðarstörf, sem
hann gegnir fyrir Alþýðubanda-
lagið. Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins, skýrir hins
vegar frá því hér annars staðar
á síðunni, að það sé góð samstaða
um niðurstöðu í þessu máli. For-
maðurinn vill þó ekki að svo
stöddu segja frá efni hennar. „Ég
kannast ekki við að flokksforyst-
an hafi komist að einhverri niður-
stöðu og mér hefur ekki verið
tilkynnt um hana,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson í samtali
við Morgunblaðið f gær.
Guðmundur sagðist hafa átt fundi
með ýmsum forystumönnum Al-
þýðubandalagsins, þar á meðal
Svavari Gestssyni. „Svavar hefur
lagt á það áherslu við mig, að ég
fylgdi því eftir að krefjast rannsókn-
ar og losaði mig úr trúnaðarstörfum,
á meðan á slíkri rannsókn stæði,"
sagði Guðmundur. Hann sagði, að
Svavar hefði aldrei sýnt sér nokkra
óvinsemd, heldur góðan tón og anda.
Hann sagðist því ekki kannast við
neinar flokkssamþykktir í þessu
máli.
„Það hefur enginn maður í flokkn-
um talað við mig um afsögn, eða
komið fram með hótanir um úrsagnir
úr flokknum mín vegna. Sjálfsagt
heyrast þessar raddir, en þær hafa
ekki borist mér til eyma,“ sagði
Guðmundur.
Guðmundur sagðist hitta ríkissak-
sóknara í dag. Hann hefði ekki
fengið nokkra vísbendingu um það,
hvemig beiðni sinni um rannsókn á
hans þætti í þessu svokallaða Haf-
skipsmáli yrði tekið. Guðmundur
sagðist raunar ekki sjá betur en nú
mætti kalla þetta „Hafskips-Eim-
skipsmálið", eftir að fram hefði
komið, að fjárhæð sú, sem Albert
afhenti honum haustið 1983, og
hann hélt vera fjármuni Alberts,
væri bæði frá Eimskip og Hafskip
komin.
„Vissulega er þessi atburður
hörmulegur," sagði Guðmundur, „en
hjá flestum þeirra, sem ég hef rætt
við, er ákaflega góður og vinveittur
tónn í minn garð, þó menn harmi
auðvitað, að þetta hafi gengið svona
Þröstur Ólafsson, framkv.stj. Dagsbrunar:
„Ekki ósk stjórn-
armanna að Guð-
mundur fari í frí“
STJÓRN Dagsbrúnar samþykkti á fundi sinum í gær, að setja sig
ekki upp á móti því, að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
Dagsbrúnar, fæli varaformanni félagsins, Halldóri Björnssym, að
gegna skyldustörfum formanns um stundarsakir. Guðmundur greindi
frá því á fundinum, að hann óskaði eindregið eftir að fá að hafa
þennan háttinn á, ef ríkissaksóknari fellst á þá beiðni hans, að sér-
stök rannsókn fari fram vegna fjárgreiðslna, sem hann veitti viðtöku
úr hendi Alberts Guðmundssonar haustið 1983. Nú er upplýst að
peningamir komu úr sjóðum Hafskips og Eimskips.
„Stjómarmenn allir lýstu því yfir á mundur ségi af sér þingmennsku og
þessum fundi, að þeir teldu ekki neina
ástæðu fyrir Guðmund að biðja um
þetta og það væri alls ekki ósk stjóm-
armanna að hann tæki sér frí frá
formannsstörfum þennan tima,“ sagði
Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri
Dagsbrúnar, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Þröstur var spurður, hvemig verka-
lýðsarmur Alþýðubandalagsins myndi
bregðast við, ef þau öfl innan Al-
þýðubandalagsins, sem vilja, að Guð-
fyrir sig. Auðvitað óttast menn ein-
hver slæm pólitísk áhrif af þessu.
Það skil ég, en ég hef ekki fengið
neinar áskoranir um afsögn, heldur
þvert á móti. Ýmsir hafa lýst þeirri
skoðun við mig, að ég ætti ekki að
segja af mér tímabundið."
Guðmundur sagði, að félagar hans
í stjóm Dagsbrúnar hefðu ekki talið
neina ástæðu til þess, að hann fæli
varaformanni Dagsbrúnar for-
mennsku um stundarsakir. Þeir
hefðu þó ekki viljað standa á móti
eindregnum vilja hans.
Guðmundur var spurður, hvort
hann teldi, að Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður framkvæmdastjómar
Alþýðubandalagsins og varaþing-
maður Alþýðubandalagsins, teldi sig
hafa fundið höggstað á þingmannin-
um Guðmundi J. Guðmundssyni.
„Hann hefur ekki sagt það við mig.
Hann ræddi við mig lengi í símann
í gær, og var síðan að bögglast við
að leiðrétta það samtal meira og
minna allan fréttatíma sjónvarps.
Þessi frétt, um að menn væru að
segja sig úr Alþýðubandalaginu, ef
ég segði ekki af mér, var auðvitað
frá honum komin," sagði Guðmund-
ur.
Guðmundur hefur lýst þeim
greiða, sem Albert Guðmundsson
gerði honum haustið 1983, sem
bjamargreiða. Hann var spurður,
hvort hann hefði rætt ástæður þess
við Albert, að staðið var að fjársöfn-
uninni til stuðnings honum, með
þeim hætti sem gert var: „Albert
er ákaflega miður sín og sleginn
yfir þessu öllu. Ég verð að segja það
alveg eins og er, að ég skil þetta
hreinlega ekki hjá honum. Þetta er
eitthvert dómgreindarleysi og svo
yfirþyrmandi klaufaskapur og vit-
leysa, að það tekur engu tali. Hins
vegar var Albert ákaflega vel kunn-
ugt um veikindi mín á þessum tíma,
og honum gekk ekki annað en gott
til. Því verður þó ekki á móti mælt,
að hörmulega tókst til með vinar-
greiðann," sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði jafnframt, að
svo gæti farið, að þeir menn, sem
ættu eftir að reynast honum hvað
erfiðastir í þessu áfalli öllu, væru úr
hans eigin flokki.
Guðmundur var spurður, hvort
hann teldi, að sá armur Alþýðu-
bandalagsins, sem kennt hefur sig
við lýðræðisafl, með Ólaf Ragnar
Gímsson í forsvari, væri orðinn svo
öflugur innan flokksins, að honum
tækist að knýja fram afsögn hans
og kafsigla á vettvangi stjómmál-
anna: „Eg get nú ekki alveg gefið
yfirlýsingu um það, en mér er sagt
að það andi verulega köldu á mig,
aðeins frá einum hópi manna, og sá
hópur sé í mínum eigin flokki. Það
er út af fyrir sig ekkert nýtt. Hins
vegar hafa fjölmargir félagar mínir
úr Alþýðubandalaginu sýnt mér
mikinn velvilja og stuðning í þessu
Guðmundur J. Guðmundsson.
erfiða máli, þannig að það væri út
i hött að ætla að brennimerkja allt
Alþýðubandalagið í þessu máli.“
Guðmundur var spurður hvemig
hann myndi bregðast við, ef beiðni
hans um sjálfstæða rannsókn vegna
hans þáttar í þessu máli yrði hafnað
af ríkissaksóknara: „Þá mun ég
endurskoða mjög mín mál og það
hvort ég læt nokkra varaformenn
eða aðra taka við, því þetta Haf-
skipsmál getur tekið langan tíma.“
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði, að sér væri auðvitað mest í
mun, að hann lægi ekki undir þeim
grun að þiggja fjárgreiðslur frá
atvinnurekendum — sér væri það
höfuðkappsmál að hreinsa mannorð
sitt.
Eimskip og Hafskip:
Greiddu ferðakostn-
aðinn sameiginlega
öðrum trúnaðarstörfum, verða ofan á:
„Ég held að best sé að segja sem
fæst um það þangað til hlutimir fara
að gerast," sagði Þröstur, „annars
heyrist mér á Guðmundi, að hans
áhyggjur tengist fyrst og fremst störf-
um hans fyrir verkalýðshreyfinguna,
en ekki því hvað þessi pólitíski armur,
sem hann hefur nú um stundarsakir
helgað starf sitt, segir eða gerir. Hvort
að við þessi svokallaði verkalýðsarmur
myndum grípa til einhverra ráðstaf-
ana, get ég ekkert um sagt nú.
SKÝRT var frá því í gær, að það
voru skipafélögin Eimskip og
Hafskip, sem lögðu sameiginlega
fram fé til að kosta ferð Guð-
mundar J. Guðmundssonar, for-
manns Dagsbrúnar og Verka-
mannasambands íslands, til
Flórfda haustið 1983. Þar leitaði
hann sér hressingar eftir veik-
indi. Greiddi hvort félag um sig
60 þúsund krónur. Björgólfur
Guðmundsson, þáverandi for-
stjóri Hafskips, afhenti Albert
Guðmundssyni, þáverandi fjár-
málaráðherra, peningana, sem
aftur lét Guðmund hafa þá. Stóð
Guðmundur í þeirri trú, þar til
nú, að þetta væri persónulegur
vinargreiði Alberts Guðmunds-
sonar.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips, var í gær spurður um
ástæður þessa fjárframlags fyrir-
tækisins til Guðmundar J. Guð-
mundssonar. Hörður sagði: „Þetta
ár ráku Eimskip og Hafskip sam-
eiginlega Farskip eða ferjuna Eddu
og áttum við því mikil samskipti
það árið. Mig minnir, að það hafi
gerst eftir fund með þeim Ragnari
Kjartanssyni og Björgólfi Guð-
mundssyni um haustið 1983, að við
tókum að ræða um heima og geima.
Upp kom í þessu spjalli, að vinir
Guðmundar ynnu að fjársöfnun til
að stuðla að því, að hann kæmist
til hressingardvalar í útlöndum eftir
langvarandi veikindi. Það varð að
ráði milli okkar Ragnars, að fyrir-
tækin myndu skipta með sér kostn-
aði af þeirri för. Þó var það fast-
mælum bundið, að Guðmundur
fengi aldrei vitneskju um það,
hvaðan þessir flármunir kæmu,“
sagði Hörður. Hann sagði, að í
desember 1983 hefði verið hringt í
sig frá Hafskip og hann beðinn að
greiða hlut Eimskips í ferðakostn-
aðinum, 60 þúsund krónur, og það
hefði verið gert.
Hörður var spurður, hvort hann
teldi þetta hafa verið eðlilega af-
greiðslu fyrirtækjanna: „Slíkt er
alltaf álitamál," sagði Hörður, „en
mér þótti rétt að gera þetta, þótt
ég hefði vafalaust ekki gert það,
ef ég hefði vitað, að þetta ætti eftir
að verða blaðamál. Þar fyrir kynni
að hafa verið alveg jafn rétt að
geraþetta."
Karl Steinar Guðnason varaformaður VMSÍ;
„Köstum ekki
sprekum á
gaMrabrennuna“
„VIÐ hyggjumst ekki kasta sprekum á þá galdrabrennu sem nú
hefur verið stofnað til gegn formanni Verkamannasambandsins,“
sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambands
íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvort
framkvæmdastjórn VMSI hefði fundað og tekið afstöðu varðandi
það hvort stjómin teldi að Guðmundur J. Guðmundsson formaður
VMSÍ ætti að segja af sér formennsku í sambandinu.
Karl Steinar sagði að fram- isins, þar sem hann talar um sóma-
kvæmdastjómin hefði ekki enn
fjallað um þetta mál, og þetta mál
væri henni algjörlega nýtt, en á
næstu dögum yrðu þessi mál rædd
innan stjómarinnar. „Það sem fyrir
okkur liggur era mestmegnis sögu-
sagnir og fjölmiðlafréttir, byggðar
á hæpnum heimildum. Þó bendi ég
á yfirlýsingu Hallvarðar Einvarðs-
sonar rannsóknarlögreglustjóra rík-
manninn Guðmund J. Guðmunds-
son,“ sagði Karl Steinar.
Karl Steinar var spurður hvort
hann teldi að máli þessu væri þyrlað
upp af andstæðingum Guðmundar
J. Guðmundssonar, úr Alþýðu-
bandalaginu: „Ég tel að nú gangi
hýenumar úr Alþýðubandalaginu
slefandi í blóðslóðina,“ sagði Karl
Steinar.